Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
29
JMtogtmiftifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Stýríng á neyzlu
mjólkurafurða
Akvörðun fimmmanna-
nefndar um breytta verð-
lagningu mjólkurafurða hefur
vakið hörð viðbrögð neytenda
og þeirra sem láta sig heilsu-
far þjóðarinnar varða. Ástæð-
an er sú að með verðstýringu
er ætlunin að fá fólk til að
neyta fituríkari mjólkurafurða
en fyrr og eyða þannig smjör-
fjalli, sem er sem óðast að
hlaðast upp. Miðstýring í verð-
lagningu mjólkurafurða þrífst
enn í skjóli einokunaraðstöðu,
því samkeppnin er engin í
verði eða gæðum.
Fimmmannanefnd hefur
það hlutverk að ákveða heild-
söluverð á búvörum. Nýtt kerfi
í verðlagningu mjólkurafurða,
sem nú hefur komið til fram-
kvæmda, byggist á því að
bændur fái meira greitt fyrir
eggjahvítuinnihald mjólkur en
fítu. Afurðastöðvarnar munu
framvegis miða við það að 75%
verðsins verði fyrir eggja-
hvítuinnihald en 25% fyrir fitu
í mjólkinni. Rökin eru þau að
birgðir af fítu séu orðnar
vandamál. Á því byggist
ákvörðun fimmmannanefndar
að smjör lækki í verði um
28,2%, nýmjólk, léttmjólk og
rjómi um 1,5% og feitasti
brauðosturinn um 1,8%. Aftur
á móti hækkar undanrenna
um 37,8%, skyr um 23,3%,
fjörmjólk um 3% og fítulítill
ostur um 9,3%.
Þessi verðbreyting er mjög
mikil og bitnar illa á þeim sem
hafa vanið sig á að neyta fítu-
lítilla mjólkurvara, t.d. undan-
rennu, hvort sem er af heilsu-
farsástæðum eða fjárhagsleg-
um. Neytandinn á engan ann-
an kost, ef hann vill halda
áfram að drekka undanrennu,
en að borga uppsett verð, þar
sem engin er samkeppnin.
Langmesta lækkunin er á
smjöri, sem bætir samkeppnis-
stöðu þess verulega við annað
viðbit, og er það gert með til-
vísan til fituinninhalds. Hins
vegar lækkar ijómi óverulega,
þrátt fyrir mikla fítu. Rjóminn
er ekki í samkeppni við neina
sambærilega vöru á markaðn-
um eins og smjörið. Það er
kannski skýringin á því að
fimmmannanefnd telur ekki
ástæðu til að lækka ijómann
meira, þrátt fyrir fítuinnihald-
ið, sem er helzta röksemdin
fyrir verðbreytingunni.
Ákvörðun fímmmanna-
nefndar gengur þvert á mann-
eldisstefnu íslendinga, sem
Alþingi markaði árið 1989, en
hún miðar að því að draga úr
fítuneyzlu. Guðmundur Þor-
geirsson, hjartalæknir og for-
maður Manneldisráðs, segir
vegna ákvörðunarinnar að
verið sé að beina neyzlunni
yfír í fituríkari afurðir sem sé
mjög óheppileg þróun. Af
heilsufarsástæðum og mann-
eldissjónarmiðum eigi að stilla
fituneyzlu í hóf. Um 40% af
hitaeiningum í fæðu íslend-
inga séu fíta, en stefnt sé að
því að koma henni niður í 35%
að minnsta kosti. „Það er
hreinlega verið að gera neyt-
endum erfítt fyrir að taka
skynsamlegar ákvarðanir þeg-
ar þeir velja sér vörur,“ segir
formaður Manneldisráðs.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
segir:
„Miðstýrð verðlagning hef-
ur hvergi skilað sér í góðu til
neytenda og nú á tímum er
mjög fátítt að sjá svo gríðar-
legar verðsveiflur á vörum,
eins og nú hefur gerst í mjólk-
uriðnaðinum. Ég tel að þetta
muni kalla á viðbrögð neyt-
enda og út frá manneldissjón-
armiðum hlýtur þetta að vera
slæm ákvörðun. Fijáls sam-
keppni er besta tryggingin
fyrir því að verð myndast með
þeim hætti að tekið sé ná-
kvæmt tillit til kostnaðar."
