Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
42
Ásthildur Erlings
dóttir - Minning
Fædd 17. mars 1938
Dáin 22. nóvember 1193
Mikil heiðurskona er fallin frá
langt fyrir aldur fram. Fundum okk-
ar bar fyrst saman er hún settist í
4. bekk MA haustið 1954. Hún var
að sunnan og bar með sér andblæ
borgarmenningarinnar inn í heim
okkar dreifbýlisungmennanna. Hún
var glæsileg stúlka og heimskona á
okkar mælikvarða. Að henni stóðu
sterkir stofnar og hún hlaut í vöggu-
gjöf góðar gáfur, en umfram allt var
hún heilsteypt, hjartahlý og vönduð
til orðs og æðis. Hún gerði miklar
kröfur til sjálfrar sín og var einstak-
lega samviskusöm. Það kemur upp
í hugann mynd af hópi skólasystkina
á heimavistinni forðum daga þar sem
við sátum oft saman og glímdum
við heimaverkefni ýmiss konar.
Mér eru sérstaklega minnisstæðar
stundirnar þar sem setið var við
þýðingar á enskum gullaldarbók-
menntum. Sumir vildu láta sér
nægja að vita svona nokkurn veginn
réttar merkingar hinna erlendu orða,
en Assí var allt hálfkák þvert um
geð; verkið skyldi unnið til hlítar og
það viðhorf fylgdi henni í hveiju því
sem hún tók sér fyrir hendur á lífs-
leiðinni. Þessi hópvinna okkar dróst
því oft á langinn, og stundum fannst
okkur hinum nóg um nákvæmnina.
Oft enduðu þessar tarnir á líflegum
umræðum um eitthvað allt annað
en námsefnið og þar var Assí í ess-
inu sínu því ekkert mannlegt var
henni óviðkomandi. Þær eru margar
góðu minningarnar frá þessum
áhyggjulausu æskuárum svo og síð-
ari tímum sem eiga eftir að ylja
okkur um iijartaræturnar.
Eftir að menntaskólaárunum lauk
héldust góð tengs! meðal okkar
bekkjarfélaganna og átti Assí ekki
hvað síst þátt í að hópurinn hélt
saman, þessi fámenni stúdentahópur
sem nú sér á eftir áttunda félaga
sínum yfir móðuna miklu. Stundum
var langt á milli endurfunda á þess-
um árum en alltaf var þráðurinn
tekinn upp á ný og efnt til fagnaðar-
funda. Assí var manna glöðust í
góðra vina hópi og þar naut sín vel
hin einstaka frásagnargáfa hennar.
Hún var höfðingi heim að sækja'og
veitti gestum sínum af mikilli rausn
og örlæti. Hún var fagurkeri sem
kunni vel að meta lífsins lystisemd-
ir. Það sópaði að henni hvar sem
hún fór, og það var aldrei nein logn-
molla í kringum hana enda hafði hún
ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim.
Fasmikil framkoma hennar villti
stundum um fyrir fólki sem vissi
ekki að þarna fór kona með stórt
og viðkvæmt hjarta sem ekki mátti
neitt aumt sjá. Lífið lék ekki alltaf
við hana og hún sigldi ekki alltaf
lygnan sjó, en hún bar sig ávallt
með því stolti og þeirri reisn sem
voru henni í blóð borin.
Það lá fyrir okkur Assí að starfa
undir sama þaki í Kennaraskóla ís-
lands, síðar Kennaraháskóla íslands,
í 26 ár og þar styrktust enn vináttu-
böndin. Hún gekk þar ti! starfa af
þeirri eðlislægu atorku sem ein-
kenndi hana alla tíð og hún stóð
meðan stætt var. Fyrir nokkrum
árum fóru að heija á hana veikindi
sem virtust óviðráðanleg. Smám
saman mörkuðu þau sín spor og loks
var svo komið að þessi sterka kona
varð sem skugginn af sjálfri sér. Það
er erfitt að sætta sig við ótímabæran
dauða hennar því hún var í eðli sínu
sannkallað lífsins barn.
