Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Guðjón B. Ölafsson,
forsljóri - Minning
Guðjón kom því hingað heim til að
taka við stjóm Sambandsins í þeirri
trú, að Sambandið væri enn gamla
og gróna stórveldið. Staðreyndin
varð önnur.
Ég hef nýlega verið að lesa síð-
asta bindi ævisögu Jónasar Jónsson-
ar frá Hriflu, þá miklu tilvitnana-
súpu. Þar kemur fram, að eina heild-
stæða pólitíska stefna Jónasar hafi
verið, að hann var samvinnumaður.
Þetta er meira að segja ekki haft
innan tilvitnana. Og samvinnumenn
voru margir á dögum Jónasar og
síðan. Samband ísl. samvinnufélaga
var því líka, fyrir utan að vera inn-
kaupastofnun fyrir kaupfélögin í
landinu, einskonar félagsmálastofn-
un, SÍS frændi, eins og gárungarnir
kölluðu fyrirtækið.
Eftir að hafa vaxið undir stjóm
Hallgríms Kristinssonar og annarra
hugsjónamanna, sem stjórnuðu sam;
bandinu eftir hans dag, virðist það
hafa orðið svo stórt en kraftlítið í
toppinn, að engu máli skipti þótt í
hartnær tvo áratugi væri tap á
rekstri þess, nema tveimur deildum,
Sjávarafurðadeild og Skipadeild.
Þangað virðist styrkurinn hafa verið
sóttur ámm saman á meðan helftin
af annarri fyrirtekt hékk á horri-
minni. Virðist eins og mönnum hafi
verið fyrimiunað að skilja að ein-
hvem ágóða verða fyrirtæki að hafa
til viðurværis sér. Nema Guð og fé-
lagsmálahyggjan hafi átt að borga
fyrir hrafninn.
Guðjón B. Ólafsson var samvinnu-
maður. Hann fæddist 18. nóvember
1935 í Hnífsdal vestra og útskrifað-
ist úr Samvinnuskólanum 1954.
Sama ár hóf hann störf hjá Sam-
bandinu. Hann vann því alla ævi hjá
samvinnuhreyfíngunni, þótt mest
ynni hann að hagsmunum Sam-
bandsins erlendis, bæði í Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Hann var eflaust
óvanur hinum daglegu viðskipta-
venjum hér heima, þegar hann tók
við forstjórastarfinu. Hér gekk allt
eins og venjulega. Það var ætt út í
laxarækt einn daginn og þar fóm
nokkrir milljarðar handa bókhöldur-
um að glíma við. Það var ætt út í
loðdýrarækt með líkum árangri.
Landsvirkjun hefur tekist að safna
nokkram tugum milljarða öfugu
megin í bókhaldinu.
Og nú, þegar fyrrtalin atriði hafa
fleygt okkur lengra í áttina á höfuð-
ið, og áður en raunveruleg siðræn
mynd er komin á vegakerfí okkar,
skal vaðið undir sjávarbotna og í
gegnum fjöll með bílvegi. I þessu
andrúmslofti óðs manns æðis stefnir
Samband ísl. samvinnufélaga á
hausinn. En fyrst og fremst mældu
íslendingar, samvinnumenn eins og
aðrir, manngildi sitt og samvinnu-
hugsjón sem annað í byggingum.
Steinsteypan var hinn mikli guð. Og
það voru á endanum byggð svo stór
hús utan um lítinn kost tvö hundruð
og sextíu þúsund manna þjóðar, að
viðskiptalífið þoldi það ekki.
Guðjón B. Ólafsson kom hingað,
til að taka við Sambandinu, úr til
þess að gera skynsamlegu um-
hverfí. Vísitölubinding vaxta án
nokkurra ráðstafana til að mæta
fyrirsjáanlegri sexföldun skulda, að
viðbættri langri svefngöngu skuld-
ara, gerði honum eins og íjölmörgum
í öðrum fyrirtækjum, ómögulegt að
fá ráðið við fyrirsjáanleg örlög helstu
stofnunar samvinnumanna. Félags-
hyggjan var þar einskonar lögmál,
eins og hún er í verkalýðshreyfing-
unni, að því breyttu, að Sambandið
bar ábyrgð á daglegri meðferð íjár-
muna.
