Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Minning
Guðrún Jónsdóttir
Fædd 7. janúar 1928 og sólin björt upp runnin
Dáin 26. desember 1993 á bak við. dimma dauðans nótt.
Hún etskuleg amma okkar er nú
búin að kveðja þetta líf.
Á annan í jólurp barst okkur sú
sorglega frétt að amma væri dáin.
Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um, en við trúum
því að núna líði ömmu loksins vel
eftir erfiða baráttu við mikil veik-
indi. Alltaf var gott að koma til
ömmu og afa því þá vorum við
umvafin ást og hlýju. Það væri
hægt að skrifa endalaust um hana
og allt það sem hún gerði fyrir
okkur. En það er alltaf svo erfitt
að skrifa svona á blað, þess vegna
geymum við minningu hennar í
hugum okkar.
Með þessum fáu orðum viljum
við kveðja elsku ömmu okkar og
biðjum góðan Guð að varðveita
hana og minningu hennar.
Góður Guð gefi afa, mömmu,
pabba og öllum ættingjum og vinum
styrk í þessari miklu sorg.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sipr unninn
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem)
Ari Franzson,
Guðrún Franzdóttir,
Kolbrún Franzdóttir.
Ó, þegar sorg og heljarhúmið svarta
oss hylur sól og myrkvar lífsins braut.
Hve gott er þá í gegnum Jesú hjarta,
að geta skoðað sérhvert bö! og þraut.
Því hann er enn og ætíð sami verður.
Hann öllum, þunga hlöðnum, býður frið.
Og fyrir blóð hans er að engu gerður,
sá óvinur, sem dauða nefnum við.
Því biðjum við að hugpn hans og ylur,
í hjörtum okkar kveiki Ijós og frið.
Hann tárin ykkar telur, sér og skilur.
Hann trega nístum hjörtum veitir grið.
(I.S)
Drottinn gefur og drottinn tekur.
Kynni okkar Rúnu voru bæði löng
og góð. Og tildrögin til þess að ég
kynntist henni og hennar elskulegu
fjölskyidu voru þau að vorið 1960
réð Gógó næst elsta dóttir Rúnu
sig í vist til mín. Bjuggum við Rúna
þá báðar á Akranesi með fjölskyld-
um okkar. Rúna var fædd og uppal-
in í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Jón Kjartansson skósmiður og
Lilja Helgadóttir. Tvo bræður átti
Rúna, Viðar og Gylfa, og einn hálf-
bróður sem lést 16 ára gamall úr
berklum. Ræddi Rúna mikið við
mig um þennan hálfbróður sinn þær
seinustu stundir sem við áttum
saman. Einn dag nú í aðventu sat
ég hjá Rúnu og vorum við tvær
einar. Rúna vildi kveikja á einu
kerti aðventunnar og við leituðum
að eldi sem við ekki fundum svo
að við sat að það var ekki kveikt á
kertinu. Við sátum þarna tvær ein-
ar í kyrrð og ró, jólahátíðin að
ganga í garð á hveiju heimili. Og
litlu barnshjörtun slá örar en áður.
Þá var þarna á Svalbarðinu á heim-
ili Rúnu og Leifa ekki þessi jóla-
gleði því að sorgin barðist í bijósti
þeirra sem til þekktu.
Hinn 21. júní 1947 giftist Rúna
Sveini Bergmann Benediktssyni frá
Skuld á Akranesi. Rúna og Sveinn
eignuðust þijár dætur. Þær eru
Lilja, fædd 22. ágúst 1946, gift
Hauki Jónssyni; Guðrún, fædd 28.
febrúar 1948, gift Þórarni Kristins-
syni; Anney, fædd 11. mars 1952,
gift Frans Arasyni.
Sveinn varð bráðkvaddur langt
fyrir aldur fram hinn 17. janúar
1966. Þetta var mikið áfall og erfið-
ur tími hjá Rúnu og dætrum þeirra.
En síðan birti og Rúna kynntist
Þorleifi Gunnarssyni og þau voru
gefin saman í hjónaband 22. desem-
ber 1968. Rúna og Leifi höfðu sama
áhugamál, það voru ferðalög á er-
lendri grund. Um leið og þau komu
heim vár farið að huga að næstu
ferð.
Á heimili þeirra á Svalbarði 11
er snyrtimennska í fyrirrúmi hvort
sem það er utandyra eða innadýra.
Haustið 1990 fór að bera á veik-
indum hjá Rúnu. Gekkst hún undir
skurðaðgerð og fór síðan í allar þær
erfíðu meðferðir sem eru til. Það
var ailt gert og allt reynt til að
bjarga henni og vinna bug á þessum
illvíga sjúkdómi sem sigraði hana
að lokum. Eiginmaður og dætur
hennar voru við rúm hennar daga
og nætur og reyndu að lina þjáning-
ar hennar. Rúna var heima allan
þennan tíma, en fór á Landspítalann
daginn sem hún lést, það er á ann-
an í jólum. Fjölskyldan naut hjálpar
heimahlynningar krabbameins-
sjúkra. Og var oft minnst á það
hvað þetta væri allt gott fólk. Og
án hjálpar þess hefði Rúna ekki
getað verið heima þennan tíma. Bið
ég góðan guð að launa þessu góða
fólki og blessa fórnfúst starf þess.
Barnabörnin eru tíu og barna-
barnabörnin eru sjö, og nú þurfa
þau að verða fyrir þessari þungu
sorg, að missa yndislega og góða
ömmu og langömmu.
Elsku Leifí, Gógó, Anney og Lilja
og öll ykkar úölskylda. Ég og fjöl-
skyldan mín biðjum góðan guð að
halda verndarhendi sinni yfír ykkur
öllum og gefa ykkur styrk og stuðn-
ing á þessari sorgarstundu.
