Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
39
Þegar bamabömin bættust í hópinn
tókst með þeim sama vináttan.
Magga og Andrés voru einstaklega
samhent um að fegra og bæta heim-
ili sitt og umhverfi og ber það þeim
fagurt vitni. Það má með sanni segja
að Andrés hafi ræktað garðinn sinn
í orðsins fyllstu merkingu. Hann hlúði
svo vel að öllu, sem hann kom ná-
lægt, fjölskyldu sinni ættingjum og
vinum. Umhyggja og kærleikur voru
hans aðalsmerki.
Það lýsir Andrési hvað best sú
mikla tryggð og ræktarsemi, sem
hann sýndi mörgum gömlum félögum
sínum, en við þá hélt hann góðu sam-
bandi fram á síðasta dag. Það var
því mikið áfall, þegar Andrés greind-
ist með krabbamein i janúar síðast-
liðnum. Hann varð að hætta að
stunda sjóinn og þess í stað að berj-
ast við illvígan sjúkdóm, sem að lok-
um lagði hann að velli. Fjölskylda
hans og vinir stóðu við hlið hans í
þeirri baráttu, enginn vildi trúa að
tími hans væri kominn, hann átti svo
margt eftir ógert. Nú er skarð fyrir
skildi og við söknum vinar í stað.
Erfitt verður að hugsa sér nágrennið
án hans. Við biðjum algóðan Guð að
styrkja Sigrúnu móður hans, Möggu,
börnin, afabörnin og alla ástvinina í
þeirra djúpa söknuði og sorg. Minn-
ingin um göfugan og góðan dreng
lifir í hjörtum okkar allra.
Sigríður og Eyjólfur.
Hann Andrés er dáinn, þetta hljóm-
ar enn í eyrum mér. Það er svo erf-
itt að sætta sig við að hann sé farinn
frá okkur, hann sem gaf svo mikið
af sér.
Andrés var sannarlega vinur vina
sinna, það var alltaf svo notalegt að
fá Andrés í heimsókn, þá var setið
yfir kaffíbolla og spjallað saman,
hann var ættfróður, tilfinninganæm-
ur og gaf okkur svo mikið, hann var
góður drengur.
Oft kom það fyrir að hann kom
með kleinur eða flatkökur með sér
sem hann hafði bakað sjálfur, svo
að ég tali ekki um fiskinn sem var
settur í vaskinn ef ég var ekki heima.
Þá vissi ég strax að Andrés hafði
komið. Hann var hörkuduglegur sjó-
maður sem sá vel um sitt heimili.
eftirlifandi konu sinni Sigurlínu Jóns-
dóttur frá Molastöðum, dóttur hjón-
anna Sigríðar Guðmundsdóttur og
Jóns Sigmundssonar. Árið 1946 hófu
þau hjón búskap í Fyrirbarði og
bjuggu þar þar til þau fluttust til
Sauðárkróks 1990. Lífsbaráttan var
oft hörð og hver varð að búa að sínu.
Aðstæður allar á annan veg en nú
eru. Fljótin voru afskekkt og snjó-
þung sveit, samgöngur erfíðar, eng-
inn sími og ekkert rafmagn þar til á
miðjum sjötta áratugnum.
Uppkomin böm þeirra eru: Sigur-
björg, búsett í Kópavogi, Erlendur
Jón, Siguijóna, Freysteinn, Gylfi, öll
búsett í Reykjavík, Guðjón, búsettur
á Krossi í Oslandshlíð, Þröstur Már,
búsettur í Kópavogi, og Guðrún Fjóla,
búsett í Reykjavík. Dreng misstu þau
við fæðingu.
Björgvin var vel meðalmaður á
hæð, ljós yfirlitum og grannvaxinn,
hæglátur, en gat þó verið ör. Að
ástæðulausu skipti hann sér ekki af
málefnum annarra. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og ræddi það ef svo bar
undir. Yndi hafði hann af skepnum
sínum, einkum hrossum og átti oft
góð hross. Hann var vel lesinn, fróð-
ur og víða heima. Rithönd hafði hann
skýra og áferðarfallega þannig að
margir máttu taka sér til eftirbreytni.
Hina síðari áratugi lifði Björgvin
mikið í sínum eigin heimi þar sem
heyrn hans var mjög skert. Hann las
og horfði á sjónvarpið, en útvarp var
honum nánast ekki til neins. Hann
hafði yndi af spilum og spilaði mikið
ef tækifæri gafst og var óragur við
sagnir.
