Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 2

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Forsætisráðherra eftír fundi með aðilum í sjómannadeíluimi í kjölfar viðræðuslita Lagasetning vegna aðildar að kvótakaupum möguleg Magni Hauksson Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést I umferðar- slysinu á mótum Reykjanesbraut- ar og Öldugiitu í Hafnarfirði í fyrrakvöld hét Magni Hauksson, 26 ára gamall. Hann var nemi í prentiðn, fædd- ur 2. október 1967, til heimilis að Huldubraut 27 í Kópavogi. Magni lætur eftir sig unnustu. Stúlka sem slasaðist hættulega í árekstrinum liggur enn meðvit- undarlaus á Borgarspítalanum en var í gær talin úr bráðri lífshættu, samkvæmt uppiýsingum Morgun- blaðsins. VIÐRÆÐUM um nýja kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna hjá ríkissáttasemjara var slitið seinnipartinn i gær eftir að ljóst var að tilgangslaust væri að halda áfram að óbreyttu. Fulltrúar samtaka sjó- manna gerðu í kjölfarið forsætisráðherra grein fyrir stöðu deilunnar og í gærkvöldi funduðu forsvarsmenn útvegsmanna og vinnuveitenda einnig með forsætisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fundina seint í gærkvöldi, að ekki kæmi til álita að ríkisvaldið gripi inn í deiluna með einhverjum þeim hætti sem skekkt gæti þann grundvöll kjarasamninga sem lagður hefði verið á síðasta ári. Hins vegar vildi ríkisvaldið gjarnan kanna með hvaða hætti það gæti komið í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum með lagasetningu þann- ig að meira hald yrði í ákvæðum kjarasamninga sem ættu að koma í veg fyrir þau. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn vinna að því að reyklosa Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjasafnið fylltist af reyk þegar eldur kom upp í gær Eldvarnakerfi brást og ræst- ingakona hringdi á slökkvilið ELDUR kom upp Þjóðminjasafninu við Suðurgötu síðdegis í gær eft- ir að glóð frá logsuðu hafði komist í þakklæðningar hússins, þar sem verið var að leggja lokahönd á endurbætur. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar varaslökkviliðsstjóra barst slökkviliðinu tilkynning um eldsvoðann frá ræstingakonu safnsins en ekki frá Securitas, en húsið er tengt öryggiskerfi þess. Eldurinn í þakinu var slökktur á skammri stundu og húsið reyklosað. Engar skemmdir urðu á safnmunum, að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar. _________________________________ Að sögn Jóns Viðars fór slökkvi- liðið strax á staðinn með tiltækt iið og var haft tal af iðnaðarmönnum sem verið höfðu að logsjóða á þaki hússins og var strax ljóst að hiti var undir hluta þaksins þar sem verið var að koma fyrir þakplötum úr eir. Plötunum var svipt af á um hálfs fermetra fleti og kom þá í ljós að glóð hafði komist í tréklæðningu. Eldurinn var slökktur á skammri stundu en að sögn Jóns Viðars mátti iitlu muna að glóðin bærist í þann hluta þaksins sem einangraður var með sagi en þá hefði að sögn hans orðið mun erfiðara að hemja út- breiðslu eidsins. Vegna viðgerða á húsinu höfðu safngripir verið íjarlægðir og voru aldrei í hættu. Þjóðminjavörður sagði á brunastað í gær að það væri mat forvarða safnsins að ekki Kosningarnar í vor Vinstri við- ræður hafnar TIL STÓÐ að fyrsti óformlegi viðræðufundur minnihlutaflokk- anna í borgarsljóm Reykjavíkur um sameiginlegt framboð við borgarstjórnarkosningar í Reylgavík í vor færi fram í