Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 29 Utanríkisráðherra segir stefnumörkun í málefnum flóttamanna tímabæra endurskoða löggjöf og móta stefnu eftir. Nefndin á meðal annars að Hlutur íslands í flóttamanna- hjálp of rýr og þarf að aukast JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra segir að sam- an borið við nánustu samstarfs- þjóðir okkar, s.s. Norðurlanda- þjóðir, sé hlutur Islendinga í flóttamannahjálp alltof rýr og því verði að breyta. „Þessar þjóðir hafa tekið á sig gríðarleg- ar skuldbindingar við að leysa neyðarástandið sem ríkir á þessu sviði en okkar hlutur er hverfandi lítill," segir Jón Bald- vin. Sem dæmi um þetta nefnir hann að árið 1992 tóku Svíar á móti 83.188 flóttamönnum, Dan- ir 13.883, Finnar 13.634, Norð- menn 5.238 og Islendingar eng- um. í grein sem Jón Baldvin ritaði í Morgunblaðið í fyrradag sagði hann m.a. að kynþáttamisrétti og útlendingaandúð hafi skotið rótum hérlendis, og að tímabært sé orðið að íslensk stjórnvöld marki mann- úðlega heildarstefnu um móttöku pólítískra flóttamanna. „Astæða er til og tímabært að íslensk stjórnvöld kafi ofan í þessi mál. Vandlega þarf að skoða ann- ars vegar ákvæði innlendrar lög- gjafar og hins vegar skuldbinding- ar okkar samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum, og móta okkur stefnu í þessum málum,“ segir Jón Bald- vin. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta kann að þykja umdeilt mál og legg því áherslu á að sá miskilningur verði ekki að hér sé einfaldlega verið að flytja tillögur um að opna landið upp á gátt fyr- ir hveijum þeim sem leitar inn- göngu. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að standa yið skuld- bindingar okkar sem bundnar eru mannúðaraðstæðum, um skylduna til þess að veita ofsóttu fólki tíma- bundið griðland.“ Akvörðun kvóta Jón segir að þegar rætt er um hugsanlegan.fjölda þeirra sem veitt yrði griðland, sé t.d. annars vegar hægt að miða við Norðurlöndin út frá höfðatölu og hlutfölldm, eða miðað við getu íslendinga til að veita fólki sómasamlega viðtöku. Ríkisstjórn samþykkti nýlega til- lögu utanríkisráðherra um skipan nefndar sem verður falið að semja tillögur um heildarstefnu í málefn- um pólítískra flóttamanna á ís- landi, og kveðst Jón Baldvin von- ast til að fyrstu mótuðu og fram- kvæmanlegu tillögur liggi fyrir 1. febrúar nk. sem hægt verði að gera mat um áætlaðan kostnað við móttöku tiltekins flótta fjölda- manna. „Þessi mál snúa að utanríkis- málaráðuneytinu fyrst og fremst vegna þeirra alþjóðaskuldbindinga sem íslendingar hafa tekið sér á herðar, og varða aðallega flótta- mannasamning Sameinuðu þjóð- anna og starfsreglur Flóttamanna- stofnunarinnar," segir Jón Bald- vin. „Samkvæmt tölum hennar eru nú alls um 19 milljónir flótta- manna, og uppflosnaðir íbúar af pólítískum ástæðum sem enn eru búsettir í heimalöndum sínum um 24 milljónir. Þetta ásamt umfjöllun um þessi mál, t.d. viðræðum við fulltrúa Amnesty International sem var hér nýlega varð til þess að ég hóf að kanna þennan mála- flokk nánar.