Björgvin mætti örlögum sínum
með styrkri stoð konu sinnar. Síðast-
liðið sumar gekkst hann undir aðgerð
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Hann dvaldist síðan heima þar til
fyrir skömmu að hann lagðist inn á
Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár-
króki. Er ég hafði kvatt Björgvin,
nokkru áður en hann lést, þá lyfti
hann máttvana hönd sinni og sagði:
„Guðmundur þú skilar kveðju."
Kveðju Björgvins er hér með skilað
til þeirra er hana eiga. Björgvini
þakka ég góð kynni.
Lína mín, þér og fjölskyldu þinni
votta ég samúð mína.
Guðm. Oli Pálsson.
Þegar við heimsóttum Andrés og
Möggu var tekið vel á móti okkur á
yndislegu heimili þeirra hjóna, þau
eignuðust fimm börn og þrjú barna-
böm sem voru Andrési mjög mikil-
væg. Hann talaði oft um þau á sinn
einlæga hátt. Hann átti einnig aldr-
aða móður sem sér nú á eftir drengn-
um sínum góða sem fór oft með hana
með sér austur í sveit á gamlar slóðir.
Það var mikill hugur í Andrési og
mikil orka. Þegar hann ætlaði að
framkvæma eitthvað var það gert
strax og vel. Það kom fyrir að hann
hjálpaði til hjá okkur hjónunum og
erum við ætíð þakklát fyrir það.
Hann átti yndislegan garð í kringum
húsið sitt sem ber vinnusemi og natni
hans göfugt vitni.
Það er erfitt að kveðja svona góð-
an dreng, það vantar svo mikið sem
verður erfítt að bæta en minningin
lifir og við gleymum hlýjunni frá
honum aldrei.
Elsku Magga, Hrabbý, Þórunn,
Sonja, Sigga Lára, Lárus Már, Sigrún
og aðrir ástvinir, guð gefi ykkur styrk
í sorginni og söknuðinum.
Svanhvít og Jóhann.
Hefði ég vitað, hefði ég spurt
hvar við ættum annan fund.
Þitt strið var langt og lífið stutt.
Sárt að horfa í eftir þér.
Þessar línur úr lagi Rúnars Þórs
var eitt af því fyrsta sem mér kom
í huga er ég frétti af láti Andrésar
Þórarinssonar sem lést 12. nóvember
síðastliðinn. Andrés var ávallt kennd-
ur við æskuheimili sitt og kallaður
Addi í Mjölni. Við Addi vorum skóla-
og fermingarsystkini. Fundum okkar
bar síðast saman í mars síðastliðnum
er við vorum bæði á Landspítalanum.
Addi hafði þá um nokkurn tíma háð
baráttu við krabbamein. Við Addi
eyddum nokkrum kvöldum í rabb.
Hann var mjög bjartsýnn á bata og
var ákveðinn í að mæta í fermingaraf-
mæli okkar næsta sumar sem verður
þá haldið í þriðja sinn. Eg var að
vísu ekki bjartsýn, en að það skyldi
gerast svona skjótt óraði mig ekki
fyrir. Ég hafði því miður ekki farið
að heimsækja hann í íbúð krabba-
meinsfélagsins. Af einhveijum orsök-
um kom ég því ekki í verk. Því miður
erum við nútímafólk alltaf að eltast
við eitthvað sem við jafnvel vitum
ekki hvað er, í stað þess að rækta
betur það sem gefur lífinu gildi. Ég
á alla tíð eftir að iðrast þess sárlega
að hafa ekki komið þessu í verk.
Á þessum kvöldum sem við Addi
eyddum saman á spítalanum bar
margt á góma og var þá dauðinn
ekki undanskilinn. Öll hljótum við að
hræðast hið óþekkta, en hugsunin
um að skilja ástvini sína eftir jafnvel
í óöryggi var verst. En ég veit að
ástvinir Adda og eiginkona hans
Margrét Lárusdóttir eiga eftir að
hjálpast að og styðja hvert annað í
þeirri sorg og þeim söknuði sem
ótímabært lát hans hefur í för með
sér.
