Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Um 250milljón króna
hagnaður hjá Eimskip
Selfoss seldur til Gards Rederi A/S í Noregi
HAGNAÐUR Eimskips var um 250 milljónir kr. fyrstu ellefu mán-
uði síðasta árs eða sem nemur 3% af veltu. Útflutningur á vegum
félagsins jókst um 12% á árinu. Félagið hefur selt skip sitt Selfoss
til norskra aðila og var söluverð um 125 milljónir kr.
Afkoma Eimskips var jákvæð á
síðari hluta ársins 1993. Sparnaðar-
aðgerðir félagsins hafa gengið eft-
ir, segir í frétt frá Eimskip, og veru-
legur árangur hefur náðst í lækkun
kostnaðar á árinu 1993. J^fnframt
hefur afkoma af rekstri félagsins
erlendis verið jákvæð. Þetta' tvennt
hefur skipt sköpum í að snúa tap-
rekstri fyrra árs til betri vegar, en
á síðasta ári var tap Eimskips og
dótturfélaga þess um 214 milljónir
kr. fyrir skatta.
Heildarflutningar Eimskips á ár-
inu 1993 voru um 990 þúsund tonn
en voru 913 þúsund tonn 1992.
Útflutningur jókst um 12%, einkum
á frystum fiski og fiskimjöli. Land-
anir erlendra fiskiskipa hér á landi
Tölvur
Ríkið
kaupir
tölvu-
póst-
kerfi
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur samið við Nýheija um magn-
kaup á tölvupóstkerfinu cc.Mail
og gildir samningurinn fyrir 500
notendur í fyrsta áfanga. Hann
tekur einnig til Lotus organizer
sem er skipulagsforrit og cc:Mail
remote sem er tölvupóstur fyrir
stakar tölvur en þar er um að
ræða færri eintök. Heildarupp-
hæð samningsins er tæplega 4,5
milljónir króna án virðisauka-
skatts.
Árið 1992 komu ráðuneytin sér
Fyrirtæki
Vélin var í eigu Hulu hf. á Flúð-
um og framleiðir kaldavatnsrör,
snjóbræðslurör og hitaþolin vatns-
rör, og mun Sæplast í fyrstu fram-
leiða þau rör sem fram til þessa
hafa verið framleidd hjá Hulu, en
síðar er stefnt að áframhaldandi
þróun í röraúrvali. Hitaþolnu plast-
rörin sem framleidd verða hafa
haft algera sérstöðu hvað varðar
styrk og hitaþol, og hafa þau m.a.
vega þungt í þessari aukningu. Inn-
flutningur var hins 'vegar nánast
óbreyttur frá fyrra ári. Áframhald-
andi aukning hefur verið í flutningi
milli erlendra hafna og var aukning-
in á árinu 1993 um 7% frá árinu á
undan.
Selfoss seldur
Gengið' var frá sölu á Selfossi
þann 21. desember sl. til Gards
Rederi A/S í Noregi. Selfoss hefur
verið í eigu Eimskips frá 1987 en
skipið var smíðað í Þýskalandi árið
1977. Söluverð skipsins var um 125
milljónir kr. og varð nokkur hagn-
aður af sölu þess. Skipið sinnti
lengst af saltfískflutningum og var
sérútbúið til slíkra flutninga. Frá
l
saman um að kaupa cc:Mail póst-
kerfíð og setja upp á staðarnetum
í þeim tilgangi að greiða fyrir sam-
skiptum sín á milli. Þegar þessi
ákvörðun var tekin var cc:Mail eina
kerfið sem gat flutt óbrenglaðan
verið notuð til lagninga á hitaveit-
um víða um land.
Stefnt er að flutningi vélasam-
stæðunnar til Dalvíkur í janúarmán-
uði nk., þannig að hægt verði að
hefja framleiðslu þar snemma á
næsta ári. Reiknað er með að með
tilkomu nýju framleiðslunnar aukist
velta Sæplasts hf. um 15-20% á
ári, en velta félagsins á árinu 1992
var tæpar 300 milljónir króna.
síðasta ári hefur hins vegar allur
saltfiskur sem Eimskip hefur flutt
farið í kæligámum með áætlana-
skipum félagsins. Frá þeim tíma
hefur Selfoss annast strandflutning
og ýmis stórflutningaverkefni t.d.
flutning á korni, mjöli, salti og
byggingavörum.
Samhliða sölu á Selfossi hefur
Eimskip ákveðið að írafoss sem
verið hefur í leiguverkefnum erlend-
is um nokkurra ára bil muni annast
stórflutningaverkefni til og frá
landinu fyrir viðskiptavini félagsins.
írafoss hefur að hluta til verið með
erlendum skipvetjum en verður nú
alfarið með íslenskri áhöfn. Eimskip
er með tíu skip í rekstri og eru
átta þeirra í áætlunarsiglingum en
tvö í stórflutningum. Öll skip í eigu
Eimskips og dótturfélaga þess er-
lendis eru mönnuð íslenskum áhöfn-
um.
texta á íslensku milli PC- og Mac-
intosh-tölva. Á sama tíma var
ákveðið að koma upp sameiginiegri
tölvupóstgátt fyrir bæði X400 og
Internet-tölvupóst. Eftir er að
ganga frá samskiptum við önnur
póstkerfi t.d. tölvupóstkerfi Skýrr
og Meistarann en að því er unnið.
Er það keppikefli ríkisins að geta
skipst á pósti við öll helstu kerfín
á markaðnum. Þá eru um þessar
mundir að hefjast umfangsmikil
tölvupóstviðskipti við stofnanir
EFTÁ um X400-gáttina.
