Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 20.11.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 41 Úrskurði Ríkisskattanefndar hnekkt HÉR fer á eftir í heild sinni dómur Hæstaréttar frá því á fimmtudag í máli því sem fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs höfðaði gegn Útgerðarfé- laginu Hrönn hf. á Isafirði. Mál- ið snerist um skatta fyrirtækis- ins á árinu 1989 þegar það keypti aflakvóta fyrir 83,7 millj- ónir króna , þar af langtímak- vóta fyrir 59 milljónir. Ráðherra höfðaði málið til að fá hnekkt úrskurði Ríkisskattanefndar, forvera yfirskattanefndar, sem hafði talið heimilt að færa mætti keyptan langtímakvótann að fullu til gjalda á móti telgum í rekstrarreikningi á kaupári eins og fyrirtækið vildi. Fjármála- ráðherra hélt fram skilningi rík- isskattstjóra um að færa skyldi keyptan langtímakvóta til eign- ar og afskrifa um minnst 8% en mest 20% á ári. Árið 1993, fimmtudaginn 18. nóvember, var í Hæstarétti í mál- inu nr. 291/1993: Hrönn hf. gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og gagnsök uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson, Hjört- ur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Máli þessu skaut Hrönn hf., á Isafirði, til Hæstaréttar með stefnu 20. júlí 1993. Krefst félagið þess „aðallega, að öllum kröfum gagn- áfrýjanda í máli þessu verði hafn- að. Til vara, að viðurkennt sé, að aðaláfrýjanda sé heimilt að af- skrifa hina umdeildu aflahlutdeild á þremur árum og að lagt verði fyrir ríkisskattstjóra að endurá- kveða álögð opinber gjöld gjaldárs- ins 1990 í samræmi við þá af- skrift“. Þá er krafist málskostnað- ar. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs gagnáfrýjaði 26. ágúst sl. og gerði þessar kröfur: „Aðallega að úr- skurður ríkisskattnefndar nr. 545 frá 20. maí 1992 verði felldur úr gildi að því er tekur til niðurfelling- ar á tekjuskatti kr. 15.049.147 og lækkunar á eignarskatti um kr. 654.164 og lækkunar á sérstökum eignarskatti um kr. 136.284 og aðaláfrýjanda verði gert að greiða þessar fjárhæðir í samræmi við álagningu skattstjóra dags. 18. janúar 1991. Til vara er þess krafist að dómurinn ákvarði hver hin um- deilda árlega afskrift af viðkom- andi aflahlutdeild skuli vera, þó svo að hún verði ekki ákveðin hærri en 20% af kaupverði aflahlutdeild- arinnar." Krafist er dráttarvaxta og máls- kostnaðar. I Málavextir eru raktir í héraðs- dómi. í reikningum aðaláfrýjanda fyr- ir 1989 var fé það, sem greitt var fyrir svonefnda aflahlutdeild, 59.254.000 krónur, dregið frá tekjum á árinu. Skattstjóri Vest- fjarðaumdæmis taldi þetta óheim- ilt. Ríkisskattanefnd taldi það aft- ur á móti heimilt í úrskurði, sem hún kvað upp 20. maí 1992. Þar segir meðal annars: „Svo sem ágreiningsefnið horfir við ríkisskattnefnd þykir með hlið- sjón af almennum lagarökum og lagaviðhorfum eðlilegast að telja kæranda hafa verið heimilt í skatt- skilum sínum að gjaldfæra kaup- verð umræddra veiðiheimilda sem rekstrarkostnað samkvæmt ákvæðum 1. til 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignar- skatt, á kaupári þeirra m.a. með hliðsjón af eðli þeirra, að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiðiheimild- anna í skattskilum svo og að ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjaldfærslu eins og fyrirkomulagi er háttað á þessu sviði, sbr. nú lög nr. 38/1990, um stjórn fískveiða, er ekki kveða á um neitt afmarkað heildartímabil veiðiheimilda. Á þessum forsendum er fallist á að- alkröfu kæranda í máli þessu.