Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
JOlAfflMIR
KWfflMA
HŒAMA
Strýtulaga; úr gamanmyndinni „Coneheads", jólamynd Laugarásbíós.
FJÖLSKYLDAN
UTAN UR GEIMNUM
Aðaljólamynd Laugarásbíós í ár er gamanmyndin Geímverurnar eða
„Coneheads“ með Dan Aykroyd í aðalhlutverki en Ieiksljóri er Steve
Barron, sem þekktur varð fyrir að gera fyrstu myndina um stökk-
breyttu ninja skjaldbökurnar að metsöluefni. Menn hafa löngum velt
fyrir sér spurningunni um hvernig jarðlíf vort kemur fyrir augu íbúa
annarra pláneta. Geimverurnar leitast við að svara því. Hin jólamynd
bíósins er hin umdeilda mynd Fullkomin áætlun eða „The Program".
PP
oo
'é
Bíóhöllin; Skyttumar þijár eftir sögu Dumas.
SKYTTURNAR EFTIR SÖGU DIIMAS
Skytturnar þrjár er jólamynd Bíóhallarinnar í ár, ný bíóútgáfa frá
Hoilywood á sögunni frægu eftir franska rithöfundinn Alexander
Dumas. Leikstjóri er Stephen Herek en með aðalhlutverkin fara
margir kunnustu leikarar Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni.
O
O
<1—1
PQ
, Þeir eru Kiefer Sutherland
'S. (sonur Donalds), Charlie She-
en (sonur Martins), Chris
O’Donnell, sem síðast lék á
móti AI Pacino í Konuilminum,
Oliver Platt og Rebecca De
Momay. Það erj Disneyfyrir-
Stækið sem steijidur að baki
mjmdarinnar en/sá sem breytt
hefur sögu Dumas í kvik-
myndahandrit/ og ekki það
fyrsta, er David Loughery.
Sagan heiur margoft verið
kvikmynduð og síðast af breska
leikstjóranum/Richard Lester árið
1974 og fóyu þá Oliver Reed, Ric-
hard Charríberlain og Michael York
með aðalhlutverkin. Sagan hefur
notið geysilegra vinsælda um allan
heim en hún segir frá ævintýrum
D’Artagnan sem heldur úr sveitinni
til Parísar og gengur þar í lið með
skyttunum þremur. „Þetta er saga
sem fjallar um kjama bræðralags-
ins,“ er haft eftir Charlie Sheen.
Það hafði lengi staðið til að gera
myndina hjá Disney en ekkert varð
úr því fyrr en Joe Roth, sem áður
stýrði 20th Century Fox, kom að
fyrirtækinu og setti myndina í
gang. Segir sagan að hann hafi
ekki verið lengi að fylla í hlutverkin.
Skyttumar þijár er enda tilvalin
mynd fyrir ungu Hollywoodleikar-
ana, sem áður hafa verið ráðnir í
hópum eins og fyrir myndimar
„Young Guns“ og „Mobsters". Kief-
er og Charlie eru þeirra þekktastir
enda með ófáar myndir að baki
þrátt fyrir ungan aldur. Platt hefur
verið minna áberandi en er líklega
þekktastur fyrir leikinn í „FJatliner"
og O’Donnell skaust í hóp hinna
eftirsóttu af yngri kynslóðinni eftir
ágætan leik á móti Pacino. Skytt-
umar þijár var næsta mynd hans
á eftir Konuilmi og viðbrigðin vora
mikil að fara úr háalvarlegu drama
í létta ævintýramynd. Það tók sinn
tíma að venjast hundruðum auka-
leikara og dýram á tökustað. „Þeg-
ar tökurnar hófust var ég alveg á
taugum," er haft eftir honum.
„Vegna þess að þú leikur kannski
í sjö sinnum fyrir hvert atriði og
ef þú ert heppinn virka tvö eða
þijú tæknilega og þú verður bara
að vona að í þeim sé leikurinn
bærilegur.“
Leikstjórinn, Stephen Herak, á
nokkrar myndir að baki en líklega
er „Bill and Ted’s Excellent Advent-
ure“ þeirra frægust.
Líkt og gaman- og metsölu-
myndin Veröld Waynes var
byggð á gamanatriðum úr
bandarísku skemmtiþáttunum
„Saturday Night Live“ er
Geimveramar byggð á atriðum
með Dan Aykroyd úr sam-
nefndum þáttum og segir frá
•<5^ fjölskyldu utan úr geimnum
Osem sest að í Bandaríkjunum.
Geimverafjölskyldan verður
| ) strandaglópur í Bandaríkjun-
um þegar geimfar þeirra brot-
lendir en meðlimir hennar era
T sendiboðar frá plánetunni
Remulak. Fjölskyldan verður
að koma sér fyrir á jörðinni og finn-
ur sér samastað í úthverfi í New
Jersey og reynir hvað hún getur að
verða fullkomlega eðlileg bandarísk
úthverfafjölskylda með öllu því sem
fylgir. Það er þó eitt sem gerir þau
strax svolítið útlendingsleg svo ekki
sé meira sagt. Höfuð Remulakbúa
er strýtulagað og skagar eins og
fjallstindur langt út í loftið.
