Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
9
Útsalan er hafin
40% afsláttur
TESS
Nt
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opið virkadaga
kl.9-18,
laugardaga
kl. 10-14.
Allir muna eftir Aromatic,
vinsælustu kaffikönnunni á
markaðnum.
Moccamaster frá Techni-Vorm
er verðugur arftaki.
MOCCAMASTER
- glæsileg og traust kaffikanna
“ Fæst i næsttT"
raftækiaverstun_
I. Guðmundsson & Co. hf.
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN'
SÍMI 91-24020 FAX 91-623145
HEFST A MORGUN
VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
Laugavegi 97
...ÞÍN VEGNA!
Viðskiptajöfn-
uðurinn
UTANRIKISVIÐSKIPTI OG GREIÐSLUJÖFNUÐUR
Betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum
Endurskoðuð þjóðhagsáætlun bendirtil þess að á árinu 1993 verði viðskiptahalli
0,8% af landsframleiðslu. Það yrði besta útkoma I viðskiptum við útlönd frá 1986,
er síðast varð afgangur t utanrikisviðskiptum. Viðskiptajöfnuðurínn var hagstæður
um 3,5 ma.kr. á þríðja ársfjórðungi 1993. Þessi jákvæða niðurstaða stafar af óvenju
hagstæðum vöruskiptajöfnuði sem nam 4 ma.kr., en 0,5 ma.kr. halli var á þjónustu-
\jöfnuði við útlönd. Útflutningshorfur fýrir 4. ársfjórðung eru tiltölulega bjartar. Aukið
| magn útflutnings og minni innfíutningur að magni til hafa bætt viðskiptajöfnuðinn,
' verri viðskiptakjör hafa unnið nokkuð á móti.
Betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum
„Endurskoðuð þjóðhagsáætlun bendir til þess að á árinu 1993
verði viðskiptahalli 0,8% af landsframleiðslu. Það yrði þezta
útkoman í viðskiptum við útlönd síðan 1986, er síðast varð af-
gangur í utanríkisviðskiptum". Svo segir í Hagtölum mánaðar-
ins, desemþerhefti 1993.
í Hagtölum mánaðar-
ins, sem Seðlabanki ís-
lands gefur út, segir að
viðskiptahalli við um-
heiminn verði aðeins
0,8% á árinu 1998, þrátt
fyrrir bág viðskiptakjör.
Orðrétt segja Hagtölur:
„Viðskiptajöfnuðurinn
var hagstæður um 3,5
milljarða króna á þriðja
ársfjórðungi 1993. Þessi
jákvæða niðurstaða staf-
ar af óvenju hagstæðum
vöruskiptajöfnuöi, sem
nam fjórum miiljörðum
króna, en hálfs milljarð-
ar halii var á þjónustu-
jöfnuði við útlönd. Út-
flutningshorfur fyrir
fjórða ársfjórðung eru
tiltölulega bjartar. Aukið
magn útflutnings og
minni innflutningur að
magni til hafa bætt við-
skiptajöfnuðinn, en verri
viðskiptakjör hafa unnið
nokkuð á móti.