Elsku Rúna mín, ég hef alltaf
átt erfitt með að kveðja, og ég
sakna þín mjög sárt, en ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert núna.
Sofðu rótt, elsku Rúna mín.
Þín vinkona.
Elsa G. Thorlacius.
Við systkinin viljum minnast
elskulegrar ömmu okkar, Guðrúnar
Pálínu Jónsdóttur, er lést á annan
dag jóla á Landspítalanum.
Rúnamma, eins og við systkinin
kölluðum hana, háði mikla baráttu
við hinn illvíga sjúkdóm krabba-
mein fyrir þremur árum. Hægt var
að halda sjúkdómnum niðri með
mikilli lyfjagjöf og fékk hún góðan
úrskurð lækna í byijun árs 1992,
um að hún væri heil. Amma átti
góðar stundir allt þar til sjúkdómur-
inn skaut upp kollinum aftur og þá
hófst hennar stríð fyrir alvöru. Hún
var sterk og dugleg. Allt til loka
dags gat hún gantast við okkur og
slegið á létta strengi. Það var okk-
ur mikils virði og þökkum við Guði
fyrir að amma gat tekið á móti
okkur og barnabarnabörnunum sín-
um á aðfangadag jóla. Þó þrek
hennar hafi verið lítið var það henn-
ar vilji að fá fólkið til sín. En við
Þú hefur nokkra
daga til að kaupa faxtæki
með 10-15% afslætti
Gríptu tækifærið og tryggðu þér frábær faxtæki,
Ricoh og Telia, með 10-15% afslætti til Á janúar. Við bjóðum
góð greiðslukjör og þjónustu um land allt.
Hafóu samband við næstu póst- og símstöð, eða
söludeildir í Kringlunni, Ármúla og í Kirkjustræti.
PÓSTUR OG Sl'MI
sem sáum hve hart af henni dró
síðastliðinn mánuð, vissum í hjört-
um okkar hvert stefndi og í dag
vitum við að ömmu líður vel hjá
Guði laus við allar þjáningar og
þrautir. Rúnamma er farin á vit
andanna í annan heim - þangað
sem við öll eigum eftir að fara, og
við trúum því að þar sé allt fallegt
og gott. Minninguna um elsku
ömmu okkar geymum við vel í hjört-
um okkar.
Amma var góð kona sem allir
vildu þekkja og kynnast, alltaf kát
og glöð. Hún var einstaklega barn-
góð, enda var húsið þeirra afa og
ömmu í Hafnó alltaf börnum opið.
Amma var ung er hún missti
eiginmann sinn, Svein Benedikts-
son, og áttu þau þijár dætur.
Barnabarnabörnin eru sjö og alltaf
vildi hún fá þau í heimsókn eða
hringdi til okkar að spyijast fyrir
um litlu krílin.
Seinna á lífsleiðinni kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum, Þor-
leifi Gunnarssyni. Voru þau ein-
staklega samrýnd og samhent. Leifi
afi var henni alveg einstaklega góð-
ur og hugrakkur og sýndi það sig
best er hann hjúkraði henni og
sinnti af næmni þar til amma kvaddi
þennan heim.
Á hinstu stundu er erfitt að
kveðja, en við trúum því að ömmu
líði betur þar sem hún er nú í guðs-
ríki.
Drottinn blessi minninguna um
ömmu okkar:
„Jesús mælti: Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig mun Jifa,
þótt hann deyi. Og hver sem lifir
og trúir á mig, mun aldrei að eilífu
deyja.“ (Jóh. 11; 25-16.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku afi, við biðjum algóðan Guð
að styrkja þig.
Gyða Þórdís Þórarinsdóttir,
Sveinn Rúnar Þórarinsson.
Eitt sinn verða allir menn að deyja,
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en satt ég verð að segja,
að sumarið líður alltof fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig,
ég rýni gepum rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar
svo napurt er,
það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Mér er þungt í sinni þegar ég
sest niður með penna í hönd og
ætla að skrifa nokkur minningarorð
um vinkonu mína Rúnu, en hún
lést á Landspítalanum 26. desember
sl. eftir erfið veikindi sem hún var
búin að kljást við af svo miklum
dugnaði í nokkur ár. Alltaf vonaði
maður það besta, en maðurinn með
ljáinn hafði betur.
Minningarnar streyma í gegnum
hugann minn og er svo margs að
minnast.
Það var árið 1967 sem við kynnt-
umst Rúnu. Þorleifur, eftirlifandi
eiginmaður hennar, hringdi kvöld
eitt og sagðist vilja kynna okkur
fyrir vinkonu sinni, og sem fyrr
taldi ég hann vera að leika á okk-
ur. Kvöldið eftir fórum við með
honum inn í Skálagerði þar sem
hún bjó, og þarna var Rúna, fínleg,
myndarleg kona, vei til höfð og
hugguleg, en þannig var hún ætíð,
og svo glaðvær og létt, hlátur henn-
ar ómar í minningunni. Rúna og
Leifi giftu sig 22. desember 1968.
Samverustundir okkar voru
margar, heima og heiman. Þar á
meðal fórum við í utanlandsferðir
með þeim og gleymum við aldrei
þeim ferðum, við skemmtum okkur
alltaf svo vel saman. Rúna og Leifi
fóru alltaf út á hveiju ári, það var
þeirra líf og yndi. Þau voru búin
að panta ferð til Kanaríeyja núna
í marz, en Rúna mín fór í aðra og
lengri ferð.
Rúna átti þtjár dætur frá fyrra