En nú er hún á braut og eftir
stendur mynd af konu sem var stór
í sniðum og hreinskiptin. Við skóla-
félagarnir úr MA munum minnast
hennar með söknuði sem hins lífs-
glaða og skemmtilega félaga, en
ekki síður fyrir tryggð hennar, hlýju
og ræktarsemi. Við og fjölskyldur
okkar sendum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Auður Torfadóttir.
Með fáeinum orðum vi! ég minn-
ast elsku vinkonu minnar hennar
Assíar - Ásthildar Erlingsdóttur.
Fréttin um sviplegt og óvænt fráfall
hennar snart mig djúpt. Þrátt fyrir
fjarvistir mínar langdvölum í Kali-
forníu hefur vinskapur okkar varað
í 47 ár, sambandið náið og tryggt.
Ásthildur var fædd og alin upp í
Kaupmannahöfn til sjö ára aldurs.
Foreldrar hennar voru Erlingur Þor-
steinsson læknir og Hulda Davíðs-
son, en afi hennar var Þorsteinn
Erlingsson skáld. Hún kom til ís-
lands árið 1946 er foreldrar hennar
fluttust heim að loknu sérnámi Erl-
ings. Um það leyti hófust okkar
kynni. Við gengum saman í barna-
skóla en eftir það fór hún í Kvenna-
skólann en ég í Verslunarskólann.
Ásthildur var ætíð ötul við að
hvetja okkur báðar til menntunar
fyrir framtíðarstörf. Við ólumst upp
í Hlíðunum og áttum þar margar
ógleymanlegar ánægjustundir - vor-
um heimagangar hvor á annarrar
heimili. Fjölskylda hennar var mér
ávallt góð og hjálpleg. Hún var ein-
staklega glæsileg og áhrifarík kona,
skynsöm, hjartahlý, vinaföst og ætt-
rækin.
Ásthildur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1957, BA-prófi frá Háskóla íslands
og framhaldsnámi frá Kennarahá-
skólanum í Kaupmannahöfn og lauk
þaðan Cand. paed prófi nokkru síð-
ar. Hún var lektor í dönsku við Kenn-
araháskóla íslands til dauðadags.
Ásthildur giftist Jónasi Elíassyni
verkfræðingi og síðar prófessor
1961 og eru börn þeirra Helga Guð-
rún og Erlingur Elías sem kvæntur
er Maríu Vilhjálmsdóttur og eiga þau
eina dóttur, ainöfnu Ásthildar. Ássí
bjó þeim glæsilegt heimili í Eskihlíð-
inni og mér eru minnisstæð rausnar-
leg boð þeirra hjóna. Þau Ásthildur
og Jónas dvöldust nokkrum sinnum
á heimili mínu í Kaliforníu. Ég minn-
ist ánægjulegra samverustunda er
við rifluðum upp gamlar minningar.
Ég mun ávallt minnast Ásthildar
með sérstökum hlýhug, virðingu og
miklum söknuði og vil að lokum
færa mínar hjartans samúðarkveðjur
til Jónasar, Huldu og fjölskyídu
þeirra. Guð blessi þau og styrki á
þessum erfiðu tímamótum.
Ásthildur mín, megir þú hvíla í
friði.
Þín vinkona,
Dóra Hjartar.
Það var síðsumars árið 1947 að
atvikin höguðu svo til, eftir sérstök-
um krókaleiðum ótrúlegra tilviljana,
að fjölskyldur okkar Ásthildar flutt-
ust í sama stigagang fjölbýlishúss
við Eskihlíð. Því fór fjarri í fyrstu
að barnamergð hafi einkennt þennan
nýjasta vaxtarsprota höfuðstað-
arins, sem Hlíðahverfið þá var, enda
tókst með okkur jafnöldrum vinátta,
sem haldizt hefur til þess dags er
nú leiðir skildu.