Vegna langdvala erlendis losnaði
Guðjón við hinn daglega áróður gegn
samvinnuhreyfíngunni. Eflaust hef-
ur þessi langvarandi áróður hert
margan manninn í því viðhorfí, að
Sambandið væri ósnertanlegt. Ár-
legir félagsmálafundir, eða það sem
nefndist „aðalfundir í Bifröst í Borg-
arfírði", treystu þá innilokun, sem
forsjármenn SIS bjuggu við. Þeim
var sama hvaða byljir skóku Bifrast-
arveggina. Það voru byljir andstæð-
inga. Þegar svo nýr forstjóri kom
til að taka við fyrirtækinu var engu
hægt að breyta. Svona hafði þetta
verið og svona skyldi það vera. Og
ef nýr forstjóri var ekki ánægður
með ástandið og viðskilnaðinn mikla,
var hann annaðhvort andstæðingur
samvinnuhreyfíngarinnar, eða það
sem verra var, orðinn of ameríkan-
iseraður af viðskiptaháttum vestra.
Félagsmálahreyfíng, eins og sam-
vinnuhreyfíngin og Sambandið að
hluta, þarfnast pólitískrar forystu.
Þar blandast saman hagsmunir
stétta og héraða. Undan þessari
pólitísku forystu verður ekki vikist.
Samt tókst nú með fádæma skamm-
sýni að hægja svo á varðstöðunni
um samvinnuhreyfinguna, að trún-
aðurinn á milli pólitískrar forystu
og forystu hreyfíngarinnar, eins og
hún birtist í valdakerfí Sambands-
ins, rofnaði. Andstæðingar sam-
vinnumanna urðu svo hissa, að þeir
misstu eiginlega málið, enda voru
stóra ijölskyldufyrirtækin, sem þess-
ir andstæðingar töldu fyrirmynd alls
sem gert væri af viti á Islandi, óðum
að tilkynna að þau færu að lúta í
gras. Enginn þoldi sexföldun skulda
á tæpum áratug. En það margfeldi
var á ábyrgð stjórnmálamanna, líka
þeirra sem áttu að hafa forystu um
að vernda samvinnuhreyfinguna.
í raun má segja að Guðjón B.
Ólafsson hafí kornið hingað til lands
í vonlitla stöðu. Úr því sem komið
var gat hann lítið annað gert en
freista þess að draga úr áfallinu
eftir mætti. Hann naut góðrar sam-
vinnu við Landsbankann í því efni.
Hið sama var á döfínni hjá öðram,
sem hann hafði skipti við í stöðu
sinni sem forstjóri Sambandsins.
Aðeins í stjóm fyrirtækisins var allt
við hið sama. Menn þráuðust við að
viðurkenna staðreyndir. Guðjón var
virðulegur og hlýlegur maður og bar
með reisn þá byrði að þurfa að semja
um sölur á stofnunum samvinnu-
manna, eins og Samvinnubankans,
til að grynna á skuldum. Hann gerði
sér grein fyrir því, að Sambandið
átti eignir og á enn eignir, sem eru
mikils virði. f]ngu að síður var lítið
gagn af þessum eignum, nema þær
væru seldar. Þótt Sambandið ætti
mikið af hlutabréfum var sáralítinn
arð af þeim að fá.
