Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
Raunsætt Vest-
fjarðavandamál
eftir Kristínu
Ólafsdóttur
Föstudaginn 26. nóv. var leiðari
Morgunblaðsins tileinkaður Vest-
fjörðum í kjölfar ákvörðunar for-
ráðamanna Hjálms hf. á Flateyri
þar sem þeir hætta fiskvinnslu með
reisn. Hætta áður en fjármunum
ríkisins er ausið í þá til einskis nema
lengja hengingarólina. í sama leið-
ara er minnst á að ákvörðun for-
ráðamanna Hjálms kosti tíma-
bundnar fómir og sársauka að grípa
til aðgerða af þessu tagi. í áður-
greindum leiðara er ennfremur ijall-
að um alvarlegt atvinnuástand í
öðrum sjávarplássum á Vestfjörð-
um. En engum dettur í hug að skrifa
leiðara um af hveiju ástandið er
slíkt sem raun ber vitni.
Vandamálin em komin á það stig
segja þeir sem mest vita að ástæða
þykir til að spyija um framtíð okkar
sem hokmm þama enn. Leiðara-
skrifari reynir að hughreysta okkur
Vestfirðinga sem öldum saman hafa
verið ein öflugasta verstöð á íslandi
og segir það alveg ljóst að sum fyrir-
tæki í sjávarútvegi gangi vel þrátt
fyrir minnkandi afla. Og segir leiða-
raskrifari það augljóslega stóm fyr-
irtækin og tiltekur nokkur svo sem
Granda og ÚA.
I mínum huga skiptir stærð fyrir-
„Eg er Vestfirðingur
og hef hugsað mér að
hokra hér áfram“
tækja engu í þessu máli. Tel ég
forráðamenn flestra fyrirtækja á
Vestfjörðum ekkert lakari stjóm-
endur en annarsstaðar á landinu.
Málið snýst um það að Vestfirðingar
lifðu mest á þorskveiðum. Mikil
skerðing þorskkvóta bitnaði harðast
á Vestfirðingum.
Mest af okkur tekið
Þegar Vestfírðingar veiddu mest
af þorski var Grandi mest í karfa-
vinnslu ásamt fleiri sjávarútvegsfyr-
irtækjum á suðvesturhorninu.
Karfaveiðar minnkuðu mikið eins
og þorskveiðar og einhvers staðar
varð að skera niður til að jafna til
annarra. Og enn einusinni varð
þorskkvóti Vestfirðinga fyrir valinu.
Og ekki bara þorskkvótinn heldur
var grálúðuveiðum vestfirskra tog-
ara skipt á milli allra landshluta svo
enginn færi nú í jólaköttinn og þar
var með einu pennastriki úthlutað
tugmilljónaverðmætum til manna
sem varla vissu hvernir grálúða leit
út hvað þá að þeir hefðu stundað
veiðar á slíkri skepnu.
Eg er enginn kvótasérfræðingur
Kristín Ólafsdóttir
né fiskifræðingur og þaðanafsíður
ábyrgur leiðarahöfundur sem hefur
lausnir á öllum vandamálúm en ég
er Vestfirðingur og hef hugsað mér
að hokra hér áfram á Vestfjörðum
þrátt fyrir slæma tíð og misvitra
stjórnmálamenn.
En ranglæti og neikvæð skrif um
vanda Vestfírðinga fengu mig til
að skrifa þessa grein. Vandi Vest-
fírðinga leysist ekki með því að líta
upp til stærri fyrirtækja sunnan-
lands og norðanlands síður en svo
heldur fær það mann til að hugsa
um þorskkvótann sem var tekinn
að vestan til að gera stóran stærri
og Vestfírðinga minni.
Höfundur er húsmóðir og
verkalýðsformaður.
MFÍK til
varnar
Nexmiu
Hoxha
MENNINGAR- og friðarsamtök
íslenskra kvenna hafa í ályktun
lýst áhyggjum sínum af þeirri
upplausn og ringulreið, sem ríkir
nú í Albaníu, þar sem fólk sé
fangelsað fyrir stjórnmálaskoð-
anir sínar.
í ályktun samtakanna segir m.a.:
„Eitt alvarlegasta tilvik af þessu
tagi er fangelsun og dómur yfír
Nexmia Hoxha, sem er ekkja fyrr-
um leiðtoga Albaníu. Nexmia var
handtekin 5. desember 1991. Henni
var haldið í fangelsi án þess að
vera sótt til saka. Á þessu stigi
málsins mótmæltu alþjóðleg samtök
lögfræðinga slíkum mannréttinda-
brotum við albönsk stjórnvöld.
