Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Guðjón B. Ólafsson,
forstjórí — Minning
Fæddur 18. nóvember 1935
Dáinn 19. desember 1993
Ástkær bróðir minn, Guðjón Bald-
vin Ólafsson, er látinn eftir nær
þriggja ára baráttu við erfiðan og
óvæginn sjúkdóm. Enda þótt ég
hafi vitað að hveiju stefndi, er óum-
ræðilega erfitt að horfast í augu við
þessa staðreynd. Ég hef fylgst náið
með hetjulegri baráttu hans, sem
lengst af einkenndist af bjartsýni
hans á að honum tækist að hafa
betur. Hann tókst á við sjúkdóm sinn
af mikilli skynsemi, gerði allt sem í
hans valdi stóð til að auka líkur á
bata en gerði sér jafnframt fulla
grein fyrir alvöru sjúkdómsins.
Baddi bróðir minn var frumburður
foreldra okkar, þeirra Filippíu Jóns-
dóttur og Ólafs Kjartans Guðjóns-
sonar. Hann fæddist í Hnífsdal 18.
nóvember 1935 og bjó fyrstu æviár-
in ásamt foreldrum okkar á heimili
föðurafa okkar og ömmu. Aldrei
heyrði ég talað um hann öðruvísi
en sem sérstaklega ljúfan og góðan
dreng, og þannig eru líka allar mín-
ar minningar um stóra bróður minn,
sem var tæpum fimmtán árum eldri
en ég. Mér fannst ekkert eins dásam-
legt eins og að eiga stóran bróður,
sem var óspar á að sýna systur sinni
einlægar tilfínningar, leika við hana
og dekra á alla lund. Ein af mínum
fyrstu minningum er þegar hann var
í Gagnfræðaskólanum á ísafírði.
Hann kom brunandi út í Hnífsdal á
mótorhjólinu sínu til þess eins að
svæfa mig, og fór síðan aftur inn á
ísafjörð til að spila á harmonikkuna
sína á skólaballi. Stuttu seinna var
Baddi farinn að heiman, fyrst í skóla
í Reykjavík og síðan erlendis til
starfa. Það var því beðið með óþreyju
eftir jóla- og sumarfríum, að
ógleymdum ófáum gjöfunum sem
hann sendi mér frá útlöndum.
Við systkinin ólumst upp við mik-
ið ástríki foreldra okkar og ömmu,
sem lengi bjó á heimilinu. I mínum
huga lék þó aldrei vafí á hver væri
bestur, það var Baddi bróðir. Enda
þótt faðir okkar reyndi oft á sinn
glettna hátt að fá mig til að segja
að hann væri betri en Baddi, t'ókst
honum það aldrei, ekki einu sinni
þó að hann gæfí mér sælgæti. í
mörg ár sáumst við systkinin stop-
ult vegna langvarandi búsetu hans
og Qölskyldu hans erlendis. Nú hin
síðustu ár höfum við fengið tæki-
færi til að bæta okkur þennan að-
skilnað upp og fundið að þræðirnir
sem mynduðust milli okkar í upp-
hafí voru jafn sterkir og væntum-
þykjan jafn innileg og fyrrum.
Úm jólin þegar ég var sjö ára,
kom Baddi í fyrsta skipti heim með
unnustu sína, Guðlaugu Brynju Guð-
jónsdóttur, sem síðar varð eiginkona
hans og dyggur lífsförunautur. Lúlú
mágkona mín hefur staðið með
manni sínum í blíðu og stríðu og
hefur sýnt einstaka umhyggju og
dugnað í veikindum hans. Sama er
að segja um Bryndísi, dóttur þeirra,
sem hefur verið stoð þeirra og stytta
hér heima og síðustu mánuðina
fengu hin börnin þeirra fjögur, sem
öll eru í Bandaríkjunum, tækifæri
til að vera nálægt föður sínum. Baddi
var mikill fjölskyldumaður og sýndi
það sig best í veikindum hans hve
fjölskyldan mat hann mikils. Þá var
hann umhyggjusamur og stoltur afi,
en hann átti orðið tvo afastráka.
Annar þeirra, Ólafur Friðrik, hefur
verið mikið á heimili afa síns og
ömmu og saknar nú sárt afa síns.
Baddi bróðir var tilfinninganæm-
ur maður, hafði einstaklega gott
skap og var léttur í lund. Þessir eig-
inleikar hans hafa án efa hjálpað
honum að takast á við veikindi sín.
