Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Vladímír Zhírínovskíj var neitað um vegabréfsáritun til Þýskalands
Hótaði Þjóðverjum með
þriðju lieimsstyij öldinni
Bonn, Moskvu. Reuter.
RUSSNESKI þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj hótaði
um helgina að tortíma Þýskalandi í þriðju heimsstyijöldinni kæmist
hann til valda í Rússlandi. Lýsti hann þessu yfir eftir að þýsk sljórn-
völd höfðu neitað honum um vegabréfsáritun til landsins. Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í viðtali á sunnudag, að ófriðurinn
á Balkanskaga og uppgangur þjóðernisöfgamanna í Rússlandi sýndu,
að Þjóðveijum væri nauðsynlegt að halda uppi öflugum vörnum.
Túpolev-154 þota fórst í Rússlandi
Eldur kom upp í
öllum hreyflum
Moskvu. Reuter.
BRENNANDI rússnesk þota af
gerðinni Túpolev-154 fórst í gær
á freðnum ökrum í Síberíu og
létust allir sem um borð voru,
120 manns. Fregnum bar ekki
saman um hvort hún hefði
splundrast á flugi eða brotnað í
lendingu. Flugvélin var í eigu
flugfélagsins Baikal Air.
Þotan var í áætlunarflugi frá írk-
útsk í Síberíu til Moskvu en það
er um fimm stunda flugferð. Um
borð voru að minnsta kosti 16 út-
lendingar, níu Þjóðverjar, fjórir Kín-
veijar, Austurríkismaður, Indveiji
og Japani.
Talsmaður ríkisstofnunar sem
fjallar um flugslys sagði að svo virt-
ist sem þotan hefði splundrast á
flugi. Flugstjóri Tú-154 þotunnar
hefði skýrt frá því að eldur væri
laus í einum þriggja hreyfla þotunn-
ar skömmu eftir flugtak í borginni
írkútsk við Bajkalvatn. Er hann
hefði ætlað að snúa við til borgar-
innar hefði eldur kviknað í hinum
tveimur einnig.
Alexander Kamentskíj, formaður
almannavarna írkútsk, sagði það
ekki rétt vera að þotan hefði
splundrast á flugi, heldur hefðu
flugmennirnir orðið að nauðlenda
vegna bilana. Hefði þotan brotlent
á snævi þöktum akri rétt við þorpið
Mamoníj, 15 km frá írkútsk. Flug-
vélin hefði runnið í snjónum og
hringsnúist þar til hún rakst á pen-
ingshús og háspennustaura, þá
hefði hún brotnað í sundur og eldur
kviknað. Staðnæmdist brakið 300
metra frá þorpinu.
Orsakir ókunnar
Óljóst er hvers vegna kviknaði í
hreyflum þotunnar. Rússneskar
farþegaflugvélar eru mjög gamlar
og vegna rekstrarörðugleika eiga
flugfélög erfitt með að kaupa vara-
hluti og eldsneyti. Jafnan er tals-
vert áhætta tekin og flugvélar of-
hlaðnar af fólki og vörum, bæði
vegna eldsneytisskorts og til að ná
sem mestum afrakstri úr hverri
ferð.
Eggin eru ftjóvguð með sæði
karlsmanns og síðan er þeim komið
fyrir í leginu. Fyrir nokkru urðu
miklar deilur er það fréttist að konur
á sextugs- og sjötugsaldri hefðu lát-
ið koma frjóvguðum eggjum úr öðr-
um konum fyrir í legi sínu til að
geta alið böm þótt þær væru löngu
komnar úr barneign. Frönsk stjórn-
völd sögðust í gær ætla að leggja
til bann við því að aðferðin yrði not-
uð þegar konur yfir barneignaaldri
Zhírínovskíj brást ókvæða við
þegar þýsk yfirvöld neituðu að
veita honum vegabréfsáritun en
hann var þá staddur í Sofia í Búlg-
aríu. Þýska blaðið Welt am
Sonntag segir og vitnar í trúnaðar-
skýrslur frá þýska sendiráðinu í
Sofia, að Zhírínovskíj hafi hótað
Þjóðveijum þriðju heimsstyijöld-
inni og „algerri tortímingu"; að
300.000 rússneskir hermenn verði
sendir aftur til Austur-Þýskalands
og kröfur um gífurlegar stríðssk-
aðabætur verði gerðar á hendur
Þjóðveijum.
