Morgunblaðið - 03.12.1993, Blaðsíða 55
GOLF
KNATTSPYRNA / ARSÞING KSI
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
Atli skodar hjá
Bodö/Glimt
Atla Einarssyni, knattspyrnu-
manni ur Fram, hefur verið
boðið að koma til norska félagsins
Bodö/Glimt og líta þar á aðstæður
með hugsanlegan samning í huga.
Atli staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Eg bíð í rauninni bara eftir
að þeir hafi samband og staðfesti
þetta. Líklga fer ég út um miðjan
desember," sagði Atli. Forráða-
menn félagsins höfðu fyrst sam-
band við Atla þegar þeir voru hér
á landi vegna samninga við Val
vegna Antony Karls Gregory.
I norsku deildinni mega þrír
erlendir leikmenn leika í hveijum
leik og ætlaði Bodö/Glimt að fá
rússneskan leikmann sem þriðja
útlending til viðbótar þeim Krist-
jáni Jónssyni og Antony Karli.
Félagið hefur nú hætt við að fá
Rússann og vill fá Atla í hans
stað. „Ég fer og lít á aðstæður
hjá þeim, það kostar ekkert, en
það segir ekkert um hvort ég
ætla að semja við félagið," sagði
Atli i gærkvöldi.
ÚRSLIT
Eðlilegt
Það voru sett íjögur heimsmet
á fyrsta degi á heimsmeist-
aramótinu í sundi í 25 metra
laug sem fram fer á Mallorka.
Kínveijar settu þijú þessara
meta og sagði Zhou Ming, einn
þjálfara Kínveija, að þetta sé
eðlilegt og komi ekki á óvart.
„Við bjuggumst við þessu.
Þetta er fyrsta heimsmeistara-
mótið í stuttri laug og árangur-
inn hefur ekki verið góður tii
þessa þannig að það mátti búast
við miklu metaregni," sagði
Ming.
KNATJSPYRNA
KEILA
KNATTSPYRNA
SKIÐI
SUND
Handknattleikur
2. deild karla:
Fram - Fylkir..............29:25
UBK - Grótta...............26:22
Fjölnir - ÍH............. 26:29
Körfuknattleikur
EM félagsliða:
Leverkusen:
Leverkusen - Guildford Kings.105:57
Þetta var í A-riðli og stigahæstir urðu Abd-
ul Shamsid-Deen hjá þeim þýsku en hann
gerði 24 stig. Hjá breska liðinu var Tracy
Pearson stigahæstur með 17 stig.
HM í sprettsundi
Keppt er í 25 metra laug á Matlorka á Spáni.
4x200 m fiugsund kvenna:
Kína PHeimsmet Astralía ,.7:52.45 .7:56.52 „8:02.99
4x100 m boðsund karla: „3:32.57
•Heimsmet Spánn „3:36.92 „3:37.27
400 metra Qórsund kvenna: „4:29.00
■Heimsmet Allison Wagner (Bandaríkjunum)... „4:31.76 „4:37.50
400 m fjórsund karla: ..4:10.41
Sergei Mariniux (Moldovíu) Petteri Lehtinen (Finnlandi) 100 m flugsund kvenna: Le Jingyi (Kína) BHeimsmet „4:11.96 „4:12.33 53.01 53 39,
Karen Pickering (Bretlandi) 200 m flugsund kvenna: 54.39 ..2:08.51
..2:09.08
..2:09 40
200 m flugsund karla: ..1:45.21
..1:45.53
.1:45.53
HTveir urðu jafnir í 2. sæti og fengu báð- ir silfur. 100 m flugsund karla:
Mark Henderson (Bandaríkjunum). Rafal Szukala (Póllandi) 52.92 52.94
Astaá
réttrí leið
Varð önnur í svigi í
Kiruna í Svíþjóð
Asta S. Halldórsdóttir skíðakona
frá ísafírði hafnaði í 2. sæti
í svigi á Alþjóðlegu stigamóti í Kir-
una í Svíþjóð í vikunni. Hún var
með níunda besta tímann eftir fyrri
umferð, en náði langbesta tímanum
í síðari umferð.