Frá því að hann veiktist hefur hann
ekki einungis þurft að takast á við
afleiðingar sinna eigin veikinda, því
að meðan hann háði sína baráttu,
létust báðir foreldrar okkar af völd-
úm sama sjúkdóms. Þeim var hann
afar kær sonur og sýndi hann þeim
mikla umhyggju alla tíð. Nú, þegar
ég er ein eftir af litlu fjölskyldunni
okkar, verð ég að trúa því að þau
séu öll sameinuð á ný.
Um leið og ég bið Guð að styrkja
Lúlú mágkonu mína, börn hennar,
tengdadóttur og barnabörn, bið ég
þess að minningin um yndislegan
eiginmann og fjölskylduföður lýsi
þeim áfram veginn.
Blessuð sé minning míns kæra
bróður.
Ásgerður Ólafsdóttir.
Guðjón B. Ólafsson, afí minn,
hann var góður maður.
Hann var duglegur maður.
Hann starfaði allavega í Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga, Frí-
múrurum og Samband of Iceland.
Hann var góður í skapi.
Hann hjálpaði mér mjög mikið í
lífínu.
Og hann var mjög gjafmildur.
Hann var mér mjög mikið f lífinu.
Hann gerði mjög mikið fyrir mig.
Hann var og er okkur mikils virði.
Sem dóttursonur hans hefði ég
viljað að hann hefði ekki dáið.
Ég hefði viljað að hann hefði lifað
yfír jólin.
Bara aðeins yfir jólin.
Það væri þó miklu, miklu betra
ef honum hefði batnað.
En það gerðist, að hann andaðist
á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Það þykir mörgum leitt, til dæmis
Ásgerði systur Guðjóns, Bryndísi,
dóttur Guðjóns, Lúlú, konu Guðjóns,
Ásu, dóttur Guðjóns, Brynju, dóttur
Guðjóns, Jenna, syni Guðjóns, og
Ólafí Kjartani, syni Guðjóns.
Mér þótti mjög vænt um afa minn.
Hann gaf mér lífíð, hann gaf mér
ást.
Mér þykir jafn vænt um hann og
honum J>ótti vænt um mig.
Olafur Friðrik Magnússon,
10 ára.
Hann opnaði bílgluggann og bauð
mér far. Hann vissi hvert ég var að
fara og að við áttum stutta samleið.
Ég þáði farið og þannig hófst sú
langa samleið sem við áttum. Þetta
var fyrir þrjátíu árum og þó tveimur
mánuðum betur. Guðjón var þá
tæpra tuttugu og átta ára að aldri,
beinvaxinn og stæltur, maður sem
sá enga ástæðu til að opna garðs-
hlið sem hægt var að stökkva yfír,
glaðvær og fullur áhuga á öllu því
sem kom starfinu við og sjálfsagt
mörgu öðru, þó að ég vissi minna
um það. Og nú er Guðjón allur, langt
um aldur fram.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem
ég sá Guðjón. Við höfðum fyrr átt
orðaskipti, en í þessari stuttu öku-
ferð varð mér ljóst hvern mann hann
hafði að geyma. Dugnaður og áhugi
voru mest áberandi í fari hans,
ásamt hjálpsemi og góðvild, hrein-
lyndi og drengskap. Síðar varð mér
það ennþá betur Ijóst að hann kom
jafnan til dyranna eins og hann var
klæddur, við hvern sem við var að
eiga. Þó að það sé mikill kostur gr
því ekki að leyna að síðar á lífsleið-
inni varð Guðjóni þetta oft þungt í
skauti.
Skömmu eftir þetta fór Guðjón
til starfa sem framkvæmdastjóri
Lundúnarskrifstofu Sambandsins.
Af starfí hans þar bárust þær frétt-
ir einar að þegar ráða þurfti nýjan
framkvæmdastjóra að sjávarafurða-
deild Sambandsins með stuttum fyr-
irvara síðla vetrar 1968 var valið
auðvelt. Guðjón var framkvæmda-
stjóri sjávarafurðadeildar í nærri sjö
ár, uns hann lét undan þrýtingi um
að taka að sér forystu í Iceland
Seafood Corp. í Bandaríkjunum.
Guðjón tók til starfa í sjávaraf-
urðadeild í djúpri kreppu í sjávarút-
vegi og raunar þjóðlífínu öllu. Sfldin
hvarf og það varð afiabrestur á
þorskveiðum, jafnhliða miklu verð-
falli. Þessu fylgdi folksflótti úr landi.
