Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 26

Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Orkusala um sæstreng - atvinnutækifæri eftir Edgar Guðmundsson Formáli Tilefni þessarar greinar eru skrif Jóns Sigurðssonar forstjóra ís- lenska járnblendifélagsins um út- flutning raforku um sæstreng í Morgunblaðinu fimmtudaginn 30. desember sl. Ég vil byija á því að þakka Jóni Sigurðssyni þarft innlegg í um- ræðu sem væntanlega mun aukast í kjölfar „Hvítbókar" iðnaðarráð- herra um sæstreng og nýlega áfangaskýrslu ICENET-hópsins um sama málefni. Ég get um margt verið sam- mála Jóni Sigurðssyni í þessum skrifum hans, einkum er varðar iðnþróun og stóriðju. Hins vegar er ég ósammála hon- um um flest það sem hann skrifar um útflutning á raforku um sæ- streng og þá ekki síst varðandi hin neikvæðu áhrif sem hann telur að slíkur útflutningur geti haft á iðn- þróun í landinu. Skrif hans bera þess merki að hann hafi ekki kynnt sér þetta málefni að neinu marki og ræði það út frá þrengstu hugsanlegum forsendum. I þessum efnum er mest um vert að rætt sé af skynsemi og reynt að varpa ljósi á sem flesta möguleika sem íslensk orka getur boðið upp á til hagsbóta fyrir land og þjóð. Stóriðja Stóriðja á íslandi hefur átt mjög undir högg að sækja hin síðustu ár, m.a. vegna lágs afurðaverðs. Fyrirtækin hafa brugðist við með ýmsu móti, m.a. með því að auka hlutafé, draga úr kostnaði og end- urbæta framleiðsluaðferðir og af- urðir. Verðlag á framleiðslu stóriðju hefur valdið því að erfiðlega hefur gengið að laða erlenda fjárfesta í nýjum stóriðjufyrirtækjum til ís- lands hin síðari ár og virðist satt að segja ekki sérlega bjart fram- undan varðandi slíka uppbyggingu hérlendis. Markaðsátak stjórn- valda hefur því miður ekki enn skilað tilætluðum árangri, þótt vona megi að úr rætist innan tíðar. Engum blöðum ætti að vera um það að fletta út frá sjónarmiðum hagsældar að æskilegt væri að markaðsaðstæður leyfðu að virkja sem allra mest til stóriðju og ann- ars iðnaðar að svo skapist sem flest störf. Reynslan af þess háttar er tvímælalaust góð hérlendis. Á það má jafnframt benda að í þessum efnum er varhugavert að setja öll okkar egg í eina körfu þegar sala á raforku til stórnot- enda er annars vegar. Ekki síst af þeim ástæðum ber okkur að kanna til hlítar alla möguleika. Nýir markaðir fyrir raforku Engan ætti að undra þótt leitað sé nýrra markaða fyrir íslenska raforku. Þar ber nú hæst kannanir á möguleikum raforkusölu inn á evrópskan neytendamarkað. Fyrstu hugmyndir í þá veru eru nokkurra áratuga gamlar en það er þó fyrst og fremst hin allra síð- ustu ár sem þær hafa verið kann- aðar fyrir alvöru, samanber athug- anir Landsvirkjunar og markaðs- skrifstofu hennar og iðnaðarráðu- neytisins og nú síðast Hvítbók iðn- aðarráðherra og forathugun ICE- NET-hópsins að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Það er mikil einföldun hjá Jóni Sigurðssyni að ekki megi að gagni skapa ný störf á íslandi í tengslum við útflutning raforku. Hér þarf einungis að koma til nýr hugsunar- háttur sem fæstir virðast gera sér grein fyrir. Þetta skal