Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
49
fískréttaverksmiðju. Þessi tvíþætta
starfsemi á sér langa sögn. Góðan
árangur Guðjóns má tvímælalaust
rekja til þess að hann náði strax
afburða góðum tökum á þessum
þáttum báðum. f stjórnunartíð hans
vestra efldist sölustarfið mjög; í
magni jókst salan í margfeidinu 2
til 3 en í verðmætum um 4 til 5.
Framleiðslu- og geymslurými var
stækkað mikið og eldri húsakostur
endurnýjaður. Reist var vel búin
þróunarstöð sem gegndi lykilhiut-
verki við þróun nýrra afurða. Guðjón
hafði mikinn áhuga á nýjungum í
framleiðsluháttum og hafði vakandi
auga með nýjum framleiðslutækjum
sem á markaðinn komu.
Það gat ekki farið fram hjá okk-
ur, sem áttum samleið með Guðjóni,
hverrar virðingar og trausts hann
naut hjá ölium þeim sem skipti áttu
við Iceland Seafood Corporation.
Þetta átti jafnt við um þá, sem afurð-
ir keyptu af fyrirtækinu, og hina sem
lánuðu því rekstrarfé; og ekki skulu
kollegar á markaðstorginu heldur
undan skildir, þeir sem stýrðu fyrir-
tækjum í hliðstæðum viðskiptum.
Guðjón var eftirsóttur fyrirlesari á
ráðstefnum þar sem fjallað var um
frystar afurðir. Hjá honum fóru sam-
an yfirburða þekking á viðfangsefn-
inu og afburða góður flutningur.
Hann var stjórnarmaður frá 1981
til 1986 í National Fr.ozen Food
Association, bandarískum samtök-
um fyrirtækja sem framleiða fryst
matvæli og versla með þau, og frá
1984 til 1989 var hann stjórnarfor-
maður í NASA (North Atlantic Se-
afood Association) en það eru sam-
tök fiskveiðiþjóða við Norður-Atl-
antshaf sem selja afurðir sínar á
Bandaríkjamarkaði. Forvígismenn
International Seafood Conference,
alþjóðlegrar ráðstefnu um sjávaraf-
urðir sem haldin er víða um lönd,
sæmdu Guðjón sérstakri heiðurs-
nafnbót fyrir störf hans að markaðs-
málum sjávarafurða og sæmdur var
hann riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu.
Sá var háttur Guðjóns að haida
einn stjórnarfund á ári vestra og var
hann haldinn að hausti til. Mér eru
þessir fundir minnisstæðir fyrir góð-
an, faglegan undirbúning Guðjóns
og samstarfsmanna hans; auðvitað
jók það á ánægju okkar fund-
armanna að fréttirnar voru jafnan
góðar og svo sannarlega nutum við
þess að sjá fyrirtækið eflast frá ári
til árs. Og þá vil ég ekki síður minn-
ast frábærrar gestrisni sem þau
hjónin, Lúlú og Guðjón, auðsýndu
okkur við þessi tækifæri. í því efni
spöruðu þau hvorki sig sjálf né heim-
ili sitt og var jafnan svo til hagað
að mannfagnaður yrði ekki einasta
til gleði heidur og til gagns í því
efni að skapa tengsl við þýðing-
armikla kaupendur.
Eins og fram hefur komið gerðist
Guðjón forstjóri Samb'andsins 1.
september 1986. Næstu árin urðu
ár mikilla erfiðleika og mikilla átaka
sem víst er að enginn gat séð fyrir
þegar Guðjón hvarf frá því blómlega
búi sem hann hafði skapað starfs-
fólki og eigendum Iceland Seafood
Corporation. Fljótlega eftir for-
stjóraskiptin upphófust umræður um
skipulagsmál Sambandsins og komu
þá þegar fram af hálfu stjórn-
armanna hugmyndir um að breyta
aðaldeildum í sérstök fyrirtæki.
Þessar hugmyndir voru Guðjóni ekki
að skapi og hygg ég að framtíðarsýn
hans hafi snúist um stórt deildaskipt
fyrirtæki, þar sem hver aðaldeild
byggi við mikið sjálfstæði, svo
stjórnunarlega sem fjárhagslega.