Miðstýring í verðlagningu á
ekki rétt á sér almennt talað,
en verst er hún að sjálfsögðu
þar sem einokun ríkir. Verð-
lagning á að sjálfsögðu að
fara eftir tilkostnaði við fram-
leiðslu og markaðssetningu
vörunnar. Frjáls samkeppni er
það eina sem tryggir neytend-
um lægsta verð og mest gæði
vörunnar. Enda hafa lands-
menn uppskorið ríkulega, þar
sem samkeppni ríkir á mark-
aðnum, eins og dæmin sanna.
Allt sem truflar eðlilega sam-
keppni á markaðnum er af
hinu vonda. Verðbreytingin á
mjólkurafurðum sýnir hugs-
unarhátt einokunarkerfísins
og í þessu tilfelli er hún óhæfa,
því hún er ákveðin til að knýja
neytendur til neyzlu á fítu sem
er skaðleg heilsu þeirra að
mati vísindamanna. Stjórnvöld
eiga að taka í taumana með
þeim aðferðum sem þau hafa
yfir að ráða. Það er óviðun-
andi með öllu að þeir sem
standa fyrir þessum verð-
breytingum komist upp með
þær.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
GUÐMUND SV. HERMANNSSON
Lagagrundvöllur Kjaradóms og kjaranefndar
Urskurðir eiga ekki að
raska almennu launakerfi
NÝLEGUR úrskurður kjaranefndar um grunnlaunahækkun presta
og úrskurður Kjaradóms um yfirvinnugreiðslur til dómara hafa vak-
ið hörð viðbrögð samtaka launafólks. Þannig telur forseti Alþýðusam-
bands íslands að þjóðarsáttin í atvinnu- og kjaramálum sé í hættu
verði ekki snúið af þeirri braut að kjör einstakra embættismanna séu
bætt með þeim rökum að um leiðréttingar sé að ræða. Forsætisráð-
herra leggur hins vegar áherslu á að þessir úrskurðir skapi ekki
fordæmi fyrir aðrar stéttir. Með kauphækkun til presta sé verið að
laga starfskjör þeirra að þróun sem orðið hafi hjá aðilum á borð við
ASI og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja á undanförnum árum
og Iögin um Kjaradóm og kjaranefnd geri ráð fyrir að tekið sé mið
af almennu ástandi á vinnumarkaði. Hér á eftir verður fjallað um
hlutverk Kjaradóms og kjaranefndar og þær forsendur sem eru fyr-
ir úrskurðum þeirra.
Lögum um Kjaradóm var breytt
um síðustu áramót í kjölfar
þess að sett voru bráðabirgðalög um
dóminn sumarið 1992. Bráðabirgða-
lögin voru sett eftir úrskurð dómsins
um verulegar breytingar á kjörum
þeirra embættismanna sem heyrðu
undir dóminn. í bráðabirgðalögun-
um sagði að Kjaradómur skyldi taka
tillit til stöðu og þróunar kjaramála
á vinnumarkaði svo og efnahags-
legrar stöðu þjóðarbúsins og af-
komuhorfa þess. í ljósi þessara laga
felldi Kjaradómur nýjan úrskurð þar
sem launabreytingarnar voru teknar
aftur.
í nýju lögunum var ákvæði um
stofnun kjaranefndar sem er eins-
konar undirdómur Kjaradóms og tók
við hluta af hlutverki Kjaradóms
áður. Kjaradómur, sem skipaður er
fimm dómendum, á framvegis að
ákveða laun forseta Islands, þingfar-
arkaup og önnur starfskjör alþingis-
manna, launakjör ráðherra, hæsta-
réttardómara, héraðsdómara, bisk-
ups íslands, ríkisendurskoðanda,
ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara
og umboðsmanns Alþingis. Kjara-
nefnd sem skipuð er þremur mönn-
um, þar af tveimur sem Kjaradómur
tilnefnir, á að úrskurða um starfs-
kjör ýmissa forstöðumanna ríkis-
stofnana og presta.
