Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 32

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Kauphallarmót í brids um helgina ÁRLEGT Kauphallarmót Bridssambands íslands verður haldið á Hótel Sögu um helgina í samvinnu við Kreditkort hf. og Verðbréfa- markað Islandsbanka. Fyrir mótið eru spilararnir seldir á uppboði og kaupendur fá bróðurpartinn af því verðlaunafé sem þátttakendur kunna að vinna sér inn. Uppboðið hefst klukkan 11 á laugardagsmorgun og er Haraldur Blöndal uppboðshaldari. 28 brids- pör taka þátt í mótinu og er hvert par hlutafélag eða fyrirtæki með 100 hlutum í. Þeir sem bjóða hæst í hvert par eru þar með eigendur «g stjórnendur þess fyrirtækis og fá stærstan hluta af peningaverð- launum parsins, lendi það í verð- launasæti. Eigendurnir geta einnig ráðstafað hlutabréfum sínum að vild. í því skyni rekur VÍB kaup- höll meðan á mótinu stendur þar sem verslað er með hlutabréf í pör- unum og ræðst gengi þeirra af frammistó'ðu spilaranna á hveijum tíma. Spilararnir sjálfir og Brids- sambandið eiga þó rétt á að kaupa allt að 40% af hverju pari á upp- boðsverðinu. Að þessu sinni geta kaupendur para greitt kaupverðið með kredit- korti frá Euroeard og í mótslok verður einn kaupandi dreginn út og hafi hann greitt með slíku korti fær hann kaupverð parsins endur- greitt. ■ Á síðasta móti fyrir ári seldust pörin á tæpar 50 þúsund krónur að meðaltali og dýrastir voru heims- meistararnir Guðmundur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson, sem seldust á 140 þúsíind. Þeir verða einnig með að þessu sinni ásamt flestum sterkustu bridspörum landsins. Spilamennskan hefst klukkan 13 á laugardag. Spilað verður á laugardagskvöld og sunnu- dag og eru mótslok áætluð um kl. 17. Langnr laugardag- ur við Laugaveg o g Bankastræti LANGUR laugardagur verður 4. desember nk. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir löngum laugardögum fyrsta virka laugardag hvers mánaðar. Fyrirhugað er að danspör frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru dansi niður Laugaveg og Banka- stræti frá kl. 14-16. Lúðrasveit verkalýðsins spilar eftir hádegi. Boðið verður upp á stutta skoð- unarferð á hestvagni eftir hádegi fyrir bömin. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímssonar verður með go- skynningu. Laugi trúður verður á svæðinu, Kodak-bangsinn skemmtir fjölskyldunni í Banka- stræti, Bangsaleikurinn verður í gangi og munu stóri og litli bangsi leita að bangsanum með krökkun- um. I verðlaun verða 5 vinningar frá Versluninni Nettó, Laugavegi 30. Auk þess bjóða verslanir og veitingastaðir upp á afslætti eða sértilboð í tilefni dagsins. Þennan laugardag verða verslanir opnar frá kl. 10-18. Breyttur og betri staður *\MttftQohú/lð lcnn-inn VJd Reykjancsbraut - 220 II»ftiarflról Simar 54477 54424 - Ftu 654477 >- Alvöru matur á skyndibitaverði í tilefni af opnun á breyttum og glæsilegum veitingastað, bjóðum við 20% afslátt af réttum dagsins frá 1 .-14. desember (súpa og kaffi innifalið í réttum dagsins). %/ Við bjóðum einnig upp á smáréttaseðil allan daginn þar sem meðal annars gefur á að líta gómsætt smurt brauð. Við viljum minna á okkar glæsilega jólahlaðborð laugardagana 11. og 18. des., og á Þorláksmessu frá kl. 18 alla dagana. ✓ Pantið tímanlega fyrir hópa. > Bjóðum aðeins það besta í mat, drykk og þjónustu. Sigurvegarar í púttmóti Hana-nú sl. sumar, en þar tóku bæði ungir sem aldnir þátt. ■ FRÍSTUNDAHÓPURINN Hana-nú í Kópavogi á 10 ára af- mæli í ár. Laugardaginn 4. desem- ber kl. 15 ætla félagar að gera sér dagamun í tilefni af 10 ára afmæli hópsins í Félagsheimilinu Gjá- bakka, Fannborg 8. Þar mun m.a. Bókmenntaklúbbur Hana-nú flytja ■ UNDIRB ÚNINGSNEFND Nordisk Forum ’94 stendur fyrir ppnu húsi á veitingahúsinu Sólon íslandus, 2. hæð, laugardaginn 4. des. kl. 10.30. Á fundinum verður rætt um þátttöku íslenskra kvenna í Nordisk Forum, gistimöguleika, styrki til fararinnar og einnig verða kynnt ýmis ferðatilboð í tengslum við ráðstefnuna. Má þar m.a. nefna siglingu með feijum milli Ábo og Stokkhólms, stuttar ferðir um Finn- land og til St. Pétursborgar. Á eft- ir kynningu verða umræður og fyr- irspurnir. bókmenntadagskrá undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara og á eftir verður boðið upp á ijúkandi kaffi og gómsæta afmæliskringlu. Allir eru hjartanlega velkomnir að fagna þessum tímamótum með Hana-nú. ■ í HAUST hafa 25 krakkar í Laugarnessókn á aldrinum 10-12 ára æft jólasöngleik einu sinni í viku og verður hann sýndur sunnu- daginn 5. desember kl. 20.30. Leik- urinn fjallar um það að vera barn og unglingur í dag, um gleði og sorgir heimsins um stríð, stríðni og frið og hvað við getum gert til að bæta ástandið. Söngleikurinn er frumsaminn af aðstandendum sýn- ingarinnar. Sýningin hefst á því að Æskulýðsfélag kirkjunnar sýnir Lúsíuleik. Allir eru velkomnir. Að- gangur er ókeypis. ■ FJÖLMARGIR aðilar verða með sölusýningu í Kiwanishús- inu í Kópavogi, Smiðjuvegi 13a, helgina 4. og 5. desember. Sýndir verða ýmiss konar handunnir munir s.s. skartgripir úr ýmiss konar efni, handmálaðar myndir, slæður, bindi og vesti, ýmsar gerð- ir járnkertastjaka, trémunir, Ieir- munir, glermunir o.fl. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 18 laugar- dag og sunnudag. f ö s t u d ci g u r t i l f j á r STANDSPEGLAR Á KOSTNAÐABVERÐI KR. 3. ^<1(1 Söngsveitin Drangey ásamt söngstjóranum Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Morgunblaðið/Vilhjálmur Aðventusamkoma Asaprestakalls Hnausum í Meðallandi. UNDANFARIN ár hefur sameiginleg aðventuhátíðarsamkoma fyrir sóknir Ásaprestakalls verið haldin í Tunguseli. I prestakallinu er nú orðinn einn kirkjukór, „Samkór Ásaprestakalls". Nú kom Söng- sveitin Drangey undir sljórn Snæbjargar Snæbjarnardóttir til liðs við heimamenn haldin var aðventuhátíð fyrsta sunnudag í aðventu. Kórarnir hittust í Tunguseli og sungu hvor í sínu lagi undir stjórn Snæbjargar og sóknarprestsins sr. Hjartar Hjartarsonar. Veitingar voru fram bornar af konum úr sóknarnefndum. Söngsveitin hélt svo tónleika á Kirkjubæjarklaustri sem tókust framúrskarandi vel. Húsfyllir var og komu áheyrendur víða að úr héraðinu. Sameiginleg guðsþjónusta Sunnudaginn hinn 1. í aðventu Fjölskyldan í vörn JAFNAÐARMENN í Reykjavík munu fjalla um málefni fjöl- skyldunnar á ráðstefnu laugar- daginn 4. desemher kl. 13-16 á Hótel Borg. Yfirskrift ráðstefn- unnar er: Er fjölskyldan að leys- ast upp? Jóhanna Sigurðardóttir flytur ávarp en frummælendur eru Ingi- björg Broddadóttir, ritari Lands- nefndar um Ár fjölskyldunnar, Aðalsteinn Eiríksson, skólameist- ari Kvennaskólans, sr. Þorvaldur Reykjavíkur eftir velheppnaða tveggja daga ferð. - Vilhjálmur. var svo sameiginleg guðsþjónusta fyrir allar sóknir í Grafarkirkju, þar sem sr. Hjörtur messaði og kórarnir sungu, sem voru skipaðir samtals 70 manns. Organleikarar voru Guðni Runólfsson úr Meðal- landi og Sigríður Norðquist, áður organleikari í Bolungarvík í hart nær fjörutíu ár. Kirkjugestum var síðan boðið í messukaffí í Tunguseli, þar sem mikið var sungið undir stjórn beggja söngstjóra. Söngsveitin Drangey hélt svo síðdegis til Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Sól- rún Halldórsdóttir, hagfræðingur Neytendasamtakanna og Örn D. Jónsson, forstöðurmaður Sjávar- útvegsstofnunar Háskólans. Að lokum framsöguerindum verða pallborðsumræður sem Ólína Þor- varðardóttir borgarfulltrúi stjórn- ar. Ráðstefnustjóri er Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur. Jólakaffi Hringsins HIÐ árlega jólakaffi Kvenfélags- ins Hringsins verður haldið sunnudaginn 5. desember kl. 14 á Hótel Islandi. Síðan 1942 hafa Hringskonur safnað fé til styrktar Barnaspítala- sjóði Hringsins. Hringurinn hefur átt því láni að fagna að almenning- ur sýnir félaginu mikinn áhuga og velvilja, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Ennfremur segir að á jólakaffinu verði margt til skemmtunar, enn- fremur verði happdrætti, en mörg fyrirtæki og velunnarar félagsins hafa styrkt Hringinn með því að gefa fallega muni í happdrættið. Allur ágóði rennur til Barnaspít- alasjóðs Hringsins. H TÓNLEIKAR með negrasálm- um verða haldnir í Seltjarnarnes- kirkju í kvöld klukkan 20. Flytjend- ur eru Magnæús Kjartansson og hljómsveit auk gospelkórs og Rutar Reginalds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.