Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 33 ■ HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, heldur árlegan jólafund sinn í Átthagasal Hótels Sögu sunnudaginn 5. desember nk. Fundurinn hefst kl. 20.00 og að venju verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Að þessu sinni er dagskráin byggð á kjörorðinu „íslenskt - já takk“. Meðal atriða verður tískusýning borgarfulltrúa, kvenna og karla, en þau sýna ís- lenskan fatnað og loðfeldi. Anna S. Pálsdóttir flytur jólahugvekju, Hafliði Jónsson mun leika á píanó og sungin verða jólalög. Jafnframt verður hefðbundið jólahappdrætti og uppboð. kynnir kvöldsins verð- ur Sigríður Sigurðardóttir vara- borgarfulltrúi. ■ MENNINGAR- og friðar- samtök íslenskra kvenna halda fund á Vatnsstíg 10 laugardaginn 27. nóvember kl. 14. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur í Grinda- vík flytur erindi um kvennaguð- fræði. Félagsmál og fleira verður á dagskrá og eftirmiðdagskaffi í fundarlok. Mæður eru minntar á föndurborð barnanna. Gunnlaugur Guðmundur Guðmundsson Haraldsson ■ HELGINA 4. og 5. desember verður haldið námskeið sem sam- einar stjörnuspeki og leiklist. Stjörnukort þátttakenda eru sett upp á leikrænan hátt og aðferðir leiklistar notaðar til að varpa ljósi á einstaka þætti persónuleikans og sýna á lifandi hátt þær aðstæð- ur sem framkalla styrk eða veik- leika. Gerð verða stjörnukort fyrir þátttakendur og persónuleika þeirra lýst, með sérstakri áherslu á hömlur og takmarkanir. Byggt er á æfingum sem leikarar nota til að nálgast viðfangsefni sitt og á aðferðum stjörnuspekinnar til að skilgreina persónuleikann. Mark- miðið er m.a. að skilja eðli tilfinn- inga, hugsunar, samskipta og sjálfstrausts. Námskeiðið fer fram í formi fýrirlestra og æfinga. Nán- ari upplýsingar má fá í Stjörnu- spekimiðstöðinni og hjá Guð- mundi Haraldssyni leikara í síma 15518. ■ HÚMANISTAR gangast fyrir ráðstefnu um stefnuna í heilbrigðis- málum á Holiday Inn sunnudaginn 5. desember kl. 14 undir heitinu: Skref fyrir skref, heilbrigðis- kerfið jafnt fyrir alla. Á ráðstefn- unni munu meðal annarra hafa framsögu: Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður heilbrigðishóps BSRB og formaður Sjúkraliðafé- lags íslands, Á hvaða leið er heil- brigðiskerfið?, Kristján Benedikts- son, formaður Félags eldri borgara, Er ekki lengur rúm fyrir aidrað fólk og öryrkja á íslenska velferðar- vagninum? og Sigrún Þorsteins- dóttir, talsmaður Húmanistahreyf- ingarinnar, Húmanismi og framtíð- arstefna í heilbrigðismálum. Ráð- stefnan er öllum opin. Sendum ekkí störfin okkar úr landi VTRkAI YHS- OCi SIOMANNA- 1 i 1 Ati kl I lAVI KUR OG NÁGRHNNIS ■ UNGLINGADEILD Leikfé- lags Fljótsdalshéraðs stendur sunnudaginn 5. desember fyrir Fjölskylduskemmtun á jóla- föstu. Um 35 börn og unglingar sjá um fjölbreytta skemmtidag- skrá sem fjórir félagar leikfélags- ins hafa undirbúið. Á skemmtun- inni verður frumsýndur íslenskur einþáttungur, Loftur, eftir Þor- geir Tryggvason. Sýnd verður leikgerð af ljóði Stefáns Jónssonar Það var einu sinni drengur, en það er um strák sem læknaðist af skrópsýki. Þá verða sýndir stuttir bútar úr leikritinu Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt, sem var samið af Unglingadeild Leikfélags Hafn- arfjarðar og Davíð Þór. Auk þess má nefna söng, látbragðsleik og nokkur ljóð sem flutt verða í óhefð- bundnum stíl. Skemmtunin fer fram í Hótel Valaskjálf og hefst kl. 15. Nýjung frá Viking-Bruggi Thule bjór í hálfs lítra dósum VIKING-BRUGG hefur sent á markað nýja bjórteg- und, Thule bjór, í hálfs lítra dósum. Tilraunir og bragðprófanir á nýja bjórnum hafa staðið yfir allt þetta ár. Kippa með sex dósum sem innihalda þijá lítra kostar 1.020 krónur í útsölum ÁTVR. Þetta er fyrsti bjórinn sem Viking Brugg sendir á markað í hálfs lítra dósum. Bjórinn er 5% að styrkleika. Thule bjórinn er önnur nýjungin sem Viking Brugg sendir á markað á skömmum tíma. Fyrir nokkrum vikum hófst sala á nýrri bjórtegund, Ice bjór. Þessi bjór er seld- ur í fjögurra flaskna kippum og kostar hver kippa 490 krónur. Viðtökur hafa verið góðar og hefur Viking Brugg átt fullt í fangi með að anna eftirspurn, segir í frétt frá fyrirtækinu. Þá hefur Viking-Brugg sent á markað hinn árlega jólabjór. Hann er 5,4% að styrkleika og er boðinn í 33 THULE bjórinn í hálfs lítra umbúðum. cl flöskum. Kippa með 6 flöskum kostar 850 krónur verslunum ÁTVR. í Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Norðurlanga 3 Reykjavík Kópavogi Akureyri ATH! NÝ VERSLUN Reykjavíkurvegi 72 Hafriarfirði ólaskrau Kringlóttur 160 sm. í þvermál Jólasveinar Litlir: OÖÖ lfn Stórir ) RUMFATA ( ) LAGERINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.