Undir mitt ár 1990 komust stjórn
Sambandsins og aðalfundur að þeirri
niðurstöðu að ráðlegast væri að
breyta öllum aðaldeildum Sam-
bandsins í hlutafélög. Guðjón lýsti
því þá yfir að hann mundi vinna
heils hugar að framgangi skipulags-
breytingar í þessa veru, enda væri
hún byggð á lýðræðislegri ákvörðun
stjórnar og aðalfundar. Við þetta
fyrirheit stóð hann og sparaði sig
hvergi við það starf sem framundan
var.
Svo minnisstæður sem Guðjón er
rnér frá þeim tíma er hann stóð á
hátindi frama síns, þá mun mér og
heldur aldrei úr minni líða hetjuleg
barátta hans við erfiðan sjúkdóm.
Með því hugrekki, sem þar gat að
líta, mundi hver maður vilja mæta
örlögum sínum en eins víst er hitt,
að það mun fáum gefið.
Á kveðjustund minnist stjórn
Sambandsins með þökk og virðingu
starfa Guðjóns B. Ólafssonar fyrir
Sambandið og fyrirtæki þess, bæði
utan lands og innan. Fyrir hönd
stjórnarinnar og okkar Ingu votta
ég Lúlú, börnum hennar og allri fjöl-
skyldunni dýpstu samúð. Með mikl-
um trega minnumst við hjónin þess
tíma sem liðinn er og aldrei verður
endurheimtur. Guð blessi minningu
Guðjóns B. Ólafssonar.
Sigurður Markússon.
Fréttin um andlát vinar okkar,
Guðjóns B. Ólafssonar, sem barst
okkur hjónunum sunnudagskvöldið
19. desember sl. var ekki óvænt.
Erfið veikindi voru að baki, en lengi
var þó lifað í voninni um að endalok-
um yrði hægt að fresta um sinn.
Kynni okkar Guðjóns, sem fljótlega
þróuðust í nána vináttu, hófust árið
1957. Guðjón sneri þá heim frá störf-
um hjá SIS skrifstofunni í New York
og tók við starfí í sjávarafurðadeild
Sambandsins en sjálfur hóf ég, þá
nýfluttur til Íslands frá Danmörku,
störf í hagdeild Sambands ísl. sam-
vinnufélaga í nóvember 1956. For-
stöðumanni hagdeildar var tíðrætt
um þennan glæsilega og dugmikla
unga mann, Guðjón, sem var vænt-
anlegur heim frá Bandaríkjunum og
sem greinilega voru bundnar miklar
vonir við og mér fannst sem ég þekkti
hann áður en við hittumst í fyrsta
sinn á skrifstofu Sambandsins haust-
ið 1957. Störfuðum við síðan saman
hjá Sambandinu í um fjögur ár og
með okkur og fjölskyldum okkar
hófust náin kynni og vinátta sem
aldrei féll skuggi á. Arið 1960 kom-
um við upp okkar fyrstu íbúðum, í
Álfheimunum, og bjuggum með íjöl-
skyldum okkar þar í nálægð hvor
við annan í um þijú ár eða þangað
til leiðir okkar lágu til Evrópu. Guð-
jón tók við starfi framkvæmdastjóra
skrifstofu SÍS í London árið 1964
en ég hóf störf hjá OECD í París
1963. Var okkur því vandalaust að
halda tengslunum áfram yfir Ermar-
sundið. Ber þar hæst í minningunni
jólin 1964 þegar við hjónin og börn-
in okkar dvöldum hjá íjölskyldu Guð-
jóns í London. Seinna hafði ég þá
ánægju að heimsækja Guðjón og
Lúlú í Harrisburg í Bandaríkjunum
þar sem hann starfaði sem forstjóri
Iceland Seafood Corporation á árun-
um 1975 til 1986. Ég var þar árið
1977 og aftur 1983. Sá ég því með
eigin augum þær breytingar, m.a.
stækkun verksmiðjunnar, sem orðið
höfðu á þessu tímabili undir farsælli
stjórn Guðjóns og skynjaði þá starfs-
orku sem með honum bjó og hversu
vinsæll hann var meðal starfsmanna
verksmiðjunnar. Mér er ennfremur
kunnugt um að þegar líða tók á tím-
ann sem Guðjón var í Bandaríkjunum
var hann orðinn mjög eftirsóttur fyr-
irlesari í starfsgrein sinni, þ.e. físk-
vinnslu og -sölu, enda var hann tal-
inn með reyndustu og fróðustu
mönnum á þessu sviði í Bandaríkjun-
um og þótt víðar væri leitað.