“ LÍN ekki með í skuldbreytingum Samið beint við einstaka lántakendur LÁNASJÓÐUR íslenskra náms manna á ekki aðild að sam ræmdu átaki félagsmálaráðu neytis og ýmissa lánastofnana um skuldbreytingar vanskilal- ána þeirra sem orðið hafa fyrir verulegum tekjumissi Vegna at- vinnuleysis eða veikinda. Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri LIN, segir að Lánasjóðnum hafi ekki verið boðin aðild. „Vanskil hafa ekki verið miki hjá okkur,“ sagði Lárus. „Við höf- um samið beint við lánþega, sem lenda í alvarlegum vanskilum, um skuldbreytingar.“ Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Viðars Valdimarssonar fjármálastjóra LIN hefur innheimta námslána farið verulega fram úr fjárlögum hvers árs frá 1990, að yfirstand- andi ári undanskildu, eða samtals um 172 milljónir frá árinu 1990. Lárus telur að afborganir af námslánum séu fremur vægar. Samkvæmt innheimtureglu eldri námslána hefjast afborganir 3 árum eftir námslok. Skuldarinn greiðir þá fasta upphæð á hveiju ári, um 30 þúsund krónur, og síð- an 3,75% af tekjum umfram 800 þúsund kr. árstekjur. Tekjutengdi hlutinn tekur mið af tekjum fyrra árs og eru þess dæmi að fólk hafi lent í erfiðleikum með greiðslur ef það missir mikils í tekjum. í þeim tilvikum hefur fólk getað sótt um frestun greiðslna til stjórn- ar LÍN. Mikil fjölgun greiðenda Stórir hópar lánþega bætast nú á hveiju ári í hóp greiðenda náms- lána, eða um 2000 manns á ári að meðaltali undanfarin þijú ár. Heildrendurgreiðslur aukast að sama skapi. Innheimtan í ár er rúmar 840 milljónir kr. en var 526 milljónir 1990. Jóladagur kl. 14.00 HÁTÍÐ BER AÐ HÖNDUM BJARTA Dagskrá um ævi Þorláks biskups helga á 800 ára ártíð hans. Jóladagur kl. 16.35 VIÐ JÓLATRÉÐ: JÓLABALL ÚTVARPSINS Jólatrésskemmtun í Dalvíkurskóla. Jóladagur kl. 20.00 ÓRATÓRÍAN MESSÍAS eftir G.F. Hándel Hljóðritun Útvarpsins frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1963. Stjórnandi er dr. Róbert Abraham Ottósson. Nýársdagur kl. 13.30 NÝÁRSGLEÐI ÚTVARPSINS Fjölbreytt dagskrá með Söngskólanum í Reykjavík. Umsjón: Jónas Jónasson. Sunnudagur l. jan. kl. 13.00 JÓLALEIKRIT ÚTVARPSINS: UTAN VIÐ DYRNAR - sígiid perla þýskra leikbókmennta eftirWolfgang Borchert. Bæklaður hermaður sem hefur dvalið í rússneskum fangabúðum snýr heim þremur árum eftir stríðslok og kemst að því að enginn hefur þörf fýrir hann lengur. Jóladagur kl. 13.00 FYRSTU ÁRIN - HAUKUR MORTHENS Trausti Jónsson, veðurfræðingur, velur til flutnings lög úr safni Útvarpsins. Þetta eru upptökur með Hauki Morthens frá árunum 1947-1958 sem sumar hverjar hafa aldrei heyrst í útvarpi áður. Jóladagur kl. 15.00 BUBBI MORTHENS - stiklað á steinum úr sögu alþýðulistamannsins Ásbjarnar Kristinssonar Morthens. „Bubbi Morthens og augun“. Lísa Páls heimsækir Bubba og ræðir m.a. um augun í textum hans. Annar í jólum kl. 13.00 DRÖG AÐ UPPRISU Megas og Nýdönsk á tónleikum í Hamrahlíðarskólanum í nóvember sl. Á undan tónleikunum verður flutt viðtal við Megas. Dagskrárgerð: Þorsteinn Joð. G^\ 3 ó l RÍKISÚTVARPIÐ - ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA RÁS 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.