Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 44

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 að geyma. Ekki gat hjálpsamari eða elskulegri manneskju en hana. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Asthildi ungri er hún kom í bekk okkar í MA. Henni var strax vel tekið enda ekki ástæða til annars. Hún var þeirrar gerðar að þar sem hún kom birti til og hún bætti allt í kringum sig. Leiftrandi gáfur, elskulegt viðmót, þróttur og þokki, ásamt einhverri útgeislun gerðu hana vin okkar og félaga. Hún var ávallt fremst en þó öllum jöfn. Þau Jónas áttu sér heimili í Eski- hlíðinni, þar var síðar gott að koma. Þau hjón voru samvalin að gestrisni og myndarskap. Ég á margar góðar minningar um heimsóknir okkar Helgu minnar til þeirra og einnig er þau Asthildur og Jónas komu til okkar í Höllustaði. Ég votta Jónasi, Helgu Guðrúnu og Erlingi samúð mína. Við sem þekktum Assí geymum minningu hennar með virðingu og þökk. Þær minningar eru vafðar sól og sunn- anvindi. Páll Pétursson. í dag kveð ég vinkonu mína, Assí, eins og_ við vinir hennar kölluðum hana. Ég kynntist Assí fyrir 27 árum, og aldrei bar skugga á þá vináttu. Hún var vinur vina sinna, vel menntuð, stórglæsileg, mikill listakokkur og höfðingi heim að sækja. Það fylgdi því alltaf tilhlökk- un að fara í boð til hennar. Assí var formföst á alla siði og gladdi aðra með blómum og gjöfum. Hún hafði stórt hjarta. Það kom fram gagn- vart þeim sem á einhvern hátt áttu bágt. Aldrei gleymdi hún afmælis- deginum mínum og ótal margt gerði hún fyrir mig og börnin gegnum árin. Það var okkar lán að kynnast henni og um leið og við þökkum það biðjum við Guð að styrkja ástvini hennar í sorg þeirra. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt; hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (ÞE) Rannveig Lind Egilsdóttir og börn. Ásthildur Erlingsdóttir, vinkona mín, lést mánudaginn 22. nóvember eftir erfiða baráttu við óvenju illvíg- an og sjaldgæfan sjúkdóm, sem læknavísindin gátu ekki unnið á í tæka tíð. Við sem eftir stöndum og syrgj- um, spytjum okkur ótal spurninga, en fáum engin svör. Hún er farin frá okkur og búin að fá hvíld frá þjáningum sínum. Það var haustið 1955. Menntaskólinn á Akureyri var að hefjast. Hve þau eru minnisstæð þessi lognkyrru haust við pollinn, þrungin rómantík og spennu. „Göm- ul“ kynni endurnýjuð frá vetrinum áður og svo bættust alltaf einhveijir nýir í hópinn. Allt í einu var hún komin, þessi glæsilega dökkhærða stúlka að sunnan til að setjast í 5. bekk. Það var ekki laust við að hjörtu sumra skólafélaga tækju að slá hrað- ar. Þetta var Assí. Það gustaði af henni hvar sem hún fór; greind og skemmtileg og lá ekki á skoðunum sínum. Þennan vetur var undirrituð í 6. bekk og tók stúdentspróf um vorið, og „ástin og örlögin" höguðu því svo að ekki varð flugið tekið suður til frekara náms að hausti. Lítil stúlka fædd í sgptember lá í vöggu á kvistinum á Eyrarlandsveg- inum. Þennan vetur hófst vinátta okkar Assíar fyrir alvöru. Það varð eiginlega að venju að hún kom heim til okkar í sunnudagsmat og var jafnan aufúsugestur. Ekki þótti móður minni verra að fá þessar hjálpfúsu hendur í eldhúsið. Hún sýndi þar strax hina einstöku hús- móðurhæfileika sem áttu eftir að verða