Kreppan kom harðar niður á sjávar-
afurðadeild Sambandsins og þeim
fyrirtækjum sem framleiddu fyrir
hana en almennt gerðist. Ástæða
þess verður ekki rakin hér. En þetta
varð til þess að gerðar voru skipu-
lagsbreytingar í starfsemi sjávaraf-
urðadeildar, hún varð sjálfstæðari
en aðrar deildir Sambandsins, og
starfaði í nánari tengslum við fram-
leiðendur. Við þetta hófst mikill upp-
gangur í starfsemi deildarinnar.
Á sjöunda áratugnum snerist
þjóðlífíð um síld, allt þar til síldin
hvarf haustið 1967. Þá varð ófyllt
skarð í atvinnulífínu. Á síldarárun-
um sat margt annað á hakanum í
sjávarútvegi, meðal annars frysti-
húsin, sem áttu örðugt með að halda
í horfinu hvað þá að sækja verulega
fram. Það átti ekki síst við um frysti-
hús á vegum sjávarafurðadeildar,
sem mörg voru á aðal síldarsvæðinu
á Austur- og Norðausturlandi, en
þau voru mörg um það bil að verða
ónothæf í þann mund er síldin hvarf.
Um þetta leyti voru kröfur um vöru-
meðferð og hollustuhætti líka að
aukast og jók það á vanda þessara
gömlu og úreltu húsa. Á sama hátt
snerist útgerðin að mestu um síldina
og leið meira en hálfur annar áratug-
ur frá því að skuttogarar komu fram
á sjónarsviðið þangað til sú tækni
náði hingað til lands. Ný ríkisstjórn
sem mynduð var í júlímánuði 1971
hafði enduruppbyggingu frystiiðn-
aðarins og fískiskipaflotans að for-
gangsverkefni og kom það í hlut
sjávarútvegsráðherra að leiða það
verkefni, meðal annars með útvegun
fjármagns. En það þurfti fleira til
en stjórnvaldsaðgerðir og átti Guð-
jón dijúgan hlut í þeim stórstígu
framförum sem urðu á næstu árum,
ekki síst í því að stýra endurupp-
byggingunni í þann farveg að ís-
lenskur frystiiðnaður kæmist í
fremstu röð í heiminum, en þar hef-
ur hann verið síðan, þó að nú sé
fast að honum sótt.
Á þessum árum ávann Guðjón sér
traust langt út fyrir raðir samverka-
manna sinna, viðskiptavina og
keppinauta og átti hann margra
kosta völ, en kaus að starfa áfram
á sama vettvangi. En svo fór að
hann lét undan þrýstingi í ársbytjun
1975 að fara vestur til Bandaríkj-
anna og gerast forstjóri Iceland Se-
afood Corporation, sem ,þá hét
reyndar Iceland Product Inc., en ég
kýs að nefna það nýrra nafninu.
Bandaríkjamarkaður er erfiður við-
fangs og má lítið út af bera. Það
hafa mörg fyrirtæki, bæði bandarísk
og erlend, fengið að reyna. Iceland
Seafood hafði nokkru áður reynt
fyrir sér um nýja markaðssetningu,
sem fólst meðal annars í því að slíta
í sundur framleiðslustarfsemina og
markaðssetninguna og var það í
samræmi við kenningar í rekstrar-
fræðum á þeim tíma. Þessi tilraun
tókst ekki og þó að nokkur tími
væri liðinn átti fyrirtækið i erfíðleik-
um með að ná sér á strik að nýju,
og kom raunar fleira til.
Viðskiptabanka Iceland Seafood
Corp. leist ekki alltof vel á blikuna
þegar Guðjón kom vestur og byijaði
feril sinn á því að eyða fé í að laga
til í fyrirtækinu, ytra sem innra, og
planta blómum. Hann var kallaður
á teppið en honum tókst að sann-
færa bankann um að hann væri á
réttri leið. Og á undraskömmum
tíma breytti fyrirtækið um svip, ekki
eingöngu í útliti, afkoman varð við-
unandi á skömmum tíma og síðar
mjög góð. Og innan skamms hafði
fyrirtækið tileinkað sér alla nýjustu
tækni á sínu sviði og raunar haft
forgöngu um áður óþekkta tækni
og unnið sér það traust sem nauð-
synlegt var til þess að halda velli á
þessum erfiðasta markaði heims og
leggja grunn að markvissri sókn til
langrar framtíðar. Þrátt fyrir að Ice-
land Seafood væri smátt fyrirtæki á
bandarískan mælikvarða leið ekki á
löngu þar til Guðjón varð þekktur í
bandarísku viðskiptalífi og raunar
meðal allra þeirra sem fengust við
fískviðskipti að einhveiju marki um
allan heim. Mér er til efs að meira
orð hafi nokkurn tíma farið af nokkr-
um íslendingi í viðskiptum á alþjóða-
vettvangi.
