Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLáÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DRSKMBER 1993 ÁRNAÐ HEILLA |ára afmæli. Mánu- daginn 27. desember, verður áttræð Bergþóra Baldvinsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ásgeir Siguijóns- son, bifreiðasljóri og taka þau hjónin á móti gestum á afmælisdaginn í samkomu- salnum, Grandavegi 47, 10. hæð frá kl. 18. ára afmæli. Þann 27. desember nk. verður áttræður Haukur Vigfús- son, fyrrverandi bóndi og sjómaður. Eiginkona hans er Steinunn Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari. Þau hjón búa nú á Hrafnistu í Reykjavík. afmæli. Þriðju- daginn 28. desember nk. verður sjötug Jóhanna Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja í Hnausakoti, Unu- felli 48, Reykjavík. Hún tek- ur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 18, á afmælis- daginn. GULLBRÚÐKAUP.Í dag, 24. desember, aðfangadag, eiga gullbrúðkaupsafmæli hjónin Borghildur Gísladóttir og Jón Valdimar Kristjánsson, Ásbrún, Stöðvarfirði. O pTára afmæli. í dag, 24. O t) desember, er áttatíu og fimm ára Helga K. Oles- en, vistmaður á Elliheimil- inu Grund, áður til heimilis í Nökkvavogi 10, Reylqa- vík. Eiginmaður hennar var Alfred Olesen, en hann er nú látinn. OAára afmæli. Á morg- ÖU un, jóladag, 25. des- ember, verður áttræður, Ein- ar J. Thorlacíus, Bjarma- stíg 11, Akureyri. Eiginkona hans er Hrund Kristjáns- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sonar síns, Ártröð 1, Eyjafjarðar- sveit, mánudaginn 27. des. eftir kl. 15. Qf|ára afmæli. Á annan O Vf dag jóla, 26. desem- ber, verður áttræð frú Guð- munda G. Guðmundsdóttir, Vesturvegi 13, Seyðisfirði. Hún verður stödd á afmælis- daginn á heimili dóttur sinnar Jennýjar, Engihjalla 3, Kópa- vogi. pTára afmæli. í dag, 24. I desember, er sjötíu og fímm ára Oddný Gests- dóttir, Álfalandi 10, Reykjavík. 7 í"lara Á morg- I U un jóladag, 25. des- ember, verður sjötug Anna Karólína Gústafsdóttir, Mávabraut 2, Keflavík. Hún tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn, á heimili sonar síns í Lágmóa 19, Njarðvík, frá kl. 16. í>Oara Á annan v)\/ dag jóla, 26. desem- ber, verður sextugur Jón D. Þorsteinsson, Goðalandi 15, Reykjavík. Eiginkona hans er Dóra Hafsteinsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 17, á afmælisdaginn. í GÆR urðu þau mistök að myndavíxl urðu í dagbókinni með afmælistilkynningum Flosa Gunnars Valdimars- sonar og Gústavs Arnar. Verða myndirnar því birtar aftur um leið og beðist er velvirðingar. Gestur Steinþórsson, skattsljóri í Reykjavík Rangt að framlög til stj óramálaflokka hafi verið frádráttarbær GESTUR Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, segir að fullyrðing Vilhjálms Egilssonar, alþingismanns og framkvæmdastjóra Versl- unarráðs íslands um að skattalög hafi verið framkvæmd þannig áratugum saman að heimilt hafi verið að draga framlög til stjórn- málaflokka frá tekjuskattsstofni sé röng. Framlög til stjórnmála- flokka hafi aldrei verið heimilt að færa til rekstrargjalda og þessi útgjöld hafi ævinlega verið strikuð út þegar slík tilvik hafi komið upp. Hins vegar sé algengast að þessi framlög séu færð undir aðra liði og komi því ekki fram nema við skoðun á bókhaldi. Gestur sagði að þeirri fullyrð- ingu til stuðnings að áratugum saman hafi sú framkvæmt gilt að strika yfír slík framlög geti hann vísað til tveggja úrskurða ríkis- skattanefndar meðal annars. Ann- ar sé frá árinu 1976 og varði 150 þúsund króna framlag fyrirtækis til stjómmálaflokks. I úrskurðin- um segi orðrétt: „Augljóst er að hér hafa verið færð undir nafninu auglýsingar útgjöld óviðkomandi rekstri kæranda, sem hvergi er að fínna heimild í lögum til að draga frá tekjum áður en skattur er á þær lagður.