Talsmaður þýska utanríkisráðu-
neytisins vildi ekki staðfesta frá-
sögnina í Welt am Sonntag en
sagði, að viðbrögð Zhírínovskíjs
sýndu enn einu sinni, að hann
væri „ekki viðræðuhæfur".
Oflugar hervarnir nauðsyn
„Ef við lítum í kringum okkur,
kemur í ljós, að ástandið í öryggis-
málum er viðsjárvert og hefur ekki
batnað," sagði Kohl, kanslari
ættu í hlut og svipuð tillaga hefur
verið borin upp á þingi Ítalíu.
Siðanefnd BMA, breska lækna-
sambandsins, mun koma saman í
næsta mánuði til að fjalla um notkun
fóstureggjanna en talsmaður hennar,
Stuart Horner, sagði að nefndin hefði
þegar í reynd samþykkt að mæla
með því að leyft yrði að nota fóstrin
með áðurnefndum hætti. „Markmið
þessarar tækni er ekki að læknar
geti leikið Guð,“ sagði Horner. „Ætl-
Þýskalands, í viðtali við útvarps-
stöð í Berlín á sunnudag og nefndi
sérstaklega stríðið á Balkanskaga
og mikið fylgi við Zhírínovskíj í
þingkosningunum í Rússlandi.
Hann sagði þó, <að mikils aðhalds
yrði gætt í framlögum til varnar-
mála vegna fjárlagahallans en vís-
aði á bug kröfum stjórnarandstöð-
unnar um mikinn niðurskurð.
„Þýski herinn mun fá það, sem
hann þarfnast," sagði Kohl en við-
talið við hann var tekið áður en
Welt am Sonntag skýrði frá yfir-
lýsingum Zhírínovskíjs.
Zhírínovskíj sagði í viðtali við
2x2-sjónvarpsrásina í Moskvu á
sunnudag, að vændishús í Vestur-
Evrópu væru jfirfull af rússnesk-
um konum. „Eg var í Vestur-Evr-
ópu og þvílík skömm. Öll vændis-
húsin voru yfirfull af rússneskum
konum. Til hvers höfum við alið
upp dætur okkar. Á hálfu þriðja
ári hefur Rússland breyst í svínas-
tíu, sem hrekur ungt fólk út í
vændi. Þessu verður að snúa við
strax,“ sagði Zhírínovskíj.
unin er að aðstoða lítinn hóp kvenna
í traustum hjónaböndum sem ekki
geta eignast börn vegna þess að þær
geta ekki sjálfar framleitt egg eða
fengið egg hjá öðrum konum“. Hann
sagði nauðsynlegt að setja siðareglur
um notkun fóstranna áður en tæknin
yrði til reiðu en það gæti orðið innan
tveggja ára.
Sérstök, opinber stofnun er úr-
skurðar í málum sem tengjast gervi-
fijóvgun og fósturfræði mun koma
saman næsta sumar en ekki er víst
að stuðningur BMA muni nægja til
að leyfið verði veitt. Fulltrúi stofnun-
arinnar sagðist skilja vel að margir
fylltust óhug, hann benti einnig á
að slá þyrfti föstu fyrirfram hver
teldist lagalega séð móðir barns sem
yrði til með þessum hætti. Breskir
þingmenn hafa verið harðorðir og
spurt hvemig börnum yrði við ef
þeim yrði sagt að móðir þeirra hefði
aldrei verið til. Fjölmiðlar benda á
að miklar laga- og siðferðilegar
flækjur gætu komið upp.
Vilja hvít börn
Á Ítalíu var skýrt frá því að kona
frá „Þriðjaheimslandi" hefði fætt
barn eftir að hafa látið ftjóvga egg
hvítrar konu með sæði eiginmanns
hinnar fyrrnefndu, sem er hvítur og
koma því fyrir í eigin legi. ítalska
ríkisútvarpið sagði konuna telja erf-
itt fyrir kynblending að alast upp í
landi þar sem nær allir séu af sama
kynþætti. Heilbrigðismálaráðherra
Ítalíu, Maria Pia Garavaglia, hvatti
til þess að sett yrðu lög til að stöðva
aðgerðir af þessu tagi, ekki mætti
líta á börn eins og hveija aðra neyslu-
vöru sem framleidd væri eftir þörf-
um.
