Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 20. NÓVEMBEIt 1993 43 María E. Ingvadóttir afhendir Sonju Noregsdrottningu vasa eftir leirlistakonuna Koggu. Til hægri er frú Vig- dís Finnbogadóttir, en vinstra megin stendur Stefán Snæbjörnsson frá menntamálaráðuneytinu. Norðmenn ráku upp stór augu þegar tveir þjóðhöfðingjar sáust á göngu eins og hver annar almúginn, enda eru þeir ekki vanir að vera í návígi við drottningu sína. NOREGSFERÐ Norskur skipakóngnr fékk orðu og drottningin verk eftir Koggn Iopinberri heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands til Noregs nýlega afhenti hún Knut Kloster skipakóngi fálkaorðuna. Knut er einn ríkasti maður Noregs og á stóran flota skemmtiferða- skipa. Það var hann sem stóð fyrir ferð Gaju yfir Atlantshafið. Fálka- orðuna fékk hann fyrir störf að umhverfismálum og fyrir að standa að auknum tengslum Islands og Noregs. Af sama tilefni stóðu Útflutn- ingsráð og menntamálaráðuneytið fyrir íslenskri listiðnaðarsýningu í Det Norske Teatret. Þar sýndu 16 listamenn verk sín, s.s. silfur- og gullmuni, leir-, gler-, textil- og tré- muni. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Sonja Noregsdrottning voru við- staddar opnun sýningarinnar. Var drottningunni við það tækifæri færður að gjöf vasi eftir leirlista- konuna Koggu. Aðsókn að sýning- unni var góð og seldust nokkur verk. Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson Frú Vigdís Finnbogadóttir ásamt Knut Kloster og eiginkonu hans. Robin Williams í kvenhlutverki. STJÓRNUR Óþekkjanlegir leikarar Tom Cruise býr sig undir vampíruhlutverkið. Leikarar þurfa oft að breyta útliti sínu í sam- ræmi við hlutverkið sem tekist er á við. Eitt af þekkt- ari dæmum var þegar Robert De Niro fitaði sig um tuttugu kíló fyrir kvikmyndina „Rag- ing Bull“. Meðfylgjandi mynd af Robin Will- iams í kven- mannshlut- verki fær mann einnig til að hugsa um Dustin Hoff- man í „To- otsie“, því þar lék hann einnig kvenmann. í nýjustu mynd sinni „Mrs. Doubtfire“ þarf Robin Williams að beita klækjum til þess að hitta börnin sín og bregður sér í hlutverk barnfóstru. Meðan upptökur á þeim atriðum stóð tók þrjár klukkustundir að farða leikarann. Til þess að full- vissa sig um að vel hefði tekist til fór hann heim til sín, hringdi dyra- bjöllunni og tókst að blekkja fólk- ið að því er sagan segir. í næstu mynd Tom Cruise leik- ur hann vampíru, en meðleikarar hans eru Brad Pitt og Keanu Ree- ves. Til þess að ná sem bestum áhrifum hefur hann látið hárið vaxa og lýst augabrúnirnar. Er ekki laust við að maður sjái hann fyrir sér í vampíruhlutverkinu. Sýning í Hafnarfirði Astrid Ellingsen, prjónahönnuður, og Bjarni Jónsson, listmálari, sýna í matsal Hvaleyrar dagana 13.-28. nóvember. Sýningin er opin á rúmhelgum dögum kl. 16-22 og um helgar kl. 14-19. Þetta er sölusýning. A HOTEL ISLANDI Kynnir Þorgeir Ástvaldsson GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson - Engilbert Jensen - Jón Kjell - Rúnar Georgsson - Einar Scheving- Ásgeir Steingrímsson - Helga Möller ROKKSTIÓRNURNAR Goröar Guímunds. Horold G. Horalds Stefón Jónsson Þór Nielsen Astrid Jensdóttir Einor Júliuss. Anno Vilhjólms SiggiJohnny / Matseðill /Sjávarréttatrfó í sinnepssósu með / |* eggjarós og agúrkusalati. Hunangsreyktur sælkera- grfsahryggur með kryddrjómasósu, pönnusteiktum kartöflum, Verð lov 3.900 m/sýnlngu og mat rauðvínsperu og gljáðu grænmeti. Verð kr. 1.500 m/sýningu Mokkafs með ferskjum og Verð kr. 1.000 eftirsýningu sherrysósu. hrrstcinn Eggertss. Sigurdér Sigurdórss. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar ásamt rokkstjörnunum lell fyrir dansi til kl. 03 Hljómsveitin FREISTING þau Erla Gígja Garðarsdóttir (söngur), Stefán E. Petersen (píanó, söngur) t ► og Arinbjörn Sigurgeirsson (bassi) < ► flytja Ijúfa tónlist fyrir matargestl frá kl. 19.00 * * Húsið opnað kl. 19.00 Miðasala og * borðapantanir í síma 687III. I KVOLD ...því opnað hefur verið eitt glæsilegasta hár- og snyrtihús landsins á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem fagfólk býður þér upp á það besta í hár-, húð- og fótsnyrtingu. <Y(ár- <>y srufrti/uisia- LAUGAVEGl 101* 105 REYKJAVfK • SÍMI (91) 16160 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9 - 18 LAUGARDAGA 10 - 14 Ef þú leitar að þvf besta, þá erum við til neiðu fyrir þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.