Morgunblaðið - 03.12.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 UM HELGINA KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur aðventutónleika á sunnudag- inn. STÓRSVEIT Reykjavíkur spilar í Ráðhúsinu á laugardaginn. LEIKBRÚÐULAND frumsýnir á laugardag leikinn Jólasveinar einn og átta. Tónlist Píanótríó í Bú- staðakirkju Tónleikar verða haldnir í Bústaða- kirkju sunnudaginn 5. desember kl. 17 þar sem leikin verða píanótríó eftjr Bruch, Beethoven og Mendelssohn. Flytjendur á tónleikunum eru Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Aðventutónleikar Kvennakórs Reykja- víkur Kvennakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika sunnudaginn 5. desem- ber og hefjast þeir kl. 17 í Hallgríms- kirkju. Einsöngvarar á tónleikunum verða Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Jóhanna Þórhallsdótt- ir. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Monika Abendroth, sem leikur á hörpu, Dýrleif Bjarnadóttir, leikur á flautu, og Svana Víkingsdóttir, leikur á orgel. Bjöllusveit Laugarneskirkju mun einnig leika undir stjóm Ronalds -V. Turner. Stórsveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardag- inn 4. desember kl. 17. Söngvarar með Stórsveitinni á þessum tónleikum eru þau Linda Walker og Ragnar Bjama- son. Hljómsveitarstjóri er Sæbjöm Jónsson trompetleikari. Évgení Onegín í Óperuklúbbnum Á vegum Óperuklúbbs Styrktarfé- lags íslensku óperannar verða í vetur haldnar óperasýningar af mynddiskum. í óperaklúbbnum verður næstkom- andi sunnudag kynnt óperan Évgení Ónegin eftir Pjotr Tsjajkovskíj, en þessa ópera mun íslenska óperan ein- mitt ta'ka til sýninga um jólin. Um er að ræða leikna kvikmynd af óperanni, en söngur og önnur tónlist er af hljóð- upptöku sem Georg Solti stjórnaði fyr- ir Decca með þátttöku kórs og hljóm- sveitar óperahússins í Covent Garden í London. Óskabörn Sönghópurinn Óskabörn skemmtir gestum Leikhúskjallarans á föstudags- og laugardagskvöldum_. Óskabörn eru leikaramir Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Hinrik Ólafsson, Maríus Sverris- son og Sóley Elíasdóttir en píanóleikari þeirra er Aðalheiður Bjamadóttir. Á sunnudagskvöldum eru það svo ópera- söngkonurnar Margrét Jóhanna Pálma- dóttir, Margrét Eir og Jóhanna Þór- hallsdóttir sem syngja negrasálma og jólalög við píanóleik Karls Olgeirssonar. Hörpuleikur í Hafnar- borg Sunnudaginn 5. desember kl. 20 verða tónleikar Triós Reykjavíkur í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnaríjarðar. Tríó Reykjavíkur skipa þau Halldór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Gestir á tónleikun- um verða Elísabet Waage hörpuleikari og Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari. Jólatónleikar Tón- skóla Sigursveins Nemendur almennrar deildar Tón- skóla Sigursveins í einleik og samleik halda jólatónleika í Norræna húsinu laugardaginn 4. desember kl. 14. Sunnudaginn 5. desember verða jóla- tónleikar í Hraunbergi kl. 13, þar sem nemendur almennrar deildar í einleik og samleik ieika og jólatónleikar í Langholtskirkju kl. 15, þar sem forskól- amir, blásara- og strengjahópar, blokk- flautusveit, þverflautusveit o.fl. leika. Enskir lútusöngvar og íslensk þjóðlög