Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 43

Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 4, JANÚAR 1994 43 Fyrirtæki Umslag kaupir vélar til að magnprenta umslög í ÞRÖNGRI götu í Skuggahverfinu leynist lítið fyrirtæki sem óbeint snertir velflesta þegna þjóðfélagsins. Fyrirtækið er Umslag hf. Fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi undanfarin tvö ár er Sveinbjörn Hjálm- arsson, en hann hefur lengi unnið í prentiðnaðinum, fyrst sem prent- myndasmiður, svo sölustjóri ACO hf., síðar framkvæmdastjóri og nú eigandi Umslags hf. Eins og nafn fyrirtækisins ber með sér snýst starfsemin einkum um umslög. Hjá Umslagi eru vélar í fullum gangi við að setja bréf í umslög, loka, merkja viðtakanda og raða í sérstaka bakka sem síðan eru sótt- ir af Pósti og síma. Þannig vinnur Umslag fyrir fjölmörg stór fyrir- tæki, opinberar stofnanir og fleiri slíka aðila sem reglubundið senda frá sér yfirlit eða reikninga í stóru upplagi. Þá má nefna verkefni í „direct-mail“ sem er jafnt og þétt að ryðja sér til rúms á sviði kynning- artækni. Umslagaprentun í stærri stíl, hefur verið að færast úr landi und- anfarið. Til að hamla gegn þeirri þróun hefur Umslag fjárfest í nýjum búnaði sem getir fyrirtækinu kleift að bjóða magnprentun umslaga á mjög sambærilegu verði við þau erlendu tilboð sem hafa verið áber- andi á undanförnum misserum að sögn Sveinbjöms Hjálmarssonar. Um er að ræða 2 lita HALM um- slagaprentvél sem afkastar nálægt 30.000 umslögum á klst. og 2 lita Hamada E47, sem notuð er í ýmis ijöllitaverk. „Öryggi áfyllingar og útsending- ar er síðan tryggt með því að hafa jafnan tiltækar tvær áfyllivélar í hæsta gæðaflokki, besta hráefni og þjálfað, samhent starfsfólk sem gerir vitaskuld gæfumuninn í svona rekstri," sagði Sveinbjörn. VELAR — Á myndinni eru frá hægri: Sveinbjöm Hjálmarsson, frkvstj. Umslags, Guðjón Sigurðsson í Hvítlist sem hefur haft milli- göngu um kaup á nýju vélunum, Atli Helgason prentari og Y. Mori- oka frá Hamada í Japan. I LANDSNEFND ALÞJÓÐA ' VERZLUNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI HÁDEGISVERÐARFUNDUR MEÐ KJARTANI JÓHANNSSYNI SENDIHERRA FRAMTIÐ EFTA OG EVRÓPU Þriðjudaginn 4. janúar 1 994 Gríllinu, Hótel Sögu kl. 12:00 DAGSKRÁ: 12:00 Hádegisverður. 12:20 Aðalræðumaður fundarins, Kjartan Jóhannsson, sendiherra: • Áhrif GATT á EFTA • AhrifEESáEFTA • EFTA og Austur-Evrópa • Er tilvist EFTA í hættu? 12:50 Almennar umræður og fyrirspurnir ALLIR VELKOMNIR Hádegisverður kr. 2.000,- (1.700,- fyrir Landsnefndarfélaga) Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma 67 66 66 Útsala í Vogue afsláttur af öllum vörum í öllum verslunum Vogue Vogue búðirnar, Skólavörðustíg 12, Skeifunni 8, Þarabakka 3, Strandgötu, Hafnarfirði, Hafnarbraut, Keflavík, Eyrarvegi, Selfossi og Skipagötu, Akureyri. SERHÆFT S KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENNSLUGREINAR: - Windows gluggakeríi - Word ritvinnsla íyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla o.fl. Verð á námskeið m/afslætti er 3.965,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífmu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykiavíkur EB BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAVÍK. sími 616699. fax 616696 *Skuldabréf i 20 mán. (19 afborganir). vextir eru ekkl Innifaldir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.