hennar aðalsmerki alla tíð. Það var margt spjallað og spurt um tilgang lífsins þennan vetur og við ekki alltaf sammála, vinkonurnar. Sumarið 1961 kom svo boðskort í brúðkaup. Ásthildur hafði auðvitað náð sér í mann úr mínum árgangi, Jónas Elíasson. Við Jónas hófum nám í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri 1951, ófermdir krakkar og fylgdumst að í sex ár. Þótt aðstæður leyfðu ekki að ég kæmist í brúðkaup þeirra átti ég þess þó kost að samfagna vinkonu minni og Jónasi í öðru brúðkaupi. Það var þegar einkasonurinn Erlingur Elías kvænt- ist henni Maríu. Þar var komin lítil Ásthildur með dökka lokka sem stal senunni — ekki ólík ömmu sinni. Þau Jónas og Assí voru lánsöm að eiga þessi yndislegu vel gerðu börn, Helgu Guðrúnu og Erling. Fjölskyld- an var líka Assí allt. Ekkert fallegra samband hef ég heldur upplifað milli mæðgna en þeirra Assíar og Huldu móður hennar, sem nú syrgir einka- dóttur sína eftir að hafa með alúð og umhyggju tekið að sér heimilið undanfarna mánuði í veikindastríði Assíar. En það var ekki bara nánasta fjöl- skyldan sem Assí bar fyrir bijósti, heldur allir vinirnir sem ævinlega voru boðnir í hinar glæsilegu veislur sem haldnar voru á heimilinu, eða voru færðar gjafir við öll tækifæri. Aldrei gleymdi hún einum einasta afmælis- eða hátíðisdegi. Enginn varð nokkurn tíma út undan. Þegar hún fór fárveik til Svíþjóðar síðast- liðið vor til að leita sér lækninga var hún búin að pakka inn síðustu af- mælisgjöfinni til mín. Alltaf sama vinarþelið, hugsunarsemin og tryggðin. Enginn af mínum gömlu skólafé- lögum og vinuin sýndi mér meiri vináttu og skilning en ég átti að mæta á hlýlega heimilinu í Eskihlíð- inni eftir að ég var aftur orðin ein. Einatt var ég boðin í mat með fjöl- skyldunni og þá var nú gott að sitja í litla eldhúsinu með sérrýglas og ræða málin meðan húsmóðirin galdr- aði fram hinar ljúffengustu máltíðir. Minningarbrot þessi og mörg önn- ur sem verða ótalin hér eru mér öll svo ljúf og kær. Hafðu þökk fyrir alla þína tryggð og vináttu við mig og börnin mín. Ég sakna vinkonu minnar sárt. En mestur er harmur fjölskyldunn- ar, sem sér á bak eiginkonu, móður, dóttur og ömmu. Guð blessi minn- ingu Ásthildar. Sigríður Guðmundsdóttir. Það er skammt milli lífs og dauða. Á óþyrmilegan hátt erum við minnt á þessi sannindi, hveijum manni er skammtaður sinn tími og forlög ráða. En jafnilla kemur það við mann hveiju sinni, þegar nánir vinir kveðja á góðum aldri og í því sem manni finnst ætti að vera blómi lífs- ins. Vissulega var Ásthildur búin að takast á við ókennilegan og þrákelk- inn sjúkdóm um nokkurt skeið, en einhvern veginn hafði aldrei hvarflað að manni annað en að hún myndi hafa sigur og eiga mörg góð ár í vændum, þannig var þrek hennar og viljastyrkur. Ásthildur Erna Erlingsdóttir~var fædd í Kaupmannahöfn, dóttir þeirra Erlings Þorsteinssonar læknis og Huldu Davíðsson hárgreiðslumeist- ara, sem þá bjuggu í Danmörku. Að henni stóðu því merkir stofnar, afinn Þorsteinn skáld Erlingsson og amman Guðrún J. Erlings, sú merki- lega kona; móðurmegin Ólafur Dav- íðsson, litríkur persónuleiki í kaup- mannastétt, og kona hans, Jóhanna Finnbogason, ein fyrsta kona á ís- landi til að leggja stund á myndlist- arnám. Uppvöxturinn í Danmörku og