Bæði Kjaradómur og kjaranefnd
eiga samkvæmt lögunum að gæta
þess að starfskjör sem ákveðin eru
séu í samræmi við laun í þjóðfélag-
inu hjá þeim sem sambærilegir geti
talist með tilliti til starfa og ábyrgð-
ar. Enn fremur skuli Kjaradómur
taka tillit til þróunar kjaramála á
vinnumarkaði. Kjaradómur og kjara-
nefnd eiga að taka mál til meðferðar
þegar þurfa þykir og ætíð ef orðið
hafi verulegar breytingar á þeim
launum sem höfð eru til viðmiðunar.
Þá eiga Kjaradómur og kjaranefnd
að meta að minnsta kosti einu sinni
á ári hvort tilefni sé til breytinga á
starfskjörum sem þeir ákveða.
Umdeildar reglur
í lögunum segir, að Kjaradómur
skuli setja kjaranefnd meginreglur
um úrskurði nefndarinnar. Þetta
hefur Kjaradómur gert og í þeim
reglum segir meðal annars, að
nefndin skuli gæta þess sérstaklega
að úrskurðir hennar raski ekki þeim
grunni sem Kjaradómur setur. Aður
en úrskurður kjaranefndar sé kveð-
inn upp með formlegum hætti skuli
hann kynntur Kjaradómi og líti dóm-
urinn svo á, að niðurstöður nefndar-
innar raski því samræmi sem lögin
krefjast, geti hann innan 15 daga
beint rökstuddum tilmælum til
nefndarinnar um að hún taki ákvörð-
unina til umfjöllunar og ákvörðunar
á ný. Þetta gerðist í síðasta mánuði
þegar Kjaradómur bað kjaranefnd
að taka ákvörðun sína um launakjör
presta til umijöllunar á ný.
Formaður kjaranefndar, Guðrún
Zoega sem einnig situr í Kjaradómi,
hefur látið í ljós þá skoðun að kjara-
nefnd eigi ekki að þurfa að bera- sín
mál undir Kjaradóm .og með þessari
skipan mála geti Kjaradómur ekki
aðeins seinkað ákvörðunum kjara-
nefndar, heldur sé hætt við því að
mál komist í sjálfheldu, ef Kjara-
• dómur sendir mál ítrekað aftur til
nefndarinnar. Þorsteinn Júlíusson,
formaður Kjaradóms hefur lýst því
yfír, að kjaranefnd taki að sjálfsögðu
ákvörðun um það með hverjum hætti
hún fjalli um tilmæli Kjaradóms, en
úrskurðarvaldið sé alfarið kjara-
nefndar.
Prestar lakar settir
Eftir að lögum um Kjaradóm var
breytt í lok síðasta árs hefur hann
aðeins fjallað um eina starfssétt, það
er dómara. í þeim úrskurði var
ákveðið að dómarar skuli frá 1. des-
ember fá greiddan ákveðinn fjölda
yfírvinnutíma fyrir alla yfírvinnu og
óreglulegan vinnutíma vegna þess
að vinnuframlag dómara Hæstarétt-
ar hefði aukist sem og starfsálag
héraðsdómara. Hins vegar var ekki
talið tilefni til að hækka laun dóm-
ara vegna dagvinnu enda hefur eng-
in hækkun orðið á grunnkaupi á
almennum vinnumarkaði frá því
bráðabirgðalögin um Kjaradóm voru
sett á síðasta ári.
Kjaranefnd kvað síðan upp form-
legan úrskurð um starfskjör presta
í byijun þessarar viku. Þar kemur
fram, að nefndin taldi efnisleg skil-
yrði fyrir hendi til að taka starfskjör
prestastéttarinnar til endurskoðun-
ar. Launakjör presta hafi verið borin
saman við launakjör þeirra ríkis-
starfsmanna sem að áliti nefndar-
innar gætu talist sambærilegir með
tilliti til starfa og ábyrgðar. Við
þennan samanburð hafí komið í ljós
að prestar væru lakar settir og því
væri óhjákvæmilegt að hækka
grunnlaun presta, þótt svigrúm til
slíks væri nokkuð skert, með hliðsjón
af úrskurði Kjaradóms um að grunn-
laun dómara hækki ekki.