Hún var til þess að gera nýlega
komin til landsins; hafði komið með
fyrstu ferð Esjunnar eftir stríð frá
Kaupmannahöfn aðeins tveimur
árum fyrr. Hún var eftirminnilegur
félagi, dugleg, harðfylgin og
skemmtileg. Enda þótt hún hafi alizt
upp í Danmörku fyrstu sjö ár ævinn-
ar var íslenzkan henni jafn töm og
okkur hinum. í skólanum var hún
hamhleypa til náms og starfa. Þess-
ir eiginleikar urðu enn ljósari, er við
réðumst saman til sumardvalar að
Hrauni í Olfusi, en þar gekk hún,
borgarbarnið, ötul til allra verka inn-
an húss sem utan, aðeins 12 ára
gömul og gilti einu hvort sinna þurfti
kúarekstri; heyskap eða barna-
gæzlu, sem var ærinn starfi á barn-
mörgu heimili í nánu sambýli við
bæjarlækinn og mýrarkeldur, sem
liggja fast að bæjarhlaðinu. Leiðin
lá um Kvennaskólann og stækkaði
vinahópurinn að mun, og áður en
varði var hún í þungamiðju skólafé-
lags og skemmtanalífs. Þegar í
menntaskóla kom skildu leiðir okk-
ar, hún hélt til Akureyrar, þar sem
hún lauk stúdentsprófí vorið 1957
og síðan kennaraprófi í dönsku og
ensku við Háskóla íslands. Kandí-
datsprófi í dönsku við danska kenn-
araháskólann árið lauk hún 1978.
Það var gott að eiga Ásthildi að
sem trúnaðarvin gegnum bernsku-
og unglingsár. Ávallt hafði hún
mörgu að miðla og frásagnargáfan
brást ekki, hvort heldur um var að
ræða daglega viðburði eða litríkar
ættarsögur hennar, en af þeim kunni
hún kynstrin öll. Minnisstæðar eru
margar ánægjustundir, er við nutum
saman í faðmi fjölskyldna. Ræktar-
semi hennar var einstök og þeir sem
aldraðir voru, sjúkir eða flestum
gleymdir áttu hana jafnan að holl-
vini á persónulegum tyllidögum
þeirra; einatt skyldi hún gleðja þá
með heimsókn eða blómagjöf, þegar
þá sízt varði.
Enda þótt starfssvið okkar yrði á
margan hátt ólíkt og útsærinn skildi
að svo árum skipti héidust bréfa-
skipti okkar hvenær sem hugnrinn
bauð og við fundum þörf á að miðla
því er okkur var efst í huga á hveij-
um tíma. Einnig héldust tengsl með
nábýli hennar við fjölskylduna í
Eskihlíðinni, og er tryggð hennar
og hjálpsemi við móður mína um sex
ára tímabil fjarvista_ hugstæð og
mikillar þakkar verð. Ánægjuleg var
heimsókn þeirra Ásthildar og Jónas-
ar með Helgu Guðrúnu og ferðalag
um Nýja England haustið 1968 varð
enn til að treysta þau vinabönd.
Störf sín við dönskukennslu við
Kennaraháskóla íslands rækti hún
af sömu atorku og vandvirkni, enda
þótt það dyldist ekki þeim er gerst
þekktu að Ásthildur vinkona mín
gekk hvergi nærri heil til skógar
síðustu árin, en ieit hennar að þeirri
lækningu er færði henni líkamlega
heilsu, sálarfrið og lífshamingju bar
ekki árangur.
Þá heilsu hefur hún fundið núna
handan móðunnar miklu. Eftirlifandi
eiginmanni, börnum, íjölskyldum
þeirra, ásamt Huldu og Erlingi votta
ég mína dýpstu samúð, megi blessun
fylgja minningu hennar.
