Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 23 Sambandsstjórn FFSÍ Málshöfð- un fyrir Fé- lagsdómi tefur kjara- samninga FUNDUR sambandsstjórnar FFSÍ lýsti í samjjykkt furðu sinni á því að VSI skuli hafa vísað verkfallsboðun samtaka sjómanna til Félagsdóms. Fund- urinn telur að með því sé verið að tefja lausn deilunnar og herða þann hnút, sem hún er komin í. Samþykkt fundarins er frá því á þriðjudag og er svohljóðandi: „Fundur sambandsstjórnar FFSÍ, haldinn 21. desember 1993, lýsir furðu sinni á því ábyrgðarleysi og ótrúlegri skammsýni, sem felst í þeim gjörningi Vinnuveitendasam- bands Islands, að bregða fæti fyr- ir viðræður um lausn kjaradeilu fiskimanna með málshöfðun fyrir Félagsdómi. Málshöfðun VSÍ mun ekki leysa þá kjaradeilu, sem aðil- ar standa að. Þvert á móti mun málshöfðunin teíja eðlilega lausn deilunnar og herða þann hnút, sem deilan er komin í.“ Á fundi sambandsstjórnarinnar var einnig samþykkt ályktun þar sem mótmælt er ákvörðun brezkra stjórnvalda að veita THORP-stöð- inni í Sellafield leyfi til að endur- vinna geislavirkan kjarnorkuúr- gang. Jafnframt lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi við íslenzkan skipasmíðaiðnað og skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að gerðar verði víðtækar ráðstaf- anir til að skipasmíðaiðnaðurinn geti eflzt á ný og nýsmíði og við- gerðir skipa verði færðar á innan- landsmarkað með þeim ráðum, sem tiltæk séu. ■ JÓLAHRAÐSKÁKMÓT Tafl- félags Kópavogs verður haldið sunnudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir, tvær skákir í hverri um- ferð. Telft verður í húsnæði T.K. að Hamraborg 5, 3. hæð og verða verðlaun í boði. ■ JÓLAMÓT Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og Bridsfélags Hafnar- fjarðar verður haldið í Víðistaða- skóla þriðjudaginn 28. desember kl. 17. Að venju verður spilaður Mitchell með tveimur spilum á milli pars, alls 42 spil og verða veitt vegleg verðlaun fyrir fimm efstu sætin í báðar áttir. Keppnisgjald er 1500 krónur á spilara og unnt er að skrá þátttöku hjá BSÍ. Einnig fer skráning fram á staðnum í upp- hafi móts og er vissara fyrir þá sem ekki hafa skráð sig tímanlega að mæta tímanlega. ■ VINNINGSNÚMER í alman- akshappdrætti Landssamtak- anna Þroskahjálpar árið 1993 eru: Janúar 7104 og 17619, febr- úar 10991 og 17257, mars 5742, apríl 5287 og 2168, maí 11720 og 5303, júní 9906, júlí 14595, ágúst 10993 og 4282, september 3671 og 8306, október 4778, nóvember 11097 og 7451, desember 10093 og 2219. (Birt án ábyrgðar) Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! fttttgtsiiMiifrtfe id óókum viðók ipta vinuni okkar gleðilegra jóla og faróœLi komandi di\i. Sér.itakur dœLkeramatneðill d nýárdkvöld. Skólflbrú — þar iieni bjartaððlœr Opid Irá kl. 18.00 • Bordapantanir í síma 62 HH 55 Lokað dagana 24.-27. og 31. desember ■ ^ * “5 'j'f'jji* - 5;'"? : MISSIÐ EKKI AF SK ATTAFSLÆTTIN U M!! Hjón sem auka hlutabréfaeign sína um 200 þúsund á árinu geta lækkað tekjuskattinn um rúmar 82 þúsund kr. JOÐIRNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9:00-16:00 OPIÐ Á AÐFANGADAG KL. 9:00-12:00 OPIÐ Á GAMLÁRSDAG KL. 9:00-12:00 Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér skattafslátt fyrir árið 1993. Hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja sér skattafslátt Hann fjárfestir í ýmsum hlutabréfum og skuldabréfum og er því um góða áhættudreifmgu að ræða. Auðlindarbréf eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og eru auðveld í endursölu. Þau fást í sþarisjóðum, Búnaðarbanka íslands, Kaupþingi Norðurlands hf., Akureyri og Kauþþingi hf., Kringlunni 5. KAUPÞING HF Löggi/t verdbréfafyrirtieki Krirtgluntti 5, sftni 689080 í eigu Búnaöarbanka íslands og sparisjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.