Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
51
Eldvarnagetraun bamsins
LANDSSAMBAND slökkviliðs-
númer, stutt og einfalt, sem auð- Vísbending við 2. spurningu
velt er að muna.
manna hefur sent Morgunblað-
inu „Eldvarnagetraun barnsins",
sem er liður í brunavarnaátaki
landssambandsins 1993. Get-
raunin er 6 spurningaar og fylgja
vísbendingar með, sem beina
eiga þátttakendum leið að réttu
svari.
Vísbending við 1. spurningu
N eyðarsímanúmer.
A neyðarstund er mikilvægt að
símanúmer neyðarþjónustu sé ein-
falt og auðvelt að muna. Hvernig
er neyðarsímsvörun nú háttað í
landinu? Núverandi kerfi er þannig
að lögreglan hefur síma 0112 í
Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mos-
fellsbæ og slökkvilið og sjúkraflutn-
ingar 11100, til vara 0112, og Al-
mannavarnir 22040 eða 11150.
Vitað er að í landinu eru tugir síma-
númera, sumir segja jafnvel 170,
sem þjóna því hlutverki að vera
neyðarnúmer. í brennandi húsnæði
eða við önnur neyðartilvik, t.d. lík-
amsárás, er öruggara að hafa eitt
_____________Brids___________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Frá Skagfirðingum Reykjavík
Síðasta spilakvöldið á árinu var
síðasta þriðjudag, eins kvölds jól-
atvímenningur. Yfir 40 spilarar
mættu til leiks. Urslit urðu:
N/S
Benedikt Helgason - Gylfi Jón Gíslason 248
Alfreð Alfreðsson - Viktor Bjömsson 246
Eggert Bergsson - Þorleifur Þórarinsson 233
ErlendurJónasson-ÞórirFlosason 218
\A/V
Hjálmar S. Pálsson—Jón Ingólfsson 254
Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 236
BirgirOm Steingrimsson - Þórður Bjömsson 234
1 fGupnar Valgeirsson—Júlíus Sigurðsson 229
i Spilamennska hefst á nýju ári
þríðjhdagihn 3. janúar, með eins
kvölds tvímenningi. Aðalsveita-
keppnin hefst síðan í janúar.
Skagfirðingar senda spilurum
Hvað skal gera ef eldur verður
laus?
Varið alla við ... Eldur er laus,
sjáið um að allir fari út.
Hringið í neyðarsímanúmer
slökkviliðs.
Tilkynnið hvar er að brenna, tak-
ið á móti slökkviliðinu er það kemur
á staðinn og gefið nánari upplýs-
ingar ef þær eru fyrir hendi.
Notið slökkvitæki á staðnum til
að hefta útbreiðslu eldsins þar til
slökkviliðið kemur. Ef tími ieyfir,
lokið hurðum og gluggum til að
hefta útbreiðslu eldsins þar til
slökkviliðið kemur.
Foreldrar athugið:
Skiljið lítil böm aldrei ein eftir.
Setjið límmiða á símtæki á heim-
ilinu með neyðarsímanúmeri lög-
reglu og slökkviliðs.
Kennið börnum og unglingum
hvernig og hvenær á að hringja í
neyðarsímanúmer sem á við í ykkar
heimabyggð.
um land allt óskir um gleðilega
hátíð og farsælt nýtt ár. Arnóri
Ragnarssyni, umsjónarmanni brids-
þáttar Morgunblaðsins, sendum við
kærar kveðjur, með þökk fýrir sam-
starfið á árinu.
Bridsfélag Suðurnesja
Hið árlega Keflavíkurverktaka-
mót, Vanir-óvanir, verður haldið
mánudaginn 27. des. í Stapa og á
að byija spilamennsku kl. 19.45.
Allir eru velkomnir.
Bridshátíð Vesturlands
Bridshátíð Vesturlands var hald-
in í fyrsta sinn í janúar 1993. Með
góðum stuðningi Sparisjóðsins og
Búnaðarbankans ásamt helgartil-
boði frá Hótelinu tókst að halda í
Borgamesi myndarlegt stórmót
Leikur að eldfærum
Börn undir fimm ára aldri eru í
verulegri lífshættu vegna eldsvoða
sem verða í heimahúsum. Of marg-
ir eldar verða vegna leiks barna
með eldspýtur og vindlingakveikj-
ara sem freista þeirra yngstu,
vegna þess meðal annars hve lit-
skrúðugir þeir eru.
