Morgunblaðið - 03.12.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
15
Fötluð hús!
eftir Ragnar Gunnar
Þórhallsson
Frá sjónarmiði þeirra, sem erfitt
eiga með að komast um vegna
hreyfihömlunar, þýðir takmörkun á
aðgengi að og í húsum og um-
hverfi glötuð tækifæri í daglegu lífi.
Slæmt aðgengi að menntastofnun-
um og vinnustöðum hefur mjög
afgerandi áhrif á möguleika hreyfi-
hamlaðra til að vera sjálfbjarga og
verða sér úti um menntun og starf,
sem hugur og geta stefnir til.
Að baki húsbyggingum liggja
ríkar hefðir, sem í áranna rás taka
breytingum. Oft hefur tíska í húsa-
gerðarlist haft miður góðar afleið-
ingar ef tekið er mið af aðgengi.
Hús eru gerð til að standa lengi
og hýsa nokkrar kynslóðir frá
vöggu til grafar og eru því varla
einkamál eins eða neins. Mörg af
gömlu íbúðarhverfunum í Reykjavík
eru á þann veg að ekki ein einasta
íbúð í þeim er aðgengileg eins og
hreyfihamlaðir í húsnæðisleit hafa
komist að raun um. Þar eiga tröpp-
ur og stigar stærstan hlut að máli
eins og t.d. í Norðurmýrinni í
Reykjavík. í þessu ágæta hverfi eru
nokkrar íbúðir í hverju húsi og eru
húsin byggð þannig að ýmist þarf
að ganga niður tröppur til að kom-
ast í neðstu íbúðina eða upp tröpp-
ur til að komast í næstu íbúð fyrir
ofan. Ekki ein einasta íbúð í hverf-
inu er þannig úr garði gerð að
hægt sé að aka barnavagni eða
hjólastól inn í íbúðina af götu held-
ur þarf að klöngrast upp og niður
tröppur. Mörg fleiri atriði hafa áhrif
á aðgengi húsa svo sem þröskuld-
ar, breidd dyraopa og fleira.
Tröppur og stigar
Tröppur eða stigar hafa ekki allt-
af verið sett í og við hús af brýnni
þörf heldur oft meira til að skapa
ákveðið útlit og ímynd virðuleika
og háleitra markmiða. Undarleg-
ustu dæmin um notkun á tröppum
má þó finna við aðalinnganga að
ýmsum sjúkrastofnunum þjóðarinn-
ar, en þangað eiga gjarnan erindi
eins og von er fatlaðir, sjúkir og
slasaðir. Til að komast inn í Borgar-
spítalann um upphaflegan aðalinn-
gang liggur leiðin fyrst upp tíguleg-
ar tröppur áður en komið er að
útihurð. Þegar inn er komið tekur
við dálítill pallur og síðan taka við
enn aðrar tröppur upp á við og er
þá loks komið að aðalmóttöku spít-
alans og mögulegt að komast í lyftu
til frekari áfangastaða innan húss.
Það skal tekið fram að á Borgarspít-
alanum sem og á mörgum öðrum
sjúkrahúsum hafa verið gerðar end-
urbætur og breytingar, sem gera
öllum kleift að komast leiðar sinn-
ar. Einmitt um þessar mundir
standa yfir slíkar breytingar á aðal-
inngangi Sjúkrahúss Akraness, sem
kosta munu um 30 milljónir króna.
Kostnaður við breytingar til að
bæta aðgengi í gömlum byggingum
getur verið verulegur, en ef hugsað
Ragnar Gunnar Þórhallsson
„Þegar framkvæmdirn-
ar eru skoðaðar virðist
ekki hafa verið haft í
huga að bæta aðgengi
fatlaðra á«svæðinu með
það að leiðarljósi að all-
ir eigi greiðan aðgang
í umræddar stofnanir
og um nánasta um-
hverfi.“
er fyrir góðu aðgengi við hönnun
og byggingu húsa verður umfram-
kostnaður í mörgum tilfellum næsta
lítill. Raunar er alls ekki rétt að
nefna umframkostnað í þessu sam-
bandi því aðgengi fyrir alla að hús-
Sprúttsalaleiðarinn
eftir Leif Sveinsson
í leiðara Mbl. laugardaginn 27.
nóvember er furðuleg forystugrein,
sem ég leyfi mér að gera nokkrar
athugasemdir við. Leiðarahöfundur
hvetur til þess, að virða að vettugi
5 ára gamla reglugerð um áfengis-
auglýsingar.
Telur hann að menningarauki
mikill sé að vínkynningum á veit-
ingahúsum og bjórhátíðum.
Það verður að segjast eins og er,
að íslendingar eru vanþróuð þjóð
hvað snertir umgengni við áfengi. í
siðuðum þjóðfélögum eins og Ítalíu,
þar sem ég er kunnugastur, er rauð-
vín t.d. hluti af máltíðinni, á borðum
stendur ávallt rauðvínsflaska, gjarn-
an í stærra lagi (2lk lítra). Af henni
fær heimilisfólk sér venjulega eitt
glas með máltíð. Notkun áfengis
utan máltíða hefi ég eigi orðið var
við á ítölskum heimilum.