Þessi úrskurður hefur valdið
nokkurri ólgu meðal samtaka launa-
fólks. í Morgunblaðinu á miðvikudag
segir Ögmundur Jónasson formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, að í framhaldi af ákvörðun
kjaranefndar um launahækkun til
presta, sé eðlilegt að ríkið sé sjálfu
sér samkvæmt og bjóði öðrum ríkis-
starfsmönnum samsvarandi hækk-
anir. Benedikt Davíðsson forseti Al-
þýðusambands íslands segir í sama
blaði, að á grundvelli kerfis- um
kjaraákvarðanir, sem byggt hafí
verið upp utan samninga aðila vinnu-
markaðar sé verið að bæta kjör ein-
stakra hópa embættismanna um tugi
prósentna með þeim rökum að um
leiðréttingar sé að ræða og allt bendi
til þess að fleiri hópar muni fylgja
í kjölfarið. Ef ekki verði snúið af
þessari braut sé ljóst að þjóðarsátt-
inni hafí verið fórnað.
Þegar þetta var borið undir Davíð
Oddsson forsætisráðherra, sagði
hann að lögin sem Kjaradómur og
kjaranefnd byggi störf sín á, gangi
út frá því að ekki sé verið að raska
hinu almenna launakerfí.
„Ég skil rökstuðning kjaranefnd-
ar þannig, að verið sé að laga starfs-
kjör presta að þeirri þróun sem orð-
ið hefur hjá aðilum á borð við BSRB
og ASÍ á undanfömum árum en
ekki þar umfram. Þess vegna held
ég að þessi sérstaka ákvörðun hafí
ekki efnisbreytingu í för með sér eða
sé fordæmisskapandi fyrir aðra í
þjóðfélaginu.
Það var raunar svo, að lögin sem
sett voru í tilefni af úrskurði Kjara-
dóms á sínum tíma [bráðabirgðalög-
in sumarið 1992] gáfu ákveðna
smugu varðandi dómara og presta
en síður fyrir aðra. Kjaradómur og
kjaranefnd starfa ekki í umboði rík-
isstjórnarinnar eða í samráði við
hana, þannig að ríkisstjórnin er ekki
að marka neiná stefnu í þessum efn-
um og fær þessa niðurstöðu eins og
aðrir gegnum tilkynningar dómsins
og nefndarinnar," sagði Davíð Odds-
son.
Skattalagafrumvarpið felur í sér 7-18% innflutningstoll á olíur og feiti
Skerðir samkeppnisstöðu
innlenda smjörlíkisins
Gert er ráð fyrir að tollar á feiti og olíur verði almennt á bilinu 7-18%
frá og með næstu áramótum ef frumvarp fjármálaráðherra um breyting-
ar á skattamálum nær fram að ganga, en vörur þessar eru tollfrjálsar
í dag. Auk þess er gert ráð fyrir að innflutningur á smjörlíki verði leyfð-
ur frá og með sama tíma og að tollur á útlendu smjörlíki verði 70-90%.
Áætlaðar viðbótartekjur ríkissjóðs vegna þessa eru taldar um 20 milljón-
ir kr.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarfélagsins Sólar hf. segir
að með þessu sé ekki aðeins verið að
vega að rótum innlendrar framleiðslu
á smjörlíki og hollu viðbiti, heldur sé
einnig gert að engu það hagræðingar-
starf sem verið hefur í undirbúningi
í fyrirtækinu til að mæta væntanleg-
um innflutningi á tilbúnu smjörlíki.
„Verði tillögurnar að veruleika,
þurrkast út á einni nóttu öll þessi
vinna og hvort tveggja myndi gerast
í senn, að framleiðslukostnaðarverð
myndi hækka og söluverð lækka.