nú skýrt nánar. Sæstrengsverksmiðja í Reykjavík Þegar Reykjavíkurborg gekk til samstarfs við hollensku stórfyrir- tækin PGEM, EPON og NKF Ka- bel var það ein af forsendum sam- starfssamningsins að reynt yrði að skapa ný störf á íslandi m.a. með því að setja á fót sæstrengsverk- smiðju í Reykjavík. Hollensku fyrirtækin gerðu sér þegar í upp- hafi ljóst og mótuðu þá stefnu _að koma þyrfti til móts við óskir ís- lendinga að sköpuð yrðu framtíðar- störf á íslandi í tengslum við út- flutning á raforku til Hollands. Þessi afstaða Hollendinga réð úr- slitum um þátttöku Reykjavíkur- borg:ar í ICENET-verkefninu. Við skulum nú aðeins glöggva okkur á hvað hér er á seyði. Hér hefur Reykjavíkurborg brotið blað í viðskiptamálum þjóðarinnar með því að stuðla að verslun með um- hverfisvæna orku í skiptum fyrir umhverfisvæn störf í mjög tækni- þróðum iðnaði. Störf sem hafa mjög mikil margfeldisáhrif á mörg- um sviðum þjóðfélagsins. Þessi nýjung fellur undir alþjóðlega skil- greiningu á viðskiptasviði sem kalla má „gagnkaup“ á íslensku, „offset“ á ensku og „motkjöp" á sænsku. Gagnkaup eru stunduð víða um heim þar sem ríki eða bæjarfélög eiga í viðskiptum við alþjóðleg stórfyrirtæki. Gagnkaup Skilgreina má gagnkaup sem stórviðskipti þar sem áhrifamætti viðskiptanna er beitt til frekari hagsbóta fyrir kaupandann án þess að gert sé upp á milli seljenda. Gagnkaup eiga einkar vel við þar sem ríki eða sveitarfélög eru í hlutverki kaupandans en seljend- ur eru í hópi stórra alþjóðlegra fyrirtækja með viðtæka markaðs- þekkingu og aðstöðu til að styðja kaupandann í viðleitni sinni til að skapa störf eða önnur viðskipti sem telja má í starfsígildum fyrir um- bjóðendur sína. Gagnkaup eru sérlega áhrifa- mikil leið fyrir íslendinga til að skapa ný störf þar sem stórinnkaup hérlendis geta verið mjög hátt hlut- fall af þjóðarútgjöldum. Möguleikar okkar íslendinga í þessum efnum eru ekki eingöngu bundnir við framleiðslu á sæstreng þegar útflutningur á raforku er annars vegar. Það þarf einnig að byggja afriðilsmannvirki, landlín- ur, bakskautsvirki, strenglagn- ingarskip og síðast en ekki síst virkjanir þar sem erlend innkaup vega þungt. (Virkjanir eiga jafnt við um stóriðju á íslandi sem út- flutning á raforku.) Þessum er- lendu innkaupum má að hluta breyta í störf á íslandi t.d. með gagnkaupasamningum. Gagnkaupaviðskipti geta verið mjög fjölbreytt og snert nánast allar hliðar íslensks atvinnulífs. Hægt er að beita þeim m.a. til að: • Byggja upp mikilvægar at- vinnugreinar á sviði hátækniiðnað- ar, s.s. fjarskipta og rafeindaiðnað- ar, eða á öðrum sviðum háþróaðs iðnaðar og fjölga þannig atvinnu- Edgar Guðmundsson „Það er í sjálfu sér ágætt mál að hvatt sé til heilbrigðrar sam- keppni um íslenska raf- orku. Sagt hefur verið af mætum mönnum að samkeppni sé alla jafna til góðs og vil ég trúa því. Ef svo er ætti heil- brigð samkeppni í þessu efni fremur að hvetja en letja erlenda viðsemjendur okkar um stóriðju, s.s. Atlantal- hópinn, til ákvarðana.