Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 1
80 SIÐUR B l.tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikið umrót í s-afrískum stjórnmálum Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. NOKKRIR af liðsmönnum skæruliðahers Afríska þjóðarráðs- ins, ANC, í Suður-Afríku hafa gengið til liðs við Þjóðarflokk F.W. de Klerks forseta og bera við óánægju með stefnu.blökku- mannasamtakanna. Segja liðhlauparnir m.a. að mönnum af þjóðerni Xhosa sé hampað á kostnað annarra en talsmenn ANC fullyrða að mennirnir hafi skipt um flokk í von um að hagnast á því fjárhagslega. Meðal liðhlaupanna eru þrír fyrrverandi liðsforingjar. Skæruliðar ANC voru liðsmenn hernaðararms ANC, Umkhonto we Sizwe, sem nefnt er MK í daglegu tali og er vitað að allmargir þeirra hafa gengið í Þjóðarflokkinn og Lýðræðisflokkinn sem annars er flokkur miðjumanna úr röðum hvítra. Það var Þjóðarflokkurinn sem ýtti aðskilnaðarstefnunni, apartheid, úr vör skömmu eftir stríð. The CityPress, eitt af dagblöðum svertingja í Jóhannesarborg, skýrði frá liðsflóttanum á sunnudag og staðfesti þar með upplýsingar frá talsmönnum Þjóðarflokksins. Meðal nýrra liðsmanna flokksins er Sidney Ramasodi, félagi í sérsveitum MK, einnig Joe Nxumalo og Vronda Banda, sem báðir sátu árum saman í fangelsi á Robben-eyju vegna starfa sinna fyrir MK. Xhosa-mað- urinn Nelson Mandela, leiðtogi ANC, afplánaði fyrstu árin af 27 ára fangavist sinni á eyjunni. Banda er nú framkvæmdastjóri deildar Þjóðarflokksins í Sow'eto, helsta hverfi svertingja í Jóhannes- arborg. Hann sagði þremenningana hafa skipt um flokk vegna þess að ANC hefði enga raunhæfa stefnu í efnahagsmálum. „Ég óttast að þeir steypi landinu okkar út í til- raunir sem byggja á stefnu annarra þjóða og geri út af við efnahag- inn.“ Hvítir S-Afríkumenn óttast margir að kommúnistar muni hafa mikil áhrif á efnahagsstefnu ANC og hefja þjóðnýtingar- og ríkisaf- skiptastefnu til öndvegis. Er Banda var spurður hvernig honum fyndist að vinna með fyrrverandi kvölurum sínum svaraði hann: „Þetta er nýr Þjóðarflokkur." Fulltrúi Þjóðarflokksins gaf í skyn að ein af ástæðunum fyrir klofningnum væri þjóðaerjur innan MK auk óánægju með að samtökin hefðu svikið loforð um að greiða skæruliðum sem snúið hafa heim úr útlegð, fé sem eyrnamerkt hafði verið til stuðnings þeim. Reuter. Aukið ofbeldi MARGIR óttast að pólitískt ofbeldi muni færast mjög í aukana í Suður-Afríku eftir því sem dregur nær fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu, sem haldnar verða í apríl. Þúsundir hafa fallið í innbyrðis átökum blökkumanna á undanförnum árum. Á myndinni má sjá lögreglumenn fjarlægja lík manns sem skotinn var til bana af mönnum er keyrðu hjá í bifreið. PLO hafnar skilmálum Israela fyrir viðræðum Túnisborg. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, hafnaði í gær kröfu Israela um að fyrirhugaðar friðarvið- ræður þeirra færu fram á grundvelli umdeildra tillagna, sem komu fram í samningaviðræðum PLO og ísraela í Kaíró í vik- unni sem leið. „Við höfnum skilmálum ísraela og við bíðum eftir svörum þeirra við breytingum okkar á tillögunum,“ sagði Suleiman Najab, sem á sæti í framkvæmdastjórninni, eftir fund hennar í gær. „ísraelar bera ábyrgðina á því að viðræðurnar hafa stöðvast.