Halla Siguijóns.
Fréttin um andlát Ásthildar kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Mig setti hljóðan og hugsanir um
tilgang lífsins og fallvaltleika þess
fylltu hugann. Aðeins tveimur dög-
um áður en hún lést skiptumst við
á hressilegum kveðjum á heimili
hennar þar sem ég var tíður gestur.
Þó að við vinir hennar vissum að
hún ætti við veikindi að stríða þótt-
umst við viss um að þau væru tíma-
bundin, jafnvel að hið versta væri
afstaðið og hún myndi endurheimta
sinn fulla þrótt á ný. Og eftir á vakn-
ar sú nagandi spurning hvort maður
hefði ekki getað gert meira til að
hressa hana við og e.t.v. létta henni
eitthvað lífið í veikindum sínum. Nú
er allt slíkt um seinan og um það
þýðir ekki að fást.
Fyrstu kynni mín af Ásthildi voru
í Ménntaskólanum í Reykjavík þegar
hún stundaði nám í þriðja bekk en
ég í þeim sjötta. Ég man að þar fór
óvenju fríð stúlka sem eftir var tek-
ið og hafði það að auki sér til ágæt-
is að vera sonardóttir þjóðskáldsins
góða, Þorsteins Erlingssonar. Við
urðum málkunnug og svo æxlaðist
til að ég ásamt bekkjarbróður mínum
vorum fengnir til þess að miðla henni
og bestu vinkonu hennar af kunn-
áttu okkar í efnafræði, en á því sviði
töldu þessar föngulegu stúlkur sig
hafa þörf fyrir aðstoð. Liðsinnið var
fúslega veitt og launin voru falleg
bros.
Tíminn leið og nokkrum árum
seinna kynntist ég Ásthildi á nýjan
leik er hún gerðist náin vinkona og
síðar eiginkona vinar míns og skóla-
bróður Jónasar Elíassonar. Á þess-
um tíma vorum við Jónas í sama
árgangi ásamt nokkrum félögijm við
nám í verkfræði, fyrst heima á ís-
landi og síðan í Kaupmannahöfn.
Löndunum þar í borg þótti bera
nokkuð á þessum stórvöxnu mönn-
um sem héldu svo mjög hópinn og
gáfu þeim nafnið „groddarnir".
Þetta nafn festist í sessi og hafði
sitt að segja til þess að halda hópn-
um saman að námi loknu.
Á Kaupmannahafnarárunum
festu flestir okkar félaganna ráð sitt
eða lögðu grunninn að hjónabandi.
Hinn samheldni hópur stækkaði og
traust vináttubönd voru mynduð sem
enn halda. Óhætt er að fullyrða að
Assí, en undir því nafni gekk Ást-
hildur ævinlega í okkar hópi, lagði
mikið af mörkum til þess að viðhalda
þeim góða félagsskap og nánu
tengslum sem þarna urðu til. Átti
það ekki síður við eftir að menn
fóru hver til sinna verka í lífinu.
Assí var frábær matreiðslumeistari
og naut hópurinn þess í ríkum mæli
í samkvæmum heima hjá henni og
víðar. Hún var einnig hrókur alls
fagnaðar í gleðskap okkar og hvata-
maður að ógleymanlegum ferðum
þessara vina um heiminn. Okkur
þótti vænt um hana og fannst mik-
ils misst ef hún var fjarri þegar við
áttum gieðistundir saman. Við hið
óvænta fráfall þessarar tápmiklu og
glæsilegu konu hættir sérstakur
tónn að óma í sinfóníu vinahópsins.
Við söknum hennar sárt.
Nú er Ásthildur horfin á vit þess
óumflýjanlega sem bíður okkar allra,
alltof snemma að því er okkur vinum
hennar finnst, en örlög sín flýr eng-
inn. Lífsneisti Ásthildar heldur
áfram að snarka í afkomendum
hennar og fyrir u.þ.b. fjórum árum
birtist hann enn á ný í alnöfnunni,
sem var augasteinn ömmu sinnar.