Andrés Þórarinsson var fæddur 14.
september 1945, yngstur af fimm
systkinum. Foreldrar hans voru hjón-
in Þórarinn Jónsson frá Ásólfsskála
og Sigrún Ágústsdóttir frá Núpi,
bæði voru þau ættuð undan Eyjafjöll-
um. Þórarinn dó 1959. Sigrún býr nú
í Reykjavík. Andrés giftist Margréti
Lárusdóttur, þau eignuðust fimm
börn: Hrafnhildi, f. 1968, Þórunni,
f. 1970, Sonju, f. 1972, Sigríði Láru,
f. 1977, og yngstur var Lárus Már
f. 1986. Addi átti eina dóttur, Ólöfu
Ingu, f. 1964, áður en hann gifti sig.
Addi starfaði við sjómennsku lengst
af, síðast sem stýrimaður á Baldri
VE 24.
Við skulum öll hafa það hugfast
að það er tími til að syrgja, tími til
að gráta og tími til að sakna. En við
megum heldur ekki gleyma því að
það er líka tími til að gleðjast.
Fyrir hönd fermingarárgangs
Vestmannaeyja, 1945, votta ég að-
standendum samúð okkar.
Fríða Einarsdóttir.
í dag kveðjum við góðan vin, Andr-
és Þórarinsson frá Mjölni í Vest-
mannaeyjum. Um hugann líða minn-
ingar, Andrés og Magga komin heim
eftir gos með dætyrnar Hrafnhildi,
Þórunni og Sonju í nýja húsið sem
þau voru að byggja, smám saman
fjölgar íbúunum á Brimhólabrautinni
og maður gleðst við hvert ljós sem
kviknar í glugga. Það var gott að
vita af góðum nágrönnum á þessum
tímum, enda hófst vinátta okkar þeg-
ar ég var læst úti með Björk litlu og
fékk að hringja hjá Möggu. Þá voru
dæturnar Hrafnhildur, Þórunn, Sonja
og Sigríður Lára fæddar, strax kom
í ljós að kynni okkar við Andrés,
Möggu og dæturnar urðu okkur
ómetanleg aðstoð og gæfa. Eldri
dæturnar tóku að sér barnapíustörfin
og pössuðu Siggu Láru litlu systur
og Björk dóttur mína sem sótti í að
dvelja hjá Möggu og Andrési, enda
tekin í hópinn eins og ekkert væri.
Hann Andrés mundaði ekki um að
bæta einni við. Oft var líf og fjör
þegar Andrés skellti öllum stelpunum
í bað. Þótt við flyttum um götu og
ýmislegt breyttist þá voru tryggða-
böndin óbreytt.
Árið 1986. Gleðitíðindi, von var á
barni. Þá spurði undirrituð hvort
ætti að hengja vögguna í loftið því
ekki var mikið um laust pláss í hús-
inu og var oft hlegið að þessu. En
auðvitað sannaðist máltækið að þar
sem hjartarúm er þar er húsrúm.
Lítill drengur fæddist, augasteinn-
inn Lárus Már, og ekki stóð á pabban-
um að smíða kassabíl handa syninum.
Barnahópurinn stækkaði og barn-
börnin fæddust, Steinunn, Andrés
Egill og nú sl. apríl Margrét Jóna sem
stoltur afínn tók á móti, og sagði að
ef Ijósmóður vantaði seinna meir þá
mætti bara kalla í hann.
Þannig var Andrés alltaf tilbúinn
ef aðstoð vantaði, tryggur vinur vina
sinn, og ófáir fengu sendar flatkökur
eða kleinur frá honum sem hann
bakaði í bílskúrnum því að hann gekk
í öll verk og það ekki með hangandi
hendi, það átti allt að gerast helst í
gær þegar honum datt eitthvað í hug.
Andrés veiktist í janúar sl. og áfall-
ið kom: iilkynja sjúkdómur. Og bar-
áttan hófst. Það skiptust á skin og
skúrir. Fjölskyldan og vinir stóðu við
hlið hans í baráttunni en allt kom
fyrir ekki, Andrés lést á Landspítal-
anum föstudaginn 12. nóvember.
Elsku Möggu, börnin, Sigrúnu,
Sigríði og aðra ástvini bið ég Guð
að styrkja.
Minningin um góðan dreng lifír.
Vigdís Rafnsdóttir og fjölskylda.
Oft vonir bregðast vilja
oss veitir þungt að skilja
Guðs voldugt visdómsráð.
