Morgunblaðið - 03.12.1993, Page 56

Morgunblaðið - 03.12.1993, Page 56
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAolffALMENNAR MORGUNBLADW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Ekki rétt að bæta kjör þingmanna og ráðherra - segir forsætis- ráðherra DAYÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur ekki eðlilegt að ráðherrar og þingmenn fái kjör sín bætt við núverandi aðstæður. Komið hefur fram hjá þingmönnum að þeir telji eðlilegt að kjör þeirra verði leið- rétt með hliðsjón af nýlegum úr- skurði Kjaradóms um að dómarar fái greiðslur fyrir yfirvinnu en þingmenn njóta ekki slíkra greiðslna. „Það er enginn vafi á því að kjör þingmanna og ráðherra hafa rýrnað á undanförnum árum. En það hefur hreinlega verið gert af ásettu ráði, svo sem gagnvart ráðherrunum. Þeir hafa sjálfír breytt regium um bíla- hlunnindi sér í óhag, þeir hafa breytt reglum um dagpeninga sér í óhag og við verðum að vænta þess að ráðherrar hafi gert þetta vísvitandi. Þess vegna eigi ekki að bæta þeim það upp og því tel ég ekki eðlilegt að slíkir aðilar fái bætur á sínum kjörum við þessar aðstæður," sagði Davíð Oddsson við Morgunblaðið. Fram hefur komið hjá formanni Kjaradóms í Morgunblaðinu, að launakjör þingmanna verði sjálfsagt skoðuð í náinni framtíð. Þá var fyrir skömmu haft eftir Finni Ingólfssyni alþingismanni, að þar sem búið væri að leiðrétta launakjör dómara lægi beinast við að endurskoða laun þing- manna enda bæri Kjaradómi að taka tillit til launaþróunar. Sjá bls. 28: „Úrskurðir..." ------♦ ♦ ♦ --- Aldrei fleiri útlendingar í nóvember ERLENDIR ferðamenn sem komu til Islands í nóvember urðu fleiri en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði eða alls 7.267 en í fyrra voru þeir 4.843. Fjölgunin er rösklega 2.400 manns eða um 50%. Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, sagði að hann teldi markaðs- og kynningarstarf um heimsóknir til íslands utan há- annatímans vera að skila sér, því engar ráðstefnur eða fjöldafund- ir voru í mánuðinum. Af þessum ríflega sjö þúsund útlendingum höfðu um þúsund eins dags viðdvöl á leið til Bandaríkj- anna. Ef þeir eru ekki taldir með varð aukning „hefðbundinna" ferðamanna engu að síður veruleg eða 27% miðað við sama mánuð í fyrra. Ferðamenn fyrstu 11 mán- uðina eru 151.473 eða 13.474 fleiri en í fyrra og er það aukning um tæp 10%. Sjá Daglegt líf bls. 1. ■ A Mannbjörg varð þegar Dröfn strandaði í Hestfírði í Isafjarðardjúpi Dröfrfé 44;straatlar við Tjaldtanga um kl. 15.00 í gær 'BÐUjngar-<ís, vík • ---\ ’ Hnífsdalur^ ísafjörður) / Morgunblaðið/Snorri Snorrason Strandstaður RÆKJUBÁTURINN Dröfn frá ísafirði strandaði við víkina austan megin við Tjaldnes, yst á nesinu undan fjallinu Hesti. Býlið Folafótur var á nesinu norðan við Hest. Á minni mynd- inni er rækjubáturinn Dröfn ÍS við bryggju. Hann er enn á strandstað og óvíst hvort tekst að bjarga honum. -T” Skipveijar segjast ekki hafa verið í neiimi hættu Bolungarvík. RÆKJUBÁTURINN Dröfn ÍS 44 frá ísafirði strandaði við Fola- fót utanvert í Hestfirði í Isafjarðardjúpi um klukkan 15 í gær. Tveir menn voru á bátnum og komust þeir í land með línu með aðstoð björgunarsveitarmanna úr Súðavík sem komu til aðstoðar á björgunarbát sínum. Guðmann Guðmundsson skipstjóri sagði að þeir hefðu fengið aðstoð strax og allt hefði farið vel. Við vor- um ekki í neinni hættu, sagði hann. Laust eftir klukkan 15 í gær tilkynnti Loftskeytastöðin á ísafirði til björgunarmiðstöðvar Slysavarnafélags íslands að Dröfn væri í vandræðum með bil- aða vél á Hestfirði. Á meðan á samtalinu stóð kallaði skipstjórinn í Loftskeytastöðina og sagði að báturinn væri strandaður undan