atburðir þeirra ára mótuðu Ást- hildi mjög, sem m.a. kom fram í óvenju mikilli öryggisþörf. Jafn- framt varð hún svo handgengin hinu besta í danskri menningu, að Danir áttu ekki marga betri sendiherra hér á landi. Hún talaði danska tungu eins og innfædd og hefur það trú- lega haft áhrif á val hennar á lífs- starfi, en hún var dönskukennari, lektor við Kennaraháskóla íslands, prófdómari við Tíáskóla íslands og skipuleggjandi ótal námskeiða fyrir dönskukennara, bæði hér og í Dan- mörku; en aðrir munu ugglaust tí- unda afrek hennar á þessu sviði, svo og önnur störf sem hún stundaði, flugfreyjustarf um skeið og ekki síst leiðsögumannsstarf, sem veitti henni mikla ánægju. I annan stað var hún mjög handgengin dönskum bók- menntum og lagði sig fram um að fylgjast vel með á því sviði, svo og öllu því er laut að menningarskiptum landanna. Ógleymd er svo hæfni hennar í danskri kokkakúnst, sem var slík, að óbrotin máltíð varð að hátíð — svo ekki sé nú minnst á, þegar þau Jónas slógu í álvöru upp í veislu. Óvíða var skemmtilegra að vera gestur, svo samhent voru þau hjón í þeim greinum, og matur Ást- hildar með ótrúlegu snillingsbragði, enda vandað til um hvern hlut. Hver man ekki baunaveislurnar frægu, sá sem þær fékk að upplifa, þegar þær mæðgur Iögðu saman? Sá sem hér heldur á penna þekkti Ásthildi um hálfs íjórða áratugs skeið og var mikill samgangur á milli heimilanna. Það fer því ekki hjá því, að minningarnar hrannast upp á svo erfiðri skilnaðarstund, glaðar minningar frá Reykjavík og Kaupmannahöfn, úr hálendisferðum og öðrum uppátækjum, ljúfar flest- ar, sárar þær síðustu, eftir að sjúk- dómurinn heijaði á þessa fríðu og glæsilegu konu, en margar ógn skemmtilegar. Og þau hjón settu svo sannarlega svip sinn á hvert það samkvæmi, sem þau tóku þátt í, hvort sem uppi var hafður söngur eða glens ellegar skipst á ærlegum skoðunum af fullkomnu falsleysi. Ásthildur Erlingsdóttir bjó yfir mörgum merkilegum eiginleikum. Hún var mikill vinur vina sinna og svo tryggur vinur, að til fás verður jafnað. Aldrei var talin eftir nein fyrirhöfn til að gleðja vini, og fór þar saman hugur þeirra beggja, Jón- asar og hennar, hlýr og gjöfull. Reyndar fannst manni stundum nóg um það sem Ásthildur lagði á sig, svo allt væri sem best henni þótti, það var sem hún ynni sjálfri sér ekki hvíldar, ósérhlífnin gengi úr hófi fram. En þetta var hennar lífs- stíll, sem helgaðist af því að hún var „perfektionisti" svo maður leyfi sér nú að sletta dönsku af þessu eina tilefni, og átti það við bæði um úti- vinnu hennar og heimavinnu; hún skilaði í raun tvöfaldri vinnu. En þannig vildi hún hafa það, kröfurnar sem hún gerði til sjálfrar sín voru þannig. Ásthildur hafði fríðan og heiðan svip, hún var greind og lifandi í hugsun, hafði skemmtilega kímni- gáfu, meira að segja í einni sjúkra- húsvistinni gat hún brugðið upp sprenghlægilegri mynd af sjúkra- sögu sinni og læknanna, sem virðast sumir hafa staðið býsna ráðþrota gagnvart þeirri áþján, sem hún mátti þola. Hún var einlæg og fullkomlega laus við allt gróm, gat verið skap- heit og fyrirferðarmikil, hressileg, ef menn vilja orða það svo, en ein- staklega hlý og gjöful. í fáum orðum sagt: hún hafði gullhjarta. Sá Jónas, sem hér er títtnefndur, er Jónas