Dan Aykroyd er fæddur í Kanada
og hóf leikferil sinn sem leikari í
Toronto áður en hann varð þekktur
í skemmtiþáttunum „Saturday Night
Live“. Hann hlaut heimsfrægð með
samvinnu sinni við annan skemmti-
kraft sjónvarpsþáttanna, John Bel-
ushi, en þekktasta myndin sem þeir
léku saman í var Blúsbræðumir eft-
ir John Landis.
Önnur jólamynd Laugarásbíós er
myndin Fullkomin áætlun eða „The
Program" eftir David S. Ward, sem
áður gerði handritið að „The Sting"
sællar minningar og hlaut óskars-
verðlaun fyrir. Fullkomin áætlun
segir frá félögum í háskólaliði í raðn-
ingi en myndin inniheldur atriði sem
klippt var úr í Bandaríkjunum. Það
sýnir félagana í liðinu leggjast út á
hraðbraut til að sýna karlmennsku
sína en krakkar í Bandaríkjunum
hermdu þennan leik eftir með
hörmulegum afleiðingum. Kvik-
myndaeftirlit ríkisins sá ekki ástæðu
til að fjarlægja það atriði fyrir sýn-
ingar hér heima.
Með eitt aðalhlutverkanna í mynd-
inni fer James Caan en hin hlutverk-
in skipa leikarar af yngri kynslóð-
inni eins og Craig Sheffer, Kristy
Swanson og Halle Berry.
PQ
<
O
TALSETT DISNEY-
MYND UM ALADDÍN
Á annan í jólum frumsýnir Sagabíó fyrstu Disneyteiknimyndina sem
sýnd er með íslensku tali, Aladdín, nýjustu afurð listamanna Disney-
fyrirtækisins sem sent hafa frá sér á undanförnum árum myndir
eins og Litlu hafmeyjuna og Fríðu og dýrið.
Islenskt tal er orðið fastur lið-
ur í barnaefni sjónvarps og
kvikmyndahúsin hafa brugðist
við kröfunni um talsetningu
með því að setja íslenskt tal í
auknum mæli á teiknimyndir.
Disneyfyrirtækið, sem stendur
fremst í heiminum í gerð
teiknimynda og á ófáa gull-
mola kvikmjmdasögunnar,
hefur ekki hingað til samþykkt
íslenska talsetningu á myndir sínar
en nú er ísinn brotinn með teikni-
myndinni Aladdín.
Á þriðja tug leikara sér um leik-
raddimar í myndinni. Má þar nefna
Felix Bergsson, Eddu Heiðrúnu
Backman, Jóhann Sigurðarson,
Amar Jónsson og Rúrík Haraldson
að ógteymdum Þórhalli „Ladda“
Sigurðssyni sem sér um rödd and-
ans í lampanum, hlutverk sem Rob-
in Williams hefur á frummálinu en
enska útgáfan verður einnig sýnd
í Sambíóunum. Þorsteinn Eggerts-
son snéri söngtextunum yfir á ís-
lensku, Randver Þorláksson sá um
Sagabíó; Aladdín og andinn í
lampanum.
leikstjórn talsetningarinnar en upp-
tökustjóm var í höndum Júlíusar
Agnarssonar.
Disneyfyrirtækið hefur
kveikt nýtt líf í gerð teikni-
mynda hin síðustu ár svo talað
er um nýja gullöld teikni-
mynda en engin hefur orðið
eins vinsæl og Aladdín. Talað
er um að hún taki inn tæpa
70 milljarða króna í heimsdreif-
ingu. Hún byggir á velþekktu
ævintýri eins og klassísku Disney
myndimar og tilurð hennar má
rekja til ársins 1989. Gert var upp-
kast að handriti sem Disneyforstjór-
inn Jeffrey Katzenberg hafnaði.
Hann kallaði nýja menn í handrits-
gerðina; Aladdín skyldi minna á
Harrison Ford ungan, Jasmine dótt-
ir soldánsins í Agrahah var gerð
að sterkari kvenpersónu og óskun-
um var fækkað úr ótakmörkuðum
fjöldar í þrjár.
Fjörugasta persónan er andinn í
lampanum og það er ekki heiglum
hent að leika hann. Hann tekur sí-
felldum stakkaskiptum og
leikur sér að herma eftir frægum
persónum um leið og hann breytir
sér í þær; þannig tekur hann á sig
form Amolds Schwarzeneggers,
Groucho Marx, Robert De Niros,
Arsenio Halls og Jack Nicholsons
svo eitthvað sé nefnt. Hugmynda-
flugið virðist ótakmarkað.
Það er þrælavinna að gera teikni-
myndir jafnvel þótt bakgrannurinn
sé litaður í tölvum. Einn
teiknari er heilan dag að gera
eina sekúndu, 24 myndir. Sem
dæmi má nefna að sami maðurinn
gerði 10.000 teikningar fyrir eitt
söngleikjaatriði myndarinnar.
Önnur jólainynd Sagabíós er
framhaldsmyndin Addamsfjöl-
skyldugildin, sem segir af frekari
ævintýram hinnar skuggalegu og
skrítnu Addamsfjölskyldu (sjá Há-
skólabíó).