Bresk, þeldökk kona ól tvíbura á
jóladag og hafði hún fengið egg úr
hvítri konu en látið fijóvga það með
sæði eiginmanns síns sem er af
blönduðum stofni. Læknar sögðu að
þessi aðferð hefði verið notuð vegna
þess að erfitt væri að fá egg úr þel-
dökkum konum í landinu. Stuart
Horner sagði siðanefndina andvíga
þessari notkun á gervifijóvgun, af-
leiðingarnar gætu orðið ófyrirsjáan-
legar.
Heilbrigðismálaráðherra Ítalíu um nýja tækni í gervifijóvgnn
Böm verði ekki framleidd
eins og neysluvarningur
London, Róm. The Daily Telegraph og Reuter.
HARÐAR deilur eru í Bretlandi og á ítaliu vegna frétta um að lækn-
ar verði innan fárra ára færir um að taka egg úr látnum kvenkyns
fóstrum og koma þeim fyrir í legi ófrjórra kvenna svo að þær geti
orðið þungaðar. Fóstrin verða úr konum sem ekki hafa viljað ala
barnið eða misst fóstrið. Einnig hefur það vakið ugg að tvær þeldökk-
ar konur, önnur í Bretlandi en hin á Italíu, hafa fengið egg úr hvít-
um konum til að geta alið hvít börn með eiginmönnum sínum. „Lok-
ið þessum stórmarkaði fyrir klæðskerasaumuð börn“, sagði stærsta
dagblað Ítalíu, La Repubblica. Breskir og ítalskir þingmenn og tals-
menn kirkjunnar hafa einnig lýst andstöðu sinni við þessar aðgerðir.
Uffe
„Dani
ársins“
UFFE Ellemann-Jensen, fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Dana, var um áramótin valinn
„Dani ársins" í þriðja skipti í
röð. Það er Gallup-fyrirtækið
sem spurði hóp Dana hvaða
maður verðskuldaði sæmdar-
heitið og bar Ellemann-Jensen
sigur úr býtum eftir harða
samkeppni við íþróttamennina
Peter Schmeichel og Micael
Laudrup. Poul Nyrup Ras-
mussen forsætisráðherra varð
í fimmta sæti og Margrét
Danadrottning í því sjöunda.
Strangari agi
í breskum
skólum
BRESKUM kennurum verður
fyrirskipað í vikunni að halda
uppi strangari aga í skólum
landsins, að sögn The Sunday
Times. „Sú hugsun að ekki
megi refsa börnum er ekki
gjaldgeng lengur. Við getum
ekki lengur liðið slæma hegð-
un í skólum,“ hafði blaðið eft-
ir háttsettum embættismanni.
Japanir til
Bosníu?
SÉRLEGUR sendimaður
Sameinuðu þjóðanna í fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu,
Yasushi Akashi, sagði í gær
að hann gæti ekki útilokað
þátttöku Japana í friðargæsl-
unni í Bosníu og Króatíu. „Ef
Evrópuþjóðir geta verið í Asíu
ættu Asíuþjóðir að geta farið
til Evrópu," sagði hann.
Reynolds
reynir að
tryggja frið
ALBERT Reynolds, forsætis-
ráðherra írlands, gaf til kynna
í gær að hann léði máls á til-
slökunum til að koma til móts
við kröfur Sinn Fein, stjórn-
málaarms írska lýðveldishers-
ins, IRA, og koma í veg fyrir
að friðarsamkomulag Ira og
Breta renni út í sandinn.
Umdeild
þotukaup
í S-Afríku
MANGOSUTHU Buthelezi,
leiðtogi Zulumanna í Suður-
Afríku, sætti harðri gagnrýni
um helgina þegar upplýst var
að stjórn hans í Kwazulu, sem
er skuldum hlaðin, hefði keypt
einkaþotu fyrir jafnvirði 750
milljarða króna.
„Craxisminn“
burt
BETTINO Craxi, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu sem
varð að segja af sér sem leið-
togi Sósíalistaflokksins vegna
spillingarmála, hefur orðið
fyrir enn einu áfallinu: ákveðið
hefur verið að sleppa orðinu
„craxismi" úr virtri ítalskri
orðabók. Ritstjórinn sagði að
„craxisminn" væri liðinn undir
lok.