Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 31
Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni með Kristjáni Jóhannssyni og Shirley Verrett í aðalhlutverkum á Aðalstöðinni 90.9 jóladag kl. 13.00. Gleðileg jól VISA VISA ISLAIMD LANDSBRÉF H.F. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings FM90.9TFM9Q.9 AÐALSTÖÐIN ABVmEmt • lOIREYIUWlK • SlMlffitSÍOogmm Skíðasvæðið á Seljalands- dal við ísafjörð opnað Vonast til að opnað verði í Bláfjöllum milli jóla og nýárs SKÍÐASVÆÐIÐ á Seljalandsdal við ísafjörð var opnað um síðustu helgi og er það eina skíðasvæðið sem hefur opnað. Vonast er til að hægt verið að opna skíðasvæðið I Bláfjöllum milli jóla og nýárs en töhivert vantar uppá að skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Oddsskarði geti opnað. „Hér er allt á fullu, við opnuðum 19. desember og höfum verið í fullum gangi síðan,“ sagði Haf- steinn Ingólfsson umsjónarmaður skíðasvæðisins í Seljalandsdal. Hann sagði að ekki hefði verið mjög margt um manninn. Ekki væri mikill snjór á svæðinu ennþá og aðeins ein lyfta í gangi. Haf- steinn sagði að stefnt væri að því að hafa tvær lyftur í gangi annan í jólum. Vantar lítið uppá „Það vantar sára lítið á að við getum opnað en það er of lítill snjór efst í brekkunum,“ sagði Þorsteinn Hjaltason umsjónarmað- ur skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Þar hefur þó verið opið fyrir æfínga- krakka í vikunni en Þorsteinn sagði að þó komin væri nothæf braut niður með stólalyftunni væri ekki hægt að opna fyrir almenning. Hann sagðist vona að hægt yrði að opna milli jóla og nýárs. Blá- fjallasvæðið var opnað snemma í nóvember í fyrra en oftast hefur það ekki verið opnað fyrr en í byrj- un janúar. „Þetta lítur ekki allt of vel út eins og er en við erum þó ekki búnir að afskrifa að opna á milli jóla og nýárs,“ sagði ívar Sig- mundsson umsjónarmaður skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli, en á Akur- eyrarsíðu Morgunblaðsins á mið- vikudag var sagt, að stefnt væri að því að opna svæðið 27. desem- ber. í fyrra var skíðasvæðið í Hlíð- arfjalli opnað um miðjan nóvember en í venjulegu árferði hefur verið opnað þar um áramót. Lítill snjór í Oddsskarði „Það er ósköp lítill snjór hjá okkur og mjög hæpið að við getum opnað fyrr en eftir áramót," sagði Ómar Skarphéðinsson umjónar- maður skíðasvæðisins í Odds- skarði. Hann sagði að í nóvember hefði ekki vantað mikið uppá að nógur snjór væri kominn en síðan hefðu verið hvassar norðanáttir og mikið fokið af fjallinu. Ómar sagði að það þyrfti eina góða hríð til að hægt væri að opna svæðið en það hefur venjulega verið opnað uppúr áramótum. Metið var sett í fyrra þegar skíðasvæðið var opið 101 dag en þá var það opnað 21. nóv- ember. - Opnunartimi yfir hátíöirnar: Aðfangadagur....kl. 8-15 Jóladagur...........- lokað Annar í jólum...Jkl. 9-19 Gamlársdagur.. ailHMIIM kl. 9- 15 Nýársdagur......... - lokað ÖíJriwm f)lfímah.úA.. □ SKÓLAVÖRÐUSTÍG12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SÍMl 19090 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Helgileikur í Landakirkju BÖRN úr Hamarsskóla flytja helgileik í Landakirkju. Böm undirbúa jól í Landakirkju Vestmannaeyjum. BÖRN í sunnudagaskólanum í Landakirkju voru með sérstaka jólastund á síðasfa sunnudegi í aðventu. Sungin voru jólalög, leikin tónlist og helgileikur flutt- ur. Sóknarprestarnir, Bjarni Karls- son og Jóna Hrönn Bolladóttir, ásamt aðstoðarfólki stjórnuðu helgistundinni. Eftir bænir og sam- söng kirkjugesta kom fram kór barna af Gulu deildinni á leikskólan- um Kirkjugerði og söng tvö jólalög. Þijár stúlkur úr Tónlistarskólanum í Eyjum léku síðan jólalög á þver- flautur nokkur og að því loknu fluttu börn úr Hamarsskóla helgi- leik. Landakirkja var þétt setin af börnum og foreldrum þeirra og var greinilegt að flestir voru komnir í jólaskap og tilhlökkunarglampi var komin í augu barnanna. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.