Starfsþrek og afkastageta Guð-
jóns var hreint með ólíkindum og
entist honum löngu eftir að veikindi
hans gerðu fyrst vart við sig fyrir
um þremur árum. Guðjón var einnig
með afbrigðum viljasterkur og
snöggur að átta sig á kjarna mála.
Hlutskipti hans síðustu árin sem for-
stjóri Sambands ísl. samvinnufélaga,
varð eflaust annað en hann sjálfan
og aðra hafði órað fyrir. En þegar
staða fyrirtækisins lá ljós fyrir og
viðhlítandi aðgerðir reyndust óumf-
lýjanlegar varð Guðjón að taka
ákvarðanir, sem sumar voru óvinsæl-
ar en þó vafalaust nauðsynlegar og
gerðar með það fyrir augum að sem
allra fæstir yrðu fyrir fjárhagslegu
tjóni við uppgjör og síðan endalok
Sambandsins. Viljastyrkur Guðjóns
kom ekki síst í ljós um og eftir pásk-
ana 1991 þegar honum var skýrt frá
sjúkdómsgreiningu læknanna. Sagði
hann okkur sjálfur frá því nokkrum
dögum síðar á sinn æðrulausa hátt
um leið og við urðum vitni að því
með þvílíku skipulagi og styrk hann
hóf varnarbaráttu sína við þennan
skæða sjúkdóm sem þó náði undir-
tökum að lokum. En það var ekki
baráttulaust og uppgjafartónn var
Guðjóni fjarlægari en nokkuð annað.
Ekki er unnt að minnast á persónu-
styrk án þess að geta þáttar eigin-
konu Guðjóns, Guðlaugar (Lúlúar) í
lífi hans og þá sérstaklega síðustu
árin í veikindum hans. Við vinir hans
fylgdumst með aðdáun með Lúlú og
hvernig hún stóð styrk og án þess
að víkja frá hlið hans, í starfi hans
sem og veikindum. Síðustu tíu vik-
urnar var Guðjón á spítala í Mec-
hanicsburg í Bandaríkjunum og vék
Lúlú tæplega frá sjúkrabeði hans
allan þann tíma en bókstaflega bjó
á spítalanum hjá honum. Það var
henni án efa mikill styrkur að hafa
börnin sín nálægt, en fjögur af fimm
börnum Guðjóns og Lúlúar búa sem
stendur í eða nálægt Mechanicsburg.
Þegar við í dag kveðjum vin okkar
Guðjón B. Ólafsson er það með trega
og sorg í hjarta. Tregi og sorg voru
þó ekki að skapi Guðjóns og hugsum
við einnig með gleði til allra þeirra
samverustunda sem við áttum saman
og með þakklæti til vináttu hans
mörg, mörg undanfarin ár. Guðjón
var ógleymanlegur persónuleiki. Öft
hefur sú spurning vaknað hjá okkur
sem höfum þekkt Guðjón frá því
hann var ungur maður, hvað það
væri við persónuleika hans sem heill-
aði mest. Var það traustið sem geisl-
aði frá honum, tryggðin, hlýjan eða
þessi mikla einlægni í vináttu hans
sem fáum er gefin?
Við Margrét og börn okkar vottum
Lúlú og börnunum þeirra okkar
dýpstu samúð við fráfall Guðjóns en
vitum að þau munu sækja styrk í
sorg sinni í minninguna um frábæran
eiginmann og fjölskylduföður sem í
einu og öllu hafði hag og velferð fjöl-
skyldunnar í fyrirrúmi. Samfylgd við
slíkan mann skilur einungis eftir
góðar minningar.
Torben Friðriksson.
Fleiri minningargreinar um
Guðjón B. Ólafsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
'93
'94
og 24.801 kr. mánaöargreiðslur
r
I if -
'94
Honda Cmc frá aöeins ki. 1.190.000,-
(H) HONDA
Vatnagörðum - Sími 689900
-kjaraboð!
*Meðalmánaðargreiðsla án vaxta til 3ja ára fyrir Honda Civic 3ja Hyra DX árg. 1994
93