Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 58
>
58
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Hulda Olafsdótt-
ir — Minning
Fædd 18. maí 1918
Dáin 20. desember 1993
í dag er kvödd hinstu kveðju
tengdamóðir mín, Hulda Sigurborg
Ólafsdóttir frá ísafirði, sem lést á
Sjúkrahúsi Selfoss 20. desember eft-
ir stutt veikindi.
Hulda fæddist á ísafirði 18. maí
1918 ein fimm barna hjónanna Fríðu
Torfadóttur og Ólafs Kárasonar, en
auk þess átti hún eina hálfsystur
. samfeðra. Hulda ólst upp á miklu
athafna- og menningarheimili. Ólaf-
ur faðir hennar rak útgerð og stund-
aði verslun innan lands og utan og
kona hans tók virkan þátt í leikhús-
og tónlistarlífi bæjarins. Margir
muna eftir versluninni Birninum sem
Ólafur rak um miðbik aldarinnar en
þar unnu kona hans og börn einnig
við verslunarreksturinn.
Hulda mótaðist af þessu umsvifa-
mikla æskuheimili sínu og var alla
tíð heimsdama sem bar með sér þá
reisn sem hún hafði öðlast í uppvext-
inum. Hún stundaði nám við Gagn-
fræðaskólann á ísafirði og sýndi þar
að hún var gædd ágætum námsgáf-
um, ekki síst til tungumálanáms því
. hún var vel talandi á nokkrum
tungumálum. Einnig lærði hún á
píanó og stundaði íþróttir og skáta-
starf. Þá var hún einn vetur í Hús-
mæðraskólanum Ósk á ísafirði og
bjó sig sem best hún gat undir það
hlutskipti sem beið hennar og hún
var búin að leggja drög að með
ungum manni vestan úr Dýrafirði.
Sá útvaldi, Höskuldur Steinsson,
bakarasonur frá Þingeyri, kenndi
eitt ár íþróttir í Gagnfræðaskólanum
á Isafirði. Það kom skemmtilegur
glampi í augun á Huldu þegar hún
- lýsti fyrstu kynnum þeirra, sextán
ára skólastúlkunnar, og unga kenn-
arans sem allar stelpumar vom
skotnar í. Hulda bar af í íþróttum
og var glæsileg stúlka. Og þama
var framtíðin ráðin: Höskuldur fór
til Reykjavíkur eftir veturinn til að
fullnuma sig í bakaraiðn og Hulda
beið í festum á ísafirði; þau giftu
sig þar haustið 1937 þegar hún var
19 ára.
Ungu hjónin hófu búskap á Syðri
Brekkunni á Akureyri. Höskuldur
réðst til starfa við Brauðgerð KEA,
fyrst sem bakari, síðar sem forstöðu-
maður Brauðgerðarinnar. Þau Hulda
undu hag sínum vel nyrðra og eign-
uðust góða vini; þama fæddust böm-
. in fimm: Ólafur, tannlæknir í
Reykjavík, kvæntur Bylgju
Tryggvadóttur; þau eiga fimm syni
og tvö bamaböm, Steinarr, við-
skiptafræðingur í Reykjavík, kvænt-
ur Eygló Eyjólfsdóttur, þau eiga tvö
böm og eitt barnabarn, Gunnar,
kennari á Húsavík; hann er kvæntur
Auði Gunnarsdóttur og þau eiga
þrjú börn, Fríða Regína, sérkennari
í Hveragerði, gift Eiríki Ragnars-
syni, þau eiga sex böm og er eitt
þeirra látið, Höskuldur, sjúkraþjálf-
ari á Akureyri, hann er kvæntur
Önnu Karólínu Stefánsdóttur og
eiga þau þijú börn.