Tónleikar verða í anddyri Þjóðminja- safns íslands sunnudaginn 5. desember kl. 17.15. Efni tónleikanna eru lútu- söngvar, Sverrir Guðjónsson (kontra- tenór) og Snorri Om Snorrason (lúta) koma fram. Auk enskra lútusöngva frá endurreisnartíma hefur Snorri Om út- sett íslensk þjóðlög fyrir lútuna. Myndlist Halldór Ásgeirsson í Listasafni ASI Laugardaginn 4. desember kl. 16 mun Halldór Ásgeirsson opna myndlist- arsýningu í Listasafni ASI við Grensás- veg. Sýningin ber heitið „Hraunum- myndanir" og er það tilvísun í efnið og þróun þess sem listamaðurinn vinn- ur út frá. Listiðnaðarsýning í Kringlunni Hópur listamanna verður með list- iðnaðarsýningú í Kringlunni næstu daga. Listamennirnir, sem era 19, verða á staðnum og sýna verk sín og vinnubrögð við listmunagerðina. Á sýn- ingunni era skartgripir, postulín, gler- munir, leirmunir, hlutir úr tré, þráða- leggir, blómaskreytingar, skúlptúrar og vatnslitamyndir. Sýningin stendur frá fimmtudegi til sunnudags. Ríkey í Café Milano Myndlistarkonan Ríkey Ingimundar- dóttir opnar sýningu á nýjum postulíns- lágmyndum og olíuverkum laugardag- inn 4. desember í Café Milano. Anna Þóra í Nýlista- safninu Anna Þóra Karlsdóttir hefur sýnt undanfamar vikur flókateppi úr ís- lenskri ull í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Sýning Önnu Þóra verður opin dag- lega frá kl. 14-18 en henni lýkur 5. desember. Sýning á silkislæðum Þóra Björk Schram textílhönnuður heldur sýningu á silkislæðum laugar- daginn 4. desember milli kl. 14 og 18 á vinnustofu sinni, Bræðraborgarstíg 7. Hafnfirskir listadagar í desember verða Hafnfirskir lista- dagar haldnir á kaffihúsinu „Café Roy- ale“, Strandgötu 28. Sunnudaginn 5. desember lesa upp höfundarnir Stefán Júlíusson, Guðrún Helgadóttir, Ámi Ibsen, Aðalsteinn Ásberg, Finnur Torfi og Kristín Óttars- dóttir, Jóhanna Linnet syngur og Guðni Guðmundsson leikur undir. Dagskráin hefst kl. 21. Málverkasýning í Borgarnesi Ingvar Þorvaldsson opnar málverka- sýningu í Félagsbæ í Borgarnesi föstu- daginn 3. desember kl. 21. Sýningin er opin laugardag, sunnudag og mánu- dag kl. 14 til 18. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og olíumyndir. Þetta er sölusýning og henni lýkur á mánu- dagskvöld, 6. desember. Jólahelgin í Bergvík Glerblástursverkstæðið í Bergvík á Kjalarnesi heldur jólasölu á útlitsgöll- uðu gleri nú um helgina. Opið verður laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 10-15. Elín Magnúsdóttir í Listhúsinu Elín Magnúsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á stórum og smáum vatnslitamyndum í fremri sal Listhúss- ins laugardaginn 4. desember. Sýningin stendur til 24. desember. Opnunartími er sem hér segir: Mán.- fös. kl. 9.30-18, laugard. kl. 10-18 og sunnud. kl. 14-18. Sigurbjörn Jónsson í Galleríi Borg Laugardaginn 4. desember opnar Sigurbjörn Jónsson sýningu á nýjum olíumyndum í Galleríi Borg við Austur- völl. Á sýningunni núna eru olíuverk sem unnin eru á síðustu mánuðum, eingöngu fígúratív málverk. Sýningin verður opnuð laugardaginn 4. desember kl. 16. Tómas R. Einars- son, Sigurður Flosason og Ómar Ein- arsson munu leika létta djasstónlist við opnunina. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar, en henni lýkur 16. desember. Leiklist Sögusvuntan í Gerðu- bergi Laugardaginn 4. desember kl. 14 verður forsýning á nýju jólaleikriti Sög- usvuntunnar í Gerðubergi. Það fjallar um 13. jólasveininn. Sögusvuntan er eins manns brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius, sem er höfundur verksins, en leikstjóri err Guðrún Ásmundsdóttir. Á eftir brúðuleikhúsinu verður slegið upp bamaballi. Smiður jólasveinanna í Tjarnarbíói Smiður jólasveinanna er nýtt íslenskt jólaævintýri með söngvum fyrir börn á öllum aldri. Höfundar era Pétur Eg- gerz og Ingvi Þór Kormáksson. Leikarar eru Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Siguijónsson. Utsetning tónlistar er í höndum Vilhjálms Guð- jónssonar en Pétur Eggerz annast leik- stjórn. Sýnt verður í Tjarnarbíói alla sunnu- daga til jóla og hefjast sýningarnar kl. 14. Leikbrúðuland frum- sýnir Jólasveinar einn og átta Leikbrúðuland frumsýnir ævintýra- leikinn Jólasveinar einn og átta á Frí- kirkjuvegi 11 laugardaginn 4. desem- ber kl. 15. Leikurinn er saminn af Jóni Hjartar- syni, sem jafnframt er leikstjóri. Erna Guðmarsdóttir gerði brúðurnar. Bryn- dís Gunnarsdóttir hannaði leiktjöld og skuggabrúður. Bryndís og Helga Steff- ensen gerðu búninga. Ema, Bryndís, Helga og Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir stjórna brúðunum. Níu þekktir leik- arar ljá brúðunum raddir sínar. Tónlist við sýninguna semur Magnús Kjartansson, en lýsingu annast Sigurð- ur Guðmundsson. Sýningar verða helgarnar 3. og 4. og 10. og 11. desember. Síðustu sýning- ar verða um þrettándann. Týnda teskeiðin í Þor- lákshöfn Leikfélagið í Þorlákshöfn sýnir Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragn- arsson. Um 30 manns hafa unnið að undirbúningi þessarar sýningar, en leikarar eru Sigríður Garðarsdóttir, Stefán Pétursson, Gunnur Hafsteins- dóttir, Jón Ingi Jónsson, Elín Jónasdótt- ir, Vignir Arnarson, Jóhanna Sveins- dóttir, Gunnar Sigurðsson, Sævar Geirsson og Hlynur Hilmarsson. Leikstjóri sýningarinnar er Signý Pálsdóttir, fyrrverandi leikhússtjóri á Akureyri. Hún ber jafnframt ábyrgð á útliti leikmyndar, en ljósahönnuður er Benedikt Þór Axelsson. Frumsýning verður í Grunnskólanum í Þorlákshöfn föstudaginn 3. desember kl. 20.30 og önnur sýning verður á sunnudag á sama stað kl. 16. Síðan verður farið í leikferð um Suðurland. Staðfastur o g æðrulaus Bókmenntir Erlendur Jónsson Gylfi Gröndal: ELDHRESS í HEILA ÖLD 1993. Þegar Eiríkur Kristófersson hafði náð þrítugsaldri vildu stjórnvöld sæma hann fálkaorðu. Ekki leist Eiríki á að taka svo brátt við slíkri viðurkenningu. Samur var þó heið- urinn og sýndi hverrar tiltrúar þessi ungi maður naut þá þegar. Því þá átti hann raunar eftir að skila ævi- starfi sínu mestöllu. í þorskastríðinu varð hann þjóðhetja. Bretar, sem virtu sinn navy næst á eftir kórónu hennar hátignar, tóku á móti honum eins o g sjóliðsforingja stórveldis þeg- ar hann steig á skipsfjöl í einu breska herskipinu. Vopnum var ekki beitt. Þetta var taugastríð þar sem skjót, en umfram allt rétt viðbrögð giltu í hveiju tilviki. Orðið »skipherra« fékk nýja og ábúðarfyllri merking. Ævisaga Eiríks skipherra, sem Gylfi Gröndal hefur nú skráð, er