Það var mikill fengur að því fyrir
Sambandið og samvinnumenn, að
Guðjón B. Ólafsson skyldi ráðast til
fyrirtækisins 1986. Á persónu hans
byggðist það traust, sem menn
sýndu Sambandinu á miklum erfíð-
leikatímum. Hefði efnahagsástandið
í landinu verið aðeins skárra er aldr-
ei að vita nema hann hefði haft það
af að bjarga Sambandinu. Eins og
málum var komið tókst það ekki,
þótt varnarráðstafanir væra gerðar,
eins og þær að gera hinar ýmsu
deildir að hlutafélögum. Mitt í þess-
ari óhamingju fékk Guðjón svo end-
anlegan dóm á páskum 1991. Hann
var kominn með krabbamein. Eftir
það var auðséð, að Sambandið nyti
hans ekki við lengur. Eins og hann
hafði snúist hetjulega til varnar
Sambandinu, snerist hann nú gegn
sjúkdómi sínum og bar hann með
reisn til hins síðasta.
Við samvinnumenn eigum á bak
að sjá mikilhæfum manni, sem langt
í hálfa öld vann samvinnuhreyfing-
unni það sem hann mátti. Aldrei bar
skugga á starf hans hjá hreyfing-
unni og oftar en hitt báru handtök
hans góðan árangur, sem eftir var
tekið. Kannski var hann kallaður of
seint til forstjórastarfans. En ekki
þýðir um það að fást lengur. Um
það bil sem við samvinnumenn fylgj-
um Guðjóni B. Ólafssyni til grafar
hillir undir endalok Sambandsins,
sem svo mörgui grettistaki hefur lyft
í þágui almennings í landinu, allt frá
því að Grímsstaðabóndinn bar vörur
bænda á sjálfum sér úr fjörunni á
Húsavík.
Indriði G. Þorsteinsson.
Guðjón B. Ólafsson lést í sjúkra-
húsi í Bandaríkjunum 19. desember
sl. Síðustu mánuðir í lífi Guðjóns,
eða Badda eins og við kölluðum
hann í íjölskyldunni, einkenndu per-
sónuleika þessa mæta manns, sem
nú er látinn langt um aldur fram.
Hann barðist í rúm þijú ár af þraut-
seigju við ólæknandi sjúkdóm og var
aldrei sáttur við að þurfa að láta
undan.
Guðjón var kvæntur frænku
minni, Guðlaugu Brynju Guðjóns-
dóttur, Lúlú, og áttu þau fímm börn,
Guðjón Jens, Bryndísi, Brynju, Ásu
Björk og Ólaf Kjartan. Var heimili
fjölskyldunnar hér á landi, í Bret-
landi og Bandaríkjunum eftir því
hvaða trúnaðarstörfum Guðjón
gegndi hjá fyrirtækjum Samvinnu-
hreyfingarinnar. Hefur fjölskyldan
því dvalist langdvölum erlendis og
þurft að laga sig að breytilegum
aðstæðum.
Eftir skólavist í Samvinnuskólan-
um fór Guðjón að vinna hjá SÍS.
Árið 1954 lá leiðin til Iceland
Products I New York og síðan heim
1958. Guðjón tók svo við sem fram-
kvæmdastjóri á skrifstofu Sam-
bandsins í London 1964 og dvaldist
þar til ársins 1968 er hann tók við
sem framkvæmdastjóri sjávaraf-
urðadeildar. Árið 1975 var Guðjón
fenginn til þess að taka við sem
forstjóri Iceland Seafood Corporati-
on í Bandaríkjunum. Fyrirtækið átti
í verulegum rekstrarerfíðleikum og
skipti miklu máli hver tæki við stjórn
þess.
Á starfsferli sínum hafði Guðjón
lært að tileinka sér helstu kosti sem
stjórnandanum eru nauðsynlegir:
Framsýni, áræði og heiðarleika.
Vestra endurreisti Guðjón eitt
öflugasta og verðmætasta fyrirtæki
sem nú er í eigu íslenskra aðila.
Velgengni þjóðarinnar byggist á
dugmiklu fólki við veiðar og vinnslu
sjávarafla og snjöllum markaðs-
mönnum. Á því sviði naut Guðjón
trausts, virðingar og viðurkenning-
ar.
