Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Talhólf
geyma símaboð
Svokölluð talhólfaþjónusta hefur
nú verið tekin í notkun fyrir far-
símanotendur. Talhólf er ný þjón-
usta Pósts og síma sem er sérstak-
lega sniðin að þörfum farsímanot-
enda, en hentar öðrum símnotend-
um einnig. Talhólf, sem er
geymsla fyrir töluð skilaboð, geta
allir farsímanotendur hagnýtt sér
hvort sem þeir hafa farsíma með
eða án tónvals. Þegar ekki er svar-
að í farsima, slökkt er á honum
eða hann utan þjónustusvæðis,
bæta talhólf öll samskipti við farsí-
manotendur ti! muna, segir í
fréttabréfi frá Pósti og síma.
Talhólf eru að grunninum til sím-
svarabúnaður sem er tengdur við
símstöð og geymir talað mál í tölvu.
Þegar hringt er í farsímann og ekki
er svarað, tekur talhólfið við skila-
boðum og lætur síðan vita um að
skilaboð liggi í hólfinu, en eftir að
talhólfið hefur tekið á móti skilaboð-
um, reynir það að hringja í viðkom-
andi farsíma með jöfnu millibili til
að láta vita af því. Einnig getur tal-
hóflið sent boð um það tii boðtækis.
Stofngjald fyrir talhólf er 500 kr.
fyrir farsímanotendur og fast afnota-
gjald 100 kr. á mánuði. Þegar farsí-
manotandi kaupir sér aðgang að
þjónustunni, fær hann úthlutað tal-
hólfi sem hefur ákveðið símanúmer
og er það ávallt það sama og farsíma-
númerið, nema að í stað 985 kemur
988. Á næsta ári verða svo faxhólf
tekin í notkun sem gera notendum
talhólfa fært að taka á móti og senda
fax. ■
w/ni
• •
SLYS A
FORVARNIR
FYRSTA HJÁLP
VÖRN í SÓKN OG
BÖRNUM OKKAR
FRÁ SLYSUM
Rauði kross fslands gengst fyrir tveggja kvölda nám-
skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á
við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau.
Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík dagana 11. og 13. jan. n.k. kl. 20 - 23.
Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu
RKÍ í síma 91-626722 fyrir kl. 12 mánudaginn 10. jan.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Rauöarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722
Lokkandi og heilsusamlegir
grænmetisréttir að loknu jólahaldi
GRÆNMETISFÆÐA er eingöngu borin fram á
heilsuhæli Dr. Felbermayers í Gaschurn í Austur-
ríki. Stúlkan sem bar fram matinn fyrir nokkra blaða-
menn sem voru þar í skoðunarferð rak upp stór
augu þegar hún var spurð hvort það væri hægt að
fá vínglas með matnum. Hún virtist aldrei hafa heyrt
á reykingar minnst þegar hún var spurð hvort það
mætti reykja í salnum. Flestir gestanna voru í læknis-
meðferð á hælinu en nokkrir til að hvíla sig og fasta.
2 Þe>r sem eru ekki á ein-
■ hveijum safa- eða tekúr borða
vel á heilsuhæli Leopolds Fel-
bermayers. Hann stofnaði það
fis 1960 ásamt konu sinni. Þau
höfðu fyrst 26 rúm en hafa
nú 105, annar sonur þeirra
« starfar með þeim sem læknir
en hinn sér um reksturinn.
■3 Felbermayer telur vellíðan
fólks fyrst og fremst komna
undir mataræði þess. Hann hefur
enga trú á kjöt- og fiskmeti en því
meiri á kornvörum, grænmeti og
ávöxtum og eggjum og mjólkurvör-
um í litlum skömmtum.
Gestum á heilsuhæli hans gefst
ekki aðeins kostur á að njóta góðra
grænmetisrétta heldur er þeim
einnig boðið upp á matreiðslu-
kennslu svo að þeir geti haldið
áfram að lifa heilsusamlegu lífi eft-
ir heimkomu. Walter Swoboda,
matreiðslumeistari, starfaði áður á
þekktum matstað í Vín en hefur
verið i nokkur ár hjá Felbermayer.
Hann eldaði þessar uppskriftir í
sýnikennslu og réttirnir reyndust
ljómandi góðir. Hráefnið á að sjálf-
sögðu helst að vera beint úr garðin-
um og sem allra minnst unnið.
í sýnikennslu hjá
Walter Swoboda
á heilsuhæli Dr.
Flebermayers í
Austurríki.
Yfirbakaó súkkíni
2 súkkíni
100 g möndlur í bitum eða þunnum
skífum
50 g fint rifinn ostur
2 eggjarauður
1 msk sérrí
2 msk rjómi
salt og múskat
Skerið súkkínið langsum í tvennt.