Fyrstu níu mánuði árs-
ins var viðskiptajöfnuður
við útlönd hagstæður um
174 milljónir króna, en á
sama tima í fyrra var
halli í utanríkisviðskipt-
um 5.800 m.kr á sam-
bærilegu gengi. Þessi
umskipti stafa af mmni
innflutningi vegna lækk-
unar á raungengi krón-
umiar og samdráttar
þjóðarútgjaida. Útflutn-
ingsveröma'ti vöru og
þjónustu er nær óbreytt
á föstu gengi þrátt fyrir
verðlækkun og birgða-
söfnun á lielztu útflutn-
ingsafurðum okkar, fiski
og áli. Vöruskipt<yöfnuð-
urinn nú í október var
hagstæður um tvo millj-
ai'ða króna, en var í fyrra
óhagstæður um 2,6 mill^-
arða króna. Samkvæmt
nýrri þjóðhagsáætiun
Þjóðhagsstofnunar verð-
ur viðskiptahallinn á ár-
inu í heild aðeins 0,8%
af landsframleiðslu. Við-
skiptahallinn mun þvi
minnka talsvert í ár, því
að hann nam 3,1% af
vergri landsframleiðslu
1992 og 4,7% 1991. Á síð-
asta áratug var við-
skiptajöfnuður við útlönd
aðeins einu sinni jákvæð-
ur. Það var árið 1986...“
Vöruskipta-
jöfnuður
„Vöruútfiutningur á
föstu gengi íslenzku
krónunnar, þ.e. gjaldeyr-
isverðmæti hans, minnk-
aði um 2,4 milijarða
króna eða 3,4%, en gjald-
eyrisverðmæti vörainn-
flutnings minnkaði á
sama tíma um 8,6 millj-
arða króna, eða 12,7% á
milli ára. Vöruinnflutn-
ingur á fyrstu níu mán-
uðum ársins dróst hins
vegar saman að magni
(á föstu verði) um 13,7%.
Helzu ástæður þessa era
gengislækkun krónuim-
ar, sem valdið hefur
hækkun innflutnings-
verðs og þá um leið
skertum kaupmætti,
skuldastaða heimila og
fyrirtækja og gjaldþrot
fyrirtækja. Innflutningur
lirávai a og rekstrarvara
hefur dregizt saman um
11% að magni, íjárfest-
ingarvara um 14% og
flutningatækja um 39%.
Þar munar mestu um
skip og flutmngatæki til
atvinnurekstrar. Gjald-
eyrisverðmæti innfluttra
skipa var á fyrstu níu
mánuðum þessa árs
(1993) 2,4 milljörðum
miiini en fyrir ári ...
Útflutningur var á
fyrstu níu mánuðum
þessa árs 2,8% meiri að
magni en á sama tímabili
fyrir ári. Meðalverð út-
flutningsafurða var tæpu
prósenti hærra í ár,
þannig að Verðmæti út-
fiutnings í íslenzkum
krónum var 3,8% meira
en í fyrra. Mestu munar
að útflutningsmagn land-
frystra sjávarafurða hef-
ur aukizt um 6%, sjó-
frystra afurða um 23%
og kísiljáms um 40%, auk
•þess sem hækkun hefur
orðið á kisiljárni. Á móti
vegur að í magni hefur
útflutningur saltfisks,
saltaðrar síldar, fersks
og kælds fisks og áls
dregizt saman.“
Þjónustujöfn-
uður
Hagtölur segja hallann
á þjónustujöfnuði 1993
9,2 milljarða króna.
Vaxlajöfnuðui' við útlönd
var óhagstæður um 11,5
milljarða króna, sem þýð-
ir, að þjónustujöfnuður
án vaxta var jákvæður
um 2,3 mHljai'ða króna.
Staða erlendra lána nam
255 milljörðum ki'óna i
lok september 1993; þar
af stafaði 10,7% af hækk-
un á gengi erlendra
gjaldmiðla. Erlendar
skuldir að frádregnum
peningalegum eignum
námu um 230 milljörðum
króna.
Útbob ríkisvíxla
til 3, 6 o§ 12 mánaba
fer fram mibvikudaginn 5. janúar.
Nýtt útboð á ríkisvíxlum fer fram á
morgun. Um er aö ræða 1. fl. 1994
A, B og C í eftirfarandi verðgildum;
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaba
með gjalddaga 8. apríl 1994, 8. júlí
1994 og 6. janúar 1995. Þessi flokkur
verður skráður á Verðbréfaþingi íslands
og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki
ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verba seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í
meðalverð samþykktra tilboða er
1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á ab
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Abrir sem óska eftir að gera tilbob í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilbobsgerð fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt að bjóba í
vegið meðalverb samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa
að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14 á morgun, miövikudaginn
5. janúar. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því ab
7. janúar er gjalddagi á 19. fl.
ríkisvíxla sem gefinn var út
8. október 1993.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.