Það var- mikið átak að slíta sig
frá þessu þegar til orða kom að
hann gerðist forstjóri Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Guðjón B.
Ólafsson sjálfur og Iceland Seafood
höfðu á vissan hátt tvinnast saman,
þannig að ekki varð auðveldlega
sundur slitið, eins og greinilega kom
í ljós þegar hann fór þaðan og kom
það víðar niður en réttmætt var. En
það er til marks um þá virðingu og
vinsældir sem hann naut í fyrirtæk-
inu að nú, meira en sjö árum eftir
að hann hvarf á braut, óskaði starfs-
fólkið eftir því að haldin yrði minn-
ingarathöfn um hann áður en jarð-
neskar leifar hans yrðu fluttar til
íslands. Árið 1986 var ennþá full
þörf fyrir Guðjón fyrir vestan, en
hins vegar voru margir þeirrar skoð-
unar að þörfín fyrir starfskrafta
hans hér heima væri brýnni. Og
Guðjón varð við kallinu að koma
heim.
Ég hygg að langur tími líði áður
en menn átta sig til fulls á því sem
gerðist í Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga áður og eftir að Guðjón
kom heim. Enn sem komið er veldur
það því að erfitt er að meta síðustu
ár starfsævi hans og skipa honum
sess í sögunni. Það verður auðveld-
ara þegar horft verður yfir sviðið
úr meiri fjarlægð. En þegar kapp
var lagt á að fá Guðjón til þess að
koma heim var það vegna þess að
mörgum var ljóst að þörf var fer-
skrar forystu. Margir telja að Sam-
bandið hafi ekki getað lifað við já-
kvæða raunvexti og í þeim hafí fall
þess verið falið. Þetta er mikill mis-
skilningur. Það er að vísu rétt að
sveiflan frá neikvæðum raunvöxtum
til óeðlilegra hárra raunvaxta var
öllu atvinnulífí þung í skauti, Sam-
bandinu einnig. Mörg fyrirtæki hafa
lotið að moldu að undanförnu og
hafa háir vextir vissulega komið þar
við sögu. En þeir réðu ekki úrslitum
um örlög Sambandsins.
Flest fellur injianfrá, fyrirtæki,
stofnanir; stefnur, ríki, heimsveldi.
Og flest það sem er, á’eftir að falla,
fyrr eða síðar. Það er lögmál lífsins.
Þó að hart væri löngum sótt að
Sambandinu að utan og miklar kröf-
ur til þess gerðar, ekki síst af ríkis-
valdinu, þá var hitt þó þyngra á
metunum að kröfurnar innan frá
urðu sífellt háværari. Og undan þeim
kröfum var látið í ríkari mæli en að
undir yrði risið.
Það hefur löngum verið einkenni
á íslenskri samvinnuhreyfingu að
leggja áherslu á allsheijar framfarir,
ekki síst á sviði atvinnusköpunar,
fremur en að leggja höfuðáherslu á
verslun og viðskipti, eins og víðast
annars stðar. Þegar tók að halla
undan fæti í framieiðsluiðnaðinum,
ekki síst fyrir sókn fjarlægra þjóða
á því sviði, kom það hart niður á
Sambandinu eins og fleirum. Sam-
dráttur varð í atvinnu við hefð-
bundna Iandbúnaðarframleiðslu. En
í kjölfarið á þessu tvennu var sú
krafa gerð til Sambandsins að bæta
þetta upp með stuðningi við upp-
byggingu nýrra framleiðslugreina,
þar sem áhættan var oft mikil, og
að styðja greinar þar sem lítil von
var um arð í nánsutu framtíð. Jafn-
framt þessu jukust áhrif Suðvestur-
landsins í Sambandinu og þar með
fékk sú skoðun vaxandi fylgi að
Sambandið hefði vanrækt þann
hluta landsins. Úr því var talið að
þyrfU að tyæta.
