Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 44
44____________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24, DESEMBER 1993
Á JÓLAVAK TINNI
eftir Guðmund Guðjónsson og Kristínu Marju Baldursdóttur
Jólin eru helgur tími fjölskyldunnar. Þau eru tími samein-
ingar og sátta. Aldrei er betra að vera umvafinn faðmi
fjölskyldunnar og þeir sem eiga í slíkan faðm að venda
fínna að auður er af fleiru bergi brotinn en hinu verald-
lega. Þeir sem ekki eiga slíkt athvarf fínna á sama hátt
að fátækt er ekki bara fjárskortur og óleysanlegir skulda-
halar. Hvað er svo sem hægt að hugsa sér betra en að
slá tvær flugur í einu höggi, að fagna fæðingu frelsar-
ans og endurkomu ljóssins í sömu andránni, í hópi sinna
nánustu. En ekki eru allir svo heppnir. Af öryggisástæð-
um er það nokkur hópur sem má til að vinna um hátíð-
irnar. Má nefna lögreglumenn, slökkviliðsmenn, lækna,
hjúkrunarfólk, flugumsjónarmenn og fleiri, að ógleymd-
um ýmsum stéttum sem alltaf eru á vakt, alla daga,
allt árið, svo sem húsmæður og prestar. Þeir sem vinna
yfir hátíðirnar eru yfirleitt á vöktum, þannig að það lend-
ir ekki endilega á sama fólkinu ár eftir ár. Engu að síð-
ur eru margir í þessum hópi fjölskyldumenn sem verða
að slíta sig frá heimilinu á þessum helgasta tíma ársins.
Þetta er æðrulaust fólk sem segir gjarnan að það hafi
vitað hvað beið þeirra og það hafí valið sín störf sjálft
og kvarti því ekki. Morgunblaðið ræddi við nokkra ein-
staklinga sem eiga það sameiginlegt að vera og hafa
verið oft áður á jólavaktinni.
Jól í flugturninum
Gengur vel ef
veðrið er gott
Flugumferðarstjórar eiga ekki sjö dagana
sæla, alla daga ársins er flogið og það þýðir,
að þeir geta ekki allir verið heima í faðmi fjöl-
skyldunnar yfir hátíðirnar. Fram eftir aðfanga-
degi er flogið stíft og annar í jólum er iðulega
erilsamur, jafnvel einn af stærstu dögum ársins,
er jólahaldarar sem sótt hafa heim vini og vanda-
menn um land allt hellast aftur til síns heima
og millilandaflug fer aftur vaxandi. Einn í hópi
flugumferðarstjóra sem hvað oftast hefur verið
á vakt á hátíð ljóssins er Ingvar Valdemarsson.
Hann sagði skýringuna á því að allt flug lægi
ekki niðri vera þá að það héldu alls ekki allar
þjóðir jól og svo væri alltaf eitthvert herflug
og sjúkraflug. En þrátt fyrir jólahald er aðfanga-
dagur raunverulega eini dagurinn sem talist
getur rólegur.
„Það er mikið að gera á aðfangadag jóla og ef
veður er bjart og gott fer umferðin að fjara út þegar
á daginn líður. Verra er ef veður eru válynd og
vellir eru meira og minna lokaðir. En á venjulegum
degi er farið að draga úr umferðinni er líður að
kvöldi og er þá töluverð spenna afstaðin. Vakta-
skipti eru klukkan sjö um kvöldið og er þá reiknað
með því að þeir sem koma séu búnir að borða jólas-
teikina. Þeir sem eiga yngstu bömin fá að fara fyrr
heim ef þess er nokkur kostur. Á aðfangadagskvöld
eru fáar'vélár á ferð. Á jóladag er yfirleitt lítið að
gera, þó alltaf eitthvert herflug og eitt og eitt sjúkra-
flug. Alltaf svolítið millilandaflug. Á öðrum í jólum
byijar hins vegar hasarinn aftur og rétt eins og á
aðfangadag fer það eftir veðri og færð hversu þung-
ur dagurínn er,“ segir Ingvar um eðlilegan gang
mála í flugturninum.
- En er.ekkert jólalegt hjá ykkur?
„Jú, jú, það eru skreytingar hjá okkur og við
erum að maula sameiginlegt sælgæti. Menn eru
yfírleitt búnir að borða jólasteikina, annaðhvort var
henni flýtt"éða frestað eftir stöðu vaktarinnar, því
er ekkert jólaborðhald, en það jólalegasta hjá okkur
Ingvar Valdemarsson Morgunbiaðið/Svemr
er ef til vill skeytaregnið sem streymir til okkar um
„teleprinterana". Jólakveðjurnar berast hvaðanæva
að. bæði frá innlendum og erlendum aðilum."
- Hafa óvæntir hlutir gerst þegar þú hefur verið
á jólavakt?
„Sem betur fer hef ég ekki lent í neinu misjöfnu.
