Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Upphaf þjóðhátíðarárs MATTHÍAS Á. Mathiesen, formaður Þjóðhátíðarnefndar, afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Davíð Oddssyni forsætisráð- herra og Salóme Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, merki þjóðhátíðarárs- ins 1994 í viðhafnarútgáfu með ártölunum 1944—1994. Afhendingin fór fram á fyrsta vinnudegi þjóðhátíðarársins en undirbúningur að dagskrá er þegar hafínn. Er meðal annars búist við heimsókn er- lendra þjóðhöfðingja til landsins í tilefni afmælisins auk fulltrúa er- lendra ríkisstjóma og þjóðþinga. Morgunblaðið/Sigurgeir Samkomulagið handsalað GRÍMUR Gíslason og Elías Björnsson takast í hendur við undirritun samkomulags í Heijólfsdeilunni á gamlársdag. 25 þús. kr. eíngreiðsla til lausnar Herjólfsdeilu Yinnuvika leng- ist og laun hækka SAMKOMULAG náðist í deilunni milli Heijólfs hf. og undirmanna á Herjólfi á gamlársdag og felur það m.a. í sér að gerður var nýr heild- stæður samningur við þjónustufólk og sérkjarasamningur við háseta. Sérkjarasamningurinn tekur yfir öll atriði sem lúta að vinnu, s.s. vinn- skyldu, vinnutima og launagreiðslum en orlofsgreiðslum, tryggingamál- um og félagsmálum er vísað til samninga Sjómannafélags Reykjavík- ur. Auk þess var samið um eingreiðslur sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nema 25 þúsund krónum. Grímur Gíslason, stjórnarfor- maður Heijólfs, segir að þær hafi verið lagðar fram til að liðka fyrir samningum. Samkomulagið verður borið undir skipveija eftir helgi. Samningurinn felur í sér sam- komulag um að inn í hann komi lið- ur er nefnist hagræðingarálag. Inn í það falla þættir sem áður var greitt fyrir, s.s. verslunarfrídagur, meng- Skemmdarverk á Dalvík Fjórir játe FJÓRIR ungir menn hafa viður- kennt við yfirheyrslur hjá Rann- sóknarlögreglunni á Akureyri að hafa brotið yífir 40 rúður á Dalvik i síðasta mánuði. Skemmdarverkin sem unnin voru á Dalvík aðfaranótt 28. nóvember síðastliðins voru umfangsmikil, yfir 40 rúður voru brotnar í húsum auk þess sem bílrúður voru maskaðar. Á miðvikudag handtók Rannsókn- arlögreglan á Akureyri fjóra unga menn, á aldrinum 15-18 ára á Dal- vík og viðurkenndu þeir að hafa unnið skemmdarverkin. Framkomn- ar bótakröfur vegna tjónsins sem þeir ollu nema um 300 þúsund kón- um. Piltunum hefur verið sleppt lausum. unarálag og auk þess greiðsla fyrir yfirvinnu háseta á laugardögum. Á móti kemur að vinnuvika lengist um einn dag á þann hátt að laugardagur sem áður var frídagur verður virkur dagur. Grímur Gíslason segir samkomu- lagið leiða til launahækkunar fyrir skipveija frá því sem nú er en á móti komi aukið vinnuframlag þeirra. Hann segir stjóm Heijólfs afar ánægt með samkomulagið. „Þama rættist draumur manna í 17-18 ár, eða allt frá því að skipið kom fyrst hingað, að ná að gera heildstæðan samning sem hentar þeim verkefnum . sem unnin eru um borð í skipinu. Það hefur verið unnið meira og minna eftir farmannasamningum til þessa sem henta engan veginn skipi sem gengur hér á milli lands og Eyja á dagvinnutíma, en nú náðist loks þessi áfangi,“ segir Grímur. Elías Bjömsson, formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vestmanna- eyjum, segir erfitt að meta launa- hækkunina í krónum talið þar sem hluti samninga feli í sér að skipveij- ar fái fatnað frá Heijólfi sem upp- bót, en hún sé þó nálægt