Sigurvegarinn Linda Vikström
frá Svíþjóð fékk samanlagðan tíma,
1.50,55 mín. (52,40 í fyrri ferð og
58,15 í síðari), en samanlagður tími
Ástu var 1.51,10 mín. (53,86 -
57,24), og hlaut hún 32,90 styrk-
leikastig (FlS-stig) sem er besti
árangur hennar stigalega séð, en
átti áður best 35,59 stig. 79 kepp-
endur tóku þátt í mótinu.
Hún keppti einnig í svigi á sunnu-
dag, en fór þá útúr brautinni í fyrri
umferð og hætti. Á laugardag varð
hún í 5. sæti í stórsvigi á sama
stað og hlaut 52,00 stig, en átti
áður best 55 stig.
Amór 13. ísvigl
Arnór Gunnarsson frá ísafírði
keppti í svigi og stórsvigi í Noregi
um helgina. Hann varð í 13. sæti
í sviginu og hlaut fyrir það 52 stig,
sem er veruleg bæting _því hann
átti áður best 67,48 stig. í stórsvig-
inu hafnaði hann í 20. sæti og
bætti sig einnig stigalega þar, hlaut
63 stig en átti áður best 65,58 stig.
Úlfar Jónsson hefur örugglega þurft að væta kverkamar þegar hitinn og spennan náði hámarki á lokasprettinum í
Flórída þar sem hann sigraði á sínu fyrsta atvinnumannamóti.
Fyrsti sigur Úlfars
á atvinnumannamóti
Ufar Jónsson náði í fyrradag
langþráðu takmarki, að sigra
á atvinnumannamóti í golfí. Keppnin
fór fram í Panama í Florída og er
í Emerald mótaröðinni. Úlfar fór á
141 höggi, einu höggi á undan næsta
manni, og fékk 1.000 dollara í verð-
laun eða um 72.000 krónur.
Yfirbyggður völlur er
helsta hagsmunamálið
- segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambandsins
HAGNAÐUR Knattspyrnusambands íslands á starfsárinu er um
3,3 millj. krónur samkvæmt ársreikningum, sem verða lagðir fram
á ársþingi KSÍ, en það verður á Hótel Loftleiðum um helgina
og hefst kl. 17 í dag. Velta KSÍ var um 91 milljón og verkefnin
mörg og viðamikil, en 48 landsleikir voru leiknir á árinu. Að
sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, er eitt helsta hags-
munamál sambandsins að berjast fyrir yfirbyggðum knattspyrnu-
velli, en eins er áfram lögð mikil áhersla á að fá stúku á Laugar-
dalsvöll.
Eggert sagði að staða KSl væri
mjög góð þrátt fyrir óvenju-
lega mörg og dýr verkefni.en hrein
eign væri um 47 milljónir króna.
Mikið starf hefði átt sér stað og
nauðsynlegt væri að fylgja því eftir
með því að reyna að bæta aðstöð-
una. Yfirbyggðir vellir væru ofar-
lega í hugum manna og fyrir
skömmu var skipuð nefnd manna
frá félögum á Norðurlandij Þór og
KA á Akureyri, Dalvík, Olafsfirði
og Húsavík, til að kanna hvort vilji
væri fyrir hendi hjá þessum félögum
til að byggja sameiginlegt knatt-
spyrnuhús með stuðningi viðkom-
andi sveitarfélaga.
38 tillögur til breytinga liggja
fyrir þinginu, þar á meðal tillaga
að nýrri reglugerð KSÍ um knatt-
spyrnumót. 111 fulltrúar eiga rétt
til þingsetu, en sú breyting var
gerð í fyrra að í stað þess að 150
félagsmenn væru á bak við hvern
fulltrúa eins og var er einn fulltrúi
fyrir hveija 200 félaga.
