Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4, JANUAR 1994
Líf, dauði og siðferðileg verðmæti
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Vilhjálmur Arnason: Siðfræði lífs
og dauða. Rannsóknastofnun í sið-
fræði, 1993, 325 bls.
Heilbrigðisþjónusta er ein mikil-
vægasta þjónusta, sem veitt er í
hvetju samfélagi. í Evrópu er algeng-
ast þessa áratugina að heilbrigðis-
þjónusta sé í verkahring ríkisins,
þótt nokkur hluti hennar hafi verið
einkarekinn. Annars staðar hefur
þessu verið komið öðruvísi fyrir.
Heilbrigðisþjónusta er ein meginstoð
þess velferðarríkis, sem flest þróuð
ríki hafa stofnað til á þessari öld.
Heilbrigðisþjónusta, sem nær til allra
og sinnir flestum alvarlegum kvillum
manna, er einhver mikilvægustu
gæði hvers þjóðfélagsþegns. Ástæða
þessa er sú, að góð heilsa er for-
senda flests, sem við gerum.
Heilbrigðisþjónusta vekur ýmsar
spumingar, eins og eðlilegt er. Það
eru spurningar um eðli þjónustunn-
ar, umfang, kostnað og ýmislegt
fleira. Þróun tækni í læknisfræði
hefur á síðustu árum krafizt svara
við erfiðum spurningum vegna þess
að möguleikar tækninnar eru svo
dýrir, að það er ekki nokkur mögu-
leiki á að greiða fyrir þá alla.
Á síðustu tveimur áratugum eða
svo hefur siðfræði beint athygli sinni
að ýmsum siðferðisvanda í heilbrigð-
isþjónustu. Nú er svo komið að sið-
fræði heilbrigðisþjónustunnar er orð-
in sérgrein innan siðfræðinnar. Þetta
er angi af þeirri þróun innan siðfræð-
innar, að hún hefur tekið að fást við
margvíslegan verklegan eða prak-
tískan vanda mannlífsins, sem hún
hafði vanrækt iengst af þessari öld.
Vilhjálmur Árnason hefur nú
skrifað bók um siðfræði heilbrigðis-
þjónustu. Bókin er rituð af víðtækri
þekkingu, umtalsverðri skarp-
skyggni og góðum smekk á mál og
stfl. I þessari bók er að finna orð-
ræðu um fáein vandamál nútíma
heilbrigðisþjónustu, þar sem flestu
er til skila haldið, sem komið hefur
fram í þeim alþjóðlega heimi, sem
þessi fræði hrærast í. Þessi bók er
sennilega markverðasta framlag til
siðfræði á íslenzku á seinni árum.
Bókin skiptist í sex kafla. Í fyrstu
tveimur köflunum er fjallað almennt
um heilbrigðisþjónustuna og siðferði-
leg vandamál, sem koma upp innan
hennar. Þar er að finna greinargerð
fyrir siðferðilegum verðmætum al-
mennt og eins og þau koma fram í
heilbrigðisþjónustu, þar er afar fróð-
legur þáttur um þagnarskyldu starfs-
fólks í heilbrigðisþjónustu, samræð-
ulist sem aðferð við að leysa siðferði-
leg vandamál og ýmislegt fleira.
Síðan taka við fjórir kaflar um
valin viðfangsefni í siðfræði heil-
brigðisþjónustu. Þriðji kaflinn segir
frá sföðu samþykkis sjúklinga fyrir
aðgerðum á spítala og þátttöku í
rannsóknum. Þar er kafað ofan í þau
skilyrði, sem slíkar ákvarðanir þurfa
að hlíta og sömuleiðis þær ákvarðan-
ir, sem eru teknar fyrir aðra.
fjórði kaflinn nefnist „Líkn og
dauði“. Eins og nafnið bendir til, er
farið yfir ýmis vandamál, sem tengj-
ast dauðanum. Þar er fyrst að telja
dauðahugtakið sjálft, flutning líf-
færa, líknardráp og líknardauða,
umönnun deyjandi fólks og höfnun
sjúklinga á meðferð. Fimmti kaflinn
skoðar hinn endann á mannsævinni,
upphaf mannlegs lífs. Þar vakna
ýmsar erfiðar spurningar um stöðu
fóstra, fóstureyðingar, greiningu
erfðagalla á fósturskeiði, úrbætur við
ófijósemi og vanskapaða nýbura.