því að vega upp þá launaskerðingu sem skipveij- ar urðu fyrir með úrskurði félags- dóms. VERKFALL SJOMANNA A FISKISKIPAFLOTANUM Búist við daglegum fundum á næstunni GUÐLAUGUR Þorvaldsson ríkissáttasemjari segist bú- ast við að fundir í kjaradeilu sjómanna og viðsemjenda þeirra verði haldnir daglega næstu daga, en fyrsti fundur ríkissáttasemjara með deilu- aðilum eftir að verkfall sjó- Eiríkur sagðist telja að út- gerðaraðili sem á þennan hátt kæmi til móts við kröfugerð sjó- manna ætti að fá lausn undan verkfalli sjómanna, en af því hefði ekki orðið ennþá. Hins vegar væri verið að skoða málið núna en í augnablikinu hafa ekki komið nein viðbrögð frá Sjómannasamband- inu. „Það er ágætt að sjómannasam- tökin eru með það á hreinu núna að það kerfi sem þau sjálf hafa margsinnis lýst stuðningi við er að koma í andlitið á þeim. Þau hefðu betur átt að sjá það fyrr að þetta kerfi hentar hvorki sjómönn- um né byggðum í landinu, og allt er orðið stopp og vitlaust í landinu út af þessu,“ sagði Eiríkur. manna hófst var haldinn í gær. Að sögn Guðlaugs var þá rædd staða mála og vinnubrögð varðandi samn- ingaviðræðurnar. Verkfall sjómanna sem hófst á mið- nætti 1. janúar nær til á sjötta þúsund sjómanna alls Óttar Birting í Smugunni Togarinn Óttar Birting sem gerður er út af Skriðjökli hf. á Fáskrúðsfirði er nú við veiðar í Smugunni og verður þar til 25. janúar. I áhöfn skipsins eru 24 íslendingar en skipið sem hefur engan kvóta í íslenskri landhelgi siglir undir Panamafána. Að sögn Eiríks hefur það ekki verið rætt hvort skipið eigi að stoppa vegna verkfalls sjómanna, og ef til þess kæmi að farið yrði fram á það þá myndi sjómannafélagið á Fá- skrúðsfirði veita skipinu undan- þágu til að veiða áfram. „Þetta er fyrsti túr skipsins sem nýbyijað er að gera út og það yrði skemmd- arverk sem yrði aldrei bætt aftur ef það yrði stoppað núna,“ sagði hann. staðar á landinu nema á Vestfjörðum, en einnig hef- ur það áhrif á atvinnu á sjötta þúsund starfsmanna í fiskvinnslu. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómanna- sambands íslands, er áætlað að sjómannaverkfallið nái til á sjötta þúsund sjómanna á landinu að undanskildum Vestfjörðum, en sjómenn þar felldu á félagsfundi að grípa til verkfallsaðgerða. Hólmgeir sagði að Sjómannasam- bandið hefði farið þess óformlega á leit við sjómenn á Vestfjörðum að þeir sýndu samstöðu með sjó- mönnum annars staðar á landinu, og þá hefur stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands beint þeirri áskorun til vestfirskra sjó- manna að þeir sýni samstöðu sína í verki með boðun samúðarverk- —falls. Helstu kröfur sjómanna við gerð nýrra kjarasamninga eru þær að skýr ákvæði verði í samningunum varðandi samskipti útvegsmanna og sjómanna um ráðstöfun afla og það fiskverð sem greitt er til sjómanna. Þá verði lokið við gerð samninga fyrir þær veiðigreinar sem ekki eru til samningar fyrir og olíuverðsviðmiðun kjarsamn- inganna verði endurskoðuð. Helsti ásteitingarsteinninn er varðandi meinta þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum útgerða, en í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 1992 var gerð sérstök yfirlýsing þar að lútandi. Samkvæmt henni er út- gerðarmönnum óheimilt að taka af heildaraflaverðmæti til skipta vegna kvótakaupa og allir fyrri samningar í þá veru voru felldir úr gildi frá 4. júní sama ár. Hólm- geir