Miðað við núverandi innflutning á
olíum og feiti myndi fyrirtækið greiða
um 9 milljónir kr. í innflutningstolla.
Með 15-18% tolli á hráeftii til iðnað-
ar, er samkeppnisstaða innlendra
framleiðenda skert sem því nemur,
og innlendir framleiðendur beittir
bæði órétti og ójafnræði gagnvart
erlendum framleiðendum. Tollur á
hráefnin er því óskiljanlegur, auk
þess sem hann skerðir samkeppnis-
stöðu á léttu viðbiti á borð við Léttu,
Létt og laggott og Sólblóma gagn-
vart mjólkurfitu, sem er andstætt
nútíma manneldis- og heilsusjónarm-
iðum. Kostnaðarverð algengustu ís-
lensku smjörlíkistegundanna mun
hækka um tæp 14% á sama tíma og
innflutningur verður leyfður á sam-
keppnisvörum," segir Árni.
Sól hf. hefur leitað til Verslunar-
ráðs íslands og Félags íslenskra iðn-
rekenda í þeirri von um að þau beiti
sér fyrir því að stjórnvöld falli algjör-
Iega frá fyrirhuguðum tollum á hrá-
efni til iðnaðar enda er allur smjörlík-
isiðnaðurinn hér á landi í húfi, að
sögn Árna, sem jafnframt bætir við
að samkeppnisstaða létta viðbitsins
gagnvart smjöri hafi versnað til muna
í gær þegar íslenskt smjör var lækk-
að í einu vetfangi um heil 28,2%.
A
Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka Islands
Stendur meira upp á aðra
en okkur að lækka vextina
79,3
ma.kr.
Alm. útlán banka
og sparisjóða
Reikningsstaða
71,5
ma.kr.
Innistæður í bönkum
og sparisjóðum
Relkningsstaða
31. okt. 1993
Samtals:
154,0 ma.kr.
1,5
UTLAN
Yfirdr.lán, 90% nýt.
Viðsk.víxlar, 2 m.
Víxillán, 2 mán.
Alm. skuldabr.lán
Afurðalán
Verðtryggð lán
INNLÁN
24-30 m. verðtr. HH 4<8
Skiptikj. óverðtr. H 3,2*
Skiptikj. verðtr. H 2,7’
Ób. sérkj. óverðtr. 11,7*
Ób. sérkj. verðtr. 11,0’
Alm.
bækur
-0,6% | Alm'
Raun-
ávöxtun
banka og
sparísjóða
m.v. 1,1% verð-
lagsspá 22. nóv.
'93 (1/9'93-1/3’94)
•geturhætóað
Yfirlit yfir skiptingu innlána og útlána bankakerfisins eftir einstökum útlánaformum samkvæmt tölum í
lok októbermánaðar og raunávöxtun einstakra inniáns- og útlansforma 22. nóvember samkvæmt upplýsing-
um í Hagtölum mánaðarins sem Seðlabanki Islands gefur út. Miðað er við áætlaða sex mánaða hækkun
lánskjaravísitölu frá september til mars.
BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoð-
arbankastjóri Landsbanka Is-
lands, segir að það sé alveg rétt
að óverðtryggðir útlánsvextir séu
háir um þessar mundir en það
standi meira upp á þær banka-
stofnanir sem hafi látið vextina
elta verðbólgutoppinn síðla sum-
ars að lækka vextina en Lands-
bankann. Hann hafi ekki hækkað
vextina í sama mæli og aðrir og
sé þrátt fyrir það ennþá með
lægstu vextina. Baldvin Tryggva-
son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Reylgavíkur og nágrennis segist
gera ráð fyrir að nafnvextir
lækki á næstunni, þótt hann geri
ráð fyrir að menn fari sér hægt
í þeim efnum til að koma í veg
fyrir þenslu.
