Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
19
Frá Vestmannaeyjum.
stöðvarinnar hf. og blaðaumfjöllun
um fyrirtækið á árinu 1993. Má af
þeim blaðaúrklippum sjá, að um
talsverða umfjöllun hefur verið að
ræða. Er ekki þörf að rekja þessa
umfjöllun hér, en í stuttu máli má
segja, að almennt sé ekki vikið að
meintri slæmri fjárhagsstöðu fé-
lagsins. Þau tilvik, þar sem slíkt
kemur fram er að finna í apríl 1993,
þar sem skýrt er frá launalækkun
yfirmanna í Vinnslustöðinni hf. og
öðru sjávarútvegsfyrirtæki í Vest-
mannaeyjum. Þannig er í DV hinn
2. apríl 1993 rætt við fjármála-
stjóra fyrirtækisins og upplýsir
hann, að fyrirtækið væri þá rekið
með tapi og rökstuddi launalækk-
unina m.a. með þeim hætti. í Morg-
unblaðinu hinn 21. apríl 1993 segir
í fyrirsögn svo: „Vinnslustöðin hf.
og ísfélag Vestmannaeyja hf. Tapið
samtals yfir 400 milljónir í fyrra.“
Er í fréttinni sagt frá því, að
Vinnslustöðin hf. hafí tapað yfir
200 milljónum króna á árinu 1992
og haft eftir framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, að skýringarnar á
þessari slæmu afkomu fyrirtækisins
á árinu, séu fyrst og fremst gengis-
fellingin á árinu 1992 og misgengi
gjaldmiðla um haustið það ár. í
fréttinni eru jafnframt höfð eftir
framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar hf. eftirfarandi ummæli:
„Þetta er í raun og veru alveg
skelfilegt. Við erum að verða
þokkalega sáttir við rekstur okkar,
en það eru þessar utanaðkomandi
breytur sem við ráðum ekkert við,
sem gera það að verkum að afkom-
an er ekki betri. Þrátt fýrir að hafa
aukið skuldir okkar um rúmar 200
milljónir króna útaf gengisfellingu
og misgengi gjaldmiðla, þá náðum
við þeim árangri á árinu að lækka
skuldir fyrirtækisins um 400 millj-
ónir króna frá upphafi ársins í
fyrra.“
Síðari fjölmiðlaumfjöllun hefur
lotið að batnandi stöðu félagsins,
m.a. hagnaði á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins 1993. Síðast var um
að ræða viðtal við framkvæmda-
stjóra Vinnslustöðvarinnar hf. i
blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum
þann 16. júní 1993, þar sem sú
afstaða kemur almennt fram, að
hagur félagsins sé að styrkjast og,
að það muni standa af sér þá erfiðu
tíma, sem nú eru í sjávarútvegi.
Sú fjölmiðlaumíjöliun, sem nú
hefur verið rakin getur ekki verið
grundvöllur undir ummælum þeim,
sem Kristján Ragnarsson lét frá sér
fara í nefndu útvarpsviðtali. Ég tek
sérstaklega fram, að mér er ekki
kunnugt um hugsanleg ummæli
framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar hf. í ljósvakamiðlum, og get
því ekki tekið tillit til þeirra hér.
Það ætti samkvæmt framanrit-
uðu að liggja ljóst fyrir, að ekki er
fyrir hendi nægjanlegt tilefni til að
réttlæta þær fullyrðingar, sem fram
koma í hinum tilvitnuðu ummælum
Kristjáns. Ég tel heldur ekki, að
hin opinbera umfjöllun um kvóta-
kerfi eða stefnur og sjónarmið í
fiskveiðistjórnun eigi að geta verið
slíkt tilefni. Verður heldur ekki séð,
að það séu óhæfilegar hömlur á
tjáningarfrelsi manna, þó þeir hagi
ummælum sínum með öðrum hætti
en Kristján gerði að þessu sinni.