prófessor Elíasson, sá góði drengur, en þau Assí, eins og Ást- hildur var kölluð í vinahópi, kynnt- ust í skóla og slógu saman reitum sínum 1961. Hans er missan mikil, svo og barna þeirra Helgu Guðrúnar og Erlings Elíasar, og frú Huldu, móður Ásthildar, og annarra vanda- bundinna. Þessum fáu kveðjuorðum úr nánum vinahópi er einnig ætlað að votta þeim öllum samúð okkar, og er bágt, hvað orð mega sín lítils, þegar mikils er þörf. Blessuð sé minning Ásthildar Erl- ingsdóttur. Sveinn Einarsson. Að morgni þriðjudagsins 23. nóv- ember sl. barst sú harmafregn til okkar í Kennaraháskólann að Ást- hildur Erlingsdóttir lektor í dönsku við skólann væri látin. Þessi fregn kom eins og reiðarslag. Eftir erfið veikindi frá síðasta ári var talið að tekist hefði að greina orsök sjúk- dómsins og miklar vonir bundnar við að Ásthildur næði góðum bata. Ásthildur hefur verið aðalkennari Kennaraháskóla íslands í dönsku allt frá stofnun skólans fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún skipulagði og hafði umsjón með kennaranámi í greininni og fórst það afar vel úr hendi. Auk þess sá hún um fjölda námskeiða í dönsku fyrir kennara- nema og starfandi kennara bæði hér á landi og í Danmörku. Það er ein- kennandi fyrir samviskusemi og dugnað Ásthildar að nú í haust hafði hún, þrátt fyrir veikindin, umsjón með og kenndi á dönskunámskeiði í Danmörku sem var haldið á vegum Kennaraháskólans. Að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1957 stundaði Ásthildur nám í dönsku, ásamt uppeldis- og kennslu- fræði, við Háskóla íslands, Kaup- mannahafnarháskóla og Kennarahá- skóla Danmerkur, en þaðan lauk hún cand. pæd. prófi. Að loknu BA-prófi 1965 réðst Ásthildur að Kennarahá- skóla íslands og er hún því ein þeirra sem hafa tengt þá merku stofnun og Kennaraháskólann sterkum böndum. Framhaldsnámi lauk Ást- hildur með starfí og í leyfi frá kennslu. Hún bjó yfir traustri þekk- ingu á dönsku og dönskum bók- menntum og lét sameiginleg málefni og samskipti íslands og Danmerkur sig miklu varða. Sem dæmi um það álit og traust sem Ásthildur naut á þessu sviði má nefna að hún var sérstakur fylgdarmaður Margrétar drottningar í heimsókn hennar hing- að til lands árið 1986. Ásthildur tók virkan þátt í ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum í Kenn- araháskólanum. Of langt mál er að telja allt upp hér, en hún sat m.a. fjögur ár í skólaráði sem skor- arstjóri málaskorar, var mörg ár í stjórn Kennarafélags skólans, for- maður samninganefndar félagsins og fulltrúi í launamálaráði BHM en þar gegndi hún m.a. stöðu formanns og var jafnframt fyrsti formaður BHMR. Það sem einkenndi störf Ásthildar í félagsmálum sem og á öðrum sviðum var mikil atorka og samviskusemi, skyldurækni og ósér- hlífni. Ég var svo lánsamur að sitja í tveimur nefndum undir stjórn Ást- hildar, samninganefnd og nefnd sem fjallaði um tilhögun æfingakennslu, og kynntist þá.af eigin raun skipu- legum og vandvirkum vinnubrögðum hennar. Fyrir hönd Kennaraháskóla ís- lands sendi ég eiginmanni og fjöl- skyldu Ásthildar innilegar samúðar- kveðjur. Við minnumst hennar með virðingu og þökk. Þórir Ólafsson. Ásthildur Erlingsdóttir lést mánu- daginn 22. nóvember sl. Hún var fædd 17. mars 1938 í Kaupmanna- höfn, dóttir Erlings