Morgunblaðið - 20.11.1993, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
49
„Auk þess 1egg ég til
að Karþagó sé eyðilögð“
Frá Steinarí Pálssyni:
I umræðuþætti í sjónvarpinu nú
nýlega, komu landbúnaðarmál að
sjálfsögðu til umræðu og virtust all-
ir ætla að verða sammála um að
mikið gróðabragð yrði fyrir þjóðina
að flytja þessar vörur inn. En þá
kom formaður Kennarasambands-
ins, alveg óvænt, með þá kenningu
að ekki myndi það auka atvinnu í
landinu að leggja niður landbúnað
og þar með allar þjónustugreinar í
sambandi við hann. Það virtist hafa
mistekist að heilaþvo Svanhildi
Kaaber á sama hátt og mikinn hluta
launafólks í landinu.
I öðrum umræðuþætti, sem að
sjálfsögðu var settur upp til að sanna
hve hagkvæmt yrði að flytja land-
búnaðarafurðir inn, kom einnig, al-
veg öllum að óvörum, einn af við-
mælendum, Þórarinn V. Þórarins-
son, með þá athugasemd að á tímum
minnkandi atvinnu væri kannske
ekki rétti tíminn til að fara að auka
innflutning á landbúnaðarvörum.
Það lítur út fyrir að stundum mistak-
ist valið á viðmælendum í sovna
þætti.
Þessir umræðuþættir sem hafa
verið í sjónvarpinu upp á síðkastið
hafa verið að sumu leyti dálítið
barnalegir. Stundum kemur stjórn-
andi og heldur smá tölu og gefur í
rauninni í skyn hver niðurstaðan á
að verða, þ.e. að ekki borgi sig að
stunda landbúnað á íslandi. Niður-
staðan verður að sjálfsögðu að miklu
ódýrara væri að flytja allt inn. Sem
betur fer heyrist þó oft einhver efa-
semdarödd sem ekki er tilbúin að
samþykkja slíkt. En niðurstaðan á
þó að verða að íslenskur landbúnað-
ur skuli lagður niður. „Auk þess legg
ég til að Karþagó sé eyðilögð,“ sagði
Cato eldri.
Hér á landi er fleira dýrt heldur
en landbúnaðarvörur. Verðmunur á
búvörum og fiski var áður fyrr miklu
meiri heldur en nú á tímum. Það er
aldrei talað um að fiskur sé dýr. En
hvað með aðrar vörur? Þótt við höf-
um greiðar samgöngur við önnur
lönd, eru innfluttar vörur svo miklu
dýrari'hér heldur en í nágrannalönd-
unum að fólk telur sig græða á að
fara til útlanda til að versla.
Nú er mér sagt að til standi að
flytja inn landbúnaðarvörur, sem
búið er að framleiða með ríkisstyrkj-
um, tollfrjálsar, í því trausti að aðr-
ar Evrópuþjóðir fari að okkar dæmi.
STEINAR PÁLSSON
í Hlíð.
LEIÐRÉTTING
Rangur
myndatexti
í frétt um myndlistarsýningu
Ásmundar Ásmundssonar í Gerðu-
bergi, sem birt var í blaðinu í gær,
slæddist meinleg villa. Nafn Ás-
mundar var undir mynd af einu
verka hans, eins og þar væri mynd
af listamanninum sjálfum. Beðið er
velvirðingar á þessu um leið og
mynd af Ásmundi er birt.
VELVAKANDI
HVERKANN
ÞULUNA?
DÓRA hringdi og spurðist fyrir
um hvort einhver kannaðist ekki
við þessa barnaþulu og framhald
hennar:
Segðu mér sðguna aftur
söguna frá í gær
um litlu stúlkuna ljúfu
með ljósu fléttumar tvær.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Svart gleraugnahulstur
tapaðist
SVART gleraugnahulstur
tapaðist með hvítu linsuboxi inní
laugardaginn 6. nóvember s.l. í
nágrenni við Regnbogann.
Finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 19331.
Fundarlaun.
Lyklakippa tapaðist
SVÖRT lyklakippa með mörgum
lyklum tapaðist einhvers staðar
á svæðinu Einholti að Hlemmi.
Hafi einhver fundið hana er hann
beðinn að hafa samband í síma
685679.
Karlmannsúlpa fannst
GRÁ ullarúlpa fannst í Garðabæ
fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Uppl.
í síma 657935.
Blár íþróttapoki
BLÁR íþróttapoki (Pick-up)
tapaðist í nágrenni við
Grandaskóla fyrir stuttu. í
pokanum voru skór, handklæði
og bolur. Ef einhver veit um
pokann þá vinsamlegast hringið
í síma 616888.
GÆLUDÝR
Oliver er týndur
SVARTUR högni, tæplega
ársgamall, eyrnamerktur, hvarf
frá heimili sínu, Tjarnargötu 41,
17. nóvember sl. Hafí einhver
orðið hans var er hann beðinn
að hafa samband í síma 21381.
Depill frá Eiðsstöðum
er týndur
AÐFARANÓTT miðvikudagsins
27. október tapaðist hundurinn
Depill frá Eiðsstöðum í
Blöndudal, A-Hún. Eigandi hans
er Jósef Sigurvaldason. Hann
hefur gert allt sem hann getur
til að finna hundinn sinn en ekki
borið árangur. Hugsanlegt er að
hann hafí farið fram á
Auðukúluheiði. Jósef biður þá
sem hafa orðið hans varir að
hafa samband við sig. Síminn er
95-27147. Depill er ungur
hundur, glaðlyndur og
mannelskur. Hann er hvítur,
svartur á baki og niður á mið
læri. Hann er með svart skott
en stórt ljós í því og svartar
doppur á augum. Hans er sárt
saknað og vonar eigandinn að
Depill komist heim áður en vetur
konungur gengur í garð. Allar
upplýsingar eru kærkomnar.
Tvær læður
TVÆR læður, 2 ára og 1 árs
gamlar, önnur síamsblendingur,
vantar gott heimili. Uppl. í síma
73065.
Fram til fimmtudagsins 25. nóv-
ember mun daglega birtast ein
spurning hér á síöu Velvakanda.
Til að geta svarað öllum spurn-
ingunum rétt þarft þú að hafa
Tilboðstíðindi við hendina því í
þeim finnur þú öll svörin. Þú
ættir því að taka Tilboðstíðindin
út úr blaðinu núna og geyma
þau á góðum stað.
Hinn 25. nóvember birtist svo
síðasta sþurningin og mun þá
svarseðill fylgja. Þegar þú hefur
fyllt svarseðilinn út skaltu ekki
draga það að senda hann til
Nýherja. Dregið verður úr rétt-
um lausnum og nafn vinnings-
hafans birt hér á síðu Velvak-
anda þann 1. desember næst-
komandi.
Mundu að þú gætir unnið
AMBRA tölvu með því að
halda Tilboðstíðindum til
haga og svara spurningunum
rétt. Þannig fengir þú óvæntan
jólaglaðning fró Nýherja.
í Tilboöstíöindum Nýherja eru hreint frábær tilboö á ýmiss konar
rekstrarvörum. Þar á meðal eru disklingar.
Hvað kostar stykkið af ódýrustu disklingunum?
ilbods
ídindi
Þú ©etur unnið
/i IM
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00
AUtaf skrefi á undan
íspurn,NGAU|k
nvherja
NU GETURÞU UKA
tli'jiiLiÁ TÖLVU