“ í 31. gr laga nr. 75/1981 segir um frádrátt frá tekjum af atvinnu- rekstri. í 1. tl. er heimilað að draga frá rekstrarkostnað, „það er þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við“. Nefnd eru ýmis atriði í þessu sambandi, þar á meðal er fyrning eigna. Þetta ákvæði heimilar ekki aða)- áfrýjanda að gjaldfæra í skatt- framtali sínu fyrir 1989 59.254.000 krónur, þar sem rétt- indin sem keypt voru fyrir þessa upphæð voru ætluð til tekjuöflunar á fleiri árum. Eigi er í öðrum laga- ákvæðum berum orðum veitt heimild til frádráttar kostnaðar við kaup á aflahlutdeild, en sérstök ákvæði um að hann sé óheimill eru heldur ekki í lögum. Bendir og ríkisskattanefnd á „að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiðiheimild- anna í skattskilum“. Að þessu athuguðu verður að kanna, hvort ákvæði skattalaga verði skýrð svo, að þau taki þrátt fyrir framanskráð til ágreinings- efnisins í þessu dómsmáli. Verður þá að hafa í huga, að í 40. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 segir meðal annars: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.“ Getur verið álitamál, hvort þetta ákvæði tak- markar það svigrúm sem dómstól- ar hafa til að beita viðteknum lög- skýringarreglum í dómsmálum um skatta. II Eins og í héraðsdómi segir keypti aðaláfrýjandi fískveiðiheim- ild, sem ekki var tímabundin, fyrir 59.254.000 krónur á árinu 1989, „aflahlutdeild“ eða „langtíma- kvóta“. Þessi réttindi höfðu stjórn- völd nokkrum árum áður veitt öðrum án endurgjalds, en tíðkan- legt er, að þau gangi eftir það kaupum og sölum. Lög um stjórn fiskveiða voru á árinu 1989 og eru enn með þeim hætti að helstu nytjafíska má aðeins veiða ef til þess er fengið almennt veiðileyfi og aðeins í tilteknu magni eftir ákvörðun stjórnvalda. Aflahlut- deild skips ræður mestu um það magn sem í þess hlut fellur. Er því um að ræða fémæt réttindi. Þeir sem þeirra njóta hafa ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir geti síðar notað aflahlutdeild- ina til tekjuöflunar, en á grund- velli reynslu og spár um hvað verða muni í fískveiðum, eru kaup engu að síður gerð eins og þetta dómsmál sýnir. Þegar þessi atriði eru virt, er ekki varhugavert að fallast á það sem segir í héraðs- dómi, að hin keyptu réttindi falli undir 73. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Segir þar: „Til skattskyldra eigna skal telja allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eign- arréttindi, með þeim takmörkun- um sem um ræðir í 75. gr., og skiptir ekki máli hvort eignirnar gefa af sér arð eða ekki.“ Tak- markanir 75. gr. eiga ekki við í þessu dómsmáli. III Þessu næst verður úr því að skera hvort lög heimili að fyma þessi réttindi. Um fyrnanlegar eignir segir í 32. gr. laga nr. 75/1981. Henni var breytt með lögum nr. 8/1984 og hljóðaði eftir það þannig: „Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem notaðir era til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur. Helstu flokkar þeirra eru þessir: 1. Lausafé, þar með talin skip, loftför, bifreiðar, vélar og tæki. 2. Mannvirki, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar. 3. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra. 4. Keyptur eignarréttur að verð- mætum hugverkum og auðkenn- um, svo sem höfundarréttur, út- gáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga, réttur til einkaleyfis og vörumerkis. 5. Stofnkostnaður, svo sem kostnaður vegna skráningar fyrir- tækis, öflunar atvinnurekstrar- leyfa, kostnaður við tilrauna- vinnslu, markaðsleit, rannsóknir, öflun einkaleyfís og vörumerkja.