Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
57
Morgunblaðið/RAX
Sunna nostrar mikið við hvern og einn jólasvein og gefur hveijum
þeirra sín séreinkenni.
LIST
Karlamir hafa hver
sinn persónuleika
Sunna Emanúelsdóttir var hálfn-
uð með 43. jólasveininn sinn
þegar Morgunblaðið heimsótti hana
í Breiðholtið í vikunni. Hún býr þó
ekki eingöngu til jólasveina því ver-
urnar eru af ýmsum toga. Nokkrar
útgáfur eru af Grýlu, Leppalúða og
álfabömum, auk allra jólasvein-
anna. Verurnar eru allar með sín
persónueinkenni og Sunna ákveður
sjaldnast fyrirfram hvaða jólasvein
hún ætlar að búa til. „Þeir öðlast
bara líf smám saman. Stundum verð
ég að leggja hálfkláraðan jólasvein
frá mér, því ég hef einhvern veginn
ekki náð sambandi við hann. Svo
kemur að því að mér tekst að ljúka
við hann og skapa persónueinkenn-
in,“ segir hún og bendir blaðamanni
á nokkur sérkenni.
Grýla í uppáhaldi
Sunna gekkst und-
ir aðgerð í haust og
er enn að jafna sig
eftir hana, þannig að
hún hefur stytt sér
stundir á haustmán-
uðum við að búa til
karlana. „Ég hef
gengið með það í
maganum frá því ég
var barn að búa til
þessa fjölskyldu.
Grýla er sér í lagi
mikil vinkona mín og
mér fínnst skemmti-
legast að búa hana
til,“ segir hún. Lítur
síðan á blaðamann og
heldur áfram: „He-
furðu nokkum tím-
ann lesið um konu
sem hefur verið talað
um eins og hana
Grýlu?
Sjálf ólst ég upp í
sveit og heyrði marg-
ar sögur af henni. Ég
er hér með ljósrit af
ýmsum Grýlukvæð-
um,“ segir hún um leið og hún nær
í nokkur blöð og grípur niður í
Grýluljóðum úr bókinni í jólaskapi:
...þríhöfðuð þjófsdóttir
þessi er að sjá,
faxmikil flagðkonan,
flugþykk og há,
augun likt sem eldhnettir
eyrun sem gjá,
kinnurnar sem kýrvömb,
kolsvört og grá...
Eftir að hafa lesið upp fleiri kvæði
um Grýlu — sem Sunna telur að
hafi veri mikill kvenskörungur —
og rætt um hana litla stund segir
hún, að sér finnist leiðinlegt hvað
Grýlu hafi verið gerð lítil skil einkum
'undanfarið.
Játaði allar syndirnar
Það sem ýtti enn undir áhuga
Sunnu á að búa til Grýlu og börnin
hennar var atburður sem gerðist
fyrir mörgum árum_ þegar sonur
hennar, Gunnar Bjöm, var lítill.
„Hann sá útstillingu í
verslunarglugga, þar sem Grýla var
með pottinn sinn ásamt Leppalúða
og jólasveinunum. Þegar hann sá
ósköpin játaði hann margra ára
gamlar syndir sínar á staðnum,“
segir Sunna og hefur greinilega
gaman af. „Hann grenjaði og gólaði
og sagðist aldrei skyldu borða
nammið úr skónum hans Magga,
yngri bróður síns. Allar gömlu
syndirnar fylgdu síðan á eftir.
Síðan hef ég hótað Gunnari að
ég mundi gefa honum Grýlu og
fjölskyldu hennar. Ég held að ég
hafi fátt gert um dagana sem er
jafn skemmtilegt og þess vegna eru
karlanir orðnir eins margir og raun
ber vitni.“
Mikil vinna liggur í körlunum og
segist Sunna t.d. hafa tekið saman
þá tíma sem tók að fullgera
Giljagaur. Tímarnir urðu 34 áður
en yfir lauk. „Ég pijóna sum fötin
eins og peysur, vettlinga, sokka og
húfur. Stundum nota ég einhvers
konar ullarefni í buxurnar en
búkarnir eru fylltir með
púðafyllingu.“ Sem dæmi um nostur
Sunnu má geta þess að allir
vettlingamir eru með tveimur
þumlum eins og tíðkaðist fyrr á
öldinni og hún hefur saumað bætur
á flíkur jólasveinanna. Þá má ekki
gleyma sauðskinnsskónum sem
saumaðir eru úr leðri, en allt er
þetta örsmátt. Andlitin gefa
jólasveinunum ekki síst
persónueinkenni, því þau eru fyllt á
sama hátt og búkarnir. Þannig eru
nefin misstór auk þess sem þeir
hafa bæði augu og munn.
Persónusköpunin erfiðust
Þegar Sunna er spurð hvað sé
erfiðast við að búa til jólasveinana
svarar hún eftir smá umhugsun:
„Það er að skapa „karakterinn".
Ég verð að vera ein og fá að vera
í friði þegar ég er að ganga frá
hverjum karli fyrir sig, búa til
andlitið og hreyfingarnar. Þeir
ganga mjög nærri manni og þegar
ég hef lokið við hvern og einn er
ég búin að fá nóg að sinni.
Jólasveinarnir hafa alltaf verið
gjörólíkir. Þótt ég hafi t.d. búið til
nokkra Stekkjastaura þá eru þeir
aldrei eins. Þegar þeir fara að líkjast
hveijir öðrum þá er kominn tími til
að hætta, því ég hef aldrei heyrt
að Grýla ætti tvíbura," sagði Sunna
Emanúelsdóttir.
Sunna Emanúelsdóttir hefur búið til 43
jólasveina frá því í haust, auk Grýlu og
Leppalúða.
Jólítmyndin í 07*
finiM*., >» V S99H *:i’-
ecrG4lDH) m AKUREYRI