Gufusjóðið, saltið og snöggkælið í
köldu vatni. Blandið hinum hráefn-
unum saman. Smyijið möndlu-
blöndu á súkkínihelmingana og hit-
ið í 200 g heitum ofni í 10 til 15
mínútur eða þangað til möndlurnar
verða ljósbrúnar. Þessi réttur er
góður með hrísgijónarétti eða með
heimatilbúinni tómatsósu.
Hrísgrjón með súkkím og furuhnetum Eggaldin með bræddum osti og valhnefum
150 g hrísgrjón
300 g grænmetissoð 2 meðalstór eggaldin
100 g furuhnetur 500 g tómatar
2 súkkíni hólfur laukur
1 laukur 2,5 dl tómatsafi
250 g sveppir 1 hvítlauksrif
2 tómatar blóðberg
ólífuolía, salt, sítrónusafi,
basilikum, hvitlaukur og rifinn ostur
■Sjóðið hrísgijónin í soðinu. Sker-
ið laukinn í hringi, súkkínið í stutta
og mjóa bita og sveppina í femt.
Hitið laukinn í olíu, bætið sveppum
í og síðan súkkíninu. Hrærið vel í
á breiðri pönnu. Súkkínið má ekki
verða of mjúkt. Saltið lítillega og
bragðbætið með sítrónusafa. Bætið
gijónunum út í og látið hitna. Bæt-
ið niðurskornum tómötum, hvítlauk,
furuhnetum og basilikum saman
við. Dreifið osti yfir en ekki of mikl-
um, rétturinn á að vera laus og
léttur í sér.
GLEÐILEGT AR
Kennslahefst ámorgun, 7. janúar.
Nemendur mæti á sömu tímum og áður.
UPPLYSINGAR I SIMA 72154.
Félag íslenskra listdansara.
100 g grófskornar valhnelur
mozzorella eóa annar magur
bræðsluostur
ólífuolía
salt
Prófið að
brúna kartöflur
bara upp úr sírópi
Á hátíðisdögum brúnar fólk oft
kartöflur upp úr sykri og smjöri.
Sumir bæta síðan við ijóma á pönn-
una. Ekki hitaeiningasnauðar kart-
öflur með þeim hætti. Okkur hér á
Daglegu lífi barst til eyrna að það
væri alveg eins gott en fyrirhafnar-
minna að brúna kartöflurnar bara
uppúr sírópi. ■
BflLLETSKÓLI SIGRÍOflR flRmflflfl
SKÚLAGÖTU 32*34
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir.
Skerið eggaldinin í 1 sm þykkar
sneiðar, saltið lítillega og vætið
smávegis með ólífuolíu. Veltið þessu
saman með höndunum í stórri skál
og látið standa í stutta stund. -
Dýfíð tómötunum í sjóðandi vatn
og afhýðið þá. Skerið í grófa bita.
Skerið laukinn smátt. - Setjið egg-
aldinin á ofnplötu og hitið í ofni við
200 gr. hita í 10-15 mínútur. -
Hitið laukinn í olíu, bætið tómötun-
um út í og hellið tómatsafa yfir
(smá sérrísletta er ágæt saman við).
Bætið niðurskornum hvítlauk út í
og bragðbætið með salti og blóð-
bergi þegar suðan kemur upp. Hell-
ið tómatmaukinu í eldfast mót og
setjið eggaldinsneiðar og valhnetur
á. Þekið með osti. Rétturinn má
bíða í nokkrar klukkustundir áður
en hann er endanlega bakaður við
220 gráðu hita í 15 mínútur.
Avókadó með radísum og ein-
hveiju stönglakenndu grænmeti
sem heitir ruccula var í forrétt í
hádeginu þegar ég borðaði á heilsu-
hælinu. Síðan var létt soðinn grænn
aspas með frábærri saffran-sósu.
Hafrar með sveppum, blaðlauks-
sósu og rauðbeðum voru í aðalrétt
og valmúakökur með hindbeijum í
eftirrétt. Hádegisverðurinn var 830
kaloríur án aspasins. Meltingarfær-
in fundu fyrir að þau þurftu að
takast á við eitthvað grófara en
venjulega en maturinn var verulega
góður og ekkert okkar saknaði kjöt-
bita í hádeginu. ■
Annn Bjarnadóttir
Kíví til að
gera kjötið meyrt
Sértu með kjöt og haldir að það
sé ekki nægjanlega meyrt höfum
við heyrt að kíví komi að góðum
notum.
Leggið hýðið af kíví ávexti á kjöt-
ið og látið grænu hliðina snúa niður
að kjötinu. Svona er kjötið látið
marínerast í nokkrar klukkustundir.
Skítugir
legókubbar?
ÞEGAR búið er að leika með
legókubba svo mánuðum skiptir
er ekkert ólíklegt að þeir verði
skítugir og að þar leynist kexaf-
gangar og annað matarkyns
sem tilheyrir að maula með
kubbaleik.
Það er heillaráð að skella kubb-
unum í gamlar nælonsokkabuxur,
koddaver eða annað sem þolir
þvott og setja þær í þvottavél á
þijátíu gráðu hægferð. ■