Kæri Jónas, við Sigrún sendum
þér og þínum og foreldrum Ásthildar
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Jóhann Már Maríusson.
Þegar okkur hjónunum barst sú
harmafregn, að hún Assí væri dáin,
setti okkur hljóð. Það er ávallt sárt
að sjá á eftir samferðamönnum sín-
um í lífinu, ekki sízt þegar um er
að ræða langvarandi og trygglynda
vináttu. Við hjónin ásamt þeim Jón-
asi og Assí erum búin að þola saman
súrt og sætt frá því að við vorum
öll saman í námi í Kaupmannahöfn.
Reyndar þekktum við bæði Assí frá
því að hún var ung stúlka, Júlíus
úr Menntaskólanum á Akureyri, þar
sem varð uppi fótur og fit þegar
þessi bráðfallega stúlka kom til
náms norður, en Sigríður María úr
bæjarlífinu í Reykjavík á uppvaxt-
arárum þeirra beggja. Það var svo
um 1970, að við hittumst öll á nýjan
leik í Kaupmannahöfn, þangað sem
Assí og Jónas komu bæði til að
stunda framhaldsnám, en við bjugg-
um þar fyrir. Á þessum árum var
oft glatt á hjalla og margt brallað.
Okkur er minnisstæð afmælisveizla
okkar þriggja, Assíar, Júlíusar og
Sigríðar Maríu, sem við héldum sam-
an með pomp og pragt í kjallaranum
í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, þar
sem borðtennisborðið svignaði und-
an krásunum, og annað eins hafði
ekki sést í Kaupmannahöfn fyrr eða
síðar. Þannig var Assí. Hún var
mikill höfðingi og hafði unun af því
að taka á móti gestum og halda
þeim veglegar veislur. Hún hefði
áreiðanlega sómt sér vel meðal kven-
skörunga á íslandi á gullöld okkar.
Leiðir okkar lágu svo saman til
Islands, þar sem Jónas og Júlíus
urðu samstarfsmenn, en Assí hóf
störf sem lektor í dönsku við Kenn-
araháskólann. Við höfum ávailt
haldið hópinn síðan og fjölskyldurnar
fylgzt hvor með annarri og saman
tekið þátt í gleði og sorg. Assí var
einstaklega ræktarsöm og trygglynd
vinum sínum. Um áratugaskeið
heimsóttu þær Sigríður María og
Assí hvor aðra á afmælisdaginn, sem
eru samliggjandi, til að færa hvor
annarri blóm eða einhveija smágjöf.
í starfí var Assí hamhleypa og lagði
metnað sinn í að ná fullkomnun.
Stundum þótti okkur nóg um því að
hún lagði oft svo hart að sér, að það
hafði áhrif á heilsu hennar. Hún var
ósérhlífm og ávallt reiðubúin til að
taka að sér verkefni og ýmiss konar
störf fýrir aðra án þess að reikna
með sérstakri umbun fyrir. Þannig
tók hún þátt í margs konar félags-
störfum. Var meðal annars um langt
skeið áhrifamanneskja í BHMR og
fleiri samtökum. Það var það síð-
asta, sem henni datt í hug þegar
hún var á kafi upp fyrir haus í ein-
hveijum verkefnum, hvort hún fengi
greitt fyrir vinnu sína. Miklu fremur
var hún að hugsa um hvernig hún
gæti orðið að liði, hjálpað einhveijum
eða stutt einhvern málstað með at-
orku sinni.
