Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
Hæstiréttur dæmir um skipan í lektorsstöðu við HÍ árið 1985
Meimtamálaráðherra
braut jafnréttislög
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík-
ur að Sverrir Hermannsson fyrrum menntmálaráðherra hafi gerst
brotlegur við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna
þegar hann veitti Matthíasi V. Sæmundssyni en ekki Helgu Kress lekt-
orsstöðu i íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Islands
í desember 1985. I dómi Hæstaréttar segir að þau ákvæði fyrr-
greindra laga sem deilt var um í málinu yrðu þýðingarlítil nema þau
séu skýrð svo að konu skuli veita starf ef hón er að minnsta kosti jafnt
að því komin og karlmaður sem um starfið sækir enda séu fáar konur
á starfssviðinu. I dóminum kemur fram að bæði Helga og Matthías
hafi verið vel hæf til starfsins en tekur ekki afstöðu til þess hvort
hafi verið hæfara eins og Héraðsdómur hafði gert.
Matthías og Helga voru þau tvö
sex umsækjenda sem dómnefnd
mat hæfust til að gegna stöðunni.
Helga, skipaður dósent í almennri
bókmenntafræði,' þótti hafa meiri
og víðtækari reynslu en Matthías
sem háskólakennari og fræðimaður
og var mælt með að hún yrði valin
til starfsins. Á fundi í heimspeki-
deild fékk Helga langflest atkvæði
umsækjenda. Menntamálaráðherra
setti Matthías engu að síður lektor.
Helga kærði stöðuveitinguna til
Jafnréttisráðs sem komst að þeirri
niðurstöðu að brotið hefði verið
gegn því ákvæði jafnréttislaga, sem
banni atvinnurekendum að mis-
muna starfsfólki eftir kynferði, með
því að sniðganga Helgu. Hún ósk-
aði eftir að málið yrði lagt fyrir
dómstóla. Málinu var í tvígang vís-
að frá Héraðsdómi áður en efnis-
dómur féll árið 1990.
Hvorki í Hæstarétti né Héraðs-
dómi var fallist á þá sýknukröfu
lögmanna ríkisins að sett hafi verið
þá í stöðuna tímabundið og að
Helga hafi fyrir skipað dósents-
stöðu við heimspekideild enda hafi
staðan sem sótt var um verið á
öðru fræðasviði.
Helga gerði einnig kröfu um 500
þúsund króna miskabætur á hendur
ríkissjóði en að mati Hæstaréttar
höfðu ekki verið leiddar líkur að
því að Helga, sem nú er prófessor
við Háskóla íslands, hafi orðið fyrir
miska vegna ákvörðunar ráðherra
um skipun í stöðuna og því var
þeirri kröfu hafnað. Ríkissjóði var
hins vegar gert að greiða henni
samtals 300 þúsund krónur í máls-
kostnað fyrir héraði og Hæstarétti.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 3. DESEMBER
YFIRLIT: Yfir Faxaflóa er 968 mb lægðardrag, sem grynnist, en um 250
km NA af Langanesi er 960 mb lægð, sem þokast norður. Yfir Græn-
landi er heldur vaxandi 1.028 mb hæð.
SPÁ: Hvöss norðanátt um vestan- og norðanvert landið en annars held-
urhægari. Snjókoma um norðanvert landið. Smáól vestanlands en ann-
ars þurrt. Kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustanátt á Vestfjörð-
um og á annesjum norðanlands en suðvestlæg eða breytileg átt annars
staðar. Lengst af bjart veður suðaustanlands en él í öðrum landshlut-
um. Yfirleitt frostlaust syðst á landinu og á Austfjörðum en annars
vægt frost.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt og heldur kólnandi.
Él um norðanvert landið en bjart veður syðra.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
&
Léttskýjað
* / *
* r
r * r
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
A
Skýjað
Alskýjað
V § V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
i«9--
FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.30fgær)
Viðast á landinu er verulea hálka og éljagangur á heiöum vestanlands.
Vegir eru þó yfirleitt færir. A Snæfellsnesi er þó orðið þungfært á fjallveg-
um og sama er að segja um ýmsar heiðar á-Vestfjörðum, svo sem á
hálsunum í Austur-Baröastrandastýslu og á Dynjandis-, Hrafnseyrar-,
og Steingrímsfjarðarheiöum. Þá er ófært um Breiðadals- og Botnsheið-
ar en þær verða mokaðar á morgun ef veður leyfir. I Isafjaröardjúpi er
Eyrafjall ófært en fært út fyrir Reykjanes. A norðanveru austurlandi er
Axarfjarðarheiði talin ófær.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ágrænnilínu, 99-6315. . Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyrl
Reykjavík
hiti veður
+2 alskýjað
t-2 snjókoma
Bergen 3
Helsinki +5
Kaupmannahöfn 1
Marssarssuaq +18
Nuuk
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
+15
+0
0
3
þrumuveður
skýjað
slydda
heiðskfrt
léttskýjað
snjókoma
kornsnjór
haglél
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Maliorca
Montreal
NewYork
Orlando
Paris
Madelra
Róm
Vín
Washlngton
Winnipeg
17
9
14
0
7
9
3
9
3
12
14
3
11
18
17
+7
7
14
8
16
1$
+2
4
-5-6
skýjað
heiðskírt
snjókoma
súld
þokumóða
súld
skúr
súld
rigning
skýjað
súld
léttskýjað
heiðskírt
iéttskýjað
skýjað
alskýjað
léttskýjað
Súld
skýjað
skýjað
alskýjað
skýjað
alskýjað
IDAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
Morgunblaðið/Sverrir
Franskir dagar
MIKIÐ var um dýrðir við upphaf franskra daga í Hagkaupum í Kringl-
unni, en þeir munu standa fram til 12. desember. Oskar Magnússon,
forstjóri Hagkaupa, kynnti dagskrá dagana stuttlega við opnunina og
að því búnu fluttu þeir Fran?ois Rey Coquais, sendiherra Frakklands á
íslandi, og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra stuttar ræður og
franskur söngvari flutti lag. Rey-Coquais sýnir þeim félögum látbragðs-
leik.
