Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 46
46>
MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 3., DESEMBER 1993
félk i
fréttum
ÚTGÁFA
Upplestur við
undirleik djassista
TONLIST
Söngvarinn og lagasmiðurinn
Valgeir Guðjónsson hélt upp
á innreið sína á nýjan vettvang,
ritvöllinn, sl. þriðjudagskvöld á
Sólon Islandus. Þar las hann upp
úr skáldsögu sinni Tvær grímur,
sem nýkomin er út hjá Máli og
menningu.
Upplesturinn fór fram við undir-
leik tveggja djassista, Þóris Bald-
urssonar og Tómasar R. Einars-
sonar.
Þótti viðstöddum skemmtilegt
hvernig tónlistin og textinn mögn-
uðu hvort annað upp.
Morgunblaðið/Sverrir
Valgeir Guðjónsson ræðir hér við Sigvalda Júlíusson útvarpsþul og
Vilhjálm Ragnarsson kvikmyndaframleiðanda.
Frændsystkinin Guðrún
Pétursdóttir og Thor Vil-
hjálmsson höfðu gaman
af því að hittast og hlusta
á upplestur Valgeirs.
STOR-HARMONIKU
DANSLEIKUR
í Ásbyrgi
á Hótel íslandi
í kvöld
(inngangur að austanverðu)
Hijómsveitin NEISTAR ásamt|
söngkonunni HJÖRDÍSI GEIRS
og félagar úr HARMONIKUFÉLAGI REYKJAVÍKUR
halda uppi dúndrandi fjöri frá kl.
Aðgangseyrir kr. 800.
Sími 687111
onhf
UH
g^klavtlur
Þeir andans menn (f.v.) Sveinn Þórisson,
Halldór Guðmundsson, Guðmundur Andri
Thorsson, Haligrímur Helgason, Arni Ósk-
arsson og Hrafn Jökulsson höfðu um margt
að spjalla.
Dúettar
Franks Sinatra
Gamla brýnið Frank Sinatra
hefur sent frá sér disk sem
ber heitið „Duets“, sem útleggst
auðvitað sem dúettar. Sinatra,
sem er nú 77 ára gamall og hefur
ekki sent frá sér efni um árabil,
syngur þekkt lög með enn þekkt-
ari söngvurum. Þar má nefna
Bono, Gloriu Estefan, Carly Sim-
on, Arethu Franklin, Barbru Strei-
sand og Julio Iglesias. Diskurinn
hefur vakið gífurlega athygli og
selst eins og heitar lummur. Hann
fær aftur á móti ekki sérstaklega
góða dóma og er ekki síst kennt
um frammistöðu mótsöngvara
gamla mannsins.
Þannig er mál vexti, að það
lætur afar hátt í meðsöngvurunum
og mönnum blandast ekki hugur
um að poppararnir hafi meiri
áhuga á því að heyra í eigin rödd
heldur en að láta hana falla að
rödd Sinatras og þar með að heild-
ardæminu. Og ekki bætti úr skák,
að þó um dúetta sé að ræða, þá
voru ýmsir af mótsöngvurunum
alls ekki í sama stúdíói og Sinatra
og hafa menn kallað plötuna enn
einn tæknisigurinn. Bono var til
að mynda í hljóðveri í Dyflinni.
Aretha Franklin var í Detroit,
Carly Simon í Boston. Fyrir vikið
var erfitt um vik að samræma
Frank Sinatra með hljóðnemann.
söng stjarnanna og niðurstaðan í
mörgum tilvikum þykir hafa orðið
sú að gæðin séu lítil.
Ekkert fær því þó breytt, að
ótalmargir aðdáendur Franks
gamla Sinatra eru yfir sig ánægð-
ir með að fá að hlýða á hann á
ný með þessum hætti.
COSPER
©PIB
........ i.
YlSSS
COSPER
Þetta er skrítið; þeim mun heppnari sem ég er í spilum,
þeim mun heppnari er ég í ástum.
Þorvaldur Halldórsson
Gunnar Tryggvason
ná upp góðrí stemmningu
OPIÐ FRA KLUKKAN 1 9:00 - 03:00
DANSSVEITIN
ásamt
Evu Ásrúnu Albertsdóttur
Opiðfrá kl. 22-03.
Borðapantanir í síma 68 62 20