Þú Guð, sem gleði vekur,
þú gefur og þú tekur,
en öll þín stjóm er einskær náð.
Oft falla fljótt að jörðu
í frosti og veðri hörðu
hér fíngerð, fögur blóm.
Þú forsjón Guðs ert falinn
og fegri staður valinn,
vér skiljum ei vom skapadóm.
(Guðríður S. Þóroddsdótir)
í dag, 20. nóvember, kveðjum við
æskuvin okkar Andrés Þórarinsson
sem lést 12. nóvember sl. eftir langa
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Minn-
ingamar streyma fram. Við ólumst
upp í sama hverfi, og æskuárin liðu
við leik og ærsl. Ýmislegt var nú
brallað enda hressir og hraustir
strákar, það var tekist á í fótbolta,
og rennt á sleðum á Stakkó.
Ógleymanlegt er okkur fjárhúsið
heima hjá Andrési, þar fengum við
okkar fyrstu kynni af sauðfjárbú-
skap, sem kom okkur til góða seinna,
þegar við fengum að fara í sveit.
En æskuárin liðu fljótt og alvara
lífsins tók við. Andrés fór að vinna
í Fiskiðjunni hjá föður sínum sém var
þá verkstjóri þar. En fljótlega hneigð-
ist hugur hans til sjós, og árið 1965
hóf hann nám við Stýrimannaskólann
í Vestmannaeyjum, sem var þá undir
stjórn Guðjón Ármanns Eyjólfssonar.
Hann útskrifaðist þaðan með góðum
vitnisburði og verðlaunaður fyrir
góða ástundun vorið 1967. Andrés
var síðan stýrimaður og skipstjóri á
hinum ýmsu bátum. Hann var eftir-
sóttur starfskraftur, því að hann var
einstaklega ósérhlífinn og vinnusam-
ur, og þar fyrir utan alveg sérstakt
ljúfmenni.
Andrés var mikill fjölskyldumaður
og góður heimilisfaðir. Hann átti eitt
sérstakt áhugamál heimafyrir, og það
var garðurinn. Þar eyddi hann löng-
um stundum, og er garðurinn góður
minnisvarði um Andrés.
Við kveðjum æskuvin okkar með
söknuði, en gleðjumst yfir góðum
minningum um góðan dreng, og um
leið og við þökkum honum samfylgd-
ina, biðjum við allt það góða sem til
er að styrkja þig, Magga mín, og
börnin ykkar, því að ykkar er missir-
inn mestur. Öðrum ættingjum og vin-
um sendum við samúðarkveðjur.
Siguijón, Kristján
og Arnór Páll.
Guðjón Guðbjartsson
frá Húsabæ á Hval-
látrum - Minning
Fæddur 15. maí 1916
Dáinn 12. nóvember 1993
Sumir eru svo sterkir að manni
finnst að þeir muni aldrei falla, en
aðrir svo veikir.
Guðjón Guðbjartsson var einn af
þessum sterku stofnum sem aldrei
bugaðist hvað þá æðraðist. Þrátt
fyrir margra ára veikindi var aldrei
að sjá á honum nokkurn bilbug.
Hann hafði ekki fæðst til að bogna
og ekki alist upp til að kvarta. Lífs-
baráttan var honum eðlileg hvað
sem á gekk.
Hann var fæddur á Hvallátrum
þar sem vindurinn oftast gnauðar
og báran brotnar við sandinn. For-
eldrar hans voru hjónin Guðmunda
Ólafsdóttir og Guðbjartur Þor-
grímsson, en þau bjuggu á Húsabæ
á Hvallátrum. Börn þeirra voru þrjú
og lifir Margrét bróður sinn. Hún
er búsett í Reykjavík.
Guðjón ólst upp í efnalegri fá-
tækt, en lærði því meira um sjálfs-
björg og dug og stæltist ungur af
átökum við árina og færið, bjargið
og þúfnakollana. Ábyggilega hefur
hann ungan farið að dreyma um
störf á stóru skipunum sem oft
sáust sigla fyrir Látrabjargið og
út á djúpmiðin. Áður en varði var
æskan liðin og Guðjón kominn um
borð í „stóran" togara frá Patreks-
firði þar sem hann starfaði um
margra ára skeið. Þrátt fyrir marga
raunina í baráttunni við Ægi kon-
ung varð honum þó mest um að
missa félaga sinn í skotárás þýskrar
flugvélar á togarann Vörð á leið í
land af Halamiðum í ágúst 1942.