Hulda og Höskuldur bjuggu í 15
ár á Akureyri. Þá fluttust þau vest-
ur á Þingeyri, þar sem Höskuldur
tók við rekstri Þingeyrarbakarís af
föður sínum, Steini Ölafssyni, sem
þá var tekinn að reskjast og þreyt-
ast. Huldu var ekki íjúft að flytja
vestur; henni líkaði vel á Akureyri
og vildi búa þar áfram. Það var
henni því ekki létt að taka sig upp
með börn og bú og flytja inn á heim-
ili tengdaforeldra sinna í bakaríinu
á Þingeyri. Jafnframt rekstri bakar-
ísins var þar umfangsmikil greiða-
sala og gisting og kom sá hluti starf-
seminnar í hlut Huldu. Auk stórrar
fjölskyldu gátu matargestimir í bak-
aríinu orðið æði margir, jafnvel heilu
skipshafnirnar. Þetta voru mikil við-
brigði fyrir hana að taka að sér svo
stórt heimili og erilsamt eftir ham-
ingjusöm ár á sínu litla einkaheimili
við Skólastíginn á Akureyri. Við
þetta starf og uppeldi bamanna naut
hún tengdamóður sinnar, Jóhönnu
Guðmundsdóttur sem hún mat að
verðleikum og minntist oft með mik-
illi virðingu og þakklæti.
Hulda lét sig menntun bama sinna
miklu varða og hvatti þau eindegið
til náms, jafnvel þótt það hefði í för
með sér lengri fjarvistir þeirra frá
heimilinu en hún hefði kosið. Það
þótti ekki sjálfgefið að unglingar í
sjávarplássum færu burt til að
menntast; bæði fylgdi því mikill
kostnaður og einnig átti fólk fyrst
og fremst að vinna að öflun og verk-
un sjávaraflans, hann var það sem
lífið snerist um. En Huida gaf ekk-
ert eftir í þessu efni og gladdist við
hvem námsáfanga barna sinna sem
öll fóru í framhaldsskóla. Sjálf átti
hún oft erfiðar stundir á þessum
árum og kom þá suður til lækninga.
Þegar börnin voru öll farin að
heiman og tengdaforeldramir látnir
seldu þau hjón bakaríið og fluttu
suður. Fáum árum síðar veiktist
Höskuldur og lést í Reykjavík
snemma árs 1968 aðeins 55 ára að
aldri. Fráfall hans var mikið áfall
fyrir Huldu en smám saman tókst
henni að skapa sér nýja tilveru um
leið og heilsufar hennar fór batn-
andi. Hún starfaði sem ritari við
ungbamaeftirlit og mæðraskoðun á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og
átti þar góð ár í starfi sem hún
naut sín vel í.
Á aðfangadag jóla 1975_ giftist
Hulda Bimi Ólafssyni frá ísafirði.
Þau bjuggu lengst af að Selvogs-
grunni 3 í Reykjavík. Björn starfaði
sem loftskeytamaður á farskipum
og stundum slóst Hulda í för með
honum og upplifði margt skemmti-
legt bæði heima og heiman. Eftir
að þau hættu störfum áttu þau ró-
legan tíma saman; nú síðustu árin
bjuggu þau að Ási í Hveragerði. Þar
voru þau í nábýli við Regínu dóttur
Huldu og fjölskyldu hennar. Sam-
band mæðgnanna var mjög sterkt
og Regína reyndist Huldu framúr-
skarandi vel. Björn var Huldu um-
hyggjusamur og ástríkur eiginmaður
og er harmi sleginn við fráfall henn-
ar.
Hulda var komin á miðjan aldur
þegar við kynntumst. Henni þótti
innilega vænt um börn sín og
tengdaböm og fylgdist vel með nýj-
um fjöskyldumeðlimum. Aldrei skipti
hún sér af ómyndarlegum húsmóð-
urtilburðum, nefndi ekki brenndar
kökur eða vondar sósur þótt sér-
fræðingur væri á því sviði. Henni
var eðlislæg sú háttvísi að líta fram-
hjá slíku. Þá var henni í blóð borin
sú mannvirðing að tala ekki illa um
nokkurn mann. Stundum var hún
döpur og sá ekkert spaugilegt við
tilveruna, en stundum var hún glöð
og þá naut kímnigáfa hennar sín;
hún sagði skernmtilega frá og hló
að sjálfri sér jafnt og öðrum; þá var
unun að hafa hana hjá sér. Við hlóg-
um saman í haust; hún rifjaði upp
ýmis atvik ævi sinnar og samskipti
sín við þá sem henni þótti vænst um.