Það leiðir svo sérstaklega til
refsiþyngingar, að Kristján Ragn-
arsson er formaður bankaráðs ís-
landsbanka hf., viðskiptabanka
Vinnslustöðvarinnar hf. Þar sem
um einn stærsta, eða stærsta, við-
skiptaaðila íslandsbanka hf. er að
ræða, fer ekki hjá því, að ljármál
þess félags hafi verið rædd á fund-
um bankaráðs íslandsbanka hf. og
kynnt formanni bankaráðs með
öðrum hætti. Gerir það fullyrðingar
hans sýnu alvarlegri, að þær upp-
lýsingar sem hann kann að búa
yfir um fjármál Vinnslustöðvarinn-
ar hf. og hefur fengið í starfi sínu
sem formaður bankaráðs, eða bank-
aráðsmaður, eiga samkvæmt sér-
stökum lagafyrirmælum, sem vikið
verður nánar að hér á eftir, að vera
trúnaðarmál, þ.e. „einkamálefni"
eins og segir í téðu ákvæði. Tekið
skal sérstaklega fram, að upplýs-
ingar um fjárhagsstöðu manna (fé-
laga), eru án efa eitt af því sem
229. gr. veitir vernd gegn.2
Ummæli eins og þau, sem Krist-
ján Ragnarson Iét frá sér fara, og
vitnað er til hér að framan, fara
einnig í bága við 235. gr. almennra
hegningarlaga. Það hefur verið litið
svo á, að áburður á hendur öðrum
manni (félagi), sem verða myndi
honum til hnekkis, þ.e. lækka mann
(félag) í áliti annarra falli undir
þetta ákvæði. Meiðandi ummæli um
slæma fjárhagsstöðu þeirra, sem
stunda viðskipti eru, að öðru jöfnu
talin til brota á þessu lagaákvæði.3
Regla 235. gr. hefur sama refsi-
ramma og áður umfjallað ákvæði
229. gr. og myndu ákvæðin án efa
tæma sök, hvort gagnvart öðru,
þ.e. hámark refsingar yrði varðhald
allt að 1 ári.
Hér, sem endranær myndi það
leiða til þyngingar á refsingu, að
ummælin eru án nægjanlegs tilefn-
is, þau eru viðhöfð í opinberum
fjölmiðli, af manni, sem hefur lög-
bundinnar trúnaðarskyldu að gæta,
og eru sett fram með mjög tillits-
lausum hætti í viðtalinu.
Þess skal getið, að samkvæmt
241. gr. má dæma ummæli, sem
fara í bága við 235 gr. ómerk.
Dæma má hinn brotlega til að
greiða miskabætur, sbr. 264. gr
almennra hegningarlaga, svo og
skaðabætur fyrir ljártjón, sem hann
kann að hafa valdið með ummælum
sínum. Þegar um er að ræða at-
vinnufyrirtæki, geta slík ummæli
valdið miklu fjártjóni. Er þekkt
dæmi um mjög háar skaðabætur í
slíku tilviki að finna í dómasafni
Hæstaréttar, er ritstjóri Alþýðu-
blaðsins var dæmdur til að greiða
íslandsbanka hf. kr. 20.000 í skaða-
bætur á árinu 1922 vegna ummæla
hans í blaðinu um bankann.'
Telja verður, að ummæli eins og
þau, sem Kristján Ragnarsson lét
frá sér fara í umræddu viðtali séu,
einkum stöðu hans vegna sem for-
manns bankaráðs íslandsbanka hf.,
til þess fallin að geta valdið alvar-
legu fjárhagstjóni.
Bótareglur þær, sem raktar hafa
verið eiga að sinu leyti einnig við
um 229. gr. almennra hegningar-
laga.
Akvæði laga um viðskipta-
banka og sparisjóði nr. 43/1993.
Eins og fram hefur komið mælir
43. gr. 1. 43/1993 um viðskipta-
banka og sparisjóði fyrir um það,
að bankaráðsmenn og starfsmenn
viðskiptabanka og sparisjóða, auk
sérstakra trúnaðarmanna eins og
t.d. endurskoðenda, hafi þagnar-
skyldu um „allt það er varðar hagi
viðskiptamanna hlutaðeigandi
stofnunar og um önnur atriði, sem
þeir fá vitneskju um í starfi sínu
og leynt skulu fara samkvæmt lög-
um eða eðli máls...“.
Ekki er vafi, að fjárhagsmálefni
viðskiptamanna eiga eðli málsins
samkvæmt að fara leynt, a.m.k. þar
til staðfest hefur verið með opinber-
um hætti t.d. gjaldþroti hver fjár-
hagsstaðan er. Er það án efa brýnt
brot á þagnarskyldu þeirri, sem lög-
boðin er með 43. gr. tilvitnaðra laga
að viðhafa slik ummæli um fjárhag
viðskiptamanns banka eins og for-
maður bankaráðs íslandsbanka við-
hafði í umræddu viðtali.
