Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994
Skop í skammdegi
_________Leiklist______________
Bolli Gústavsson
Leikfélag Akureyrar: Góðverkin
kalla — Átakasaga. Höfundar
leikrits, söngtexta og laga: Ár-
mann Guðmundsson, Sævar Sig-
urgeirsson og Þorgeir Tryggva-
son. Leikstjórn: Hlín Agnars-
dóttir. Leikmynd og búningar:
Stígur Steinþórsson. Lýsing:
Ingvar Björnsson
„Það er ekki auðvelt að vera
góður, en það borgar sig,“ segir
Jónas formaður Dívansklúbbsins á
Gjaldeyri við Ystunöf. Út af þeirri
fullyrðingu er lagt í skopleiknum
„Góðverkin kalla“, sem LA frum-
sýndi að kvöldi 27. desember sl.
Sá sem hefur tilhneigingu til
þess að leggja út af öllu, sem hann
les eða heyrir, myndi telja þetta
sérstæða leikverk nokkuð kald-
hæðnislega ádeilu á verkaréttlæti.
En ljóst er að höfundum er ekki í
mun að prédika, heldur að kitla
hláturtaugar leikhúsgesta, já, gera
þeim glatt í geði og það tekst þeim
með hnyttnum vef þar sem hnýfla-
lítil ádeila er jafnan skammt und-
an. Að vísu virðist framvindan
nokkuð óræð í upphafi og getur
þá jafnvel veknað sú hugsun að
hægt sé að heimfæra eftirfarandi
stöku Bjarna frá Gröf upp á þá
þremenninga:
„Ég er oftast ekkert fyndinn
ætli ég mér að vera það,
þó í mig ekki vanti vindinn,
vitið er bara takmarkað.“
En brátt er sýningin komin á
gott skrið og þeir ágætu Þingeying-
Aðalsteinn Bergdal.
ar, Sævar, Þorgeir og Ármann,
reynast síst af öllu merglausir,
heldur hafa þeir góð tök á farsíma-
smíðinni, enda er húmorinn alls
ekki þvingaður fram með áreynslu,
heldur geislar hann af ungæðis-
legri kæti.
Það liggur í loftinu að þeir hafa
skemmt sér konunglega við að
móta farsann og þá ekki síst semja
orðaleikina, sem eru aðall hans.
Þar nýtur sín hugkvæmni og þessi
rótgróna, þingeyska málkennd,
sem þeim er í blóð borin. Þá flett-
ast inn í söngvar sem eru leikprýði
og sérlega skemmtilega túlkaðir.
Það er ástæðulaust að rekja hér
söguþráð, en við söguna koma
skemmtilega gerðar persónur í dá-
litlu kauptúni. Mér skilst að leikar-
ar, sem fram koma í sýningunni,
hafi verið hafðir í huga er þær
voru sniðnar. Af því leiðir, að allir
gera vel.
Aðalsteinn Bergdal leikur Jónas
fyrrum bamakennara og formann
Dínasklúbbsins af mikilli virkt. I
hlutverkinu er Aðalsteinn reyndar
eins og snjöll skopmynd, gervið
frábært, og leikur hans í fyllsta
samræmi við það. Þá spillir ekki
söngfæmi leikarans.
Saga Jónsdóttir leikur dulítið
bælda og einfeldningslega húsmóð-
ur, eiginkonu Jónasar, af kímilegri
einlægni og hógværð.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir leik-
ur unga og barnalega hjúkrunar-
konu frá Akureyri. Já, einhvern
veginn virðast mér höfundar birta
kunnugleg viðbrögð í þeirri per-
sónu, en þar var kominn fulltrúi
frá höfuðstað Norðurlands, sem
vill kynnast mannlífl í „litlu plássi“.
Ingibjörg Gréta leikur hér sitt
fyrsta hlutverk á leiksviði og ber
leikur hennar þess nokkur merki,
þó vel komist hún frá því að túlka
áhuga stúlkunnar á íslenska smá-
bænum Gjaldeyri.
Rósa Guðný Þórsdóttir leikur
Drífu, formann kvenfélagsins
Sverðliljunnar, af miklum þrótti.
Þetta er sóknarleikur hjá Rósu,
óvænt sýnir hún á sér nýja hlið,
prýðilegan og svipbrigðaríkan
skopleik.
Lúðvík, mann Drífu og formann
Lóðarísklúbbsins, leikur Sigurþór
Heimisson. Túlkar hann löglærðan
leiðindapúka af nákvæmni og tekst
sannarlega upp í skoplegum tökt-
um og úthald skortir hann ekki.
Skúli Gautason leikur klofinn
persónuleika og eru hamskipti
bankastjórans mögnuð í meðferð
hans. Þarna birtast til skiptis mis-
Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Dofri Hermannsson.
kunnarlaus ofbeldismaður (e.k.
Frankenstein) og meinlaust góð-
menni í einum og sama manninum.
Skúla tekst vel.
Þá er ekki að spyrja að Sigur-
veigu Jónsdóttur í hlutverki Bínu.
Sigurveig blæs sannarlega hressi-
legu og svipbrigðaríku lífi í þessa
viðsjálu kerlingu.
Sigurður Hallmarsson leikur
Bjöm lækni af hlýju og skilningi,
en Dofri Hermannsson fer með
hlutverk smiðsins og kvenna-
mannsins, Nonna, af snöfurlegu
öryggi.
Oddur Bjarni Þorkelsson fer með
nokkur minni hlutverk og skilar
þeim með sóma.
Leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir,
mótar traustan og hnökralausan
heildarsvip á ærslamikið verk, og
leikmynd Stígs Steinþórssonar er
vönduð og vel við hæfi.
Þeir sem hafa gaman af skopi
og kæra sig um að komast í gott
skap eiga sannarlega nokkurt er-
indi í Samkomuhúsið á Akureyri
um þessar mundir.
Sutnir halda...
En rétt er...
... að íslenskur landbúnaður éti upp
afrakstur annarra atvinnugreina í landinu.
... að íslenskur landbúnaður skilar þjóðinni
tekjum langt umfram útgjöld til landbúnaðarmála.
íslensk landbúnaðarframleiðsla er ein meginuppspretta
verðmæta á íslandi. Þau verðmæti er unnt að
auka á komandi árum.
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAÐUR