Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 25 sem ekki er óalgengt í samskiptum félagsmálaráðuneytisins við Sól- heima. En það á því miður ekki eingöngu við um Sóiheima því þeg- ar stjórn heimilisins átti það eitt úrræði að senda umboðsmanni Al- þingis kvörtun vegna skerðingar á rekstrarframlagi fyrir síðasta ár svaraði ráðherrann ekki umboðs- manni Alþingis þrátt fyrir að hann hafi sent ráðherra ítrekuð tilmæli. 16. desember óskaði stjórn Sól- heima eftir fundi með ráðherra. Ráðherrann taldi sig ekki geta hitt stjórn heimilisins vegna anna en viðræður fóru fram við ráðuneytis- stjóra og skrifstofustjóra. Á þeim fundi las stjórn Sólheima upp bókun í framhaldi af bréfi sínu 6. desem- ber þar sem ráðuneytinu var kynnt ákvörðun stjórnar heimilisins að fatlaðir heimilismenn á Sólheimum yrðu á ábyrgð félagsmálaráðuneyt- isins frá og með 31. desember og jafnframt var ráðuneytinu gefinn enn einn fresturinn, eða til næstu þriggja mánaða, til þess að finna þeim annan samastað, ganga frá þjónustusamningi eða semja um greiðslu vegna dvalar hvers og eins heimilismanns. Aldrei hefur komið til greina að hætta starfi fyrir fatl- aða á Sólheimum né leggja heimilið niður. Hafði þá ráðuneytið haft frest til þess að ganga frá þjónustu- samningi í fimm ár. Sólheimar munu starfa áfram að málefnum fatlaðra þótt samkomulag við fé- lagsmálaráðuneytið takist ekki. Með hagsmuni heimilisfólks, starfsmanna og aðstandenda í huga óskaði stjórn heimilisins eftir því ítrekað við ráðuneytið að málið yrði ekki rætt í fjölmiðlum. Við þetta gat félagsmálaráðherra ekki staðið, reyndi ráðherrann að koma höggi á stjórnendur heimilisins með því að heija umræður í fjölmiðlum um málið. Eftir viðtal við aðstoðarmann ráðherra var frétt Ríkísútvarpsins send út, án þess að leitað hefði verið staðfestingar stjórnenda Sól- heima. Miklar breytingar hafa orðið á Sólheimum undanfarin ár. Mikið starf er að baki í uppbyggingu jafnt á innra sem ytra starfi. Því miður hefur ekki verið komist hjá erfið- leikum sem oft fylgja breytingum, sérstaklega þegar verið er að leggja niður vistheimili og taka upp sjálf- stæða búsetu. Allar meiri háttar skipulagsbreytingar á starfi heimil- isins eru nú að baki og þar hefur að undanförnu ríkt mikil samstaða og einhugur í öllu starfi, jafnt hjá heimilisfólki og starfsfólki. íbúar með lögheimili á Sólheim- um eru nú yfir 80, þar af 40 fatlað- ir. Sólheimar eru orðnir að fallegu þorpi í Grímsnesi. Þar lifir fólk góðu og skapandi lífi við leik og störf. A þessu ári næst sá merki áfangi í sögu heimilisins að ljúka endurbyggingu alls íbúðarhúsnæðis fatlaðra og verður þá aðstaða fatl- aðra á Sólheimum ein sú besta sem kostur er á hérlendis sem erlendis. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur unnið gott starf í þágu fatlaðra, sem ber að þakka, en viðhorf hennar og sumra nán- ustu samstarfsmanna til Sólheima eru óskiljanleg. Höfundur er formaður fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar Sólheima í Grímsnesi. gn KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 TIL NOTENDA "IfBáC) M,° PENNA Nokkuð hefur borið ó eftirlíkingum af pennum í verslunum. Ef þú villt vera viss um að þú sért að kaupa ófalsaða kúlupenna þó skoðaðu pennana hér til hliðar, Fró l. janúar 1993 eru allir pennar merktir hMc)°K'amkí Ath: eftirlíkingar tMc)*'0 penna eru ekki ódýrari enMJO %(bíc) or,o,nai pennar Til að vera viss um %(ms) gæði og endingu munið útlitið ó Ml 0 pennanum. ^(BÍC) 0,"G,NAL R. Guðmundsson hf. Skólavörðustíg 42 • 121 Reykjavík Sími 91-10485 og 91-11506 Starfsfólk Hagkaups óskar landsmönnum öllum árs og friðar og þakkar viðskiptin á liðnu ári. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.