“ Aflahlutdeildin verður að sönnu ekki eftir strangri orðskýringu talin „rýma að verðmæti við eðli- lega notkun eða aldur“. Svo er ekki heldur um þau verðmæti, sem talin voru í 4. tl. og 5 tl. greinar- innar. Túlka verður orðalag grein- arinnar um „helstu flokka“ fyrn- anlegra eigna svo, að fleiri eignir geti talist fymarlegar en þær ein- ar, sem taldar voru upp í töluliðum 1-5. Er ekki varhugavert að telja réttindin, sem fjallað er um í þessu dómsmáli, fyrnanleg. IV Eins og mál þetta horfir nú við, verða dómstólar að kveða á um fyrningarhlutfallið, en það varðar skattstofninn. Samkvæmt 7. tl. 38. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 8/1984, skyldi fyrna réttindi, sem talin voru í 4. og 5. tl. 32. gr. þannig, að fymingarhlutfallið væri 20%. Réttindi þau sem mál þetta varðar era eðlislík þeim réttindum sem talin vora í þessum töluliðum. Þegar tekið er tillit til þeirrar óvissu, sem er um fégildi aflaheim- ildarinnar eftir kaupin, og litið til 4. mgr. 98. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 og til álits reiknings- skilanefndar Félags löggiltra end- urskoðenda frá 26. ágúst 1991 varðandi góðar reikningsskilavenj- ur um gjaldfærslu kaupverðs óá- þreifanlegra eigna, er rétt að stað- festa þá niðurstöðu héraðdóms, að fyrningarhlutfallið skuli vera 20%. í máli þessu er deilt um skatta fyrir árið 1989 og eru ekki lagarök til að kveða á um fymingu á öðrum árum. Samkvæmt framanskráðu verð- ur staðfest ákvæði héraðsdóms um að fella úr gildi úrskurð ríkis- skattanefndar 20. maí 1992. Þá ber að staðfesta málskostnaðará- kvæði dómsins. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómsorð Úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545 frá 20. maí 1992 er felldur úr gildi. Aflahlutdeild þá, sem aðaláfrýj- andi keypti 1989, skal fyrna um 20% á því ári. kvæði héraðsdöms. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara í hæstaréttarmálinu nr. 291/1993: Hrönn hf. gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og gagnsök Ég er sammála meirihlutadóms- ins um það, að keypt aflahlutdeild skips skuli talin til skattskyldra eignarréttinda samkvæmt 73. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Hinsvegar verður ekki á það fallist að eignarréttindi þessi teljist fyrnanleg samkvæmt skattalögum. Eins og í III. kafla í atkvæði meirihluta greinir eru fymanlegar eignir skilgreindar í 32. gr. lag- anna þannig að þær rýrni að verð- mæti við eðlilega notkun eða ald- ur. Aflahlutdeild í nytjastofnun á íslandsmiðum, sem úthlutað er til skips og gengur kaupum og sölum, fellur engan veginn undir neinn þeirra töluliða, sem nefndir eru í 32. gr. laganna, enda er þar um gjörólík verðmæti að ræða. Afla- hlutdeild í nytjastofnum á ís- landsmiðum verður ekki talin eign sem rýrnar að verðmæti við eðli- lega notkun eða aldur, vegna þess að hér er um að ræða veiðiheimild á tegundum sjávardýra, sem eiga tilveru sína alfarið undir náttúr- unni sjálfri. Enginn getur haft raunveruleg umráð þeirra, en ein- kenni þeirra eigna sem nefndar eru í upptalniingu 32. laganna eru ein- mitt að unnt er að hafa slík um- ráð. Enginn veit því hvort þessi verðmæti rýma við eðlilega notkun eða aldur. Mætti telja öllu líklegra að þau geri það ekki. Öðru máli gegnir um óhóflega eða óeðlilega notkun, en gegn henni er lögum um stjóm fískveiða ætlað að sporna. Tel ég því að fallast beri á með gagnáfrýjanda, að lagaheimild skorti til fyrningar á aflahlutdeild, og að þær falli ekki undir 32. og 38. gr. laga nr. 75/1981 með rýmkandi lögskýringu. Eins og kröfugerð gagnáfrýj- anda er