Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
25
Kristjáni Jóhannssyni veitt ný viður-
kenning Akureyrarbæjar, bæjarlykill
Kemur við
hjartað í mér
KRISTJÁNI Jóhannssyni tenór-
söngvara var veittur bæjarlykill
Akureyrar í móttöku sem Bæjar-
syórn Akureyrar hélt honum og
eiginkonu hans, Siguijónu Sverr-
isdóttur til heiðurs í gær. Um er
að ræða nýja viðurkenningu og er
Kristján sá fyrsti sem hlýtur iykil
að Ákureyrarbæ. Viðurkenningin
er veitt Kristjáni fyrir frábæra
frammistöðu á sviði sönglistar.
„Þessi lykill er til marks um hug
okkar Akureyringa til þín, Kristján,
og fylgja honum kveðjur og ámaðar-
óskir,“ sagði Hallór Jónsson bæjar-
stjóri á Akureyri er hann afhenti
Kristjáni bæjarlykilinn. „Jafnframt
fylgir þessum lykli að þú ert sérstak-
ur aufúsugestur hvenær sem þú getur
því við komið og við viljum gjarnan
fá að vita af ferðum þínum um þess-
ar slóðir sem oftast. Það er einlæg
ósk okkar að þér takist að vera sem
allra lengst á toppnum og sem flestir
fái notið þinna einstæðu hæfiteika."
Bæjarlykill Akureyrar er hannað-
ur af Kristinu Guðmundsdóttur gull-
smið á Akureyri. Hann er úr siifri,
áletraður og hvílir á grágrýtissteini
með áletraðri silfurplötu. Eiginkonu
Kristjáns, Siguijónu Sverrisdóttur
var færð næla eftir Margréti Jóns-
Bæjarlykill
BÆJARLYKILL númer 1, ný við-
urkenning sem ekki hefur verið
veitt áður l\já Akureyrarbæ.
dóttur listamann á Akureyri til minn-
ingar um komuna til Akureyrar.
Hrærður
„Ég á ekki orð til, ég er mikið
hrærður. Þetta kemur við hjartað í
mér,“ sagði Kristján um viðurkenn-
ingu Akureyrarbæjar, en viðurkenndi
aðspurður að vissulega kæmi sjaldan
fyrir að hann yrði orðlaus. Kristján
lauk lofsorði á hönnun bæjarlykils-
ins, sagði að gripurinn væri virkilega
fallegur og hann myndi fá veglegan
sess á heimilinu.
Áfengisauglýsing-
ar birtar í Lífsmarki
TVÆR áfengisauglýsingar eru
birtar i nýútkomnu Lífsmarki,
blaði sem AKO-last/POB á Akur-
eyri gefur út og dreift er ókeypis
á öll heimili í Eyjafirði og á Húsa-
vík auk þess sem það liggur
frammi í söluturnum víða í kjör-
dæminu. Annars vegar er ákveðin
rauðvínstegund auglýst í blaðinu
og hins vegar bjór sem nýkominn
er á markaðinn. Bannað er að
auglýsa áfengi á Islandi.
Önnur auglýsingin er frá Viking
Brugg þar sem Thule í hálfs lítVa
umbúðum er auglýstur, en um er
að ræða 5% sterkan bjór. Fyrirtækið
framleiðir ekki lengur léttöl, en slíkt
öl er heimilt að auglýsa.
Þá er í auglýsingu frá Bautanum
greint frá því að boðið sé upp á rauð-
vínið Beaujolais Nouveau á veitinga-
staðnum og helstu kostir þess tíund-
aðir í auglýsingunni.
Elías I. Elíasson sýslumaður á
Akureyri sagði að bannað væri að
auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðl-
um. Hann sagði síðdegis í gær, að
■ HAUKVR Halldórsson, for-
maður Stéttarsambands bænda,
Halldór Blöndal, landbúnaðarráð-
herra, og Eiður Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Kjarnafædis, að-
stoða viðskiptavini Hagkaups á
Akureyri við val á íslenskum land-
búnaðarvörum, milli klukkan 17 og
19 í dag.
engin kæra hefði borist.
Þröstur Haraldsson ábyrgðarmað-
ur Lífsmarks sagði að um mistök
hefði verið að ræða.
HREIN HÚÐ
HREINSAR HÚÐINA
INNANFRÁ
HREINSIKÚR (TÖFLUR) FYRIR
ÓHREINA, BÓLÓTTA HÚÐ OG
UNGLINGAHÚÐVANDAMÁL
Náttúrulegt efni ásamt
andlitssápu.
Fæst hjá: Árbjæjarapóteki, Blómavali,
Fjarðarkaupum, Heilsu, Heilsuvali,
Heilsubúðinni, Heilsuhorninu,
Kornmarkaðnum, Mosfellsapóteki,
Sjúkranuddstofu Sillu o.fl.
Sendum í póstkröfu.