“ Hinn úrskurður- inn væri nr. 470 frá 1988. Þar væri fallist á kröfu kærenda að öðru leyti en sem næmi gjöf til tiltekins stjórnmálafélags út á landi sem eigi yrði talið frádráttar- bært. Aðspurður sagði Gestur að það hefði aldrei verið heimilt að færa framlög til stjómmálaflokka til rekstrargjalda fyrirtækja og aldrei hefði verið fallist á slíkt. Hins veg- ar væri auðvelt að færa þessi út- gjöld undir aðra liði og þá sæjust framlögin ekki nema farið væri yfír bókhaldið. Gestur sagði að annað atriði væri einnig rangt í viðtalinu við Vilhjálm sem birtist í Morgunblað- inu í gær. Þar væri því haldið fram að fjármálaráðuneytið hefði viður- kennt að ekki hefði verið gætt jafnræðis við val þeirra fyrirtækja sem Ientu í eftirlitsúrtakinu í sum- ar. Þetta væri rangt og það ætti Vilhjálmur að vita því í bréfi fjár- málaráðherra til Verslunarráðsins frá 30. júlí í sumar segði orðrétt. „Hins vegar er það rangt að eftir- litið hafí takmarkast eingöngu við fyrirtæki með hagnað. Af 1.558 fyrirtækjum sem valin voru í úr- takið í upphafi voru um 630 eða 40% annað hvort fyrirtæki með tapi eða einstaklingsrekstur með neikvæðan rekstrarafgang." Þetta komi fram í svari fjármálaráðherra við tveimur bréfum Verslunarráðs- ins til fjármálaráðherra sem séu undirrituð af Vilhjálmi Egilssyni. feoriM mffl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir tumar, og ljóshafíð, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á bijóstum jarðarinnar. Vei, vei! í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfir þínum rústum. Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktýgjum, vitstola konur í gylltum kerrum. - Gefið mér salt að eta svo tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni. Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum í faxi myrkursins, þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin; '"eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. (Jóhann Siguijónsson: Sorg.) „Hann tók við fjárvarðveizlu, ok varð honum lítit fyrir því; hann var hljóðmikill ok dimmraddaðr, ok féit stokk allt saman, þegar hann hóaði. Kirkja var á Þór- hallsst^ðum; ekki vildi Glámr til hennar koma; hann var ósyngvinn ok trúlauss, stirfinn ok viðskota- illr; ollum var hann hvimleiðr. Nú leið svá þar til er kemr at- fangadagr jóla; þá stóð Glámr snimma upp ok kallaði til matar. síns. Húsfreyja svarar: „Ekki er þat háttr kristinna manna, at matask þenna dag, því at á morg- in er jóladagr inn fyrsti," segir hon, „ok er því fyrst skylt at fasta í dag.“ Hann svarar: „Marga hindrvitni hafi þér, þá er ek sé til einskis koma; veit ek eigi, at monnum fari nú betr at heldr en þá, er menn fóru ekki með slíkt; þótti mér þá betri siðr, er menn váru heiðnir kallaðir, ok vil ek hafa mat minn, en engar refjur.“ (Grettis saga, 32. kafli.) ★ Sjá, ennþá rís stjaman, sem brennur björtust og mildust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. Og innan skamms byijar kappát í koti og höllu, og klukknahringing og messur og bænargjörð. Það er kannski heimskast og andstyggi- legast af öllu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í . stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann. (Steinn Steinarr.) ★ j Af því myrkrið undan snýr, ofarfæristisól, | því eru heilög haldin hverri skepnu jól. 724. þáttur Góðri glaðir á stund gjalla látum róm, strangan yfír stytztum degi staupadóm,. stóradóm. Nú er jólna sopið sumbl, sálminn lýk ég við. Ef drykkurinn er daufur, drósir, forlátið. Slítum mjaðar ei mót. meðan blundar sól; enginn veit, hvort aftur hittumst önnur jól. (Grímur Thomsen.) ★ Jólum mínum uni ég enn, - og þótt stolið hafí hæstum guði heimskir menn, hef ég til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafí. (Jónas Hallgrimsson.) Ég heyri stundimar. Uni því. Allt um það er ósk mín sú að ég fyndist. Gleðiríkt væri að stíga enn á ný upp, fram í ljósið af einhverri hendi lyft sem þarf mín við. % mundi steypa moldinni af mér sem hroða og mæla, nei kalla hátt, hátt að fyrri sið: Vox mea est bamba. Possum depellere Satan! (Hannes Pétursson: Ur Klukkukvæði.) saklausu lömbin í biblíunni eru lærisneiðar á jólunum (Einar Már Guðmundsson.) Umsjónarmaður óskar ykkur öllum gleðilegra jóla. Næsti þáttur kemur á gamlársdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.