Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 35

Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 35 Utanrfldsráðheirami kall- ar dóttur Kastrós svikara Havana. Reuter, The Daily Telegraph. ROBERTO Robaina, utanríkisráð- herra Kúbu, sagðist í gær ekki vilja Ijá sig um flótta Alinu Fernandez Revuelta, dóttur Fidels Kastrós Kúbuforseta, til Bandaríkjanna. „Ég er nýbúinn að frétta af þessu, rétt eins og þið. Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um ákvarðanir svik- ara,“ sagði hann. Robaina sagðist ekki vita neitt um hvernig Alina komst frá landinu til Banda- ríkjanna og að hann sæi ekkert sérstætt við flótta hennar. „Ég held að margir hafi flúið land að undanförnu vegna þess að ástandið í landinu er erfitt. A slíkum tímum reynir á menn,“ sagði utanríkisráð- herrann. Fyrr í þessum mánuði líkti Kastró flóttamönnum við rottur sem yfirgæfu skip í stormi. Aðspurður um hver yrðu viðbrögð Kast- rós við flótta dótturinnar sagði Robaina að kúbanskir embættismenn væru orðnir vanir að takast á við erfíðar aðstæður. Það er þó talið gera málið auðveldara fyr- ir stjórnvöld að Revuelta hefur um nokk- urt skeið verið yfírlýstur stjómarandstæð- ingur og gagnrýnt föður sinn opinberlega. Ákvörðun hennar nú kemur því ekki mjög á óvart. Ekki var minnst á málið í fréttum kúbanska ríkissjónvarpsins. Alina hélt blaðamannafund í Columbus Reqter. Dóttir Kastrós ALINA starfaði lengi vel sem tískufyrirsæta og sést hún hér í því hlutverki. í Georgíu og kvaðst hafa notað spænskt vegabréf við flóttann. Hún kvaðst enn- fremur hafa notað hárkollu og andlitsfarða til að þekkjast ekki, auk þess sem hún hefði þyngt sig fyrir ferðina svo hún verð- ir á flugvellinum í Havana bæru ekki kennsl á hana. Spænskir stjórnarerindrek- ar í Havana sögðust ekki vita til þess að Alina hefði fengið spænskt vegabréf eða áritun. Alina, sem er 37 ára gömul, er dóttir Kastrós og leikkonunnar Nataliu „Nati“ Revuelta en þau áttu í ástarsambandi um miðjan sjötta áratuginn án þess að giftast. Móðir hennar sagði í gær að fregnirnar af flótta dótturinnar hefðu komið henni mjög á óvart. Hún hefði rætt við hana nokkrum dögum áður og hefði hún þá ekkert minnst á þessi áform. „Þetta er hennar ákvörðun. Hún er fullorðin og ræður sínu lífi. Ég verð bara að sætta mig við þetta.“ Alina skildi eftir á Kúbu dóttur á tán- ingsaldri en eiginmaður hennar, sem er mexíkóskur að uppruna, hafði þegar farið frá Kúbu. Alina flaug fyrst til Madrid á Spáni en þaðan til borgarinnar Atlanta í Bandaríkjunum. Þar bað hún um hæli sem flóttamaður og var veitt það á þriðjudag. Er talið líklegt að Alina muni flytja til Miami líkt og svo margir aðrir kúbanskir flóttamenn. Innflytjendayf- irvöld í Ástralíu Holdugir íþyngja heilbrigð- iskerfinu Sydney. Reuter. BRESKRI konu hefur verið meinað um leyfi til að setjast að í Ástralíu nema hún léttist um 27 kíló. Yfirvöld segja ástæðuna þá að vegna offitu sé mikil hætta á því að konan verði veik og íþyngi því heil- brigðiskerfi landsins. Konan, Alison Johns, er ein- stæð móðir, hún ólst upp í Ástr- alíu og starfaði sem hjúkrunar- fræðingur áður en hún giftist og fluttist til Bretlands. Hún segist aðeins vera lítið eitt of þung enda hafi hún verið á ströngum kúr undanfarna 10 mánuði. „Þetta er misrétti. Það eru ekki ailir grannvaxnir og ekki eru allir grannvaxnir jafn- framt við góða heilsu. Þótt ég sé of þung er ég mjög heilsu- hraust". Fýrir skömmu var breskum karlmanni, sem kvæntur er ástr- alskri konu, sagt að létta sig um 32 