BÍÓ-SELEN UMBOÐIÐ
SÍMI 76610___
NÝ MÚSIK
Á LÆGRA
VERÐI
VINSÆLDALI
Sala í plötuverslunum
vikuna 22.-28. nóvember
Byssur, rósir
og spagetti
Sæti Titill Flytjandi Siðast Vikur |
1 Lífið er ijúft Bubbi 1 4
t 2 Spagetti Inicident Guns 'N' Roses XX 0
l 3 Af lífi og sál Kristján Jóhannsson 2 1 ~
4/ 4 Spillt Todmobile 3 1
4* 5 Hótel Föroyar KK Band 4 2
4r 6 Transdans Ymsir 5 2
t 7 Desember Sigga Beinteins XX 0
4/ 8 Líf Stefán Hilmarsson ó 1
t 9 You ain't here Jet Black Joe XX 0
t 10 Now 26 Ýmsir 17 i
l 11 Pearl Jam Pearl Jam 7 6
4* 12 Hunang Ný dönsk 8 2
i 13 The Boysx The Boys 9 6
t 14 Ýkt stöff Ýmsir XX 0
t 15 Heyrðu 2 Ýmsir XX o
t 16 Paradísarfuglinn Megas XX 0
t 17 Stuðmenn Stuðmenn XX 0
t 18 Barnabros Ýmsir XX 0
4- 19 The World Is Still Alive Bubbleflies 13 4
t 20 Stuð Páll Oskar Hjálmtýsson XX 0
XX = nýtt inn á lista ai = aftur inn á lista |
Guns ’n’ Roses fara beint f annað sæti með lög eftir aðra.
Cins og sjá má á íslenska
*“popplistanum, topp XX er
jólavertíðin komin af stað, því
af tuttugu plötum á honum eru
sautján íslenskrar ættar og bet-
ur að svo væri allan ársins hring
hugsa líklega margir. Óvænt við
listann er að bandaríska rokk-
sveitin Guns ’n’ Roses skýst í
annað sæti listans í fyrstu út-
gáfuviku og veltir úr því sæti
Kristjáni Jóhannssyni, þó Bubbi
sitji sem fastast á toppnum.
Fyrir vikið færast fjöimargar
plötur niðurávið á top tíu , til að
mynda Kristján Jóhannsson,
eins og áður er að vikið, Todmo-
bile, KK Band og Stefán Hilmars-
son, en út af topp tíu fara Ný-
danskir og The Boys. Nýdönsk
á þó líklega eftir að sjást aftur
á topp tíu, en slagurinn verður
harður eins og sjá má af þeim
plötum sem sitja neðar á listan-
um, til að mynda safnplötunum
Ýktu stöffi og Heyrðu 2. Barna-
brosi er og óhætt að spá hærri
listastöðu eftir því sem líður að
jólum, en erfiðara að spá fyrir
um Megasar- og Stuðmanna-
söfnin. Páll Óskar Hjálmtýsson
sést í fyrsta sinn á lista með
plötu sína Stuð, en Bubbleflies
virðast á leið út í kuldann, eftir
að hafa haldið sér á lista í fjórar
vikur. Ógetið er nýliða á topp
tíu, Siggu Beinteins, sem á vís-
ast eftir að fara hærra með sína
fyrstu sólóskífu, Desember, en
lætur sér nægja að byrja í sjö-
unda sæti, og Jet Black Joe, sem
seldust afskaplega vel síðustu
vikur fyrir síðustu jól, en plata
sveitarinna, You Ain’t There, fer
beint í níunda sætið.
Spagettírokk
Af plötunni í öðru sæti listans
er annars það að segja að að á
sama tíma og félagarnir í Guns
’n’ Roses voru að taka upp síð-
ustu plötur sína, en þeir tóku
upp tvær breiðskífur samtímis,
Use Your lllusion 1 & 2, hristu
þeir fram úr erminni þriðju plöt-
una með lögum eftir ýmsa aðra
tónlistarmenn sem þeir félagar
héldu upp á og gefin var út fyrir
skemmstu undir heitinu The
Spagetti Incident. Use Your III-
usion-plöturnar sönnuðu endan-
lega að Guns ’n’ Roses væri ein
fremsta rokksveit seinni tíma,
þrátt fyrir jóss poppfræðinga
víða um heim, því plöturnar hafa
selst samtals í 27 milljónum ein-
taka. Hljómsveitin hefur og verið
á stanslausri tónleikaferð um
heiminn til að fylgja plötunum
eftir og gengið á ýmsu, en þeirri
ferð er lokið núna og segja má
að „Spagettíplatan" sé til að
setja endapunktinn við það hark
um leið og þeir félagar segjast
vera að sýna virðingu þeim
sveitum og tónlistarmönnum
sem komu þeim á bragðið á sín-
um tíma. Á plötunni eru lög sem
spanna allt frá bresku pönki í
bandarískt glitrokk; New Rose
frá the Damned, Down on the
Farm frá UK Subs, Human Being
frá The New York Dolls, Raw
Power frá Iggy Pop og Stooges,
Ain’t it Fun frá The Dead Boys,
Buick Makane frá T Rex, Hair
of the Dog frá Nazareth, Att-
itude frá The Misfits, Black Leat-
her frá Sex Pistols, You Can’t
Put Your Arms Arouns a Me-
mory frá Johnny Thunders sál-
uga og I.Don’t Care About You
frá Fear. Ótalið er einkennileg-
asta lag disksins, í það minnsta
í Ijósi hverjir flytja, því þar flytja
Axl og félagar rómantískan ásta-
róð, Since I Don’t Have You,
sem Skyliners gerðu frægt fyrir
35 árum, og rekur eflaust marg-
ur upp stór augu.
íslenski popplistinn er unninn af Gallup fyrir Morgunblaðið,
Sjónvarpio, Rós 2 og samband hljómpíötuframleiSenda.
Islenski popplistinn — TOPP XX — er ó dagskró Sjónvarpsins
ó fösludögum og ó dagskró Rósar 2 ó laugardögum.