Brynjólfur sagði að það væri al-
veg rétt sem fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hjá Jóni Sigurðssyni,
seðlabankastjóra, að erfíð afkoma
bankanna vegna mikilla útlánaaf-
skrifta ylli því að nafnvextir lækk-
uðu ekki, en vísaði því á bug að
fákeppni væri um að kenna. Hann
sagði að fimm prósentustiga munur
á vöxtum verðtryggðra og óverð-
tryggðra skuldabréfa væri of mikill
og myndi jafnast út en vildi ekkert
fullyrða hvort það yrði fyrir eða
eftir áramót. Sex mánaða verð-
tryggingartímabilið frá 1. júlí til
ársloka ylli erfiðleikum, þar sem
innistæður í Landsbankanum væru
að verulegu leyti verðtryggðar. Um
áramótin tækju gildi reglur um tólf
mánaða verðtryggingartímabil og
þá væri uppi ný staða.
Brynjólfur sagði að þó þessi mun-
ur á vöxtum verðtryggðra og óverð-
tryggðra skuldabréfa sem kæmi
fram i Hagtölum mánaðarins virtist
mikill væri hann það ekki í raun
varðandi lán tekin í Landsbankan-
um, þar sem verðbólguhækkun milli
ágúst og september hefði verið mjög
mikil og þá hefðu raunvextir óverð-
tryggðra lána verið mjög lágir.
Ætla mætti að munaði rúmu einu
prósentustigi á vöxtum verðtryggðs
og óverðtryggðs skuldabréfaláns á
síðari helmingi þessa árs frá miðju
ári til ársloka.
„Líklegt að menn fari sér hægt“
Aðspurður sagðist Baldvin
Tryggvason ekkert vilja fullyrða um
það hvort vextirnir lækkuðu á næsta
vaxtabreytingardegi 11. desember
eða ekki, en í nóvemberhefti Hag-
talna mánaðarins kemur fram að
verulegur munur er á raunávöxtun
verðtryggðra og óverðtryggðra
lána.
Baldvin sagði að þarna væri um
að ræða vexti af lánum af ýmsu
tagi sem væru yfirleitt til skamms
tíma. Aðspurður hvort tæplega
fimm prósentustiga munur að lág-
marki á verðtryggðum lánum og
óverðtryggðum væri ekki óeðlilega
mikill sagði hann að það kynni að
vera eins og sakir stæðu, en það
væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að
það væru eitthvað hærri vextir á
skammtímalánum því mikið af þeim
væru yfirdráttar- og neyslulán. Fólk
færi yfir á hlaupareikningum eða
greiðslukortum og þyrfti síðan að
skuldbreyta. „Ég get ekki beint séð
að maður eigi að lækka mikið vexti
á slíkum lánum og örva fólk til að
fara yfír á reikningum sínum,“ sagði
Baldvin.
Hann sagði að verðtryggðu lánin
væru yfírleitt til langs tíma og það
væri eðlilegt að þau væru með lægri
vöxtum en neytendalán til skemmri
tíma. Neytendalán væru yfírleitt
dýrari erlendis heldur en tíðkaðist
hér á landi og það væri engin
ástæða til þess að lækka mikið vexti
á lánum sem væru beinlínis til þess
fallin að auka þenslu.
Neytendur um verðbreytingar mjólkurvara
Breyta ekki
neyslu sinni
NOKKRIR neytendur mjólkurafurða sem Morgunblaðið ræddi við
í gær voru á einu máli um að þeim þætti verðbreytingar á þeim
gegna furðu því þær stríddu gegn manneldissjónarmiðum nútimans
sem boði minni neyslu fituríkrar fæðu, en fimmmannanefnd, er
ákveður verð á búvörum í heildsölu, ákvað verðbreytingar sem
kynntar voru á miðvikudag. Þeir neytendur sem Morgunblaðið
ræddi við voru almennt á þeirri skoðun að þeir hygðust ekki breyta
neyslu sinni á mjólkurvörum þrátt fyrir verðbreytingar og neyta
áfram fituminni vara, en í Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram
að ein helsta ástæða verðbreytinganna væri sú að fitubirgðir í land-
inu væru of miklar.