eyðibýlinu Foiafæti. Björgunar- sveit Slysavarnafélagsins í Súða- vík, Kofri, var kölluð út og héldu menn úr henni á staðinn, bæði á bát og bíl. Norðaustan 8-9 vind- stig voru á strandstað og talsverð- ur sjór. Gunnlaugur Torfason, einn þriggja manna úr Súðavík sem voru á björgunarbátnum, sagði að aðstæður hefðu ekki ver- ið góðar til björgunar. Sagði hann að þegar þeir hefðu rennt upp með Dröfn hefðu þeir ekki náð að halda bátnum á öldunni þannig að honum hefði hvolft undir þeim. Þeim hafi þó tekist að komast upp í •fjöru með bátinn enda komnir nálægt landi. Björgun gekk vel „Björgun mannanna gekk mjög vel fyrir sig. Þeir hentu til okkar spotta og fóru eftir honum í land,“ sagði Gunnlaugur. Lögreglan á ísafirði ók á bíl eins langt og hægt er að komast en um klukku- tíma gangur var fyrir mennina þangað. Þeir fóru með lögreglu- bílnum til Isafjarðar og þar voru teknar af þeim skýrslur í gær- kvöldi. Ljóst er að báturinn er eitthvað brotinn og óvíst hvort hægt verð- ur að bjarga honum. Ekki var unnt að eiga við það í gærkvöldi. Bjargaði Harry Eddom Guðmann Guðmundsson er þaulkunnugur á þessum slóðum, er frá Kleifum í Seyðisfirði. Árið 1968 fórst togarinn Ross Cleve- land í ofsaveðri á ísafjarðardjúpi og bjargaði Guðmann, þá fimmtán ára gamall, Harry Eddom, eina skipveijanum sem komst Iífs af úr slysinu. Gunnar. Morgunblaðið/Þorkell Jólatrésala að hefjast LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR verður 50 ára á árinu 1994, en hann var stofn- aður samhliða lýðveldinu. Hann hefur aflað sér tekna með sölu jólatrjáa og hefst salan nú um helgina í Suðurhlíð við Fossvogskirkjugarð. Til sölu verður rauðgreni, stafafura og blágreni úr Borgarfjarðardölum og reitum á Suðurlandi. Skógræktarfélag Reykjavíkur er einnig að hefja sína sölu og var myndin tekin er verið var að undirbúa hana í Fossvogi í gær. Á myndinni eru Auður Jónsdóttir og Steinunn Reynisdóttir, starfsmenn SR. Meint mismunun í tollaálagningu á jurtaolíu Lægri tollur vegna Osta- og smjörsölu UM áramót leggst 15% tollur á innflutning jurtaolíu ef stjórnar- frumvarp til laga um breytingar í skattamálum, eða bandormur- inn svokallaði, hlýtur samþykki. Undantekning frá þessu er sojaol- ía en aðeins verður lagður 7% tollur á hana. Gunnlaugur Þráins- son, skrifstofusljóri Innnes hf., sem er einn stærsti innflytjandi jurtaolíu hérlendis, kveðst sannfærður um að ástæðan fyrir því að þessi tegund jurtaolíu falli í stakan tollaflokk sé sú að hún er eitt af meginhráefnum I Smjörva, Léttu og laggóðu og Klípu frá Osta- og smjörsölunni, sem flytur þessa olíu inn sjálf. „Neyslu er stýrt í skjóli einokunar í landbúnaði og stjórnvöld taka þátt í leikn- um með því að leggja tolla á innfluttar samkeppnisvörur og mis- muna notendum á jurtaolíu með því að draga sojaolíuna út úr,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að verið sé að breyta verðhlutföllum á íslensk- um landbúnaðarafurðum innbyrðis eins og verðbreytingarnar á mið- vikudaginn sýni og einnig sé verið að reyna að flytja neyslu fólksins frá hollum olíum til feitrar mjólk- urvöru sem sé andstætt manneld- issjónarmiðum. „Ég tel þetta af sömu rót runnið og það hangi allt á sömu spýtunni enda án vafa ákveðið á sama stað,“ segir Gunn- laugur. Hann segir að tollabreytingin skekki samkeppnisstöðu jurtaolíu- innflytjenda og smjörlíkisframleið- enda gagnvart innlendum land- búnaðarvörum. Á sama tíma og tollabreytingin verður mun virðis- aukaskattur lækka og segir Gunn- laugur þá lækkun ekki nægilega mikla til að vega upp tollinn, sem leiði til 5-6% hækkunar á verði jurtaolíu hérlendis. Sjá fleiri fréttir á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.