Eru eldspýtur og vindlingakveikj-
arar geymdir, þar sem börn ná ekki
til, á þínu heimili?
Vísbending við 3. spumingu
Eldsvoðar vegna matargerðar
Eldamennska er algengasta
ástæða fyrir eldsvoðum í heimahús-
um ekki síst ef verið er að nota
feiti við matargerð. Temjið ykkur
eftirfarandi.
Farið ekki úr eldhúsinu meðan á
eldamennsku stendur.
Staðsetjið ekki auðbrennanleg
efni fyrir ofan eldavélina. Komi upp
eldur í potti eða pönnu á eldavél-
inni, þá ijúfið strauminn að hell-
unni og rennið loki yfir pottinn eða
pönnuna til að kæfa eldinn. Hringið
í slökkviliðið.
Hellið aldrei vatni á feitield.
Algengasta orsök bruna er vegna
mannlegra mistaka frekar en að
eldavélar og rafmagnstæki bili og
valdi íkveikju.
Vísbending við 4. spurningu
Þekktu til útgönguleiða á þínu
heimili
Eldsvoðar á heimilum eru al-
gengastir eldsvoða og flestir þeirra
sem farast í eldsvoða verða fyrir
því á heimilum. Reykingar í rúmi
eða annars staðar á heimilinu eru
algengasta orsök eldsvoða sem hef-
ur dauða í för með sér.
Of margir farast í þessum elds-
voðum. Flestir þessara elda kvikna
í stofum, skálum og svefnherbergj-
um vegna þess að glóð fellur í sófa
eða rúmföt. Reykurinn er í flestum
tilvikum hættulegri en eldurinn.
Þeir sem reykja eru raunverulega
að leika sér með eldinn. Með því
að vera varkár í meðhöndlun á
vindlum, vindlingum og eldspýtum
er meiri möguleiki á að þið getið
varast eldsvoða vegna þeirra. Þetta
eru dauðir hlutir, þeir valda ekki
eldsvoða, það eruð þið, fólkið sem
notar þessa hluti, sem eruð upphaf-
ið að eldinum.
Verið varkár.
Vísbending við 5. spurningu
Reykskynjarar
Reykskynjarar hafa stundum
verið kallaðir ódýrasta líftrygging
sem fólk getur keypt. Meira en
helmingur alira elda í heimahúsum
kviknar að nóttu þegar fólk er í
fasta svefni. Ef eldur kemur upp
þegar fjölskyldan er sofandi, vekur
reykskynjarinn þig. Reykskynjari
getur skilið á milli lífs og dauða í
eldsvoða. Prófið reykskynjara einu
sinni í mánuði. Ef hann virkar ekki,
skiptið þá um rafhlöðu. Ef það dug-
ar ekki er skynjarinn að öllum lík-
indum ónýtur. Kaupið þá nýjan og
setjið hann strax upp.
með þátttöku á annað hundrað
manns, þar á meðal þáverandi
heimsmeisturum.
Bridshátíðin er komin til að vera.
Sú næsta fer fram helgina 15 og
16. janúar nk. í Hótel Borgarnesi.
Laugardaginn 15. janúar kl. 9
verður spiluð hraðsveitakeppni, 10
spila leikir, sjö umferðir eftir
Monrad-kerfinu.
Á sunnudeginum kl. 10 er spilað-
ur Mitchell-tvímenningur, tvær 28
spila lotur. Þátttökugjald er kr.
1.200 fyrir spilara pr. dag. Mola-
kaffi innifalið.
Gisting fyrir tvo í eina nótt kost-
ar kr. 1.400 á mann og tvær nætur
fyrir tvo kr. 2.500. Hádegisverður
býðst á kr. 850 og veislumatur á
laugardagskvöldið kr. 2.000.
Skráning er í Hótel Borgarnesi
s. 93-71119. Nánari upplýsingar
gefur Þórður í s. 93-71703.
Ath! Gott er að hafa fyrir reglu
að skipta um rafhlöðu í reykskynj-
aranum t.d. í desember ár hvert.
