Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Óvenju fá útköll hjá Slökkviliðinu Engin stórbruni í 67 útköllum og ekkert mannljón ÓVENJU fá útköll urðu hjá Slökkviliðinu á Akureyri á nýliðnu ári en það var kallað út 67 sinnum og íuleins einu sinni á síðustu 20 árum hefur liðið verið kallað sjaldnar út. Flest hafa útköllin verið 115 árið 1987, en þau voru 90 talsins á síðasta ári. Þá varð engin stórbruni á liðnu ári og ekkert manntjón. Einn alvarlegasti atburðurinn á síðasta ári var þegar gerð var tilraun til að kveikja í Sjallanum 15. febr- úar meðan dansleikur stóð yfir, að því er fram kemur í skýrslu slökkvil- iðsstjóra um starfið á síðasta ári. íkveikjur Af útköllunum 67 var um eld að ræða í 35 tilvikum og langoftast var hann í rusli eða sinu og þá voru 8 útköll vegna elds í íbúðarhúsum. 60 braut- skráðir FJÓRIR nemar voru brautskráð- ir frá rekstrardeild Háskólans á Akureyri í fyrradag, þrír rekstr- arfræðingar og einn iðnrekstrar- fræðingur. Alls hafa nú 60 rekstrarfræðing- ar verið brautskráðir frá rekstrar- deild Háskólans á Akureyri,- hinir fyrstu árið 1989. Um er að ræða tveggja ára nám, að loknu fyrsta ári þar sem er sameiginlegt náms- efni geta nemar valið á milli tveggja brauta, rekstrarbrautar ,og iðn- rekstrarbrautar. Að loknu prófí frá rekstrardeild skólans er boðið upp á tveggja ára framhaldsnám í gæðastjórnun og hafa 8 manns verið brautskráðir með BS-próf í gæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri. Upptök eldsins voru í flestum tilfell- um rakin til íkveikju. Fram kemur í skýrslunni að í 30 tilfellum var um lítið eða ekkert tjón að ræða af völd- um eldsins. I skýrslunni kemur einn- ig fram að fólk geti verið í mikilli hættu þó ekki sé um eld að ræða, en undir útköll án elds flokkist m.a. björgun úr bílflökum, hreinsun hættulegra efna, vatnsdæling og fleira. Sjúkraútköll voru 1.086 á síðasta ári, þar af 196 utanbæjar, en voru 1.987 árið á undan, þar af 165 utan- bæjar. í 17 útköllum var um að ræða yfir 100 kílómetra langa flutn- inga. Varabíll var notaður 58 sinnum þar sem hinn var upptekinn í öðrum sjúkraflutningi og er það nokkur aukning milli ára. -----*—*—*------ Þrettánda- gleði Þórs HIN árlega þrettándagleði Þórs verður haldin í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 6. janúar og hefst hún kl. 20.00 með skrúðgöngu frá félagsheimiiinu Hamri. Álfar, tröll og púkar verða á kreiki og jólasveinarnir koma og kveðja börnin að venju. Páimi Gunnarsson syngur nokk- ur lög og einnig Jóhann Már Jó- hannsson, en í lokin verður vegleg flugeldasýning. V erðlaunaþegar FJÖLMENNI var í hófinu þegar verðlaunin voru veitt. Viðurkenningar og styrkir veittir til íslandsmeistara STYRKIR og viðurkenningar úr Afreks- og styrktarsjóði voru veitt- ir við athöfn í íþróttahöllinni á Akureyri fyrir áramót. Veitt er viðurkenning til allra þeirra sem hlotið hafa Islandsmeistaratitil á árinu auk þess sem sérstakar viðurkenningar eru veittar. Að þessu sinni var þremur ein- staklingum veitt sérstök viður- kenning, Albert Sigurðssyni fyrir Qölþætt störf að skák- og brids- málum, Soffíu Guðmundsdóttur fyrir margþætt störf í þágu brids- mála og Öðni Árnasyni fyrir óeig- ingjarnt starf að skíðamálum. Sex íþróttafélögum var veittur styrkur úr Afreks- og styrktar- sjóði, Knattspyrnufélagi Akur- eyrar, Skautafélagi Akureyrar, Golfklúbbi Akureyrar, Skátafé- laginu Klakki, Iþróttafélaginu Þór og íþróttadeild hestamann- afélagsins Léttis. Á liðnu ári urðu fjölmargir íþróttamenn á Akureyri íslands- meistarar, einn kom úr röðum Nökkva, félags siglingamanna, tveir fijálsíþróttamenn úr Ung- mennafélagi Akureyrar_ hlutu titilinn og einnig tveir úr íþrótta- félaginu Eik. Margir Islands- meistaranna komu úr röðum KA-manna, 3. flokkur karla í handbolta varð íslandsmeistari sem og einnig 4. og 5. flokkur. Þá átti félagið fjölmarga meist- ara í júdó á iiðnum ári. Stefán Thorarensen úr íþróttafélaginu Akri hlaut alls 9 íslandsmeistar- atitla á liðnu ári, en alls hlutu félagsmenn þess 17 titla á árinu. Sex skíðamenn hlutu viður- kenningu en þeir urðu íslands- meistarar í ýmsum greinum skíðaíþróttarinnar. Þá urðu Þórs- arar Islandsmeistarar í innan- hússknattspyrnu í meistaraflokki og félagar í Skautafélagi Akur- eyrar urðu einnig íslandsmeistar- ar, í flokki 9 ára ,og yngri, 13 til 15 ára, 16 til 17 ára og í mejstaraflokki. íþróttadeild hestamannafé- lagsins Léttis átti einn íslands- meistara, Bílaklúbbur Akureyrar fimm, Bridgefélag Akureyrar þijá og eins Sundfélagið Óðinn. Þá hlutu tveir vaxtarræktarmenn slíkan titil, fimm félagar úr Lyft- ingafélagi Akureyrar og tveir úr Golfklúbbi Akureyrar. S 6 MILLJONIR ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR Heppnin bíður þín hér Hæsti vinningurinn í hverjum mánuði leggst við pann hæsta í næsta mánuði efhann gengur ekki út. Þannig hleðst spennan upp koll afkolli par til sá heppni hreppir pann stóra... þú? s Tryggðu þér möguleika ... fyrir lífið sjálft UMBOÐ I REYKJAVIK OG NAGRENNI: AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3 Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNlN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 TOPPMYNDIR MYNDBANDALEIGA, Arnarbakka 2, sími 76611 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 MMSMSMM3BBÍM SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími666620 EI N A Þ A R SEM GENG BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, sími 46777 GARDABÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 imMhiiMMmm BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 STÓRHAPPDRÆTTIÐ H Æ S TI VINNINGURINN UR ÖRUGGLEGA ÚT. _____V'erð miða er aðeins 600 kr. ( S ' Rjy laX.1 Upplýsittgar um nsesta mnboðmann í sima 91-22150 og 23130

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.