háttað er dómurinn bund- inn við það, að lágmark fyrningar- hlutfalls verði ákvarðað í samræmi við ákvörðun skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis og ríkisskatt- stjóra, sem var 8% á ári. Sam- kvæmt ofansögðu verður að gæta ítrustu varúðar við ákvörðun fyrn- ingarhlutfalls í máli þessu. Eftir atvikum ber því að fallast á aðalkr- öfu gagnáfrýjanda. Ég er sammála meirihluta dóm- enda um að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. ♦ ♦ ♦------ Athugasemd vegna Iþrótta- miðstöðvar á Kjalarnesi ATHUGASEMD við ummæli for- manns umdæmanefndar, Sveins Andra Sveinssonar, frá Jóni Ólafs- syni, oddvita Kjalarneshrepps: „Á almennum fundi í Fólkvangi sl. miðvikudagskvöld, var upplýst að bygging íþróttamiðstöðvar á Kjalar- nesi yrði fjármögnuð af viðskipta- samningum Kjalameshrepps sem árlega gefa hreppnum um 8 milljóna tekjur á næstu 20 árum. Þessar tekj- ur eru algjörlega utan skatttekna hreppsins. Sveinn Andri var mættur á fundinum, þannig að ummæli hans í Morgunblaðinu í gærdag um ævin- týramennsku á Kjalamesi í þessu sambandi eru mælt gegn betri vitund og vekja efasemdir um vilja hans til að efla þjónustu á Kjalarnesi." Staðfest er málskostnaðará- Frábær frumraun Hljómplötur Árni Matthíasson Líklega hefur engin plata vakið aðra eins athygli og plata Bjarkar Guðmundsdóttur Debut, sem kom út snemma á árinu og hefur selst vel um heim allan. Rétt er að telja þessa plötu fyrstu sólóplötu Bjarkar, því áður hefur hún ekki ráðið ferðinni. Björk hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á danstónlist og það mátti því hver vita í hvaða átt stefnan væri tekin þegar spurðist að hún væri að vinna með útsetjaranum Nelee Hooper, sem áður hefur unnið með bresku danssveitinni Soul II Soul. Út- koman er þó langt frá að vera „venjuleg“ dansplata, því tónlistin á Debut er frábærlega skemmti- leg og fjölbreytt sem gerir hana að bestu plötu íslensks tónlist- armanns á árinu. Upphafslag Debut, Human Be- haviour, er hreint frábært lag, sem verður betra við hverja hlust- un og á plötunni eru fleiri lög í þeim gæðaflokki, þó ekki ljúkist upp fyrir mönnum við fyrstu hlustun. Annað snjallt lag er Ven- us as a Boy, sem er skemmtilega útfært með bráðskemmtilegum texta. Á plötunni eru vitanlega lög sem falla misjafnlega í geð og fara því í síðri flokk, en vel að merkja samanborið við önnur lög á henni. Þannig er byrjunin á One Day full billeg, Aeroplane er ekki gott heldur, og laglína Violently Happy ber varla heilt lag. Önnur lög vaxa við hveija hlustun, þar á meðal Crying, sem með bestu lögum plötunnar, og Big Time Sensuality, kraftmikið rokklag í dansbúningi. Hörpulagið Like Someone in Love er líka skemmti- legt, þó meira gaman hefði verið ef Björk hefði tekið upp eitthvert eigin laga með hörpuundirleik. Milky Bar-lagið, There’s More to Life Than This, sem tekið er upp að hluta á Mjólkurbarnum í Lund- únum er skemmtileg hugmynd og kímileg við fyrstu nokkrar hlustanir, en fölnar með tímanum. Perlan á plötunni er þó lagið Tþe Anchor Song, þar sem Björk syngur á móti þremur saxófónum ótrúlega einfalt og um leið smekk- legt lag; eitt af þeim lögum sem ekki er einu sinni hægt að ímynda sér betra. Eðlilega vakti það gremju margra að Sykurmolamir skyldu v’era að leysast upp á þröskuldi heimsfrægðarinnar, en enginn mun syrgja sveitina eftir að hafa hlustað á frumraun Bjarkar eftir að hún sagði skilið við sveitina, og í raun er eina spurningin sem vaknar af hveiju hún var ekki búin að stíga skrefið fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.