Rannsókn á læsi íslenskra barna
Böm sem lesa dagblöð
eru duglegri í lestri
TALIÐ er að miklu máli skipti fyrir lestrargetu íslenskra barna að
dagblað komi reglulega á heimili þeirra, en mikill munur er á Iæsi
þeirra barna sem lesa dagblöð daglega og þeirra sem lesa næstum
aldrei dagblöð. Þetta er meðal niðurstaðna í alþjóðlegri rannsókn á
læsi barna sem ísland tók nú þátt í í fyrsta skipti, en skýrsla um niður-
stöður hennar er nýkomin út hér á landi. I skýrslunni kemur fram að
um 77% heimila 9 ára barna fá dagblöð reglulega og um 87% heimila
14 ára barna. Bein tengsl eru milli þess hve oft unglingar lesa dagblöð
og árangurs þeirra í lestri, en talið er að lestur dagblaða geti skýrt
liðlega 4% af lestrarárangri 14 ára nemenda hér á landi.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að 29% íslenskra barna
lesi dagblöð daglega og eru þau sem
það gera duglegust í lestri. Níu ára
stúlkur lesa oftar dagblöð en drengir
og af þeim sem lesa dagblöð næstum
daglega eru stúlkur 73% á móti 27%
drengja. í hópi 14 ára nemenda lesa
16% aldrei dagblöð, en þeir ungiing-
ar sem oftast lesa dagblöð eru mark-
tækt betri í lestri en þeir sem lesa
þau sjaldnar. Virðist lestur dagblaða
örva lesskilning 14 ára nemenda
meir en lestur bóka og tímarita.
Heimiiisaðstæður virðast skipta
máli fyrir læsi bama og kemur það
fram í sambandi árangurs við íjölda
bóka á heimilinu og að dagblöð ber-
ist á heimilið. Einnig skiptir máli að
börn horfí ekki úr hófí fram á sjón-
varp og myndbönd. Þannig benda
niðurstöður rannsóknarinnar til þess
að óæskilegt sé að 14 ára nemendur
horfí mikið fram yfír 3-4 klst. á dag,
en 9 ára börn virðast aftur á móti
geta horft á sjónvarp allt að 4-5 klst.
án þess að það komi niður á árangri
í lestri. Er áætlað að í þessum aldurs-
hópi sé sjónvarps- eða myndbands-
efni með texta æfing í lestri.
Sjómenn á Sauðárkróki
álykta gegn „kvótabraski“
ALMENNUR fundur sjómanna á Sauðárkróki hefur samþykkt ályktun
gegn „kvótabraskinu" og lýsti stuðningi við baráttu sjómannasamtak-
anna gegn því. Fundurinn var liður í fundarröð, sem samtök sjómanna
hafa að undanförnu staðið að víða um Iand og var hann haldinn á
fullveldisdaginn, fyrsta desember.
Forystumenn sjómannasamtak-
anna, þeir Óskar Vigfússon og Hólm-
geir Jónsson frá SSI, Benedikt Vals-
son frá FFSÍ og Helgi Laxdal frá
VÍ, fluttu erindi á fundinum undir
kjörorðinu „kvótabraskið burt - samn-
inga strax“. Á fundinum mættu 20
sjómenn og var þar samþykkt svo-
hljóðandi ályktun: „Fundur á vegum
sjómannasamtakanna, haldinn á
Sauðárkróki 1. des. 1993, lýsirfullum
stuðningi við forystumenn samtak-
anna í baráttu þeirra gegn kvóta-
braski sem tröllríður hlutaskiptum
sjómanna víðsvegar um landið. Fund-
urinn hvetur jafnframt alla sjómenn
til að snúa bökum saman í átökum
þeim sem framundan kunna að vera.“
Síðara bindi Ódysseifs
SÍÐARA bindi skáldsögunnar Ód-
ysseifur eftir James Joyce er
komið út í þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar.
í kynningu útgefanda segir, að
þetta sé eitt frægasta skáldverk 20.
aldarinnar. Og um efni þess segir:
„Það segir frá einum degi í lífí nokk-
urra Dyflinnarbúa, nánar tiitekið
16. júní 1904, frá amstri þeirra,
búksorgum, misdjúpum hugsunum
og mismerkum athöfnum. En ein-
hvern veginn tekst Joyce að flétta
saman örlög þessa „venjulega“
fólks svo úr hefur orðið ný Hómers-
kviða um þann eilífa ferðalang
Ódysseif, í gervi auglýsingasafnar-
ans Leopolds Blooms, og glímu
hans við hinstu rök mannlegrar til-
veru.“
Skáldagan Ódysseifur eftir Jam-
es Joyce var fyrst gefín út í París
árið 1922.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 385 bls., unnin í Prent-
Sigurður A Magnússon
smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði
Robert Guillemette. Verð 2.980
krónur.