Þá á ég ekki við að veður geta verið slæm og auk-
ið álagið verulega eins og ég gat um áðan. En
sjúkraflugin eru alltaf til staðar og maður kemst
einhvem veginn í nánari snertingu við þau þegar
lítið er að gera. Annars er þetta orðið eins og hver
önnur „rútínuvinna" hjá okkur. Ég man þó eftir
einu eftirminnilegu. Þannig var eitt aðfangadags-
kvöldið um klukkan átta, að það birtust hjá okkur
tveir þjónar, útsendir af Emil Guðmundssyni sem
var veitingasalinn á Hótel Loftleiðum. Ejónarnir
vora með glæsilegt kalt borð í farteskinu og þetta
var allt hið girnilegasta. Þetta var stórmannlegt af
Emil, en gallinn var bara sá, að menn hafa ævin-
lega gert ráðstafanir til að geta borðað jólasteikina
heima og því vora menn ekki eins svangir og ella.
Nýttist þetta kalda borð því ekki sem skyldi, en það
var hugurinn sem skipti hér máli. Við þökkuðum
því vel fyrir okkur, en þetta var ekki endurtekið,"
segir Ingvar Valdemarsson flugumferðarstjóri á
hátíðarvaktinni.
Jól á lögreglustöðinni
Og kon-
ur fæða
JÓLAVAKT lögreglumanna getur
oft verið erilsöm því manneskjan
er ætíð söm við sig hvort sem er á
virkum degi eða á jólum. Vaktin
getur byijað rólega á stöðinni með
kertaljósum og smákökum en end-
að með stórbruna frammi í sveitum
eins og Ólafur Ásgeirsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn á __ Akureyri
hefur fengið að reyna. Ólafur hef-
ur verið í lögreglunni á Akureyri
í nær þrjátíu ár, byrjaði aðeins átj-
án ára gamall og hefur því oft stað-
ið vakt á jólunum.
Það var nú alltaf sérstakur andi
yfír þessari vakt. Það langaði alla
heim til fjölskyldunnar. Ég var ein-
hleypur þegar ég var fyrst á jólavakt
en saknaði auðvitað foreldra minna
og systkina. Það kom fyrir að ég skipti
við fjölskyldumenn, tók jólavaktina
fyrir þá, en þeir unnu í staðinn fyrir
mig á nýársnótt. Það var auðvitað
mikilvægt á þessum árum að komast
á áramótaballið! Eftir að ég varð fjöl-
skyldumaður varð það nú hálfdapur-
legt að fara frá börnunum og þeim
fannst það skrýtið að hafa mig ekki
hjá sér á jólunum, en svo komst það
upp í vana.“
Á stöðinni er alltaf sett upp jólatré,
kveikt á kertum og smákökur hafðar
með kaffinu. „Við reynum að hafa
þetta svolítið jólalegt. Nú orðið vinnur
helmingurinn af Iögregluliðinu yfír jól-
in, auk fangavarðanna sem einnig eru
hér. Það er orðið meira að gera yfír
hátíðirnar núna seinni árin. Umferð
hefur aukist og það lenda margir í
árekstrum og verða fyrir slysum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Akureyri segir að
allt sem gerist á jólavaktinni verði
minnisstætt.
í raun getur allt gerst á jólanótt.
Ég man eftir að við þurftum eitt sinn
að fara í mjög leiðinlegt og erfitt ölv-
unarútkall þar sem nánast öll fjöl-
skyldan slóst. Þarna voru börn í spil-
inu og því var þetta átakanlegt. Fyrir
nokkram árum var hér líka bruni
frammi í sveit á jólanótt og lögreglu-
menn voru nánast alla nóttina að
bjarga skepnunum.
Allt sem gerist á jólanótt verður
minnisstætt því þetta er nóttin þegar
ríkja á kyrrð og friður í samfélaginu
og í hjörtum okkar. En það gengur
víst ekki að gefa lögreglumönnum frí
á jólunum, því menn lenda í árekstr-
um, hús brenna og konur þurfa að
fæða þessar nætur eins Qg aðrar.“
Jól í Flugstöðinni
EIN Á RÁFI
ALLA daga er ys og þys í Leifsstöð, en á jólanótt verður byggingin
nær mannlaus ef undanskildir eru þrír eða fjórir starfsmenn. Einn
þeirra er Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir flugumsjónarmaður, sem situr
ein á sínum kontór og sendir flugmönnum skeyti.
Jól á sjúkrahúsinu
Annar andblær
ÞEGAR ég átti að standa jólavakt í fyrsta sinn kveið ég fyrir,
og því kom það mér á óvart hversu gefandi það var að vinna á
þessu kvöldi,“ segir Guðmunda Þorleifsdóttir, sem hefur starfað
sem sjúkraliði I átján ár. Hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sem
hefur þurft að standa vaktir á jólunum því eiginmaðurinn Jónas
Jóhannsson er flugumsjónarmaður og hefur því einnig þurft að
sinna starfi sínu yfir hátíðirnar.
