Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 46

Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 RAÐA UGL YSINGAR I Dagvist barna Greiðslur til foreldra vegna barna á aldrinum tveggja og hálfs árs til fjögurra og hálfs árs sem ekki nýta leikskólaþjónustu á vegum Reykjavíkur- borgar eða aðra dagvistarþjónustu styrkta af Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar hinn 16. desember sl. voru samþykktar eftirfarandi reglur: 1. Greiðsluár skiptist í fjögur þriggja mánaða tímabil. Útborganir fara fram mánuði síð- ar en hverju tímabili lýkur, í fyrsta sinn 1. maí 1994. 2. Samkvæmt reglum þessum hafa þeir for- eldrar rétt á greiðslum sem eiga börn er verða tveggja og hálfs árs á viðkomandi tímabili og skulu greiðslurnar standa að óbreyttum forsendum þar til börnin ná fjögurra og hálfs árs aldri. 3. Greiðslur með hverju barni skulu nema þeirri upphæð, sem ákveðin er í fjárhags- áætlun hverju sinni sem rekstrarstyrkur fyrir hvert barn á einkaleikskóla og nemur nú kr. 6.000 á mánuði. 4. Sækja þarf sérstaklega um greiðslur fyrir hvert tímabil á þar til gerðum eyðublöð- um. Umsókn verður að berast eigi síðar en viku eftir að greiðslutímabili lýkur. Til þess að auðvelda væntanlegum umsækj- endum að staðfesta vilja sinn til þess að gerast aðilar að þessu nýja fyrirkomulagi, hefur verið ákveðið að taka við pöntunum á upplýsingum og umsóknareyðublöðum í síma Dagvistar barna 27277. Eyðublöð verða síðan send út en þeim ber að skila eigi síð- ar en viku eftir að greiðslutfmabili lýkur, þ.e. fyrir 7. apríl 1994, fyrir fyrsta tímabilið. Hringið í síma 27277 og óskið eftir að fá frekari upplýsingar og/eða umsóknareyðu- blað. Vinsamlegast gefið upp nafn og heimil- isfang ásamt kennitölu umsækjanda og barns eða barna sem sækja á um greiðslu fyrir. Dagvist barna. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um á árinu 1994. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menning- ar, sem núverandi kynslóð hefurtekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til nátt- úruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygg^nga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöf- unarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrk- ir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fýrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrú- ar 1994. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykja- vík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91)699600. Reykjavík, 29. desember 1993. Þjóðhátíðarsjóður. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Tilkynning til eigenda Gullbóka Hinn 1. janúar 1994 verður sú breyting á reglum Seðlabanka íslands um verðtrygg- ingu sparifjár, að heimild til verðtryggingar innstæðna á óbundnum sparireikningum nær aðeins til óhreyfðra fjárhæða á hverju ári, en til þessa hefur verið heimilt að verð- tryggja óhreyfðar innstæður á hvorum árs- helmingi fyrir sig. Innstæður, sem ekki full- nægja þessu skilyrði, bera nafnvexti. Innstæður á Guilbókum falla undir framan- greindar reglur. Til þessa hefur verðbótum og/eða vöxtum verið bætt við innstæður á Gullbókum tvisvar á ári, en vegna breyttra reglna verða þessar færslur nú að miðast við heilt ár. Frá og með árinu 1994 verður verðbótum og/eða vöxtum því bætt við inn- stæður á Gullbókum 31. desember ár hvert. 30. desember 1993. Búnaðarbanki íslands. Rannsóknastyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er til- gangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rann- sóknatækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum, ásamt ítarlegum greinagerðum, skal skila til landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1994. Sjóðsstjórn. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Unnt er að bæta við nokkrum nemendum í grunndeild í múraraiðn. Innritun fer fram 4.-7. janúar á skrifstofu skólans, kl. 9.30-15.00, gegn gjaldi sem er kr. 10.600,00. Handslökkvitækja- námskeið Dagana 18., 19. og 20. janáur nk. verður haldið námskeið í eftirliti og viðhaldi hand- slökkvitækja. Námskeiðið fer fram í slökkvistöð Keflavíkur og byrjar kl. 9. Tilkynna þarf þátttöku í síma 91-25350 fyrir 10. janúar nk. Þátttökugjald er kr. 30.000. Brunamálastofnun ríkisins. FJÖLBRAUTASKÓliNH BREIBHOUI Námskeið til undirbúnings sveinsprófs í raf- virkjun verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, rafiðnadeild, í janúar og febrúar. Námskeiðið hefst 10. janúar kl. 18.00. Innritun er í síma 91-75600 á skrifstofutíma til 8. janúar nk. Rafiðnadeild FB. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Upphaf skólastarfs á vorönn 1994 Stöðupróf Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda daga og hefjast öll kl. 18.00: I ensku og málfræði þriðjud. 4. janúar. í þýsku, spænsku og ítölsku miðvikudag- inn 5. janúar. í dönsku, norsku og sænsku fimmtudaginn 6. janúar. í frönsku og stærðfræði föstud. 7. janúar. Skráning í stöðupróf er á skrifstofu skólans í síma 685140. Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlend- um málum eru aðeins ætluð nemendum, sem hafa dvalist nokkra hríð í landi þar sem viðkomandi mál er talað eða málið talað á heimili þeirra. Þrófin eru ekki fyrir nemend- ur, sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunnskóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var. Þróf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð og þeim, sem hyggja á nám við skólann. Próf í málfræði er ætlað nýnemum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem staðist hafa grunnskólapróf í íslensku með einkunn 8, 9 eða 10. Standist þeir stöðuprófið, kemur það í stað kjarna- áfanga í málfræði, MÁL 102. Önnur stöðupróf eru einnig opin nemendum annarra framhaldsskóla. Kennarafundur Boðað er til fyrsta kennarafundar annarinnar mánudaginn 10. janúar kl. 9. Dagskóli Nýnemar eru boðaðir í skólann föstudaginn 7. janúar kl. 10. Þeir hitta þá umsjónarkenn- ara og fá stundaskrár. Aðrir nemendur dag- skóla fá stundaskrár sínar mánudaginn 10. janúar kl. 13. Athugið að stundaskrár fást aðeins afhentar gegn framvísun greiðslukvittunar fyrir skólagjöldum. Kennsla í dagskóla hefst þriðjudaginn 11. janúar kl. 8.15. Kennt verður skv. töflu mánudags og þriðjudags og hver kennslu- stund helminguð. Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild á vorönn 1994 á skrifstofu skólans 5., 6. og 7. janúar kl. 9.00-19.00. Nýnemum er bent á að deildarstjórar verða til viðtals miðvikudaginn 5. janúar. Námsráð- gjafar aðstoða við innritun alla dagana. Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá mánudaginn 10. janúar. Rektor. Frá Flensborgarskólanum Stundatöflur dagskólanema verða afhentar miðvikudginn 5. og fimmtudaginn 6. janúar kl. 9.00-15.00. Nemendurfá þá einnig bóka- lista og Flensborgarfréttir. Kennsla hefst skv. stundaskrám föstudaginn 7. janúar. Innritun í öldungadeild fer fram á skrifstofu skólans dagana 4.-6. janúar kl. 14.00-18.00. Kennsla í öldungadeild hefst mánudaginn 10. janúar skv. stundaskrá. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sím- ar 650400 og 50092. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.