Að lokum kom Nexmia fyrir rétt
og var ákærð fyrir að hafa dregið
sér fé úr eigu hins opinberra að
jafnvirði 300.000 dala. Dómur féll
í málinu í febrúar 1993. Þá var
kæran orðin aðeins jafnvirði 300
Bandaríkjadala og var það kostnað-
ur við erfisdrykkju þjóðarleiðtog-
ans, eiginmanns Nexmiu. Hún var
dæmd í níu ára fangelsi. í maí sama
ár var dómurinn þyngdur í ellefu
ár. Hér er um mjög alvarlegt mann-
réttindabrot að ræða, sem MFÍK
vill vekja sérstaka athygli íslenskra
stjórnvalda á og einnig viljum við
hvetja Amnesty Intemational til að
rannsaka þetta mál ítarlega og
mótmæla meðferð þess,“ segir í
ályktun kvennanna í MFÍK.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Sigurvegarar í samkeppninni ásamt Gísla Gíslasyni sem er lengst
til vinstri. Við hliðina á honum er Haukur Halldórsson, Steinunn
Guðmundsdóttir og Sigtryggur Karlsson.
Samkeppni um gerð
minjagripa á Akranesi
Akranesi.
BÆJARSTJÓRN Akraness efndi fyrr á þessu ári til samkeppni um
gerð minjagripa fyrir Akranes og voru úrslit hennar kynnt á dögun-
um. Þessi samkeppni var í þeim tilgangi gerð að leita eftir góðum
hugmyndum sem koma megi í framleiðslu og ekki síður að vekja á
jákvæðan hátt athygli á Akranesi og skapa að einhveiju leyti hand-
verksfólki verkefni, eins og Gísli
þegar tillögurnar voru kynntar.
Alls bárust tillögur frá tólf aðil-
um og dómnefndin komst að þeirri
niðurstöðu að skipta 1. og 2. verð-
launum miili tveggja hugmynda.
Hin fyrri er hugmynd Hauks Hall-
dórssonar, írskur kross með nafni
Akraness grafíð í miðju, og hin síð-
ari hugmynd Steinunnar Guð-
mundsdóttur, Roðflettar minningar,
en þar er um að ræða að nýta físk
og roð sem list og fæðu.
Haukur vill með írska krossinum
minna á ýmis írsk tengsl á Akra-
nesi. Sagan segir að írskir bræður,
Ketill og Þormóður Bresasynir, hafí
numið land á Akranesi og mörg
ömefni á Akranesi minna á þessi
tengsl. Árið 1974 gaf írska þjóðin
Akurnesingum bautastein til minn-
ingar um þetta landnám. Það hefur
lengi verið áhugamál nokkura aðila
á Akranesi að efla vitund fólks um
þessi tengsl, ekki síst með það í
huga að nýta það til að laða ferða-
menn á Skaga. Þessi gripur er stíl-
hreinn og ætti að vera auðveldur í
framleiðslu.
Steinunn vill með sinni hugmynd,
„Roðflettar minningar" setja saman
Gíslason bæjarstjóri komst að orði
í öskju harðfísk til neyslu og inn-
rammað fískroð til að hengja upp
á vegg. Askjan yrði þannig gerði
úr garði að hún minnti sérstaklega
á Akranes og að á loki hennar
mætti finna upplýsingar um bæinn.
Öskjuna mætti einnig útfæra þann-
ig að hún minnti á Akranes, en
hefði að geyma upplýsgar um fyrir-
tæki eða aðra þá sem vildu nota
sér þessa framleiðslu sem gjöf.
Þetta er óvenju frumleg hugmynd
og er þó notað við það hráefni, sem
lífsafkoma svo margra á Akranesi
byggist á.
Dómnefndin var sammála um að
veita þriðju verðlaun tillögu að
Skagamanni í formi brúðu eftir Sig-
trygg Karlsson. Þessa hugmynd er
hægt að útfæra á ýmsan veg og
möguleikar á að koma henni í fram-
leiðslu eru nokkrir. Þetta framtak
Akranesbæjar er lofsvert og von-
andi verður hafínn framleiðsla á
einhveijum af þessum hugmyndum,
því margar þeirra verðskulda það
þó ekki hafí þær allar unnið til verð-
launa.