læknis Þor- steinssonar Erlingssonar skálds og konu hans Huldu Ólafsdóttur. Ásthildur var sérstaklega félags- lynd manneskja og ávallt reiðubúin að taka að sér ábyrgðarstörf fyrir stétt sína. Hún sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara 1974-76, í stjórn Félags dönsku- kennara 1978-80, í stjórn Kennara- félags Kennaraháskóla íslands og fulltrúi þess félags í launamálaráði ríkisstarfsmanna innan BHM 1978-84. Hún var kjörin formaður launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM 1982 til tveggja ára og gegndi þar þungu starfí á miklu umrótatímabili í verkalýðsmálum almennt og á mikilvægu breytingar- skeiði samtaka háskólamanna, er leiddi til stofnunar heildarsamtaka stéttarfélaga háskójamanna undir merkjum BHMR. Ásthildur sat í stjórn Orlofssjóðs BHMR og var full- trúi BHMR í framkvæmdanefnd um launamál kvenna til dauðadags. Ást- hildur var svo jákvæð persóna að hún fékk alltaf viðmælendur sam- takanna til jákvæðra viðbragða. Glaðlyndi hennar, ósérhlífni og hlýtt viðmót gerði að það var einkar ánægjulegt og auðvelt fyrir alla að starfa með henni. Vann hún með félagsstarfí sínu mikið og giftu- dijúgt starf. Aðrir munu rekja betur hlut Ást- hildar á öðrum sviðum og mun þar vera af nógu að taka. Með þessum fáu línum eru henni þökkuð vel unn- in störf í þágu háskólamenntaðra launamanna og fjölskyldu hennar vottuð samúð okkar. Stjórn og starfsmenn BHMR. Kveðja frá nemendum Við viljum með nokkrum orðum minnast Ásthildar Erlingsdóttur lektors sem látin er langt um aldur fram. Glæsileg og ákveðin í fasi tók hún á móti okkur þegar við hófum dönskunám við Kennaraháskóla ís- lands árið 1991. Með áhuga sínum og mikilli þekkingu á danskri tungu örvaði hún áhuga okkar fyrir öllu því sem danskt er. Ásthildur vildi veg dönskunnar sem mestan og lagði á sig ómælda vinnu til að gera okk- ur að góðum dönskukennurum. En Ásthildur var ekki aðeins kennarinn okkar heldur félagi og vinur. Við munum aldei gleyma „dönskukvöldunum" sem hún stóð fyrir ár hvert. Þá hittust kennarar og nemendur og borðuðu danskan mat og sungu danskar vísur. Ómiss- andi þáttur veislunnar var heima- gerða lifrarkæfan hennar Ásthildar. Við vorum lánsamar að njóta leið- sagnar Ásthildar síðustu tvö árin sem hún kenndi við Kennaraháskóla Islands. Sterkur persónuleiki hennar verður okkur öllum ógleymanlegur. Eftir stendur minningin um mikil- hæfa konu. Dönskuval KHÍ 1991-1993. Fleiri minningargreinar um Ást- hildi Eriingsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRGVINS ÓLAFSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Helgi Björgvinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Björgvinsdóttir, Snæbjörn Snæbjörnsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Lárusson, Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, Helgi Ibsen, barnabörn og barnabarnabörn/ t Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Sjónarhóli, Hafnarfirði. Bára Björnsdóttir, Bragi V. Björnsson, Jón Boði Björnsson, Birgir Björnsson, Guðlaug B. Björnsdóttir og fjölskyldur. Lokað Vegna jarðarfarar ÁSTHILDAR ERLINGSDÓTTUR lektors verða skrifstofur Kennaraháskóla íslands lokaðarfrá kl. 14.00 í dag, föstudaginn 3. desember. Rektor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.