Viðhaldssamningur ríkisins við
Nýheija er til tveggja ára og gefur
rétt á uppfærslum í nýjar útgáfum
auk þess sem unnt er að auka við
notendafjöldann um minnst 20 í
senn fyrir sama einingaverð og giid-
ir f upphafi.
Allar stofnanir og fyrirtæki sem
eru að meirihluta í eigu ríkisins
geta notið góðs af þessum samn-
ingi. í fyrsta áfanga er um að ræða
stjórnarráðið sem þegar er með
cc:Mail í notkun hjá um 300 notend-
um, embætti Ríkisskattstjóra ásamt
skattstofum og dóms- og kirkju-
mála’ráðuneytið fyrir hönd sýslu-
mannsembætta og dómstóla. Fyrst
um sinn mun Hagsýsla ríkisins hafa
framkvæmd samningsins með
höndum fyrir hönd ríkisins.
Morgunblaðið/Þorkell
TOLVUPOSTUR — Gengið var frá samningi um kaup ríkis-
ins á tölvupóstkerfí í síðustu viku. Á myndinni eru standandi f.v. Jó-
hann Gunnarsson, frá fjármálaráðuneyti, Guðmundur Kjærnested, frá
ríkisskattstjóra, Einar Olafsson, frá Hagstofu íslands og Guðmundur
Hannesson frá Nýheija. Við borðið sitja þeir Þórhallur Arason, frá
fjármálaráðuneyti og Jón Vignir Karlsson, frá Nýheija.
Sæplast kaupir vél til
að framleiða plaströr
Veltan á að aukast um 15-20%
GENGIÐ hefur verið frá kaupum Sæplasts hf. á Dalvík á vél til
framleiðslu á plaströrum. í frétt frá Sæplasti segir að með kaupun-
um sé verið að auka fjölbreytni í framleiðslu fyrirtækisins og styrkja
þannig Sæplast hf. sem plastframleiðslufyrirtæki.
MENN ARSINS — Hjónin Guðrún Helga Lárusdóttir og
Ágúst Guðmundur Sigurðsson, eigendur Stálskips hf., eru einu starfs-
menn fyrirtækisins í landi. Guðrún er framkvæmdastjórinn og sér um
fjármálastjórnina en Ágúst hefur tæknimálin á sinni könnu.
Fólk
Utgerðarhjón í Hafnar-
firði menn ársins
ÞAU Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Guðmundur Sigurðs-
son, eigendur Stálskips hf., voru valin menn ársins í íslensku
viðskiptalífi árið 1993 samkvæmt útnefningu tímaritsins Frjálsr-
ar verslunar og Stöðvar 2. Þetta er í sjötta sinn sem slík útnefn-
ing fer fram en tilgangur hennar er sá að vekja athygli á því
sem vel er gert í íslensku viðskiptalífi og hvetja íslenska at-
hafnamenn og fyrirtæki til dáða.
í umfjöllun tímaritsins um fyr-
irtækið kemur fram að rekstur
Stálskips hefur gengið sérlega
vel og skilað miklum hagnaði
meðan fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa almennt gengið illa. Árið
1993 er engin undantekning; út-
lit er fyrir góðan hagnað og í
haust réðst fyrirtækið í kaup á
nýjum frystitogara sem er í smíð-
um á Spáni.
Þau hjón stofnuðu Stálskip
fyrir tuttugu og þremur árum ðða
árið 1970. Fyrsta skipið sem þau
keyptu var breskur síðutogari
sem hét Boston Wellvale og hafði
strandað við Arnarnes í ísafjarð-
ardjúpi og legið í sjó um nokk-
urra ára skeið. Núna gerir fyrir-
tækið út frystitogarann Ými og
ísfisktogarana Rán og Þór. Eru
starfsmenn nú um 50 talsins.
Bankamál
Sparisjóðabank-
inn tekur til starfa
SPARISJÓÐABANKI íslands hf. tekur til starfa í dag, 4. janúar,
og tekur þar með við hlutverki Lánastofnunar sparisjóðanna. Breyt-
ingin er gerð í framhaldi af nýjum Iögum um banka og sparisjóði.
Sparisjóðabankinn hefur aðsetur
við Rauðarárstíg þar sem Lána-
stofnun sparisjóðanna var áður til
húsa. Hann mun gegna svipuðu
hlutverki og seðlabanki, sjá um
gjaldeyrisþjónustu fyrir sparisjóð-
ina, ávaxta lausafé þeirra og veita
ýmiss konar aðra þjónustu, að sögn
Hallgríms Jónssonar formanns
bankaráðs. Ekki verður um að ræða
hefðbundna þjónustu viðskipta-
banka við almenning en Sparisjóða-
bankinn mun þó geta lánað við-
skiptamönnum sparisjóða ef við-
komandi sparisjóður er of lítill tii
þess að geta ráðið við það sjálfur,
að sögn Hallgríms. Hann segir enn-
fremur að gefin verði út jöfnunar-
hlutabréf og verði hlutafé bankans
þá 445 milljónir, til samræmis við
íög um hlutafé banka. Eigið fé
bankans er rúmlega 800 milljónir
en hagnaður af Lánastofnun spari-
sjóðanna þetta árið liggur ekki fyr-
ir. Fram hefur komið í viðskipta-
blaði að hagnaður samkvæmt milli-
uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði
ársins hafi verið tæplega 69 milljón-
ir. Auk Hallgríms Jónssonar for-
manns munu eiga sæti í bankaráði
Sparisjóðabankans Baldvin
Tryggvason, Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis, Páll Jónsson, Spari-
sjóði Keflavíkur, Jónas Reynisson,
Sparisjóði Hafnarfjarðar og Ingólf-
ur Guðnason, Sparisjóði Vestur-
Húnavatnssýslu.