- J.G.
Minning
Skafti Jósefsson
garðyrkjubóndi
Fæddur 1. mars 1920
Dáinn 28. nóvember 1993
„Dáinn, horfínn, harmafregn."
Það er ekki alltaf breitt bilið
milli gleði og harms. Síðastliðið
sunnudagskvöld var ég, ásamt öðr-
um söngfélögum Drangeyjarkórs-
ins, að koma úr framúrskarandi
ánægjulegri tveggja daga heimsókn
á vit Vestur-Skaftfellinga. Þar sat
gleðin svo sannarlega í öndvegi.
En naumast hafði ég fyrr náð heim
en síminn hringdi. Sá sem hringdi
var góðvinur minn og gamall skóla-
bróðir, Halldór Ó. Jónsson. Ég þótt-
ist þegar kenna á raddblæ Halldórs
að hann hefði engar gleðifréttir að
færa. „Hann Skafti okkar Jósefsson
var að deyja,“ sagði Halldór. Við
þögðum báðir um stund, því þótt
okkur væri ljóst, að til þessa hlaut
að draga á hverri stundu úr því,
sem orðið var, þá fundum við það
báðir, að við þennan harða veruleika
var erfítt að sætta sig.
Enn einn hafði nú horfíð úr þeim
glaða og góða hópi, sem hóf nám
við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj-
um í Ölfusi við stofnun hans á sum-
ardaginn fyrsta 1939. Við vorum
ekki mörg, rúmlega 20 í byijun,
víðsvegar að af landinu. Og ég er
engan veginn viss um, að þótt við
værum nú að hefja nám við garð-
yrkjuskóla þá höfum við öll verið
ákveðin í því að gera garðyrkjuna
að ævistarfí. Það yrði tíminn að
leiða í ljós.
En við gerðum okkur fljótlega
grein fyrir því, að við vorum þarna
eins konar landnemar. Þama vant-
aði í raun og veru flest það, sem
vera þurfti fyrir hendi til þess að
hægt væri að reka þama garðyrkju-
skóla, sem stæði undir nafni, annað
en áhugasaman og dugmikinn
skólastjóra og góða kennara. Nám
okkar var því ekki hvað síst fólgið
í að leggja gmnn að þeirri mennta-
stofnun, sem þarna skyldi rísa. Og
það var hreint ekki svo lítið hlut-
verk að okkur fannst.
Það ríður mikið á því fyrir land-
nema að þeir séu samhentir. Og
það vorum við svo sannarlega. Ég
hygg að leitun hafí verið á sam-
stæðari nemendahópi en þessum.
Og þar kom að vísu ýmislegt til en
þó e.t.v. einkum tvennt: Að við vor-
um þetta fá og svo samkenndin,
sem landnemahlutskiptið vakti.
Okkur fannst það á vissan hátt
heillandi hlutskipti, enda þótt við
gerðum okkur á hinn bóginn grein
fyrir, að það hlaut að bitna á nám-
inu, einkum því verklega.
Ég held, að Skafti hafi á þessum
árum ekki haft það sérstaklega í
huga að gerast garðyrkjumaður að
náminu loknu. Hann var fæddur
og uppalinn á Setbergi í Gmndar-
fírði og átti þar heima hjá foreldmm
sínum, séra Jósef Jónssyni og konu
hans, frú Hólmfríði Halldórsdóttur,
öll sín bemsku- og unglingsár. „Ég
held ég vildi helst verða bóndi á
Setbergi," sagði hann eitt sinn við
mig. „En það verður nú víst ekki.
Setberg er og verður sjálfsagt
prestssetur og ég hefði því líkiega
orðið að leggja fyrir mig guðfræð-
ina til þess að geta átt von á bú-
setu á Setbergi."
Og Skafti varð ekki bóndi í venju-
legum skilningi, hvorki á Setbergi
né annars staðar. Hann gerðist
garðyrkjumaður, garðyrkjubóndi.
Allnokkm eftir að hann útskrifaðist
frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum
vorið 1941, varð hann sér úti um
land í Hveragerði, byggði þar íbúð-
arhús, Heiðmörk 39 og svo garð-
yrkjustöð, sem þau hjón ráku síðan
með miklum myndarbrag um ára-
tuga skeið, eða á meðan þeim ent-
ist heilsa.