Þarna er aldagömul hefð á ferð-
Höfugar
afurðir
Virðing borgaranna fyrir
lögum er mikilvæg í rétt-
arríki, því án þess heldur laus-
ung innreið sína og þá er stjórn-
leysi á næstu grösum. Alþingi
og stjórnvöld þurfa því að gæta
þess að fella brott gömul og
úrelt lög og reglugerðir, sem
stangast á við viðteknar venjur
og siðferði hvers tíma. Engum
sr greiði gerður með lögum og
reglum, sem eru hafðar að háði
og spotti í þjóðfélaginu. Gott
dæmi um þetta er reglugerð
um bann við áfengisauglýsing-
í frá ársbyijun 1989. Þar
gir m.a.:
„Hvers konar auglýsingar á
jngi og einstökum áfengis-
tegundum eru bannaðar. Enn-
fremur er bannað að sýna
eyzlu eða hvers konar aðra
eðferð áfengis í auglýsingum
)a upplýsingum um annars1
—þjáuus
Leifur Sveinsson
inni. Vín eru seld í hverri matvöru-
búð og þykir ekkert sérstakt við það.
II
Hjá okkur íslendingum er um-
gengni við áfengi með þeim hætti,
að þjóðarskömm er að. Unglingar
byrja að neyta áfengis 12-14 ára
og þá vaknar spurningin: Af hveiju
sækjast þeir eftir neyslu svo
snemma? Það er vegna þess, að hinir
fullorðnu hafa þetta fyrir unglingum
í tíma og ótíma. Myndir af veislum
hins opinbera, afmæli broddborgara,
ekki mú birta myndir af neinu tilefni,
nema kampavínsglös séu á lofti. Svo
kölluð menningarmálanefnd
Reýkjavíkurborgar hefur haft
forystu um þessa vínúðun og svo
langt hefur þetta gengið á
Kjarvalsstöðum, að ekki er friður
að skoða málverk eða hlýða á ljóð
fyrir þessum kampavínsberserkjum,
sem þangað er boðið.
III
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, hefur mikið beitt sér fyrir
ræktun lands og lýðs, eins og hún
hefur nefnt átak sitt. Því urðu menn
forviða, er hún heiðraði fatlaða
Ólympíufara í fyrra með boði að
Bessastöðum. Þar var áfengi á
boðstólum.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri hefur eigi sinnt ábendingum
mínum og fleiri um að hætta
áfengisveitingum á vegum borgar-
innar. Láti hann sér ekki segjast
fljótlega, munum vip andstæðingar
vínúðunar hvetja Árna Sigfússon
borgarfulltrúa til að gefa kost á sér
sem borgarstjóraefni. Hann er ein-
lægur bindindismaður.
IV
16 ára stúlka vann bjórkeppni á
Akureyri. Það var á bjórhátíð. Leið-
arahöfundur Mbl. frá 27. nóvember
ætti ekki að verða sér meira til
skammar en orðið er, er hann dá-
samar bjórhátíðir. Hreinsunardeild
Akureyrar þurfti að ræsa út auka-
vakt eftir hátíðina. Allur bærinn var
ein samfelld æla.
V
Vonandi villast handlangarar
sprúttsala og umboðsmenn vín-
framleiðenda ekki oftar inn á rit-
stjórn Morgunblaðsins. Nóg er samt.
Höfundur er lögfræðingur.
næði ekki síst því sem byggt er
fyrir fé almennings á auðvitað skil-
yrðislaust að vera aðgengllegt öll-
um þegnum landsins.
Frá því að íbúðarhverfi í Norður-
mýri reis fyrir mörgum áratugum
hefur vissulega orðið framþróun í
sambandi við aðgengi nýrra húsa
og umhverfis. Þó er langt frá því
að þeir aðilar sem tengjast hús-
byggingum gefi aðgengismálum
nægan gaum. Oft vantar á að að-
gengismálin séu hugsuð til enda.
Sem dæmi um velheppnaðar breyt-
ingar á aðgengi mætti nefna aðal-
inngang Hagstofu íslands þar sem
gerð hefúr verið skábraut, sett upp
handrið og rafstýrð opnun á úti-
hurð. En hvar er að finna sérmerkt
bílastæði fyrir fatlaða?
Eru opinberar stofnanir
fyrir alla?
í Hafnarhúsinu og Tollhúsinu
sem staðsett eru milli Tryggvagötu
og Geirsgötu í Reykjavík næst
Reykjavíkurhöfninni gömlu eru
nokkrar opinberar stofnanir í
þrengslum ' miðbæjarins. í þessar
stofnanir eiga á ári hverju þúsundir
borgara; almenningur og starfsfólk
fyrirtækja, margvísleg erindi enda
eru þar saman komnar á litlu svæði
gjaldheimtan, skattstjóri, tollstjóri,
ríkistollstjóri, lögreglustöð, félags-
málaráðuneytið og samgönguráðu-
neytið. í mörgum tilvikum á fólk
ekki annarra kosta völ en að sækja
þessar stofnanir heim því fólk er
að rækja opinberar skyldur sínar
og skiptir þá auðvitað ekki máli
hvort viðkomandi er fatlaður eður
ei.