Kaupendur sem rætt var við voru
að raða í kerrur sínar úr mjólkur-
vörukælinum í einni matvöruverslun
Reykjavíkur og kváðust flestir horfa
varúðaraugum á breytingarnar. „Ég
kaupi bæði smjör og mjólk og er
ánægð með lækkanir á smjöri en
hefði viljað að léttmjólk og fjörmjólk
lækkaði líka, því hún er heilsusam-
legri. Heilsusjónarmið virðast ekki
hafa verið höfð að leiðarljósi þegar
þetta var ákveðið," segir Bjarney
Erlendsdóttir en segist þó ætfa að
kaupa fituminni vörur áfram.
„Við kaupum mikið af mögrum
mjólkurvörum á mínu heimili og
mér finnst þetta miður,“ segir Hjör-
dís Briem um verðbreytingarnar,
„miðað við hollustuhætti í dag er
þetta hlutfall óeðlilegt og samræm-
ist ekki manneldissjónarmiðum.
Þetta kemur sér illa fyrir heimilið."
Hún kveðst þó ekki ætla að breyta
innkaupum sínum og greiða frekar
mismuninn.
Hagkvæmara að kaupa
undanrennuna
„Þetta snertir mig lítið því ég
nota aðeins um tvo mjólkurpotta á
viku, en mér finnst samt óeðlilegt
að lækka feitu vörurnar svona
svakalega og hefði haldið að hitt
væri skynsamlegra," segir Karen
Ólafsóttir.
„Það er alltaf slæmt þegar góðar
vörur hækka í verði og þó að aðrar
lækki eru hinar hollari, svo að þetta
er ekkert sérlega sniðugt,“ segir
Aðalbjörg Ingólfsdóttir sem ýtir á
undan sér fullri innkaupakerru og
þar af er mikið af hvers kyns mjólk-
urvörum. Hún segír breytingarnar
ekki endilega koma illa við sitt heim-
ili „en það er auðséð að heilbrigðis-
sjónarmið ráða ekki ferðinni og mér
finnst því breytingin óeðlileg," segir
hún.
„Mér finnst verðbreytingarnar í
einu orði sagt ömurlegar því það
Bjarney
Erlendsdóttir
Áslaug
Björnsdóttir
Hjördís Briem
Halldóra Þorgils-
dóttir og sonur.
Karen Ólafsdóttir
Ragnar
Guðmundsson
hækkar allt sem ég kaupi mest af,
s.s. undanrenna og skyr,“ segir
Áslaug Björnsdóttir. „Ég held að
þeir séu að reyna að komu út fitu-
vörunni á kostnað hinnar og hugsa
engan veginn um hollustuna. Það
er samt hagkvæmara fyrir mig að
kaupa undanrennuna heldur en feitu
mjólkina eftir lækkun, því undan-
rennan er enn þá ódýrari og þar að
auki miklu hollari. Þess vegna kaupi
ég hana auðvitað áfram.“
„Ég er auðvitað á móti verðbreyt-
ingunni, því við borðum frekar fítu-
minni vörur á mínu heimili. Ég
breyti samt ekki innkaupunum
þannig að ég býst við að þetta hækki
matarreikninginn eitthvað. Neyslan
breytist ekki þótt að verðið geri
það,“ segir Halldóra Þorgilsdóttir.
Fitan óholl
„Við hjónin drekkum léttmjólk
og ætlum ekki að breyta jþví,“ segir
Ragnar Guðmundsson. „Eg vil frek-
ar kaupa eitthvað sem ég vil og
borga aðeins meira fyrir það, heldur
en að kaupa eitthvað ódýrara sem
ég vil ekki sjá. Það er fullt af fólki
sem verður að passa sig á fitunni
því það hreyfír sig ekki jafn mikið
og það gerði á ungdómsárum. En
þeir sem vilja selja vöruna eru að
reyna að koma henni á framfæri
því hún er minna notuð, enda engum
hollt að borða of mikla fitu, og ég
hlýt því að vera ósammála aðferðun-
um sem eru notaðar til að koma
þessari vöru út.“