Eggert Magnússon gefur áfram
kost á sér sem formaður til næstu
tveggja ára og er ekki gert ráð
fyrir mótframboði. Samkvæmt regl-
um KSI eiga fjórir menn að ganga
úr stjórn, en þeir Guðmundur Pét-
ursson, Jón Gunnlaugsson, Eggert
Steingrímsson og Helgi Þorvalds-
son gefa allir kost á sér áfram.
Sama á við um varastjórnina, en
Páll Bragason, Elísabet Tómasdótt-
ir og Gunnlaugur Hreinsson gefa
áfram kost á sér.
Samfara ársþinginu verður ráð-
stefna eftir hádegið á morgun um
hæfileikamótun KSÍ. Flutt verða
framsöguerindi og að þeim loknum
fjalla umræðuhópar um málefnin,
en niðurstöður þeirra verða síðan
kynntar sameiginlega.
Par vallarins, sem er 6.000 m
langur, er 72 högg og fór Úlfar fyrri
daginn á 73 höggum, fékk fimm
skolla og níu fugla. Seinni dagurinn
byijaði illa, en eftir að hafa farið
fyrri níu holurnar á pari bætti hann
um betur og endaði á 68 höggum.
Þetta er besti árangur Úlfars í
keppni á meðal atvinnumanna, en
15 keppendur tóku þátt í mótinu.
Úlfar er nú í Orlando, þar sem
hann æfir sig fyrir mót í Tommy
Armour mótaröðinni, sem verður
eftir helgi. Það er sterkara mót og
fjölmennara, en keppnisdagar verða
þrír.
Jón setti glæsi-
legt íslandsmet
JÓN H. Bragason, íslands-
meistari í keilu sem keppir fyr-
ir Keiiufélag Reykjavíkur, setti
glæsilegt íslandsmet i þriggja
leikja seríu í deildarkeppninni
í keilu í Öskjuhlíð..
Jón náði 751 pinna af 300 mögu-
legum, eða 250,3 pinna að með-
altali í leik (257 - 259 -235) og
bætti gamla metið um 14 pinna.
Hann fékk 26 fellur af 36 möguleg-
um og fékk m.a. 13 fellur í röð,
endaði fyrsta leikinn með átta fell-
um og byrjaði annan á fimm fellum
og er það óskráð met að sögn Jóns.
Eldra metið í þriggja leikja seríu
átti félagi hans Valgeir Guðbjarts-
son og var það sett í október í fyrra.
Jón hefur æft keilu frá því 1987
og æfír nú reglulega íjórum sinnum
í viku. „Ég reikna með að þetta
met verði ekki slegið á næstunni.
Annars veit maður aldrei því keilan
er á mikilli uppleið hér og margir
góðir. Þetta skor þætti mjög gott
á erlendum mótum, en þar þykir
ágætt að ná 230 pinnum að meðal-
tali í leik,“ sagði Islandsmethafinn.
Jón hefur spilað vel í vetur og
er með 205 pinna að meðaltali í
1. deild þar sem hann leikur með
Lærlingum, sem urðu íslandsmeis-
arar í fyrra. Hann sagði að sænsk-
ur þjálfari hefði komið til landsins
sl. haust með nýjar hugmyndir sem
Morgunblaðið/Ámi
Methafi
JÓN H. Bragason kann lagið á kúl-
unni. Hann náði 13 fellum í röð er
hann setti íslandsmetið í þriggja leikja
seríu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
menn hafa verið að þróa með sér.
„Það hafa margir bætt sig mjög
mikið eftir að Svíinn tók okkur í
tíma,“ sagði Jón.
Grasshopper efsl
Einn leikur fór fram í svissnesku knattspyrnunni í gærkvöldi, Servette
vann Xamax 1:0. Grasshopper er í efsta sæti með 28 stig eftir 20
leiki eins og Sion en hefur hagstæðara markahlutfall.
í Frakklandi sáu sjö þúsund manns St. Etienne gera jafntefli við Nant-
es 1:1 á sínum heimavelli. Gestirnir frá Nantes skoruðu eftir stundarfjórð-
ung en heimamenn jöfnuðu á 66. mínútu.