kíló ef hann vildi fá að flytja til Ástralíu. Yfírvöld veittu hon- um undanþágu eftir að málið komst í fjölmiðla. Væntanlegt forseta- kjör í Finnlandi Aukiii spenna í kosninga- baráttunni Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNAR kjósa eftir mánuð eftirmann Maunos Koivistos Finnlandsforseta. Kosningarn- ar eru þær fyrstu síðan í byij- un sjöunda áratugarins þar sem veruleg óvissa ríkir um úrslitin. Er þetta einnig í fyrsta skipti í 75 ára lýðveldissögu Finna sem þjóðin kýs forseta beinni kosningu. Hingað til hafa sérstakir flokksbundnir kjörmenn ráðið endanlegum úrslitum. Þrír frambjóðendur virðast hafa nánast jafnmikið fylgi, Martti Ahtisaari (Jafn.), Paavo Vayrynen (Miðfl.) og Raimo Ilaskivi (Hægrifl.). Finnlandsforseti er mjög valdamikill en mikilvægasta starfs- svið hans er utanríkismál. Þannig verða forsetakosningarnar einnig forboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópubandalaginu, EB, sem verður að líkindum haldin næsta haust. Ekki þykir ólíklegt að Váyrynen, sem er_ fyrrverandi utanríkisráð- herra, geti reiknað með vaxandi stuðningi vegna kosningasigurs þjóðernissinna í Rússlandi. Hann er eini frambjóðandinn sem hefur raunverulega reynslu af utanrikis- málum. Hingað til hefur hins vegar Ahtisaari, sem er ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, verið efstur í öllum skoðanakönnunum. Fylgi Ahtisaaris hefur þó farið stöðugt minnkandi síðan í sumar. Þá var talið líklegt að hann næði kjöri í fyrstu umferð, þ.e. fengi yfír helm- ing greiddra atkvæða. Stafaði þetta aðallega af því að Ahtisaari virtist óspilltari og heiðarlegri en þeir frambjóðendur sem voru fyrrver- andi eða jkfnvel starfandi stjóm- málamenn. Samtals eru níu karlar og tvær konur í framboði. Helsta hitamálið í kosningabaráttunni hefur verið af- staða manna til aðildar Finna að EB. Brottför: 26.janúar 3 vikur - aðeins 8 sæti I6.febrúar 3 vikur uppselt Viðbótarferð um páskana 23. mars 3 vikur Verð aðeins frá kr. 96.600,- Rio de Janeiro Þessi frægasta baðströnd heimsins hefur líklega meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í Suður Ameríku. Hér er búið í hjarta Copacabana strandarinnar við frábæran aðbúnað og spennandi ferðir í boði: Sykurtoppurinn með útsýni yfir alla Ríó, Corcovado, einkenni Ríó með Kristsstyttunni frægu og stórkostleg danssýning og kvöldverður þar sem hin fræga samba er dönsuð á ógleymanlegan hátt. Valmöguleikar Viðbótargjald fyrir Rio de Janeiro, kr. 9.800,- 5 kynnisferðir í Brasilíu með íslenskri fararstjórn aðeins kr. I 3.900,- Innifalið í verði Flug.ferðir til og frá flugvöllum erlendis.gisting á 4 stjörnu hótelum í Brasilíu, smáhýsum á Kanarí, morgunmatur í Brasilíu íslensk fararstjórn allan tímann. Flugvallarskattar kr. 4.830,- °g Salvador de Bahia Fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir siðir tíðkast ennþá. Hér er maturinn kryddaðri, dansinn heitari og tónlistin dýpri en annars staðar í Brasilíu og stórkostlegt veður allan ársins hring. Eftirsóttasti ferðamannastaður Brasilíu í dag, enda blanda af heillandi menningu og einstökum ströndum. Ferðatilhögun Beint flug til Kanaríeyja og áfram til Brasilíu. 15 dagar í Brasilíu, í Salvador de Bahia. Valkostur 2 er að vera viku í Salvador og 8 daga í Rio de Janeiro. Aukagjald fyrir Rio er aðeins kr. 9.800,- Eftir Brasilíudvölina er gist í 6 daga á Kanaríeyjum. Clpplifðu ccvintýri í afr europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 | i TURAVIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.