Margir sáu augljós hættumerki
framundan. Og það var einmitt þá
sem Guðjón var kallaður til. Þegar
hann kom heim frá Ameríku kom
hann í efnahagsumhverfí, sem var
gerólíkt því sem hann hafði starfað
í um hríð. Sjálfur hefur hann sagt
að það.hafi tekið sig tvö ár að átta
sig á málefnum Sambandsins. Það
voru ár sem ekki mátti missa. Þeir
sem lögðu kapp á að hann kæmi
heim árið 1986 væntu þess að hann
tæki þegar í stað þá forystu, sem á
þurfti að halda, forystu í að breyta
hugarfari, breyta viðhorfum innan
Sambandsins og sambandsfyrirtækj-
anna. Að hann snerist til varnar en
blési jafnframt til nýrrar sóknar. En
Guðjón var ekki á því augnabliki
tilbúinn að leggja til atlögu. Þar að
auki voru ekki allir tilbúnir að taka
við Guðjóni og þeim nýju viðhorfum
sem þeir töldu að hann flytti heim
með sér. En hinu má svo ekki gleyma
að þó að Sambandið hætti starfsemi
standa veigamiklir þættir starfsem-
innar eftir og blómstra í nýjum far-
vegi.
Það skiptir ekki öllu máli að Sam-
bandið hverfur af sjónarsviðinu. Sá
lagarammi sem samvinnustarfi er
settur er orðinn of þröngur og þar
með taka við ný rekstrarform sem
búa við rýmri skilyrði. Það sem skipt-
ir máli er að sú hugsun lifí að mönn-
um sé farsælast að hafa samvinnu.
Sú hugsun fleytti okkur dijúgum
'Tram á veg á þessari öld á leiðinni
frá örbirgð til efna. Sú hugsun hefur
átt örðugt uppdráttar um skeið, hef-
ur vikið fyrir tískustraumum, sem
væntanlega lifa ekki lengi. En lifa
sennilega samt sem áður nógu lengi
til þess að við verðurm að hefja
nýja framfarasókn í byijun nýrrar
aldar, á sama hátt og um síðustu
aldamót. Það er verðugt til umhugs-
unar yfír moldum Guðjóns B. Ólafs-
sonar.
í dag kveðjum við Guðjón B.
Ólafsson með miklum söknuði. Ég
' átti við hann langt og gott sam-
starf, sem var nánast á árunum
1968-1975. í því samstarfi var
Guðjón veitandinn og ég á honum
mikið að þakka. Hann var helsjúkur
maður síðustu þijú æviárin. Þrátt
fyirr það bognaði hann ekki, því að
hann var þeirrar gerðar að brotna
fremur en bogna. En þetta varð til
þess að erfiðara var að fylgja honum
eftir. Þess vegna urðu samskipti
okkur minni en áður síðustu tvö
árin, einmitt þegar hann þurfti mest
á stuðningi að halda. Það verður
mér ævinlegt harmsefni. Við hjónin
sendum Guðlaugu og fjölskyldunni
samúðarkveðjur á þessari stund
sorgarinnar. Þeir sem mikið hafa átt
hafa mikið misst.
Árni Benediktsson.
Hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatað?
Og ljóðin er þutu um þitt blóð frá draumi
til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó bam,
er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér í bijósti!
Hvar...?
Þessar upphafslínur úr Söknuði
Jóhanns Jónssonar koma í hugann
við ótímabært fráfall vinar míns
Guðjóns B. Ólafssonar. Hann var
eins og margir framúrskarandi menn
borinn með „undursamleikans brunn
í brjósti", en hvar og umfram allt
hvernig og hversvegna, gerist það
að líf og starf góðra manna verður
„veðrinu að bráð“. Þegar litið er
yfir ævi míns kæra vinar síðasta
áratuginn, þá finnst mér líkt og for-’
sjónin sé að endurtaka tragísk efni
úr leikritum Forn-Grikkja. Svo
dramatískt er allt sviðið og Guðjón
sjálfur í sporum harmsögulegrar
persónu sem lætur að lokum lífíð
með reisn hetjunnar.
Leiðir okkar lágu saman á skóla-
bekk í Reykjavík fyrir fjórum ára-
tugum og náin kynni og vinátta tókst
fljótt með okkur, því við áttum það
sameiginlegt að hafa mun meiri
áhuga á íþróttum en bókfærslu og
vélritun. I stað þess að lesa heima
var farið beint út í íþróttahús KR í
Kaplaskjóli eftir að skóladeginum
lauk, og þar var hamast fram á
kvöld. Guðjón var þá aðeins 18 ára,
en stór og feykilega knár; hann var
augljóslega efni í afreksmann í
íþróttum.