Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 eftirsr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur J Ó L A MARÍA |n''g geymi öll þessi orð í hjarta mér og hugleiði þau. Líf mitt síðustu mánuðina hefur verið eins og draumur. Hvaða líf á barnið mitt í vændum. Á hann eftir að verða hamingjusamur eða þarf hann að þjást, vera einmana, hæddur og svikinn eða á hann eftir að hljóta mikla upphefð og virðingu. Allt sem mér hefur verið sagt virðist svo mótsagnakennt. Ég man að ég sat í stofunni heima. Það var lítil birta í herberg- inu. Ég sat og rýndi í verkið sem ég var að vinna. Það var ryk um allt gólfið og veggirnir voru eitt- hvað svo auðir og tómir. Ég man að ég tók alveg sérstaklega eftir því þennan dag, þó þarna væri ég alin upp. En ég tók eftir því, þegar ljósið kom. Fyrst fannst mér það koma inn um gluggann, en það kom úr allt annarri átt. Það kom eins og beint að ofan. Það var þá sem hann birtist, engillinn. Ég hafði aldrei séð engil áður og trúði því raunar ekki að þeir væru til. En þarna stóð hann Iifandi fyrir aug- um mér og það var eins og ég lamaðist, missti allan þrótt úr út- limunum. , Þá talaði hann til mín ofurró- lega og sagði: „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“ Ég man hvað greip mig skelfilegur ótti. Ég hélt að ég væri að deyja. Ég hélt að hann væri að koma og sækja mig. Og ég sem var svo ung ... ung og ástfangin. Þegar hann sá hvað ég varð hrædd sagði hann: „Óttast þú ekki, María, því að þú hefur fund- ið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita Jesú. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa Honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun eng- inn endir verða.“ Ég varð svo undrandi, þegar ég heyrði þetta, því þó að við Jós- ep værum ástfangin og höfðum heitið hvort öðru því að vera alltaf saman, veit Guð að við höfðum aldrei sofið saman. Hvernig gat það verið að ég ætti að ala son. Engillinn sagði þá við mig: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfir- skyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ 2 Ég stóð full af lotningu á miðju gólfi í stofunni heima, þegar ég heyrði sjálfa mig hrópa: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eft- ir orðum þínum.“ Það veit Guð að ég sagði þessi orð án þess að hugsa um það hvað var að gerast í lífi mínu. Ég fann bara þessa sterku tilfinningu hell- ast yfír mig. Guð vill nota mig og ég verð að leyfa honum það. Ég er verkfæri í höndum hans. Nú mun hann styrkja migtil að standa mig í því verki sem framundan er. Ég man að þegar þessi tilfinn- ing helltist yfir mig, grunaði mig ekki að þetta myndi verða svona erfitt. Ég hélt að ég myndi verða flutt í konungshöll og fá alla þá þjónustu, sem konungi sæmir, sem á að fæðast. Hvað merktu orð engilsins um það að hann ætti að ríkja að eilífu? Það komu hverjir erfiðleikarnir á fætur öðrum. Fyrst fengum við að vita að við yrðum að fara til Betlehem til að skrásetja okkur. Þetta kom á versta tíma, en undan því varð ekki vikist. Svo var það allur þessi mannfjöldi, sem var kominn í sömu erindagjörðum og við. Ekkert rúm fyrir okkur í gisti- húsinu og við urðum að fara út í fjárhús. Þar fæddist hann þessi litli hnoðri, sem liggur hérna við brjóstið mitt á meðan ég hugleiði öll orðin, sem hafa verið töluð til mín. Því það var ekki bara engill, sem sagði að hann væri merki- legri en önnur börn. Það voru hirð- arnir, sem voru rétt að fara frá okkur. Þeir þessir fátæku og yfir- lætislausu menn fengu að sjá himnana opnast. Þeir fengu að heyra englasöng. Þeir fengu að sjá þessa miklu birtu koma frá himni um miðja nótt. Og svo komu þeir og sögðu okkur frá þessu öllu: Engill hafði talað til þeirra og sagt: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frels- ari fæddur, sem er Kristur Drott- inn í borg Davíðs. Og hafíð þetta til marks: Þér munuð finna ung- barn reifað og lagt í jötu.“ Og um Fæðing Jesú (Lúk. 2,16). Teikning Gustave Doré leið og engill hafði sagt þetta kom heill englakór frá himnum og söng: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á.“ 3 Og hér sit ég og hugleiði öll þessi orð. Hvaða merkingu hafa þau og af hvetju er ég hér? Fjár- hús er ekki mannabústaður hvað þá konungshöll. Hér inni er dimmt og kalt. Hér er megn óþefur af. húsdýrum, fóðri og skít og við erum svo þreytt. Hér er engin vagga, engin hrein lök, koddi eða sæng. Og ég hugsa með mér: Af hveiju? Kannski þarf Jesús að þekkja alla erfiðleika mannanna frá því andartaki að hann kemur í heim- inn. Frelsari heimsins á að fæðast eins og öll önnur mannanna börn. Frelsari heimsins á að lifa við sömu kjör og við öll. Þess vegna erum við hér. Hann er frelsari heimsins af því að hann á að frelsa mannkynið undan böli grimmd og svikum. Hann fæddist vegna þess að Guði þykir vænt um mannkynið. Guð er að gefa okkur Jesú til að kveikja með okkur von, kveikja með okkur gleði til að takast á við lífið og erfiðleika þess. Hann fæddist til að fylgja okkur í gegnum lífíð hvar sem við erum, hvort sem við búum í fátækt og eymd eða í hlýj- um húsum, þar sem alltaf ríkir friður. Nú sé ég að Jesús á fyrir hönd- um sér mikilvægt hlutverk. Og ég hugsa aftur til þess dags, þegar engillinn kom til mín í stofuna heima og sagði að hann ætti að ríkja að eilífu. Já, hann á að lifa með öllum kynslóðum allra tíma. Hann á að ganga lífsgönguna með mannkyninu öllu, en til þess að svo megi verða þarf hann að þjást, þjást til að kynnast þjáningu mannkynsins, en hann mun sigra ... sigra sjálfan dauðann. Ég lít á barnið við bijóstið á mér og augu mín fyllast tárum ... ég græt yfír þjáningu hans, en ég græt af gleði yfir því að fá að þjóna þeim sem mun frelsa mann- kynið. öllum bestu óskir um friðsœla jólahátíð ogfarsœld á komandi ári m LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili aö Verðbréfaþingi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.