Já, „þau hjón,“ sagði ég. Skafti
reyndist nefnilega eiga annað erindi
í Garðyrkjuskólann en það eitt að
stunda þar nám. Þar kynntist hann
konu sinni, henni Möggu, Margréti
Jónsdóttur frá Ísafirði, en hún var
ein af nemendunum. Magga var og
er ákaflega hugljúf og elskuleg
kona og ég hygg í engu ofmælt,
að hún sé gædd flestum þeim kost-
um, sem eina konu mega prýða.
Samhentari hjón en þau Skafta og
Möggu em áreiðanlega ekki auð-
fundin og gildir einu hvar borið er
niður um það. Annað varð ekki
nefnt án þess að minna á hitt.
Og þó að Skafti hafi e.t.v. ekki
í upphafi ætlað leggja fyrir sig
garðyrkju þá reyndist þar svo sann-
arlega réttur maður á réttum stað
og á það raunar við um þau hjón
bæði. Snyrtimennska og vömvönd-
un sátu í öndvegi við atvinnurekstur
þeirra.
Börn þeirra hjóna eru fjögur:
Jóhannes Finnur, lyfjafræðingur og
annast hann rekstur Reykjavík-
urapóteks, Jósef, læknir við Heilsu-
gæslustöðina í Efra-Breiðholti,
Auður, hjúkrunarfræðingur, búsett
á Akureyri og Hólmfríður, húsmóð-
ir í Hveragerði. Öll bera þau systk-
inin foreldmm sínum verðugt vitni.
Það var gott að koma í Heiðmörk
39 til þeirra Skafta og Möggu. Þar
ríkti frábær snyrtimennska, jafnt
utan húss sem innan. Viðmót hús-
bændanna var með þeim hætti, að
í návist þeirra leið öllum vel. Ég
hygg. að gömlu skólafélagarnir
hafí ekki komið svo í Hveragerði
að þeir gæfu sér ekki tíma til þess
að heimsækja þau hjón. Stundum
mæltum við okkur þar beinlínis mót
svo að segja mátti að hið indæla
heimili þeirra væri eins konar fé-
lagsmiðstöð okkar. Og þar biðu svo
sannarlega „vinir í varpa“. Og nú
er hann horfinn á braut þessi hug-
ljúfi vinur.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
okkar allra, gömlu skólasystkin-
anna frá Reykjum þegar ég þakka
þeim Skafta og Möggu fyrir órofa
vináttu og ógleymanlegar samveru-
stundir og bið þeim allrar blessunar
í bráð og lengd.
Magnús H. Gíslason.
Skafti Jósefsson í Hveragerði er
fallinn frá á besta aldri, en hann
var um sjötugt hress og glaður í
viðmóti, áður en sjúkdómurinn tók
hann sínum heljartökum.
Skafti var fæddur að Setbergi í
Eyrarsveit 1. mars 1920. Foreldrar
hans voru Hólmfríður Halldórsdótt-
ir, bankagjaldkeri og séra Jósef
Jónsson prófastur frá Öxl í Þingi.
Skafti var dugnaðardrengur og
reyndi á það meðan hann dvaldist
heima en hann hneigðist að bú-
skapnum og störfum í kringum
hann. Árið 1937 fór Skafti í Reyk-
holtsskólann og var þar í tvo vetur.
Svo var það árið 1939 að Skafti
fékk inngöngu í Garðyrkjuskólann
á Reykjum, sem þá var að hefja
göngu sína. í skólann réðust um
20 nemendur og var hann vel setinn
af duglegu námsfólki. Margir af
nemendum skólans fóru síðar að
vinna við garðyrkjustöðvamar ■ í
landinu, en nokkrir byggðu sér eig-
in stöðvar.
I skólanum sjálfum var líf og fjör
í leik og störfum og var prestsson-
urinn frá Setbergi þar enginn eftir-
bátur, vel liðinn af öllum. Á garð-
yrkjuskólanum kynntist Skafti
Margréti Jónsdóttur frá ísafirði,
sem einnig var nemandi við skólann
og varð síðar kona hans.
Þegar skóla lauk réði Skafti sig
að garðyrkjustöð á Reykjanesi, sem
var eign Kaupfélags Ísfírðinga. Tók
hann þá stöð að sér og rak hana í
eitt ár.
Þá flutti Skafti sig suður í Hvera-
gerði og keypti þar litla garðyrkju-
stöð. Nú voru þau gift Margrét og
Skafti og voru þau ákaflega sam-