Vísbending við 6. spurningu
Augnslys barna og unglinga um
áramót
Á undanförnum árum hafa
augnáverkar af völdum flugelda
orðið alvarlegri en áður. Algengast
er mar á auga, yfirleitt með blæð-
ingum inni í auganu. Oft er um
varanlega skemmd að ræða með
sjónskerðingu.
Samfara þessu geta fylgt brot í
andliti og í verstu tilfellum hefur
þurft að fjarlægja augað.
í rannsókn sem augnlæknarnir
Haraldur Sigurðsson, Guðmundur
Viggósson og Friðbert Jónasson
gerðu og birt var í Læknablaðinu
desemberhefti 1991, kemur fram
að algengasta orsök augnáverka
um áramót voru flugeldar. Tív-
olíbombur, blys og hvellhettur
deildu öðru sæti. Flestir hinna slös-
uðu voru börn og unglingar.
Flest slysanna urðu um áramótin
1987-1988 í kjölfar notkunar öfl-
ugra skotelda, svokallaðra tív-
olíbomba. Þá slösuðust fimm ein-
staklingar alvarlega á auga, þar af
þrír vegna tvívolíbomba. Töluverðar
umræður og blaðaskrif urðu þá um
hættuna af notkun flugelda og í
framhaldi af því voru tívolíbombur
bannaðar.
Foreldrar
Látum lítil börn aldrei bera eld
að flugeldum og blysum
Minnispunktar Landsamband
ið segir að lokum að aldrei verði
of brýnt fyrir foreldrum að fýlgjast
vel með börnum, bæði þeim sem
sjálf eru að verki og hinum sem
nærstödd eru þegar farið sé með
flugelda, blys eða sprengjur.
Má í því sambandi einnig benda
á nokkrar grundvallarreglur sem
hafa ber í huga við upphaf nýs
árs. Fyrst er að nefna að aldrei
skal haldið á blysum nema leiðbein-
ingar segi að það sé í lagi. Standið
þá þannig að vindurinn sé í bakið
og beinið blysinu frá ykkur. Gætið
að því að enginn verði fyrir neista-
flugi eða eldkúlum sem koma úr
blysum og notið hanska. Þá skal
minnt á að skjóta flugeldum jafnan
úr stöðugri undirstöðu og víkja vel
frá. Beygið ykkur ekki yfir skoteld
sem þið ætlið að kveikja í. Verið
til hliðar og víkið vel frá. Þegar
búið er að brenna út gamla árið er
sjálfsagt að taka til og kasta í rusl-
ið öllum umbúðum og óbrunnum
hlutum. Geymið flugelda á örugg-
um stað og þar sem börn ná ekki
til. Flugelda á ekki að geyma á
milli ára. Ef ykkur tekst ekki að
skjóta öllu upp um áramótin, ljúkið
því þá á þrettándanum.
________m
eftirréttir!
Áramótaheitið
er með
NUPO
LÉTT
næst besta megrunarkúrnum!
Brunavarnaátak 1993
Eldvarnargetraun barnsins!
1. Hvert er neyðarsímanúmer í þínu byggðarlagi ef
eldsvoða, slys eða önnur óhöpp ber að höndum?
2. Telur þú að leikur að eldspýtum og/eða vindlinga
kveikjurum geti orsakað alvarlegan eldsvoða, brunasár
og jafnvel dauða? já-------- nei--------
3. Má yfirgefa eldunartæki og önnur rafmagnstæki
þegar þau eru í notkun? já-------- nei--------
4. Hefur þú gert ráð yfrir neyðarútgönguleið, komi upp
eldur hjá þér að nóttu? já-------- nei--------
5. Er búið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum á
þínu heimili? já-------- nei--------
6. Er notkun flugelda, blysa og hvellhettna algengasta
orsök augnslysa um áramót? já--------- neí-------
20 VERÐLAUN
Öryggishjálmur, blikkandi eldurskinsmerki á reiðhjól ^
og reykskynjari og sérstakt viðurkenningarskjal Lands-
sambands slökkviliðsmanna.
Svör þarf að póstleggja fyrir miðnætti 31. desember
1993. Sendisttil Landssambands slökkviliðsmanna,
pósthólf4023,124 Reykjavík.
NAFN: -------------------------------------------
HEIMILI -----------------------------------------
PÓSTNÚMER: -----------------
SKÓLI: ---------------------------------—........
QRKIN 2160-11-21