Það vildi Guðjóni til lífs eins og
öðrum í áhöfninni að þeir voru inn-
andyra þegar árásin var gerð.
Guðjón kvæntist Gyðu Jóhannes-
dóttur á Patreksfírði og átti með
henni fjóra syni. Þau slitu samvist-
um. Synir þeirra eru Kristinn J.,
skipstjóri á Patreksfirði, kvæntur
Sigurlín Skaftadóttur, þau eiga þijú
böm; Sigurbergur, lögræðingur í
Reykjavík, kvæntur Bjamey Njáls-
dóttur, þau eiga þtjú börn; Guð-
mundur Sævar, framkvæmdastjóri
á Bíldudal, kvæntur Sigríði Bjarna-
dóttur, þau eiga þrjú börn; og Olaf-
ur G., starfsmaður Hagkaupa í
Reykjavík, kvæntur Sigríði Sigur-
björnsdóttur, þau eiga einnig þijú
börn, en fjórða barnið, Guðjón, lést
á unga aldri.
Guðjón fluttist síðar til Reykja-
víkur og hóf þá fljótlega störf hjá
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi,
þar sem hann vann þar til að starfs-
lokum kom, 1986.
Hann hafði þó notað bæði frítíma
og tímann eftir að hann hætti í
Gufunesi og á meðan heilsan leyfði
til að vinna við netagerð, enda al-
vanur slíku af togurunum fyrir vest-
an.
Kynni fjölskyldu minnar af Guð-
jóni vom afar góð. Hann var alltaf
sá sterki stofn sem aldrei bugaðist.
Hjá honum bjuggum við oft og
þegar strákarnir okkar þurftu ung-
ir að skreppa suður, beið þeirra
alltaf uppbúið rúm, jafnvel eftir að
amma þeirra var farin.
Margrét Þórarinsdóttir móðir
mín réðst sem ráðskona til Guðjóns
1970 og héldu þau síðan hús saman
þar til hún lést í apríl 1988.
Guðjón var seintekinn, en afar
traustur maður með góða verk-
kunnáttu. Hann hafði mikið yndi
af að heimsækja æskuslóðir sínar
á Látrum, en síðustu árin hefur
ættin verið að endurbyggja íbúðar-
húsið. Hann heimsótti okkur nokkr-
um sinnum vestur á ísafjörð og
mér er það minnisstætt að skömmu
eftir að við fluttumst inn í húsið
okkar í Sunnuholtinu og lóðin var
enn eitt moldarflag að hann hvatti
mig til að kaupa þökur. Svo gekk
hann í að tyrfa rétt eins og fagmað-
ur í fullri þjálfun. Frágangurinn bar
svo vitni um þá snyrtimennsku sem
var honum svo eðlislæg og sást
best á umgengni hans á heimilinu
og í bílskúmum við Háaleitisbraut-
ina.
Árið eftir að mamma dó fór Guð-
jón með móðursystrum mínum
Kristínu og Rósu í heimsókn til
Grétu systur minnar í Bandaríkjun-
um. Það var þeim öllum afar
skemmtileg ferð og þótti Grétu og
fjölskyldu hennar gaman að fá þau
í heimsókn. Við vissum að Guðjón
hafði ekki gengið heill til skógar
síðustu árin, en hann vildi aldrei
ræða það frekar, enda kallaði hann
ekki á lækni og þá að áeggjan ann-
arra fyrr en í vikunni sem hann lést.
Um leið og við Úlfar og synir
okkar þökkum Guðjóni samveruna
sendum við ástvinum hans syðra
innilegar samúðarkveðjur.
Jósefína Gísladóttir.
t
Ástkær unnusti minn, sonur okkar,
tengdasonur, bróðir, frændi og vinur,
GUÐBJARTUR MAGNASON
frá Neskaupstað,
lést af slysförum miðvikudaginn 17.
nóvember sl.
Minningarathöfn um hann fer fram í
Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóv-
ember kl. 10.30.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
og verður auglýst síðar.
Þórey Haraldsdóttir,
SigríAur Guðbjartsdóttir,
Magni Kristjánsson,
Matthildur Sigursveinsdóttir,
Haraldur Jörgensen,
Bryndis Magnadóttir,
Kristján Magnason
og aðrir vandamenn og vinir.