Okkur þykir lífíð miklu fátæk-
legra eftir að Assí er horfin frá okk-
ur. Við söknum samverustunda okk-
ar, þar sem ávallt ríkti glaðværð og
kátína svo ekki sé talað um þær
dýrlegu veitingar, sem Assí var fræg
fyrir. Hún kunni vel að meta þegar
Júlíus kom í heimsókn og var stór-
tækur á góðgætið. Núna síðustu
mánuðina höfum við fylgzt áhyggju-
full með baráttu hennar við hræði-
legan sjúkdóm og séð hvernig smám
saman dró af henni. Það var sárt
að sjá þessa dugmiklu konu bogna
að lokum fyrir því, sem hún réð
ekki við. Við vottum Jónasi, Huldu
og börnunum innilega samúð okkar
og kveðjum Assí með sárum söknuði.
Júlíus og Sigríður ■
María Sólnes.
Haustið 1955 hittust tvær ungar
manneskjur á Akureyri, báðar frá
Reykjavík. Stúlkan kom til þess að
setjast í fimmta bekk menntaskól-
ans, jnlturinn í sjötta bekk. Stúlkan
var Ásthildur Erlingsdóttir, pilturinn
sá er þessar fátæklegu línur ritar.
Vináttan sem varð til á þessum
haustdögum varð bæði falleg og
langvarandi. I raun og veru er ekki
hægt að skrifa um svoleiðis vináttu.
Hún hlýtur að vera eins og stjarna
sem skýst upp í himininn og skín
svo á festingunni um eilífð. Það sem
skemur lifir fer höndum sínum um
þessa stjörnu á leið til himna, því
langlífara hlotnast aðeins að láta
hugann reika um himinhvolfið.
Minningin er sömu ættar og
augnablikið, fegurðin býr í því og
deyr aldrei. Þannig er minningin
mín um Ásthildi.
Hún giftist vini mínum og bekkj-
arbróður Jónasi Elíassyni og átti
með honum dótturina Helgu Guð-
rúnu og soninn Erling Elías. Þeim
og móður hennar Huldu votta ég
djúpa samúð mína. Einnig föður
hennar Erlingi Þorsteinssyni.
I áritun á bókina Fagra veröld
eftir Tómas Guðmundsson skáld sem
Assí gaf mér á tvítugsafmæli mínu
skrifar hún:
„Heill þér tvítugum. Vona að vin-
skapur okkar megi haldast fimm
sinnum um þessa tölu.“
í engum vafa er ég um það. Hinsta
kveðja mín, þessa lífs, til vinkonu
minnar verður eitt af eftirlætisljóð-
um okkar úr þessari bók:
Hver veit nema ljósir lokkar,
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinumegin?
Þá getum við í gleði okkar
gengtð suður Laufásveginn.
Knútur Bruun.
Orð verða oft bæði fá og fátækleg
þegar ástvinir falla frá og við kveðj-
um þá hinstu kveðju. Það er skrýtið
hve dauðinn er okkur alltaf jafnfjar-
lægur jafnvel þótt hann sé ávallt á
næsta leiti og við ástvinamissi mynd-
ast alltaf stórt tómarúm. Nú er skarð
fyrir skildi. Vinkona mín, hún Assí,
er látin eftir hetjulega baráttu við
erfiðan sjúkdóm sem hún varð þó
að lúta í lægra haldi fyrir, og eftir
stöndum við svo miklu snauðari.
Hennar verður sárt saknað en það
er huggun harmi gegn að vita að
nú er hún laus við allar þær þjáning-
ar sem hún varð að líða, ekki aðeins
síðustu mánuði heldur jafnvel ár.
Assí var einstaklega tryggur vinur
og ég minnist allra þeirra ánægju-
legu samverustunda, sem við áttum
saman, bæði innanlands og utan, og
margar glaðar stundirnar áttum við
hjónin með þeim Assí og Jónasi í
sumarbústaðnum okkar á Þingvöll-
um. Assí var sannur listakokkur og
hefði hún sómt sér vel í hvaða hallar-
eldhúsi sem var. í fjölda ára höfum
við skipst á að fagna nýju ári ásamt
fjölskyldum okkar og eftir síðasta