Á ferðalögum mínum um Banda-
ríkin kynntist ég stjórnendum
margra fyrirtækja í matvælaiðnaði.
Þegar nafn Guðjóns bar á góma var
það samdóma álit allra að þar færi
maður sem gætti vel hagsmuna ís-
lensku þjóðarinnar.
Síðásta starf Guðjóns B. Ólafsson-
ar var að breyta Sambandinu í sjálf-
stæð fyrirtæki. Það var erfitt starf,
óvinsælt en nauðsynlegt. Aðstæður
í íslensku þjóðlífi höfðu breytt for-
sendum fyrir áframhaldandi sameig-
inlegum rekstri ólíkra rekstrarein-
inga. Með þeim breytingum var það
á valdi starfsmanna og stjórnenda
hvers fyrirtækis fyrir sig hver fram-
vindan yrði.
Guðjón mat meira að koma fram
af heiðarleika gagnvart starfmu en
tímabundnar vinsældir. Hans verður
minnst sem mikilhæfs forystumanns
íslensku þjóðarinnar á sviði atvinnul-
ífsins á þessari öld.
Við systkinin sendum Lúlú og
bömum þeirra okkar dýpstu samúð-
arkveðjur. Jafnframt viljum við af
alhug þakka þann stuðning sem
Lúlú og Baddi veittu móður okkar
í erfiðum, veikindum hennar.
Blessuð sé minning Guðjóns B.
Ólafssonar.
Jóhann Briem.
Guðjón B. Ólafsson var keppinaut-
ur, samstarfsmaður og vinur í þijá
áratugi.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
einhverri gagnslausri nefnd, en síðan
vorum við báðir sendir til Bretlands,
hann til þess að stjóma skrifstofu
Sambandsins í London, en ég til
þess að annast sölu á vegum SH. Á
þeim árum tókst með okkur mjög
góð samvinna, því að okkur varð það
ljóst, að betur bekk að selja afurðirn-
ar, ef við höfðum um það samstarf,
án þess að láta kaupendur okkar
vita allt of mikið um það.
Síðar varð ég starfsmaður SIS og'
í þau ár unnum við mjög náið sam-
an. Þá og síðar jókst vinskapur okk-
ar stöðugt og virðing mín fyrir dugn-
aði og gáfum Guðjóns.
Mest kveður að starfí hans hér í
Bandaríkjunum og uppbyggingu Ice-
land Séafood Corp., en þar tókst
honum að gera fyrirtækið að stór-
veldi. Ég fylgdist náið með starfsem-
inni þar, þrátt fyrir að við væram
keppinautar og á þeim tíma var ein-
kennandi, hversu góður andi ríkti á
vinnustaðnum.. Allt starfsfólkið virt-
ist einbeita sér að hag og velgengni
fyrirtækisins.
Eftir að Guðjón fluttist aftur heim
til þess að taka við Sambandinu, var
samband okkar ekki eins náið, en
þó gáfust alltaf tækifæri til að ræða
sameiginleg áhugamál. Ég þykist
vita, að hann sá eftir starfínu hjá
Iceland Seafood Corp. Það er einu
sinni svo, þegar versiunarmenn hafa
tamið sér stjórnunaraðferðir hér
vestra, þá er það ekki svo auðvelt
að aðlaga sig að íslenskum staðhátt-
um.
Okkur Ellý gafst tækifæri til að
vera með Guðjóni og Lúlú í nokkra
daga í haust. Það fór ekki á milli
mála, að Guðjón var sárþjáður, en
samt fannst mér ég hafa mikið upp
úr þessari heimsókn og fá tækifæri,
sem hér gafst, til þess að bera und-
ir hann ýmsar hugmyndir um fram-
tíð fiskiðnaðarins hér og heima.
Ég er ekki í nokkram vafa um,
að með Guðjóni er genginn einn
merkasti verslunarmaður, sem ís-
lensk þjóð hefur átt.
Við Éllý sendum Lúlú og börnum
þeirra einlægar samúðarkveðjur.
Othar Hansson.