Síðustu misseri hafa staðið yfir
umfangsmiklar gatnagerðarfram-
kvæmdir og breytingar á gangstétt-
um og hafnarbakka Reykjavíkur-
hafnar við Geirsgötu í samræmi við
framtíðarskipulag svæðisins. Fram-
kvæmdunum er að mestu lokið og
kostuðu nokkur hundruð milljónir.
Þær eiga að greiða fyrir umferð í
gegnum miðbæinn og gera hann
skemmtilegan fyrir sunnudags-
göngutúra. Hagsmunir þeirra, sem
sækja vinnu á svæðinu eða eiga
þangað erindi á virkum dögum virð-
ast ekki skipta miklu máli. Sú
stefna virðist vera ríkjandi hjá borg-
inni að leysa mikinn skort á bíla-
stæðum í miðborginni með bíla-
geymsluhúsum. Bílastæði við áður
nefndar stofnanir eru mjög af
skornum skammti og fjölgaði ekki
við framkvæmdirnar. Bílastæði fyr-
ir hreyfihamlaða eru yfirleitt ekki
til staðar, en þó hafa 2 bílastæði
verið sérmerkt fötluðum síðustu
vikur. Gallinn er sá að ekki hefur
verið hugsað fyrir því að gangstétt-
arbrúnir hafi fláa svo unnt sé fyrir
hjólastól að komast af bílastæðinu
upp á gangstéttina við stæðið. í
öllum tilvikum er a.m.k. eitt hátt
þrep fyrir framan aðaldyr húsanna
og að sjálfsögðu er myndarlegur
þröskuldur til staðar. Hurðir í and-
dyri hafa ekki opnun með raf- eða
vökvastýringu og eru þungar. Hér
virðist skorta markvissar aðgerðir
til úrbóta alla leið.
Bílageymsluhús og
hreyfihamlaðir
Bílageymsluhúsin geta verið
ágæt, en þau henta í flestum tilvik-
um ekki hreyfihömluðum. Er það
einkum vegna þess að fjarlægð •
þeirra frá þeim áfangastað þar sem
reka skal erindi er of mikil. Maður
á hækjum eða í hjólastól þarf að
geta lagt bifreið sinni sem næst því
húsi sem hann á erindi í. Hann á
venjulegast erfitt með að komast
leiðar sinnar um miðbæinn bæði
vegna þess að víða eru brekkur og
auk þess eru gangstéttarbrúnir og
annar frágangur við götur ófull-
nægjandi.
Sköpun nýrra hefða
Margir aðilar koma við sögu und-
irbúnings, ákvarðanatöku og verk-
legra framkvæmda eins og þeirra
sem fram hafa farið við Geirsgötu
á vegum Reykjavíkurborgar og
Reykjavíkurhafnar. Nefna má
þessa aðila: Borgarstjórn, borgar-
verkfræðing, gatnamálastjóra;
skipulagsfræðinga, verkfræðinga,
umferðarnefnd, hafnarmálastjóra,
verktaka og starfsmenn þeirra og
stofnanir í þeim húsum, sem fram-
kvæmdirnar snerta.
Þegar framkvæmdirnar eru
skoðaðar virðist ekki hafa verið
haft í huga að bæta aðgengi fatl-
aðra á svæðinu með það að leiðar-
Ijósi að allir eigi greiðan aðgang í
umræddar stofnanir og um nánasta
umhverfi. Hvernig getur staðið á
því? Ekki skortir ákvæði þar um í
nýrri byggingarreglugerð, sem út
kom í maí 1992. Ekki er líklegt að
skortur sé á þekkingu og verkkunn-
áttu aðila.
Tvennt tel ég að hamli mest
framþróun á sviði aðgengismála. Í
fyrsta lagi fastheldni þeirra aðila,
sem koma við sögu húsbygginga, á
hefðir og venjur við frágang, útlit
og gerð mannvirkja í ýmsu tilliti í
stóru sem smáu. í öðru lagi skortir
enn verulegan áhuga og skilning
allra aðila. Lög og reglugerfiir bæta
ekki aðgengi ein og sér, en hinsveg-
ar er ekkert sem bannar það að
bæta megi aðgengi umhverfisins
og húsa hvað sem lögum og reglu-
gerðum líður bara ef vilji og skiln-
ingur er fyrir hendi. Skapa verður
nýja hefð fyrir því að aðgengi fyrir
alla er sjálfsagður og eðlilegur hlut-
ur, en ekki sérstök greiðvikni við
fatlaða. Þennan skilning verða allir
sem málið varðar að öðlast ef raun-
verulegur árangur á að nást í bættu
aðgengi, sem getur haft úrslita-
áhrif á möguleika fatlaðra til að
lifa sjálfstæðu lífi.
Höfundur situr í framkvæmda-
stjórn Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra
Og
n„kkt„ddb4.b.»r=»inS«,b.bi»««»6»
skápa meö 40% afslætti.
eldhus-
miðstöðin
Lágmúla 6,
sími 684910,
fax 684914.