gær- kvöldi. { óformlegum viðræðum hafa komið fram hugmyndir um, að borg- arstjóraefni minnihlutaflokkanna verði annaðhvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður eða Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. þyrfti að ráðast í viðgerðir eða end- urbætur á safngripum vegna reyk- skemmda. Jón Viðar Matthíasson sagði á brunastað í gær að sér virtist sem brunavarnir safnsins væru í full- nægjandi horfi þótt svo virtist sem eitthvað hefði brugðist í þeim efnum í gær. Að sögn Guðmundar Magn- ússonar varð ekki annað séð af skynjurum eldvamakerfis safnhúss- ins, sem er beintengt Securitas, en að kerfið hefði numið boð um eldinn. í gærkvöldi fékk Morgunblaðið staðfest hjá siökkviliðinu að því hefði aðeins borist boð um eldinn klukkan 17.17 frá starfsfólki safnsins en ör- yggisgæslufyrirtækið hefði ekki gert viðvart. Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Securitas sagði í gær- kvöldi aðspurður um málið, að verið væri að kanna það, en sýnt væri að þegar fyrirtækið fékk boð um eldinn var orðið ljóst að búið væri að kalla út slökkvilið. Hannes sagði að ljóst væri að sama öryggi væri fólgið í því að beintengja kerfi við örygg- ismiðstöð slökkviliðsins og örygg- ismiðstöð Securitas. í dag Á úthafsveiðar Togarirm Snorri Sturiuson sendur á úthafsveiðar 4 Sólheimadeilun Félagsmálaráðherra segir stjórn Sólheima ekki virða lög 18 l dogskrá Dr*urrur Kurouwa _J»| : II ■Ui u m r Þrettándagleði Blysfarir og þrettándabrennur víða um land í kvöld 19 Leiðari Verkfall sjómanna 28 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ► Clint Eastwood á toppnum - Frakkur útvarpsmaður í Minne- sota - Fréttaritari CNN í hringiðu heimsviðburða - Sean Connery - CBS reynir að bæta sig ► Ágæti og Grænmeti sameinast - Sementsverksmiðjan stokkar spilin - Fjármál á fimmtudegi - Spánskur banki í úlfakreppu - Torgið „Ég hef miklar áhyggjur af þessu verkfalli vegna þess að mér sýnist eftir þessar viðræður, að það sé mjög langt í land. Menn sjá ekki út úr þessu eins og staðan er í dag, nema finnist einhver flötur sem ríkisvaldið vildi eiga þátt í, ella gætu menn verið að horfa fram á margra vikna verkfall án nokkurs árangurs í raun- inni,“ sagði Davíð. Samband í dag Hann sagðist myndu hafa sam- band við aðila í dag og ræða við ríkis- sáttasemjara og sjá, eftir að menn hefðu hugsað málið, hvort þetta gæti orðið leið til lausnar í þessu mikla ágreiningsmáli. „Ég tel að menn eigi að geta fundið leið sem ætti að geta dregið mjög úr mögu- leikurn til þess að stunda svona starf- semi í óþökk sjómanna og jafnvel útilokað það með öllu, en menn þurfa að hugsa það sameiginlega.“ Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði að viðræðumar hafi verið komnar inn á algera blindgötu og ekkert augljóst framhald sé sjáan- legt á þeim. Krafa sjómanna um markaðstengingu fiskverðs sé í raun ekkert annað en krafa um hærri laun sem stefni í hættu þeirri kjarasátt sem tekist hafi í landinu. Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands, vísar því algerlega á bug og segir að barátta sjómanna snúist um það að veija þau kjör sem þeir eigi að hafa samkvæmt kjara- samningum. Hann hljóti að gera þær kröfur til útvegsmanna að þeir setj- ist að samningaborði og ræði aðrar kröfur sjómannasamtakanna en þær sem snúi að kvótakaupum. Það snúi sannanlega að útvegsmönnum. Óskar sagði að sjómannasamtökin sæju ekki aðra leið í deilunni en tengja lágmarksverð á fiski verði á fiskmörkuðum. Þó svo eigi að heita að hér sé frjálst fiskverð, þá felist það ekki í öðru en því að fiskkaup- endur ákveði einhliða það fiskverð sem þeir séu tilbúnir til þess að greiða. Útvegsmenn fallist á það sem sé kannski skiljanlegt þegar litið sé til þess að 80% af útgerðinni sé í eigu fiskvinnslunnar. Kristján sagði að krafa um mark- aðstengingu fiskverðs hafi sett málið í hnút. í fyrsta lagi sé það alls ekki á verksviði útvegsmanna og sjó- manna að semja um fiskverð sín á milli, heldur verði að semja um það við fískkaupendur. í öðru lagi sé markaðstenging ágæt þar sem hún eigi við, en mikil og augljós vand- kvæði fylgi því að gera hana að ein- hverri allsheijar viðmiðun, auk þess sem hún væri mikil ógnun við þau tengsl veiða og vinnslu sem hefðu verið byggð upp. Þá væri það furðu- legt, að sjómenn, sem hefðu boðað til þessara aðgerða vegna misnotk- unar varðandi framsal veiðiheimilda, væi-u allt í einu farnir að gera kjar- akröfur í gegnum fiskverðshækkun. ♦ ♦ ♦-------------- Amalí prófkjör AMAL Qase, íslenskur ríkisborg- ari af sómölskum ættum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórn- arkosningar. Hún hefur ekki tilkynnt þátttöku í prófkjörinu til Sjálfstæðisflokksins, en býst við að gera það í dag. „Ég held ég eigi erindi í borgar- stjórn," segir Amal, „annars væri ég ekki að þessu.“ Hún segist engu geta spáð um gengi sitt í prófkjör- inu. „Éf ég sigra er það gott mál, ef ég tapa tek ég því eins og kona.“ Islenskur vísindamaður á ráðstefnu Gos á Islandi gæti stöðvað ferðir flugvéla ÞORVALDUR Þorðarson eldfjallafræðingur, sem starfar við Háskólann á Hawaii, sagði á ráðstefnu í Bandaríkjunum í síð- asta mánuði að öruggt væri að annað gos af stærðargráðu Skaftárelda muni verða á Islandi. Hann segir að miklar Iíkur séu á að það verði innan næstu 300 ára og í raun séu allt eins miklar líkur á að það verði á lífsskeiði núlifandi íslendinga. Segir hann að slíkt gos muni hafa mikil áhrif á daglegt líf Is- lendinga og Evrópubúa, valda stórfelldum skemmdum á gróðri og uppskeru á Islandi og í Evrópu og bendir á að áhrif þess yrðu þau að það myndi stöðva ferðir flugvéla, drifnum þotu- hreyflum, yfir Evrópu og Norður-Atlantshafi í mánuði eða jafn- vel ár, en það réðist af krafti og lengd gossins. Þorvaldur kynnti niðurstöður rannsókna sinna á Skaftáreldum, sem hann hefur unnið að frá ár- inu 1983 í samvinnu við íslenska og erlenda vísindamenn, á fundi Sambands amerískra jarðeðlis- fræðinga í San Francisco 6. des- ember sl., en þar var fjallaö um samspil eldgosa og veðurfars. L.A. Times vitnar í erindi Þorvaldar Dagblaðið Los Angeles Times birti grein um ráðstefnuna og vitnaði meðal annars í fyrirlestur Þorvaldar um Skaftárelda og þau áhrif sem slíkt gos myndi hafa á flugumferð á Norður-Atlantshafi og þá miklu eyðingu gróðurs og skóga sem gosmökkur úr sam- svarandi gosi myndi hafa. Að sögn blaðsins héldu vísindamenn á ráðstefnunni því fram að eldgos yrðu að jafnaði á um 100 ára fresti, þar sem gasský og ösku- mökkur næðu upp í mikla hæð og hefðu alvarleg áhrif á and- rúmsloft og náttúru á stóru svæði. Vöruðu vísindamennimir við áhrifum slíkra náttúruhamfara °g ' samtali við Morgunblaðið sagði Þorvaldur, að þótt enginn gæti sagt fyrir með vissu um hvenær slíkt eldgos yrði, væri full ástæða fyrir íslendinga að gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.