“ tækifæram á íslandi sem hafa mikil margföldunaráhrif. • Stuðla að ijárfestingu á íslandi eða fjárfestingu sem er hagkvæm fyrir ísland. • Opna nýja útflutningsmarkaði fyrir íslenskar iðnaðarvörur, eða styrkja fyrirliggjandi markaði verulega. • Opna nýja markaði, t.a.m. í Vestur-Evrópu, fyrir íslenska tækniþekkingu og þekkingu á LOKAÐIDAG Útsalan hefst á morgun kl. 12 KRAKKAR KRINGLUNNI 8-12 -SÍMI 681719 ýmsum öðrum sviðum, svo sem lögfræði, læknisfræði, fiskifræði og öðrum háskólagreinum. • Stuðla að framsali mikilvægrar tækni og tækniþekkingar (transfer of technology) til og frá Islandi. • Stuðla að hvers konar öðrum aðgerðum sem geta verið hag- kvæmar fyrir íslenskt efnahagslíf og má þar t.d. nefna aðgerðir til styrktar ferðamálum. Gagnkaupasamningar milii ís- lenska ríkisins og þess verktaka sem valinn verður að undangengnu útboði þurfa að vera þannig úr garði gerðar að: • Verktakinn sé sjálfkrafa gerð- ur virkur í því að- skapa gagn- kaupaviðskipti. • Viðskiptin skipti verulegu máli fyrir ísland í efnahagslegu tilliti, svo sem með því að ábyrgð vegna gagnkaupakvaða verði að öllu leyti verktakans sjálfs, hvort sem hann annast þessa viðskiptakvöð sjálfur eða fær utanaðkomandi aðila til verksins. • Verðmæti gagnkaupasamn- ings geti m.a. orðið með þeim hætti að það verði á tiltekinn hátt metið jafngilt verðmæti innflutn- ings til íslands, með því að velja mismunandi vægi á ýmsa þá þætti sem t.d. gætu komið í stað inn- flutnings, sbr. finnskar viðmiðun- arreglur: Vægi 0,1-5, fyrir íjárfestingar á íslandi eða erlendis í íslenska þágu, því lægra sem viðskiptin skapa fleiri framtíðarstörf á ís- landi. Vægi 1-2, fyrir beinan útflutn- ing á íslenskum vörum allt eftir því hve stór hluti innlendur uppr- uni vörunnar er. Vægi 1-20, fyrir tækniframsal bæði til og frá landinu. Vægi 1-10, sé óskað aðstoðar við markaðssetningu erlendis. • Refsiákvæði sem eru aðal við- skiptahvati gagnkaupasamninga, verði hæfilega ströng, t.d. 5-10% af óuppfylltum hluta samningsupp- hæðar. Gagnkaupasamningar geta ver- ið samsettir úr mörgum þáttum. Dæmi um gagnkaupasamning Ríkið kaupir vélar og búnað í virkjanir fyrir 5 milljarða og gerir jafnháan gagnkaupasamning við verktaka (lægstbjóðanda) sem skal uppfyllast á fimm árum. • Verktakinn ijárfestir á íslandi fyrir 0,2 milljarða í verksmiðju sem skapar 20 langtímastörf á samn- ingsvægi 0,1. 0,2/0,1 = 2 milljarðar. • Verktakinn stuðlar að sölu á fiskafurðum á nýja markaði fyrir 2 milljarða á samningsvægi 1,0. 2/1,0 = 2 milljarðar. • Verktakinn getur ekki uppfyllt ákvæði um 1 milljarð og greiðir því 10% af einum milljarði eða 100 milljónir í bætur eftir fimm ár. Þá upphæð er.síðan hægt að nota til atvinnuskapandi verkefna. Gagnkaupasamningar bjóða upp á sérstaka möguleika á sköpun atvinnutækifæra í skiptum fyrir ijárfrekar framkvæmdir svo sem á sviði orkumála: • Atvinnutækifæri þurfa alls ekki að vera á sviðum orkufreks iðnaðar, heldur getur verið um að ræða lítil og meðalstór hátæknifyr- irtæki sem geta verið staðsett hvar sem er á landinu. • Þannig geta skapast atvinnu- tækifæri í skiptum fyrir útflutta orku sem geta, ef vel er að staðið, i 12, sími 44433.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.