“ Framkvæmdastjórnin ræddi skilaboð frá ísraelsstjórn um að hún myndi ekki hefja friðarviðræð- ur að nýju nema á grundvelli til- lagnanna. ísraelar segja að samn- ingamenn PLO hafi samþykkt til- lögurnar í viðræðunum í Kaíró en Yasser Arafat, leiðtogi samtak- anna, hafi snúist gegn þeim. „Það varð ekkert Kaíró-sam- komulag til,“ sagði Najab. „Þetta eru ísraelsk drög sem voru lögð fyrir forystu Palestínumanna." Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, kvaðst samþykkur þessari túlkun á fundinum í Kaíró. Ráðgert hafði verið að samn- ingamenn PLO og Ísraela hæfu viðræður í Taba í Egyptalandi í gær eða dag um ýmis deilumál sem koma í veg fyrir að brottflutningur ísraelskra hermanna af hernumdu svæðunum geti hafist samkvæmt friðarsamkomulagi þeirra frá því í september. Brottflutningurinn átti að hefjast 13. desember. Sjö Palestínumenn, sem hafa beitt sér fyrir breytingum á starf- semi PLO, skýrðu hugmyndir sínar fyrir framkvæmdastjórninni og hvöttu hana til að taka upp lýðræð- islegri starfshætti. „Við ræddum leiðir til að bæta starfsemina, koma stofnunum Palestínumanna í nú- tímalegra horf og tileinka okkur lýðræðislegar hefðir,“ sagði einn stjórnarmannanna. Blóðugir bardag- ar í Afganistan Kabúl. Reuter. BLÓÐUGIR bardagar geisuðu í tveimur afgönskum borgum í gær, þriðja daginn í röð. Tugir mauna höfðu fallið og 870 særst í bardögun- um og fyrrverandi hershöfðingi í her kommúnista lýsti þeim sem upp- reisn gegn Burhanuddin Rabbani forseta. Bardagarnir voru milli stjórnar- hers Rabbanis og liðsmanna Abduls Rashids Dostums hershöfðingja. Sprengjur féllu á íbúðahverfi í mið- borg Kabúl og talsmaður forsetans sagði að varfærnislega áætlað hefðu 70 manns beðið bana. Þetta eru mannskæðustu bardagarnir í Kabúl í hálft ár og óttast er að þeir breiðist út næstu daga. Rauði krossinn skýrði einnig frá því að harðir bardagar hefðu geisað undanfarna þijá daga í borginni Mazar-i-Sharif, höfuðvígi Dostums. „Við gerðum árásirnar vegna þess að við viljum breyta stjórnkerf- inu í Afganistan," sagði Fauzi hers- höfðingi, yfirmaður hermanna Dostums í Kabúl. iveuier. í rústunum NAJIBULLAH Pupal, aðstoðarforstöðumaður Kabúlsafnsins, tínir saman leirmuni úr rústum safnsins, en það eyðilagðist í bardögunum. Euro Dis- ney lokað? París. Reuter. HLUTABRÉF í Euro Disney í Frakklandi féllu vebulega í verði um helgina eftir að Michael Eisner, stjórnarfor- maður Walt Disney Co., sagði, að hugsanlega yrði skemmtigarðinum lokað. Hlutabréf í Euro Disney féllu strax um 6% við yfirlýsingu Eisners þótt flestir telji raunar, að henni hafi fyrst og fremst verið ætlað að hafa áhrif á lán- ardrottna Euro Disney, rúm- lega 60 bankastofnanir. Eisner sagði í viðtali við franska viku- ritið Le Point, að allt kæmi til greina, einnig að loka fyrirtæk- inu, sem rekið hefur verið með gífurlegum halla. Walt Disney Co. á 49% í Euro Disney og hefur stutt það hingað til en stuðningnum verð- ur hætt í vor. Fyrir þann tíma verður því að semja um skuld- irnar og finna nýtt fjármagn eigi fyrirtækið að lifa. Frammámenn í ANC til liðs við Þj óðarflokkinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.