Guðjón Baldvin Ólafsson andaðist
á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 19.
desember sl. Með honum er horfinn
af sjónarsviðinu, iangt um aldur
fram, einhver glæsilegasti fulltrúi
þeirrar sveitar sem á síðari hluta
þessarar aldar sinnti utanríkisvið-
skiptum hins unga íslenska lýðveld-
is. Guðjón var rétt innan við tíu ára
að aldri þegar lýðveldið var stofnað
og lýðveldið sjálft var aðeins rúm-
lega tíu ára gamalt þegar hann hóf
fyrst að starfa á erlendri grand að
sölu íslenskra afurða. Hann tók því
daginn snemma og markaði störfum
sínum strax í öndverðu þann farveg
sem varð ráðandi um ævistarfíð.
Vinnsla og markaðssetning sjávaraf-
urða urðu sérgrein hans og má full-
yrða að hróður hans á því sviði hafi
borist vítt um þau lönd þar sem ís-
lendingar stunda viðskipti með þess-
ar afurðir.
Að Guðjóni B. Ólafssyni stóðu
vestfirskar og norðlenskar ættir.
Hann var fæddur í Hnífsdal 18.
nóvember 1935 og voru foreldrar
hans Ólafur Kjartan Guðjónsson frá
Hnífsdal og kona hans Filippía Jóns-
dóttir frá Jarðbrú í Svarfaðardal sem
bæði eru látin. Guðjón stundaði nám
í Samvinnuskólanum og hóf störf
hjá Sambandinu strax að því námi
loknu, vorið 1954. Hann starfaði hjá
Iceland Products Inc. í New York
árin 1956 og 1957 og hjá Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins í Reykjavík
frá 1958 til 1964. Sumarið 1964
fluttist Guðjón til Lundúna og gerð-
ist framkvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins þar í borg. Þá og lengi
síðan var skrifstofan með blandaðan
rekstur í þeim skilningi að hún sinnti
annars vegar sölu á íslenskum afurð-
um og hins vegar innkaupum fyrir
deildir Sambandsins og fleiri aðila á
íslandi. Á fyrri hluta árs 1968 flutt-
ist Guðjón aftur heim til íslands með
fjölskyldu sína og gerðist fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar
Sambandsins í Reykjavík. Því starfi
sinnti hann í sjö ár en á vordögum
1975 varð hann við þeirri eindregnu
ósk forsvarsmanna Sambandsins og
framleiðenda I frystiiðnaði að flytj-
ast vestur um haf til að takast á
hendur yfírstjórn Iceland Products
Inc. sem þá átti við mikla erfiðleika
að stríða. Talað var um að Guðjón
yrði tvö ár vestra, en liðið var langt
á tólfta árið þegar hann og fjöl-
skylda hans fluttust heim til Islands
á ný. Hann tók við forstjórastarfi í
Sambandinu 1. september 1986 og
gegndi því til ársloka 1992, að hann
lét af störfum af heilsufarsástæðum.
Þetta er í örstuttu máli starfssaga
Guðjóns hjá Sambandinu og fyrir-
tækjum þess. Þá eru ótalin stjórnar-
störf í fjölmörgum fyrirtækjum, utan
lands og innan, þar sem Sambandið
átti hagsmuna að gæta, en í lang-
flestum þessara fyrirtækja var hann
stjórnarformaður.
