Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 Hafnarbíó kaupir eignir þrotabús Hótels Norðurlands Kröfum að upphæð 100 milljónir kr. lýst í búið HEILDARKRÖFUR sem lýst var í þrotabú Hótels Norðurlands við Geislagötu á Akureyri námu tæplega 101 milljón króna. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir samning um kaup hlutafélagsins Hafnar- bíós hf. á hótelinu innan skamms. Frestur til að lýsa kröfum í búið rann út skömmu fyrir áramót, en Mikið tjón af völdum vatnsflóðs MIKIÐ Ijón varð í bókabúðinni Eddu í miðbæ Akureyrar um ára- mótin af völdum vatnsflóðs og var í gær enn verið að hreinsa upp og þurrka eftir flóðið. Slökkviliðið var tvívegis kallað út í húsnæði í miðbænum til að dæla burt vatni. Arnþór Björnsson, eigandi bóka- búðarinnar Eddu, sagði að allt hefði verið á floti er að var komið og ökkladjúpt vatn í kjallara hússins. Mikið tjón varð bæði á húsnæði og eins skemmdist mikið af bókum, tímaritum og öðrum vörum í versl- uninni. Arnþór sagði að um heilmik- ið tjón hefði verið að ræða en það hefði ekki nákvæmlega verið metið enn. Hann bjóst við að í nokkra daga enn yrði unnið að því að hreinsa upp. Hitinn tekin af Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði að orsök þessa óhapps væri að skrúfað hefði verið fyrir hitann til hússins og þá frosið í kaldavatnslögninni, en í hláku skömmu fyrir áramót hefði frost- tappinn þiðnað, og leiðslan farið í sundur með fyrrgreindum afleiðing- um. Slökkvilið aðstoðaði einnig við að dæla vatni úr kjallara í blómabúð- inni Laufás í miðbæ Akureyrar, en þar varð að sögn Tómasar Búa ekki mikið tjón. fyrsti skiptafundur í búinu verður 19. janúar næstkomandi. Hreinn Pálsson skiptastjóri þrotabús Hótels Norðurlands sagði að enn hefði hann ekki tekið afstöðu til allra krafna sem bárust en að stærstum hluta lægi fyrir að þær yrðu sam- þykktar. Hafnarbíó kaupir Heildarkröfurnar í búið námu 100,7 milljónum króna, þar af voru veðkröfur upp á tæpar 76,5 milljón- ir króna. Forgangskröfur námu tæplega 1,2 milljónum króna, kröf- ur utan skuldaraðar voru um 10 milljónir króna og almennar kröfur um 13 milljónir. Að sögn Hreins hefur verið ákveðið að ganga að tilboði Hafnar- bíós hf. í eigur þrotabúsins og bjóst hann við að skrifað yrði undir samn- inga þess efnis næstu daga. Hafn- arbíó hf. er í eigu Jóns Ragnarsson- ar eiganda Hótels Arkar í Hvera- gerði og veitingamanns á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Hótel Norðurland varð gjaldþrota síðasta haust. Flugleiðir og Flugfé- lag Norðurlands áttu stærstan hluta hótelsins, en rekstur þess hófst árið 1989. Húsið er á þremur hæðum og í því eru 28 tveggja manna her- bergi, lítill fundarsalur og veitinga- salur fyrir um 60 manns. Aðalfundur Skipstj óraf élags Norðlendinga Aflamiðlim verði settar starfsreglur Á AÐALFUNDI Skipstjórafélags Norðlendinga, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt að beina því til utanríkisráðherra að stjórn Aflamiðlunar verði settar skýrar starfsreglur til að fyrirbyggja misvís- andi leyfisveitingar eða geðþóttaákvarðanir varðandi útflutning á ísuð- um fiski í gámum á erlenda markaði. Brýnt sé að reglurnar séu aug- lýstar og öllum viðkomandi kunnar og jafnframt að skipum verði ekki mismunað í leyfisveitingum eftir veiðum. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á 75. aðalfundi Skip- stjórafélags Norðlendinga sem hald- in var fyrir áramót. Á fundinum lét Halldói- Hallgrímsson fyrrverandi skipstjóri af formennsku í félaginu að eigin ósk, en hann hafði gegnt formannsstörfum síðastiiðin 10 ár. Við tók Þorbjörn Sigurðsson skip- stjóri á Múlabergi ÓF 32 í Ólafsfirði. Varaformaður félagsins er Árni Bjarnason stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á Akureyrinni EA 110. A fundinum var einnig samþykkt að skora á stjórnvöld að heimila skráningu fiskiskipa í íslenska skipa- skrá, þó þau hafi ekki veiðiheimildir innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu. Fundurinn taldi brýnt hagsmunamál sjómanna og þjóðarinnar allrar að veiðireynsla íslenskra skipstjórnar- manna af úthafsveiðum nýtist ís- lendingum einum en ekki þeim þjóð- ríkum sem leyfa þægindaskráningu skipa og gætu þess vegna öðlast óverðskuldað veiðirétt á alþjóðahaf- svæðum með dyggri aðstoð íslenskra fiskimanna. Þá skoraði aðalfundur- inn á þingmenn Norðurlands að beita sér fyrir tafarlausri afgreiðslu þyrlu- kaupamálsins. Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail VaU Vail Vail Vail Vail VaU VaU VaU Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. < E. býður upp ó stórkostiega skíðaferð til < Klettafjalla ó stærsta skíðasvæði - Bandaríkjanna, Vail, Colorado. L Farið verður 17. febrúar og komið til baka » 4. mars. Innifalið í verði er flug til Denver, < ferðir milli flugvallar og gististaðar, gisting í íbúðum, sem eru í um 5-7 mín. - gangfæri fró lyftunum, og íslensk | fararstjórn. » Verð á mann: < 139.900, -miðað við 2í 2ja herb. íbúð ~ 129.500, - miðað við 3 í 2ja herb. íbúð & 124.300,- miðað við 4 í 2ja herb. íbúð | 135.900, - miðað við 4 í 3ja herb. íbúð | 130.500, miðað við 5 f 3ja herb. íbúð < 126.800,- miðað við 6 í 3ja herb. íbúð ~ Flugvallarskattur (2.480 kr.) er ekki innifalinn. s GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. < Borgartúni 34, sími 683222 Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vail Vaii Vail Vail Vail Vail Vail Vail jkriiM: ' ®Jki T3 Mwwmi m u ímI - 1 lJéj a;“ ; íiSBWWI H fipn -jjjjj 1 _ tHmm Morgunblaðið/Rúnar Þór í flugstöðinni MIKIL örtröð var á Akureyrarflugvelli í gær, 9 ferðir voru farnar milli Akureyrar og Reykjavíkur og þá voru einnig farnar 9 ferðir á vegum Flugfélags Norðurlands til ýmissa áfangastaða félagsins. 18 ferðir frá Ak- ureyrarflugvelli ALLS flugu Fokkervélar Flugleiða 9 ferðir milli Akureyrar og Reykja- víkur í gær og þá voru einnig farnar 9 ferðir til ýmissa áfangastaða á vegum Flugfélags Norðurlands, en ekki viðraði til flugs á sunnudag, 2. janúar. Það var því mikil örtröð um tíma á Akureyrarflugvelli, en með þessum tíðu ferðum náðist að flytja alla farþega sem áttu bókað far. Bryngeir Kristinsson vaktstjóri Flugleiða á Akureyrarflugvelli sagði að fjölmargir farþegar hefðu farið í gegnum flugstöðina á þess- um annasama degi og mest var um að vera í gærmorgun, en þá lentu 5 Fokkervélar á vellinum með stuttu millibili. Fyrsta vélin lenti 9.15 og síðan hver af annarri og um hádegi höfðu 5 vélar lent á vellinum. Síð- asta ferð var í gærkvöld og þá höfðu verið flognar 9 ferðir milli Akur- eyrar og Reykjavíkur, en straumur- inn lá suður. Um 440 farþegar fóru frá Akureyri til Reykjavíkur og rúmlega 100 komu að sunnan. Ekki þurft að senda þotur Bryngeir sagði að nýju Fokker- vélamar reyndust vel á annatíma líkt og var í gær og því hefði ekki þurft að grípa til þess að senda þotur eftir farþegum norður eins og iðulega hefði gerst áður. Um 300 farþegar áttu bókað far suður 2. janúar, en þá var ekki flogið vegna veðurs. Flugfélag Norðurlands fór einnig 9 ferðir til ýmissa áfangastaða, m.a. var tvívegis flogið tii Egils- staða, ísafjarðar og Vopnafjarðar, þá var flogið til Kópaskers og Rauf- arhafnar, Þórshafnar og eins var flogið frá Húsavík til Reykjavíkur, fleiri en ein ferð. Róleg' áramót ÁRAMÓTIN voru róleg á Akureyri, að sögn varð- stjóra lögreglunnar, en þó var allmikil ölvun eftir dans- leiki. Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri á nýársnótt, þar af einn sem tekinn var fyrir meinta ölvun við akstur. Sá hafði lent í árekstri við aksturinn og horf- ið af vettvangi, en náðist skömmu síðar og var fluttur í fangageymslu. Þrjár rúður voru brotnar í húsum í miðbænum, en að sögn Árna Magnússonar varð- stjóra lögreglunnar var allmik- il ölvun í miðbænum eftir að dansleikjum lauk. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer XLT 4x4, árgerð ’92 (ekinn 12 þús. mílur), Peugeot 605 SLI, árgerð '90 (ekinn 42 þús. km.), Nissan King Cab SE V6 4 W/D, árgerð '89 (ekinn 35 þús. mílur) og aðrar bifreið- ar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. janúarkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.