Síðasti kafli bókarinnar er íhugun
um eðli góðrar heilbrigðisþjónustu.
- Þar er skoðuð skilgreining á heil-
brigði, réttlæti í heilbrigðisþjónustu
og forgangsröðun, heilsuvernd og
þau mörk, sem þessari tegund þjón-
ustmhljóta að vera sett. Það er rétt
að taka fram, að þótt hver kafli bein-
ist að tilteknu viðfangsefni, þá er
mjög víða komið við í textanum.
Höfundur hefur viðað að sér miklu
efni og vinnur úr því skipulega.
Það eru í meginatriðum tvær leið-
ir við að skrifa bók af þessu tæi.
Önnur leiðin er sú, að einbeita sér
að kenningum úr siðfræði og skoða
síðan dæmi úr heilbrigðisþjónustunni
út frá þeim. Hin leiðin er að sökkva
sér niður í raunveruleg vandamál
starfsfólks í heilbrigðisþjónustu,
reyna að sjá hvernig og hvers vegna
þau verða til og reyna að íhuga þau
og flokka. Vilhjálmur hefur valið
seinni leiðina og mér virðist það rétt
valið. Ég hygg að sú leið hafi verið
erfiðari fyrir höfundinn en vonandi
skemmtilegri og bókin verður fyrir
vikið gagnlegri fyrir lesandann. En
þessari ákvörðun fylgja ákveðnar
hættur. Sú er þó mest, að umfjöllun
bókarinnar verði ekki eins skýr og
skipuleg og ella væri, meginlínurnar
ekki eins skarpar. Mér virðist Vil-
hjálmur ekki sneiða alveg hjá þeirri
hættu.
Það er af mjög mörgu að taka í
þessari bók, enda hefur verið lögð í
hana mikil vinna og umhugsun. Ég
er sammála mörgu í þessari bók en
ósammála öðru, eins og gengur. Það
er til dæmis sérstaklega lofsvert, að
höfundurinn er andsnúinn réttinda-
tali, þegar rætt er um samband sjúkl-
ings og læknis eða hjúkrunarfræð-
ings. Það hefur hlaupið slíkur ofvöxt-
ur í allt réttindatal á síðustu árum,
að það er að verða merkingariaust.
Mér virðist líka, að það skyggi á mikil-
væga þætti í einkennum samskipta
sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks,
sérstaklega skyldur þess.
Þetta má sjá af einföldum saman-
burði. í viðskiptum á fijálsum mark-
aði er hin eðlilega skipan sú, að hver
og einn hugsi um eigin hag. Við-
skipti eiga sér ekki stað, nema menn
telji hag sínum borgið. Innan heil-
brigðisþjónustunnar mega samskipti
manna ekki stjórnast með sama hætti.
Heilbrigðisstarfsfólki beinlínis ber að
hafa hag sjúklinga að leiðarljósi í
störfum sínum. Ef það gerir það ekki,
er það að bregðast skyldum sínum.
Menn geta rétt ímyndað sér hvers
konat' skipan það yrði, ef eiginhags-
munir lækna réðu því, hvaða aðgerð-
ir væru framkvæmdar. Þessi munur
á heilbrigðisþjónustu og fijálsum
markaði er grundvallaratriði og hann
gengur skýrt fram af síðum þessarar
bókar.
Það er rétt að nefna tvær athuga:
semdir. Sú fyrri varðar líknardráp. í
umíjöllun sinni gagnrýnir Vilhjálmur
hina kaþólsku kenningu um tvennar
afleiðine-ar athafnar. Kenningin
Vilhjálmur Árnason
gengur út á það, að gera verði grein-
armun á tvenns konar afleiðingum
athafnar: þær afleiðingar, sem eru
ásetningur gerandans og þæt' afleið-
ingar, sem eru fyrirsjáanlegar og
óhjákvæmilegar en eru ekki ásetning-
ur gerandans. Hugsunin í kenning-
unni er síðan sú, að það geti verið
réttlætanlegt að framkvæma verkn-
að, sem fyrirsjáanlega hefur dauða
manneskju í för með sér, vegna þess
að dauðinn var ekki ásetningur ger-
andans. Gagnrýni Vilhjálms felst m.a.