Á hið liðna brá hún ljóma þess sem
lítur til baka með ánægju, þess sem
finnur að lífið var harla gott. Þá
talaði hún stolt um bamabörnin og
barnabarnabörnin og sagði að nú
væri röðin komin að þeim, þau ættu
leikinn. En í fimmtugsafmælinu
mínu í upphafi jólaföstu átti hún
leikinn; þá steig hún dans við Björn
sinn og geislaði af gleði. Það er sú
mynd sem best er að varðveita af
henni nú þegar við kveðjum hana
og þökkum samfylgdina.
Eygló Eyjólfsdóttir.
„Kynslóðir koma, kynslóðir fara,“
eins og segir í sálminum fallega,
„Fögur er foldin". Gengin er góð
og mæt kona sem mér þótti vænt
um. Hún var móðir minnar bestu
vinkonu og reyndist mér líka sem
slík. Alltaf var hægt að leita til
Huldu með óuppgerð mál, hún hafði
til að bera skilning og þolinmæði
sem hún miðlaði til mín og reyndust
mörg ráðin hennar mér veganesti
út í lífið. Þegar hugsað er til baka
koma mér í hug jól í bakaríinu á
Þingeyri. Þar voru jólaljósin á jóla-
trénu hvergi eins falleg. Með hreyf-
ingu sinni gáfu þau frá sér hugljóm-
un sem seint gleymist. Mér er þetta
svo hugleikið nú, þar sem Hulda fór
sína hinstu ferð þegar jólin voru að
ganga í garð. Hún fékk að sofna
inn í jólin, eins og presturinn orðaði
það svo fallega við bamabörnin
hennar. Stundum finnst mér að
mitt annað heimili hafi verið hjá
Huldu og Höskuldi.
Allar mínar æskuminningar eru
tengdar órjúfanlegum böndum
„Bakaríinu á Þingeyri“. Bolludagur
var vinnudagur hjá okkur krökkun-
um í bakaríinu og þá var mikið líf
og fjör og mikið unnið og fengnar
bollur að launum. Þá má ekki
gleyma bæði dönsku- og ensku-
kennslu sem málamanneskjan
Hulda miðlaði til okkar ungmenna
á Þingeyri þar sem hún með svo
glöðu geði gaf án nokkurs endur-
gjalds og hafði sjálf hina mestu gleði
af. Ég furða mig oft á því núna,
hvemig Hulda komst yfir allt sem
hún hafði að gera á barnmörgu og
gestkvæmu heimili og það umburð-
arlyndi sem hún sýndi þegar enn
fleiri börn, vinir og vandamenn
bættust í hópinn með tilheyrandi
ærslum sem urðu til þess að gólfin
í bakaríinu svignuðu og Ijósakrónur
tóku að sveiflast.
Seinna eftir að Hulda og Höskuld-
ur fluttúst suður var ég með annan
fótinn á heimili þeirra á Meistara-
völlum og vann um stund í bakaríi
Höskuldar á Hverfisgötu. Þegar ég
um tíma bjó svo hjá þeim reyndi
Minning
Magnús Guðmunds-
son frá Drangsnesi
Fæddur 21. október 1914
Dáinn 22. desember 1993
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Mig langar að minnast með örfá-
um orðum Magga frænda, eins og
hann var alltaf kallaður af okkur
systkinabömum hans. Hann Maggi
frændi var yndislegur maður, alltaf
brosandi og hress, og allra vinur var
hann hvar sem hann kom.
Foreldrar Magga voru Guðmund-
ur Torfason frá Asparvík í Stranda-
sýslu, f. 24. maí 1879, d. 24. mars
1959, og Anna Jóhannsdóttir frá
Svanshóli í Bjamarfirði, Stranda-
sýslu, f. 11. júní 1875, d. 8. nóvem-
ber 1958.
Foreldrar Magga bjuggu lengst
af á Drangsnesi þar sem Maggi ólst
upp. Þar stundaði hann mest sjósókn
eins og hún var í litlum þorpum á
þeim tíma, erfið og torsótt oft mót
köldum og stormasömum Húnaflóa.