í Flugstöðinni sjá flugumsjónar-
menn um öll gögn áhafnar fyrir hvert
flug, fínna út hvar hagstæðir vindar
blása, reikna út hleðsluskrár, sjá um
að hlaða vélamar og fleira. Flug
leggst ekki niður þótt jólin séu komin
og því þarf Jóna Sigurbjörg að sinna
sínum störfum inni í flugumsjón.
„Eftir miðnætti á jólanótt er flug
frá New York til Keflavíkur,“ segir
hún. „Ég sendi því áhöfninni veður-
upplýsingar upp úr ellefu áður en
vélin leggur af stað, síðan aftur
seinna um nóttina og svo verð ég
að taka á móti þeim þegar þeir lenda.
Vélin heldur síðan áfram til Lúxem-
borgar um morguninn og þá þurfa
hleðsluskrár að vera tilbúnar."
Jóna Sigurbjörg vann á jóladags-
kvöld í fyrra og á annan í jólum, en
verður núna að vinna í fyrsta sinn á
aðfangadagskvöld. „Ég verð héma
ein núna, sem er óvanalegt því yfir-
leitt erum við tvö. En við ætlum að
gefa hvort öðru frí og reyna að skipta
vaktinni. Þetta verður nokkuð ein-
manalegt því við verðum ekki nema
þijú eða fíögur í allri byggingunni.
Auk mín verður héma einn lögreglu-
maður, einn tollgæslumaður og ef
til vill einn starfsmaður í farþega-
þjónustunni. En ef það verður ein-
hver óvænt umferð, millilendingar
erlendra véla til dæmis, er ég með
símanúmer hjá eldsneytismönnum,
hlaðdeildinni og fleirum.
Við verðum því líklega þijú þama
ráfandi um flugstöðvarbygginguna,
en hvert á sínum stað reyndar!"
Vaktin hjá Jónu Sigurbjörgu hefst
um sjöleytið sem þýðir að hún þarf
að leggja af stað úr bænum um leið
og kirkjuklukkur hringja inn hátíð-
ina. Ef engin flugumferð er fyrirsjá-
anleg getur hún hins vegar mætt
örlítið seinna. Jóna Sigurbjörg er
barnlaus en er búin að koma eigin-
manninum í mat annars staðar að
sögn. En í flugstöðinni verður hún
alla nóttina og hvað hefur hún hugs-
að sér að gera þegar stund er milli
stríða?
„Ég horfi á sjónvarpið og mynd-
bönd milli þess sem ég sendi skeyt-
Morgunblaðið/Sverrir
Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir
flugumsjónarmaður verður á
vaktinni því flug leggst ekki niður
þótt jólin séu að koma.
in,“ segir hún. „En það er lítið jóla-
legt hérna, ef frá er talin ein jóla-
stjama!
Eiginlega finnst mér það ömurlegt
að vinna á jólunum, en það tilheyrir
víst starfinu. Enda hugsa ég það
stundum þegar jólin fara að nálgast
að best væri líklega að fá sér vinnu
í bakaríi frá níu til sex. Ég var að
vinna á jólum í fyrra, vinn á jólum
núna og vinn næstu jól og svo hugsa
ég ekki lengra fram í tímann!"
Þau hjónin eiga fjóra syni sem
nú eru uppkomnir, en hvernig var
það fyrir þá þegar þeir voru yngri
að hafa ekki mömmu heima á jól-
unum?
„Þeir vora á aldrinum tíu til
sextán ára þegar ég var fyrst á
jólavakt," segir Guðmunda. „Þá
átti ég að vera á kvöldvakt á Þor-
láksmessu, aðfangadagskvöld,
jóladag og annan í jólum! Sem
betur fer var ein einhleyp starfs-
systir mín svo elskuleg að skipta
við mig og stóð vaktina á aðfanga-
dagskvöld en ég stóð næturvaktina
hennar í staðinn. Ég var því heima
hjá fjölskyldunni fram til miðnætt-
is, en ég týndi jólunum í þetta sinn
og hefði miklu frekar viljað vinna
á aðfangadagskvöld."
Guðmunda sem starfar núna á
Landsspítalanum en vann lengst
af á Landakoti, hefur oft þurft að
vera á jólavaktinni. „Þegar maður
mætir á þessa kvöldvakt finnur
maður strax annan andblæ. Maður
skynjar svo mikla jákvæðni bæði
hjá starfsfólki og sjúklingum.
Ég vann á gjörgæsludeild og
hún er auðvitað misþung eins og
gefur að skilja. Þar er ekki hægt
að hleypa sjúklingum heim eins
og reynt er að gera á hinum deild-
unum.
Það getur verið ömurlegt að
vera á vakt á gjörgæslu þegar
miklir erfiðleikar eru. Ég man
sérstaklega eftir einu fangadags-
kvöldi. Jólahátíðin gekk í garð
klukkan sex en þá versnaði líðan
eins sjúklingsins svo mjög að við
urðum að kalla út lækna. Það
gleymdu áuðvitað allir jólunum í
nokkra klukkutíma. Við áttuðum
okkur á því seinna um kvöldið
að það var aðfangadagskvöld og