Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
» 72
Með
morgunkaffinu
Kauptu hann, eiskan. Gott
grín er það sem fólk þarfn-
ast á þessum síðustu og
verstu tímum.
Nú, fannstu krónu? Til ham-
ingju, en erum við ekki að
leita að giftingarhring?
Jttargnttlifefeife
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Látum ljósin lifa lengur!
Innlegg í baráttuna
Frá Ragnarí Halldórssyni:
Innblástur þessarar blaðagreinar
er önnur smágrein sem birtist á
ólíkt tilkomuminni vettvangi en
Morgunblaðinu: muggunni á les-
endasíðu Dagblaðsins V. Þar leggur
Guðjón nokkur Sigurðsson fram
sinn skerf til lífsbaráttu ljóssins,
og ég get alls ekki látið sem sú
viðureign komi mér ekki við og
ræki því einungis skyldu mína með
þessum orðum. Honum finnst eins
og flestum að vel hafi tekist til með
upphengingu á fallegum jólaljósum
og skreytingum í borginni nú fyrir
jólin. En tilefni skrifa minna er fyrst
og fremst tillaga Guðjóns um að
jólaljósin fái að hanga lengur í mið-
borginni en venjulega, fram í febr-
úar að minnsta kosti, helst í allan
vetur, í stað þess að fjarlægja þau
áður en nokkur fær rönd við reist.
Þetta er ein vitrænasta uppástunga
sem ég hef lengi haft spurnir af.
Eins og allir vita er venja eftir
þrettándann að koma jólaljósunum
burt og þá flæðir myrkrið, sem þau
halda í skefjum og flúið hefur upp-
lýst og glaðvær stræti borgarinnar,
hindrunarlaust niður að gangstétt-
arbrúnum og hreiðrar þar um sig.
Sjálfur hef ég alltaf unnað þessum
tírum. Mér finnst líftími þeirra grát-
lega stuttur og get alls ekki tekið
undir með þeim sem fínnst jólaljós-
in verða að óþægilegum minnis-
vörðum um nokkurra vikna sjálfs-
gleymi sitt þegar þeir vakna á
fyrstu dögum nýs árs.
Hveijum finnst ekki falleg þessi
fjarlægðargulu, undrarauðu, gleði-
grænu og tregabláu ljós á svala-
handriðum og í trjám og gluggum?
Svo ekki sé talað um ljósadýrðina
sem nú slútir yfir strætum miðborg-
arinnar gömlu. Því sviptum við okk-
ur svo fljótt þessu sakleysislega en
árangursríka vopni sem vekur ekki
aðeins fögnuð í sálum á ferð heldur
ógnar skammdegisdrunganum og
aftrar sókn myrkursins og gerir
hana beinlínis hlægilega?
í jafn C-vítamínlausu umhverfi
og okkar, sem drögum andann á
íslandi, er áskapað ættum við að
leggja áherslu á að njóta sem lengst
birtunnar sem stafar frá litglöðum
sólum og stjömum sem Rafmagns-
veita Reykjavíkur lætur okkur í té
í desember. Þessi ljós hafa alveg
sérstakt gildi. Ástæðan fyrir upp-
hengingu þeirra stafar ekki af allra
brýnustu nauðsyn heldur er hún
tilfinningalegs eðlis og er marktæk-
ur vitnisburður um hlý hjörtu þeirra
sem stjórna borginni og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Hlutverk þeirra
er að kallast á við hjörtu okkar og
stappa í okkur stálinu. Einmitt það
sem við þrufum. Þau hlæja að
myrkrinu og við líka.
Tökum ekki niður jólaljósin og
stjörnurnar! Bíðum með það þangað
til í febrúar eða mars. Mömmur,
pabbar, afar og ömmur: Þið öll sem
ráðið því hvort ljósin fá að vera
lengur: Ekki taka þau niður. Pabb-
ar! Neitið að príla út og taka niður
ljósin. Mömmur! Gerirði það, leyfið
þeim að hanga lengur. Kæra borg-
arráð! Þið sem hafið svo næman
skilning á þörfum borgarbúa:
Stoppið starfsmenn Rafmagnsveit-
unnar af og segið þeim að þeir
megi ekki taka ljósin niður strax.
Leggjum öll lífsbaráttu ljóssins lið.
Látum ljósin lifa lengur!
RAGNAR HALLDÓRSSON,
Bræðraborgarstíg 4,
Reykjavík.
Flautaþyrlar framsóknar
Frá Gunnlaug Eiðsson:
Nú gengur maður undir manns
hönd í Framsóknarflokknum við
að sannfæra sjálfa sig og aðra um
það að allt í lagi sé að skipta um
skoðun. Meira að segja á það að
vera merki um alveg einstakan vit-
urleika að snúast. Tilefnið er það
að í haust lauk flokkurinn allur upp
einum munni um það að rétt væri
að lækka virðisaukaskatt á mat-
væli um áramótin. En nú talar all-
ur flokkurinn einum rómi um það
að rangt sé að lækka þennan skatt.
Segja aukinheldur núna að matar-
skattslækkun sé afspyrnu vitlaus -
ekkert minna. Allir, nema kannski
Steingrímur. Og síðan framsóknar-
menn urðu svo vel gefnir og vitrir
að skipta um skoðun síðast, hefur
sjálfumgleði þeirra og drýldni flætt
yfir alla bakka. Því nú mun það
vera sannað og sýnt að þeir séu
ekki nátttröll. Þeir eru vitrir menn,
geta hugsað og skipt um skoðun.
Vitanlega er það mikilsverður
hæflleiki að geta breytt um skoð-
un. En til þess að vitur maður geri
það, verður eitthvað annað að
breytast fyrst. T.d. að ný rök komi
fram, aðstæður breytist og þar
fram eftir götunum. Er það ekki
nokkuð dularfullt, þegar heill
stjórnmálaflokkur snýst gersam-
lega við á svo stuttum tíma? Hvað
er það í efnahagsmálum okkar sem
hefur breyst svona alveg síðan í
haust? Það er rétt að miklu betra
væri að hækka skattleysismörk t.d.
frekar en að hafa margs konar og
flókinn virðisaukaskatt. En hver
voru þá rök framsóknarmanna í
haust fyrir hreint og beint vitlausri
skattalækkun? Gæti ekki einhver
þeirra útskýrt það, hvers vegna þá
var svo gáfulegt að stefna að lækk-
un skattsins um áramót?
Staðreyndin er sú að Framsókn
hefur aldrei breyst neitt. Ekkert
vitkast eða lagast. Hún er opin í
báða enda og snýst og snýst bara
eftir því hvaðan vindurinn blæs.
Svona hringlandaháttur og sýndar-
mennska heitir í pólitík lýðskrum.
GUNNLAUGUR EIÐSSON,
Lindargötu 42,
Reykjavík.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
,, HANN SENOIR þéfZ. UÖLAUÓS i (SÖMSlN þlM."
Einn af viðmælendum Víkveija
hafði orð á því á dögunum,
að Öryrkjabandalag íslands eyddi
óþarflega miklum peningum í út-
gáfustarfsemi. Til marks um það
sýndi hann Víkveija tvö eintök af
fréttabréfi Öryrkjabandalagsins,
sem borizt höfðu á heimili hans,
annað til hans sjálfs en hitt til
eiginkonu hans. Hann sagði að
hvorugt þeirra hjón væru félags-
menn í einhveiju aðildarfélaga
Öryrkjabandalagsins og þar að
auki væri ástæðulaust að senda tvö
eintök af sama ritinu inn á sama
heimili. Annað færi beint í ruslaföt-
una.
Þessi athugasemd á áreiðanlega
við í fleiri tilvikum en þessu. Prent-
að mál er sent á heimili fólks í
miklu magni, í sumum tilvikum til
beggja hjóna eða sambýlisfólks.
Þau félagasamtök, sem að slíkri
útgáfu standa geta áreiðanlega
fundið þörf verkefni fyrir þá pen-
inga, sem sennilega er hægt að
spara með hófsamari útgáfustarf-
semi og dreifingu. Þessu er komið
hér á framfæri til umhugsunar
fyrir Öryrkjabandalagið og aðra.
xxx
Sú ákvörðun Guðmundar Árna
Stefánssonar, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, að skipa mág
sinn formann stjórnamefndar rík-
isspítala sólarhring áður en ný
stjómsýslulög tóku gildi er meira
en hæpin. í hinum nýju lögum er
m.a. gert ráð fyrir að ráðherra
megi ekki hafa afskipti af meðferð
máls, sem varðar nána vandamenn
þ.á.m. mága.
Guðmundur Árni sagði í samtali
við Morgunblaðið á gamlársdag,
að lögfræðingur ráðuneytis hans
teldi þessa ráðstöfun ekki stangast
á við hin nýju lög. Ráðherrann
verður að gera frekari grein fyrir
þessu sjónarmiði. Það dugar ekki
að ráðherrar geri ráðstafanir af
þessu tagi, sem rök benda til að
samræmist ekki lögum, sem þegar
hafa verið sett á Alþingi, þótt þau
hafi ekki tekið gildi, þegar viðkom-
andi ákvörðun er tekin.
xxx
að verður fróðlegt að fylgjast
með því hvað matvælaverð
lækkar mikið nú um áramótin. Það
.er full ástæða til fyrir neytendur
að fylgjast vandlega með hinni lof-
uðu verðlækkun. Víkveiji kynntist
því fyrir nokkrum dögum, að ekki
er allt sem sýnist. í einni af
verzlunum tíu-ellefu var sérstakt
auglýsingaspjald yfir kartöflupok-
um, þar sem fram var tekið að
tveggja kílóa poki af kartöflurú
kostaði 298 krónur. Við skoðun á
kassakvittun eftir að viðskiptum
var lokið kom í ljós, að kartöflupok-
inn kostaði 348 krónur. Kaup-
mönnum ber skylda til að verð-
merkja vörur sínar á þann veg, að
hægt sé að taka mark á þeim
merkingum. I sumum tilvikum eru
merkingar svo óljósar og verðmið-
ar límdir hver ofan á annan að
neytandinn getur tæpast áttað sig
á uppgefnu verði.