í því að gera greinarmun á huglægri
ætlun og hlutlægum aðstæðum. Eg
er ekki sannfærður um, að þessi
gagnrýni standist, vegna þess að
ásetningshugtakið sem stuðzt er við
í kenningunni er ekki hreint sálarlífs-
hugtak að því er ég fæ bezt séð.
Hin athugasemdin, sem ég vildi
gera, á kannski rætur í þeirri aðferð,
sem valin er við samningu bókarinn-
ar. Mér virðist ekki vera fullt sam-
ræmi í því, hvaða ástæður til ákvörð-
unar sjúklings það eru, sem virða
beri nánast skilyrðislaust. Hugmynd
Vilhjálms virðist vera sú, að virða
beri þær skoðanir, sem eru hluti af
mótaðri lífsskoðun sjúklingsins. En
um leið fínnst honum eðlilegt að geng-
ið sé tryggileg úr skugga um, að sjúkl-
ingar skilji allar staðreyndir máls og
geri sér grein fyrir þeim verðmætum,
sem í húfi eru við tiltekna ákvörðun.
Þetta er til að girða fyrir þann mögu-
leika, að misskilningur á stáðreyndum
eða verðmætum verði ástæða ákvörð-
unar. En vandinn við þetta er sá að
skera úr hvaða skoðanir eru hluti af
mótaðri lífsskoðun annars vegar og
hins vegar að sé misskilningur hluti
af mótaðri lífsskoðun, ber þá að fara
eftir ákvörðun, sem byggist á slíkum
misskilningi?
í lokin er rétt að taka fram, að
þessar athugasemdir eru ekki dregnar
fram til að draga úr því, að hér er á
ferðinni merkilegt framlag til mikil-
vægrar orðræðu í samtímanum.
ÁRIÐ FRAMUNDAN - 1994
Hvernig verður áríð 1994 fyrir þig persónulega?
Þú nœrð árangri ef þú ert meðvitaður um orku hvers mánaðar.
Þú getur skipulagt fram í tímann, veist hvenœr ákveðnu
tímabili lýkur og hvað best er að gera til að vel gangi.
Framtíöarkort íyrir 1 ár eða 3. ár.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377.
12 ára reynsla - stööug þróun - nýtt íramtíðarkort
á
7
t
Hefst 15. ian.
Innritun bafin
Börnin eiga
það beuta ukilixf
INGA BACKMAN
og drengjakórinn
Jólatónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju verða
haldnir í Laugarneskirkju 4. og 5. janúar og hefjast
kl. 20.00. Flutt verða sígild verk og jólalög
frá ýmsum tímum.
Einsöngvari með kórnum verður Inga Backman,
sópransöngkona.
Undirleik annast Guðrún Birgisdóttir, Kristján Þ.
Stephensen, David Knowles og bjöllusveit.
Miðar seldir við innganginn
og kosta kr. 1.000 fyrir fullorðna
og kr. 200 fyrir börn.
bamam
2- 3 ára
3- 4ára
5-6 ára
7-9 ára
Kennarar:
Sóley Jóbanrutdállir
Ááta Ólapdóttir
Valdút Gudmundádóltir
Hrefna Hallgrínudóttir
Skemmtilegur dans,
þjálfun f líkams-
burði, skilningur á
tónlist, jafnvægis-
æfingar, léttar
fimleikaæfingar,
hreyfiþroski,
hollar teygjur og
nauðsynleg liðkun
líkamans.
13. vikna byrjenda-
og framhalds-
námskeið.
DANSSTÚDÍÓ
5ÓLEYJAR~\__
- táSu. pamf'm éefta/
Engjateigi 1
Símar 687701
og 687801