Svo sem fyrr segir hefur Kristján
Ragnarsson lýst því yfir, að hann
hafi ekki verið að gera annað en
að lýsa, eða draga ályktanir af
ummælum framkvæmdastóra
Vinnslustöðvarinnar hf. á opinber-
um vettvngi. Mér hefur ekki tekist
að finna þessum staðhæfingum
Kristjáns stað við könnur. á umfjöll-
un í prentuðum fjölmiðlum. Regla
sú, sem sett er fram í 43. gr. laga
43/1993, myndi glata mjög gildi
sínu, ef þeir, sem bundnir eru þagn-
arskyldu samkvæmt henni gætu,
án þess að færa á það ótvíræðar
sönnur, borið það fyrir sig, að þeir
hefðu fengið upplýsingar annars
staðar frá. Er hér rétt að minna á
að umfjöllun í prentuðum fjölmiðl-
um um Vinnslustöðina hf. hefur
a.m.k. frá maímánuði á þessu ári
verið á þann veg, að fyrirtækið sé
að vinna sig útúr fyrri vanda, hafi
eða sé að ná betri tökum á rekstrin-
um, lækki skuldir og, að það muni
standa af sér þá erfiðu tíma, sem
ganga yfír.
Það er mat mitt, að Kristján
Ragnarsson hafi a.m.k. ríka sönn-
unarskyldu ef því verður haldið til
streitu, að hann hafi fengið þessar
upplýsingar úr opinberum yfírlýs-
ingum framkvæmdastjóra Vinnslu-
stöðvarinnar hf. Yrði það að byggj-
ast á öðrum gögnum en þeim, sem
ég hef aflað, enda renna þau ekki
stoðum undir þessar fullyrðingar
hans. Það verður líka að líta svo
á, að sú staðreynd, að maður er
formaður bankaráðs viðskipta-
banka hlýtur almennt að leggja
honum þær skyldur á herðar að
fjalla alls ekki um fjárhagsmálefni
viðskiptamanna bankans, hvorki í
einkaviðtölum og þaðan af síður á
opinberum vettvangi.
Það er því ekki víst að það dygði
til þess að víkja þagnarskyldunni
samkvæmt reglu 43. gr. til hliðar
þó Kristján hefði heyrt eða séð
umfjöllun um meinta bága fjárhags-
stöðu Vinnslustöðvarinnar hf. hjá
öðrum.
Réttarfarsreglur
Til þess að knýja fram refsi- og
bótaábyrgð á grundvelli 229. gr.
og 235. gr. almennra hegningarlega
og til að fá ummæli ómerkt þarf
sá, sem misgert er við, að höfða
mál. Brot á hinum tilvitnuðu
ákvæðum sæta ekki opinberri
ákæru.
Brot á 43. gr 1. 43/1993 sæta
hins vegar opinberri ákæru, enda
er þess ekki getið í 100 gr. þeirra
laga, að öðru vísi skuli með fara.
Það er líka rétt að vekja sérstaka
athygli á því, að samkvæmt XIV.
kafla laga 43/1993 fer Bankaeftir-
lit Seðlabanka íslands með eftirlit
með því, að starfsemi þeirra stofn-
ana, sem undir lögin heyra, séu í
samræmi við ákvæði laganna.
Þá segir í 96. gr. laganna, að
viðskiptaráðherra fari með fram-
kvæmd laganna. Ekki er því hægt
að útiloka, að t.d. viðskiptaráðherra
óskaði eftir opinberri rannsókn á
því, hvort téð ummæli Kristjáns
Ragnarssonar fari í bága við 43.
gr. laganna.
Samantekt
í bréfí þessu er fjallað um rétt-
aráhrif ummæla Kristjáns Ragnars-
sonar, formanns bankaráðs íslands-
banka hf. og formánns LIU, um
fjárhagsmálefni Vinnslustöðvarinn-
ar hf., og meint ábyrgðarleysi fram-
kvæmdastjóra þess félags, með til-
tekinni skoðun hans á málefnum
fiskveiðistjórnunar. Ég tel, að með
ummælum sínum hafí Kristján
Ragnarsson gerst brotlegur við
229. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19/1940, auk þess, sem um sé
að ræða aðdróttun, sem sé brot á
235. gr. sömu laga. Tekið er fram,
að ýmis atvik leiði til refsiþynging-
ar, einkum sú staðreynd, að um-
mælin eru sett fram í opinberum
fjölmiðli, þau eru gróf og sett fram
með tillitslausum hætti, og viðhöfð
af manni, sem að lögum hefur sér-
staka trúnaðarskyldu um málefni
það, sem um ræðir.
Þá tel ég, að með ummælum sín-
um hafí Kristján Ragnarsson, sem
formaður bankaráðs Islandsbanka
hf„ brotið þagnarskyldu þá, sem á
honum hvílir samkvæmt 43. gr. 1.
43/1993 um viðskiptabanka og
sparisjóði, enda verður ekki séð, að
síðari fullyrðingar hans um að hann
hafi fengið þessar upplýsingar úr
opinberri umfjöllun framkvæmda-
stjóra Vinnslustöðvarinnar hf. eigi
sér stoð í raunveruleikanum. Eru
ummæli Kristjáns sérstaklega al-
varleg, þar sem þau fara á skjön
við fjölmiðlaumfjöllun um málefni
Vinnslustöðvarinnar hf. síðustu
mánuði.
Þá er bent á réttarfarsreglur,
sem ég tel að gildi í þessum tilvik-
um.“
1 Um þetta má t.d. vísa til rits Stephan
Hurwitz, Kriminairet, Speciel del, útg.
Kaupmannahöfn 1955, bls. 302, þar
sem fjallað er um skýringu á sambæri-
legu ákvæði í dönskum hegningarlög-
um. Jafnframt má vísa til rits Gunnars
Thoroddsen, Fjölmæli, útg. Reykjavík
1967, bls. 168 og áfram.
2 Sjá td. Stephan Hurwitz, tilv. rit. bls.
301 og Vagn Greve o.fl. Kommenteret
straffelov, Speciel del, 4. útg. Kaup-
mannahöfn, 1988, bls 295.
3 Sjá t.d. Einar Arnórsson, Meiðyrði og
meiðyrðamál, í Tímariti lögfræðinga
3. hefti 1952, bls. 127-128.
4 Sjá Hrd. I (1922), bls. 377.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
571800
Opið sunnudaga
kl. 13-18.
BÍLAR Á TILBOÐSVERÐI:
Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '86,
S g., ek. 152 þ., ný yfirf. V. 490 þús.
Tilboðsverð: 390 þús.
Mercedes Benz 250 T station '80,
grænn, 4 g., ek. 170 þ. V. 550 þús.
Tilboðsverð: 320 þús. stgr.
Lada 1500 station '92, 5 g., ek.
32 þ., sumar/vetrardekk. V. 450
þús.
Tilboðsverð: 390 þús. stgr.
MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ.
V. 690 þús.
Tilboðsverð: 600 þús. stgr.
Renault 9 '87, 4ra dyra, vinrauður,
5 g., ek. 91 þ. V. 370 þús.
Tilboðsverð: 250 þús.
Chevrolet S-10 Thao '83, 5 g., ek.
120 þ. milur, sóllúga, álfelgur o.fl.
V. 630 þús.
Tilboðsverð: 480 þús.
Honda Prelude '85, 5 g., ek. 125
þ., sóllúga, spoiler. V. 480 þús.
Tilboðsverð: 330 þús. stgr.
Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð-
ur, 1300 vól, bin innsp., 5 g., ek. aðeins
4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús
MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans,
5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús.
BMW 5201 '82, 4ra dyra, sjálfsk., óvenju
gott eintak. V. 320 þús.
Toyota Tercel statlon 4x4 '88, 5 g., ek.
75 þ. V. 700 þús.
Suzuki Swlft GL '90, sjálfsk., ek. 16 þ., 5
dyra. V. 650 þús.
Nissan King Cap 4x4 '90, grár/svartur,
5 g., ek. 59 þ. V. 1250 þús.
Honda Clvic CRX '88, hvítur, 5 g., ek. 78
þ., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 760 þús.,
sk. á ód.
MMC L-300 Minibus 4x4 '91, hvítur, 5
g., ek. 40 þ. V. 1850 þús.
Toyota Hi Lux SR5 EFi '93, 5 g„ ek. 15
þ„ upphækkaður o.fi. V. 1980 þús.
MMC Pajero turbo diesel (stuttur) '86,
gott eintak, mikið endurnýjaður. V. 690
þús.
Dalhatsu Feroza EL-II '89, grár/tvflitur, 5
g„ ek. 62 þ„ álfelgur, cent. o.fl. V. 890 þús.
Subaru Justy J-12 4 x 4 '89, grásans,
5 dyra, 5 g„ ek. 61 þ. V. 590 þús.
Toppeintak.
Daihatsu Charade Sedan SG '91, rauður,
sjálfsk., ke. 48 þ. V. 820 þús.
Toyota Corolla 1300 DX '87, blár, 5 dyra,
4 g„ ek. 102 þ. V. 370 þús„ sk. á ód.
Subaru station 1800 GL '88, sjálfsk., ek.
70 þ. V. 780 þús„ sk. á ód.
MMC Colt GL '91, blár, 5 g„ ek. 45 þ.
V. 740 þús.
Dalhatsu Feroza EL-II '89, grár/hvílitur, 5
g„ ek. 62 þ„ álfelgur, cent. o,fl. V. 890 þús.
C..J
Corolla XL '88, steingrár, 4 g.,
ek. 78 þ. V. 520 þús. stgr.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
Palli var einn í heiminum
Hin heimsfræga barnabók - sem þýdd hefur verið á nær 40 tungumál - er komin út í 5. útgáfu.
Óskabók íslenskra barna í 45 ár sem lengi hefur vantað í bókaverslanir.
Bókaútgáfan Björk