Þegar Guðjón tók við stjórn Sjáv-
arafurðadeildar árið 1968 voru mikl-
ir erfiðleikatímar en hann var ein-
staklega vel í stakk búinn að takast
á við það erfiða verkefni sem þama
beið hans; hann þekkti deildina,
framleiðendur hennar og afurðir
þeirra frá fyrri störfum og þótt ung-
ur væri að árum flutti hann með sér
reynslu af markaðsmálum, bæði
austan um haf og vestan. Hér varð
líka árangurinn svo sem efni stóðu
til. Deildin efldist mjög undir stjórn
Guðjóns og snemma á framkvæmda-
stjórnarferli hans var endanlega
gengið frá samstarfsfyrirkomulagi
við framleiðendur sem átti eftir að
reynast mjög farsælt. Þeir stofnuðu
með sér Félag Sambandsfiskfram-
leiðenda, skammstafað SAFF, en
það félag gerði samning við Sam-
bandið um 50% rekstraraðild að
Sjávarafurðadeild. Þetta ágæta fyr-
irkomulag var við lýði frá 1. janúar
1969 til ársloka 1990, að fyrirtækið
Islenskar sjávarafurðir hf. var sett
á stofn,
Árin sem Guðjón var fram-
kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild,
1968 til 1975, sátum við fyrst sam-
an í framkvæmdastjórn Sambands-
ins. Fékk ég þá góða hugmynd um
störf hans að framleiðslu- og mark-
aðsmálum, en Guðjón var einstak-
lega duglegur við að halda okkur
félögum sínum upplýstum um það
sem efst var á baugi á starfsvett-
vangi hans. Þarna kynntist ég fyrst
að marki þeirri lifandi frásagnargáfu
sem hann var gæddur. Lífiegur
fundur á Húsavík, tvísýnir loðnu-
samningar í Tokyo eða jafnvel her-
sýning á Rauða torginu, meðan beð-
ið var eftir því að Prodintorg boðaði
til næsta samningafundar — allt
varð þetta ljóslifandi fyrir okkur í
litríkri frásögn Guðjóns.
Árið 1975, þegar Guðjón hvarf
vestur um haf að taka við stjórn
þess fyrirtækis sem hann nokkru
síðar gaf nafnið Iceland Seafood
Corporation, varð að ráði að ég tæki
við starfi hans í Sjávarafurðadeild.
Og nú fóru í hönd ár mikilla ævin-
týra; þau ár urðu ekki tvö, eins og
upphaflega var fyrirhugað, heldur
tólf.
Það er ekki of sterklega til orða
tekið þó að mælt sé að Guðjón hafi
tekið við þungu skipi er hann settist
við stjórnvölinn hjá Iceland Products
Inc. á vordögum 1975. Fyrirtækið
hafði orðið fyrir miklum áföllum og
var nú svo komið að allt eigið fé var
til þurrðar gengið og höfuðstóll orð-
inn neikvæður. Bandaríkjamarkaður
var þá ráðandi í markaðssetningunni
og við búið að sölukerfi samvinnu-
manna mundi hrynja, ef ekki tækist
að bjarga Iceland Products frá yfir-
vofandi rekstrarstöðvun. Á ótrúlega
skömmum tíma tókst Guðjóni að
snúa þessu þunga skipi til réttrar
stefnu. Fyrirtækið skilaði góðum
hagnaði strax á fyrsta heila árinu
hjá Guðjóni og síðan á hveiju ári
meðan hann var vestra. Þegar ég
nokkrum árum síðar minntist þess-
ara tvísýnu tímamóta varð mér á
að vitna til orða sem fyrir margt
löngu voru viðhöfð um atburði sem
einnig urðu I Vesturheimi: „Hér kom
íslenskt afl og það hóf upp úr jörðu
steininn.11 Svo sannarlega var hér
grettistaki lyft, til hagsbóta fyrir
alla aðstandendur fyrirtækisins.
Iceland Seafood Corporation, eins
og fyrirtækið nú heitir, sinnir ekki
aðeins markaðs- og sölustarfi, held-
ur starfrækir fyrirtækið einnig stóra
Einyrkjar - húsnæði í boði
Getum leigt frá okkur hentugt skrifstofupláss
til einyrkja. Við erum á besta stað í Kópa-
vogi og eru möguleikar á sameiginlegri sím-
svörun og skrifstofuhaldi.
Lysthafendur sendi nafn og síma til auglýs-
ingadeildar Mbl., merkt: „A - 12865“, fyrir
10. janúar.
Almenna bókafélagið.