sagði að þessi yfirlýsing væri í fullu gildi enn í dag, en hins vegar hefðu útgerðarmenn farið framhjá henni og því væri þar um ótvírætt brot viðsemjenda sjó- manna að ræða. „Maður hélt að þetta væri alveg afdráttarlaust en það virðist þurfa eitthvað meira til,“ sagði hann. Akkur hf. á Fáskrúðsfirði semur við sjómenn Sjómenn munu aldrei taka þátt í kvótakaupum ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Akkur hf. á Fáskrúðsfirði, sem gerir út einn 300 tonna rækjutogara, og Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar hafa gert með sér samkomulag þar sem Akkur hf. lýsir því yfir að fyrirtækið muni aldrei láta sjómenn taka þátt í leigu eða kaupum á fiskkvóta. Að sögn Eiríks Stefánssonar, for- manns Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar, er þetta eini samningurinn af þessu tagi sem gerður hefur verið við ein- stakt útgerðarfyrirtæki, og er nú verið að reyna að leysa fyrirtæk- ið undan verkfalli sjómanna. Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva um áhrif sjómannaverkfallsins Fyrirtæki gætu átt erfitt með að hefja rekstur á ný Verkfallið nær til á sjötta þúsund starfsmanna í fiskvinnslu STANDI verkfall sjómanna í þijár vikur eða lengur telur Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, að það geti orðið til þess að þau fiskvinnslufyrirtæki sem eiga í rekstrarerfið- leikum geti ekki með góðu móti hafið starfsemi á ný nema aðstoð komi til þess frá lánastofnunum. „Ég fæ hins vegar ekki séð að slíkt fjármagn liggi á lausu um þessar mundir, og ef allt inn- streymi fjármagns dettur út eftir stuttan tíma þá standa menn einfaldlega fastir. Þá er ég að tala um fyrirtæki sem eru bæði í útgerð og vinnslu,“ sagði Arnar. Talið er að 6.500 ársstörf séu í fískvinnslunni hér á landi, en í desember og janúar er hins vegar fæst fólk við störf. Arnar sagði að því væri talið að verkfall sjó- manna næði nú til á sjötta þúsund starfsmanna í fiskvinnslunni, og þá væri jafnframt miðað við að um 10% af fískvinnslufólki væri á Vestfjörðum þar sem ekki kemur til stöðvunar vegna verkfallsins. „Þegar allt er tínt til þá nær þetta með einum eða öðrum hætti til um 400 frystihúsa, söltunar- stöðva, rækjuvinnslustöðva og loðnubræðslna, þó stærstu fyrir- tækin séu kannski í kringum 100. Þetta fer að byija að bíta í vinnsl- unni nú þegar líður á þessa viku vegna þess að jólastoppin eru oft þannig að þau ná langleiðina út þessa viku,“ sagði hann. Arnar sagði að þau fyrirtæki sem undanfarið hefðu gengið í gegnum miklar skipulagsbreyting- ar mættu alls ekki við því að stoppa, og ef verkfallið stæði í 3-4 vikur yrði það farið að segja veru- lega til sín. „Það verður líka að hafa það í huga að síldarvertíðin getur klárast í verkfallinu, en það á eftir að veiða tæp 10 þúsund tonn, eða innan við 10% af heild- inni. Þetta kemur því kannski nið- ur á nokkrum húsum og þetta verður ekkert endurtekið. Nú er reyndar ekki vitað hvort Ioðnan er til staðar í veiðanlegu ástandi, en það er viðbúið að langt verk- fall geti haft það í för með sér að menn klári ekki kvótana, og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef verkfallið yrði það lang- vinnt að það það færi að hafa áhrif á loðnufrystinguna. Ég held þó að það komi ekki til því það yrði allt komið á hliðina hér á landi ef reyna myndi á það,“ sagði Arn- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.