merkileg fyrir margra hluta sakir. Söguefnið er mikils háttar. Sögu- maður hefur náð hundrað ára aldri þegar sagan er skráð. Þótt mann- sævin hafi lengst telst svo hár aldur ávallt til einsdæma. Hitt vekur sýnu meiri furðu að jafn aldraður maður skuli enn vera svo vakandi í andan- um og halda minni sínu og frásagn- argáfu svo prýðilega sem raun ber vitni. En hvort tveggja hefur sögu- manni verið gefið flestum öðrum fremur, eðlisgreind og skarpleiki, sem honum hefur auðnast að halda til hárrar elli. Sagan spannar öldina til þessa dags. Sögumaður ólst upp við sjó, og á sjó. í bernsku hans urðu flestir að notast við opna ára- báta, bæði til fiskveiða og sam- gangna á skemmri leiðum. Ungur réðst hann á skútu. Síðar fór hann í siglingar. Hann varð togarasjómað- ur og lenti í Halaveðrinu annálaða 1925 sem sökkti á hafsbotn skipum og tugum sjómanna. Fram að bví höfðu togararnir verið taldir svo öflugir að óveður mundi tæpast granda þeim á rúmsjó. Halaveðrið batt hastarlegan enda á þá trú. Þá réðst sögumaður til landhelgisgæsl- unnar og starfaði þar upp frá því. Enda þótt þá hæfist hinn glæsilegi starfsferill hans eru allar sjóferða- sögur hans í raun jafnmerkilegar. Samanlagt eru þær því sem næst siglingasaga þessarar aldar í hnot- skurn. Eiríkur Kristófersson var kominn á miðjan aldur þegar ratsjáin kom til sögunnar. Áður urðu skipstjórn- armenn að treysta á eigin ratvísi. Eða bara á guð og lukkuna. Með ólíkindum má telja hve hann var fundvís á skip í sjávarháska. Sjálfur þakkar hann það forsjón og hand- leiðslu. Aðrir mundu kalla það hug- boð ogdulvitund. Eðajafnvel heppni. Allt um það leikur ekki vafi á að trúartraust skipherrans hefur aukið honum kraft og áræði þegar mest á reyndi. Við björgun manna úr haf- snauð lagði hann sig ósjaldan í hættu — miklu meiri en nokkru sinni í þorskastríðunum! Höfundurinn, Gylfi Gröndal, ritar eftirmála þar sem hann ræðir um munnlega frá- sagnarlist og segir meðal annars: Sögumaður þarf að vera ýmsum eiginleikum gæddur til að geta sagt vel frá atburðum úr lífi sínu og samt- íð. Hann þarf að hafa vald á mergj- uðu og þnitmiðuðu málfari; frásögn hans þarf að búa yfir spennu og hrynjandi, myndrænum lýsingum manna og umhverfis og lifandi sam- tölum.« Eiríkur Kristófersson í raun eiga orð þessi einkar vel við frásögn Eiríks Kristóferssonar. Saga hans er jafngagnorð sem hún er beinskeytt, laus við útúrdúra og aukaatriði en hvarvetna rökrétt og samfelld. En góð frásögn útheimtir ekki aðeins lipurt tungutak, hún byggist líka á skapstyrk og vilja- festu, eða sannfæringarkrafti eins og stundum er sagt._ Meðal alls þess fjolda ævisagna sem Gylfi Gröndal hefur skráð er þessi ef til vill hans besta. Hún er Gylfi Gröndal viðburðarík og fróðleg. Mannlýsing- ar allar eru skilmerkilegar og trú- verðugar. Alvöru og gamansemi er hæfilega saman blandað. Málfarið er kjarnmikið eins og talað mál ger- ist best en jafnframt sniðið að regl- um þeim sem ritað mál verður óhjá- kypsmilega að lúta. í fáum orðum sagt: Frásögn öld- ungsins, Eiríks Kristóferssonar, er sögð og skráð af ósvikinni en vel agaðri lífsgleði. Hún er því bæði stórfróðleg og skemmtileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.