Systkini Magga voru sex og var
hann yngstur. Þau voru: 1. Guðrún,
fædd 7. september 1902, hún dvelur
nú að Ási í Hveragerði. Guðrún var
gift Sigurgeiri Jónssyni sem nú er
látinn, þeim varð ekki barna auðið,
en Guðrún átti dóttur fyrir hjóna-
band. 2. Jóhann Einar, fæddur 14.
ágúst 1904, hann er látinn. Jóhann
var kvæntur Indíönu Jónsdóttur sem
einnig er látin. Þau eignuðust þijár
dætur, þar af er ein látin. Einnig
ólu þau upp einn fósturson. 3. Torfi,
fæddur 1. janúar 1906, hann er lát-
inn. Torfí var kvæntur Ásu Maríu
Áskelsdóttur, sem dvelst nú á Dval-
arheimilinu Hlíð á Ísafírði. Þau eign-
uðust átta böm sem öll eru á lífi.
4. Jón, fæddur 17. september 1908,
hann er látinn. Hann var kvæntur
Ingibjörgu Kristmundsdóttur sem
dvelur nú í sambýlinu á Skjólbraut
la í Kópavogi. Þau eignuðust átta
böm sem öll eru á lífi. 5. Guðmund-
ína Arndís, fædd 20. september
1911, hún er látin. Hún var- gift
Andrési Magnússyni sem einnig er
látinn. Þau eignuðust fjórtán börn,
þar af eru þrjú látin. 6. Margrét,
fædd 20. septemer 1911, hún er
látin. Hún var gift Guðbrandi Gests-
syni sem einnig er látinn. Þau eign-
uðust þijú börn þar af er eitt látið.
Maggi var eins og fyrr segir
yngstur af sínum systkinum. Hann
var í sambúð um margra ára skeið
með Guðrúnu Hákonardóttur,
fæddri 23. febrúar 1911 þar til hún
lést 27. júlí 1984. Guðrún átti þijár
dætur frá fyrra hjónabandi og eru
þær allar á lífi.
Heimili þeirra Magga og Gunnu
á Langholtsvegi 69 stóð alltaf öllum
ættingjum Magga opið, enda var
Gunna, eins og ég vil helst kalla
hana, alveg einstök sómakona sem
vildi öllum vel. Það áttu þau bæði
að þau voru yndisleg heim að sækja.
Þau áttu mikla hjartahlýju og naut
ég sérstakrar velvildar og hlýju.
Þegar ég, unglingsgreyið utan af
landi, kom í bæinn, gisti ég alltaf
hjá þeim og þau vom við mig eins
og ættu þau í mér hvert bein, og
leið mér alltaf einstaklega vel í ná-
vist þeirra. Þau vom dýrðleg og
verða það í huga mínum um ókomin
ár.
Elsku Maggi minn, ég þakka þér
alla góðvild mér veitta og sakna
þess að hafa ekki getað veitt þér
aðstoð og hjálp í veikindum þínum,
en ég hugga mig við það að aðrir
nákomnir ættingjar litu til með þér
og aðstoðuðu þig eftir bestu getu,
og er ég og fleiri þeim inniléga þakk-
lát fyrir.
Anna Guðmunda, Lilja og þið hin
sem veittuð Magga frænda aðstoð í
veikindum hans, Guð blessi ykkur
góðmennsku ykkar.
Ég bið góðan Guð að styrkja og
blessa alla ættingjana og vinina sem
nú sakna Magga frænda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skait.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín, elsku
Maggi frændi.
Inga.
ég hversu tryggar og góðar mann-
eslq'ur þau vom og reyndust mér
vel og tóku mér sem sinni eigin
dóttur. Fyrir þær stundir og allan
stuðning við mig mun ég ævinlega
vera þeim þakklát. Við andlát Hösk-
uldar syrti í lífi Huldu. Þessi kona
sem hafði haldið stórt heimili þurfti
nú að aðlagast gjörbreyttum að-
stæðum og glíma á sama tíma við
eigin veikindi. Hulda bæði kom sér
upp fallegu heimili og fullorðin kon-
an gerði sér lítið fyrir og gerðist
ritari á Heilsuvemdarstöð Reykja-
víkur í góðum félagsskap. Við þær
aðstæður naut hún dyggrar aðstoð-
ar bama sinna og tengdabama.
Hulda átti bamaláni að fagna og
tengdabömin reyndust henni ekki
síðri, enda hafði hún oft á orði,
hversu mikil gæfumanneskja hún
væri fyrir þær sakir.
Ég held þó að það hafí ekki síður
verið þeirra allra gæfa að inn í líf
Huldu á þessum tíma kom æskuvin-
ur og skólafélagi hennar frá ísafírði
og fyrrverandi nemandi Höskuldar,
heiðursmaðurinn Björn Olafsson
loftskeytamaður. Hulda og Björn
giftu sig á jólum 1975 þegar þau
eignuðust alnöfnu, Huldu Birnu,
dóttur Fríðu Regínu og Eiríks Ragn-
arssonar, en á heimili þeirra hafa
þau Hulda og Björn átt sitt annað
athvarf. Með Bimi átti Hulda ham-
ingjuríka daga sem hún naut í ríkum
mæli enda bar Björn hana á höndum
sér og var það gagnkvæmt og inni-
legt samband. Með Bimi fékk hún
langþráð tækifæri til að ferðast
bæði utan lands og innan. Meðan
Bjöm var starfandi loftskeytamaður
fór hún ótal skemmtilegar ferðir
með honum bæði til Bandaríkjanna,
Norðurlandanna og víðar, auk þess
sem þau fóru hringferðir um landið
og áttu sæludaga í sumarhúsum á
þeim ferðum. Hún minntist þessara
ferða þegar erfiðir tímar komu og
naut þess að segja mér frá þeim.
Eftir að Hulda og Bjöm fluttust í
Hveragerði gátu samskipti okkar
orðið meiri, mér til ómældrar
ánægju. Á heimili mínu voru þau
aufúsugestir og kannski brú milli
kynslóða þar sem afar og ömmur
bamanna minna búa fjarri.
Nú er komið að kveðjustund
minnar góðu Huldu sem sýndi mér
og mínum umhyggjusemi allt til
hinstu stundar. Þeirri umhyggju-
semi fínnst mér best lýst með því
að þegar Einar gonur minn slasaðist
og lá lengi á sjúkrahúsi gat Hulda
alltaf gefið sér tíma til þess að líta
inn að afloknum vinnudegi og létta
byrðar, lesa fyrir Einar og senda
mig frá í hvíld á meðan. Þegar ég
svo á fullorðinsaldri, nýstaðin upp
úr aðgerð, hóf kennaranám, meðal
annars fyrir hennar hvatningu, þá
var það Hulda sem stappaði í mig
stálinu, hvatti mig til náms og fylgdi
hún málinu svo dyggilega eftir að
hún mætti í fýrstu frímínútum til
þess að taka úr mér hrollinn með
því að bjóða mér í mat eins og í
gamla daga, matmóðirin mikla.
Líf okkar flestra einkennist bæði
af skini og skúrum. Hulda mín fékk
að upplifa hvort tveggja. Hamingj-
unnar naut hún ríkulega með góðum
mökum, bömum og bamabörnum
og seinna dætmm Björns og bama-
börnum hans. Það sem mér finnst
svo aðdáunarvert við hvemig Huldu
tókst að taka því sem erfið veikindi
hennar lögðu á hana, var sú reisn
sem henni tókst að halda á erfiðum
stundum allt til hins hinsta og
hvemig hún vann úr því sem á hana
var lagt. Hennar síðustu orð á bana-
beði vörðuðu jólagjafimar til fólks-
ins hennar og finnst mér það lýsa
innræti hennar best.
Elsku Bjöm minn, ég veit að sorg
þín er mikil og bið ég algóðan Guð
að styrkja þig í missi þínum. Ykkur
börnunum úr bakaríinu og öllum
afkomendum Huldu votta ég samúð
mína með þessu fallega versi Davíðs
Stefánssonar:
Ég elska bæði skin og skór
og skugga og sólarvegi,
því allt er brot og einnig úr
þeim eina og sama degi,
og sá, sem þyngstar byrðar bar
fær bætur engu minni,
því Guð er allt og alls staðar
í allri veröldinni.
Blessuð sé minning Huldu
minnar.
Gerður Matthíasdóttir.