Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 21 FOSTUDAGUR JANUAR Þú hef ur nokkra daga til að kaupa faxtæki með 10-15% afslætti Styrkur veittur úr Minning- arsjóði Gunnars Thoroddsen Gríptu tækifærið og tryggðu þér frábær faxtæki, Ricoh og Telia, með 10-15% afslætti til 7. janúar. Við bjóðum góð greiðslukjör og þjónustu um land allt. Haföu samband við næstu póst- og símstöð, eða söludeildir í Kringlunni, Armúla og í Kirkjustræti. STYRKVEITING úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fór fram miðvikudaginn 29. desember í áttunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar lið- in voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarsljór- ans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verð- laun eða lán í sambandi við rann- sóknir, tilraunir eða skylda starf- semi á sviði mannúðarmála, heil- brigðismála eða menningarmála, sem Gunnar Thoroddsen lét sér- staklega til sin taka sem borgar- stjóri. Að þessu sinni hlaut Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari styrk- inn fyrir framlag til íslenskra tón- listarmála. Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1984 og einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík ári síðar, þar sem hún stundaði nám hjá Halldóri Haraldssyni. Hún hlaut styrki frá British Council og Amer- ican-Scandinavian Foundation til framhaldsnáms í London og New York og lauk mastersprófi frá City University í London 1989 og Pro- fessional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York 1993. Nína Margrét hefur komið víða fram sem einleikari og í samleik, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur, í Ríkisútvarpinu og á vegum EPTA. Hún hefur m.a. skrif- að um íslenska píanótónlist og gildi tónlistar fyrir þroska tilfinninga og vitsmuna. Nína Margrét hlaut styrk á þessu ári frá Helena Rubinstein Foundation til doktorsnáms í píanó- leik við City University of New York og vinnur m.a. að rannsóknum um þróun píanóleiks á íslandi. Nína Margrét hefur oft komið opinberlega fram á tónleikum að undanförnu, bæði hér heima og erlendis og ávallt hlotið góða dóma og ósjaldan frábæra fyrir leik sinn. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn, sem að þessu sinni var að Ijárhæð 250.000 kr. Athöfnin fór fram í Höfða. Styrkur afhentur Á MYNDINNI eru f.v. Ágúst Guðmundsson, Jónina Gísladóttir, Grím- ur H. Brandsson, Sigríður Ágústsdóttir, Markús Örn Antonsson, Vala Thoroddsen og Steinunn Ármannsdóttir. Sigríður Ágústsdóttir, móðir Nínu Margrétar, tók við styrknum fyrir hönd dóttur sinnar, sem er erlendis. Dansinn dunar i Danssmiðjuxtni Skeiiunni 11 B P Samkvæmisdansar Barnadansar Einkatímar Hóptímar \Ms£WmÆk ammmmsSÉHUKÍBÉBÍmaSBBÍ SKEIFAN 1 I B SÍMI Innritun i síma 689797 PÓSTUR OG SlMI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.